Fleiri fréttir

Spenntur fyrir kraftinum í íslensku aðdáendunum

Áratugalangur draumur íslenskra aðdáenda Duran Duran rættist loks fyrir fjórtán árum þegar hinir fimm fræknu héldu tónleika í Reykjavík. Þeir munu endurtaka leikinn í Laugardalshöllinni í næsta mánuði. Bassaleikarinn John Taylor segir kraftinn í Íslendingum eftirminnilegan og að það sé undir okkur komið hversu stuðið verði mikið núna.

Doctor Victor, Gummi Tóta og Ingó Veðurguð gefa út sumarsmell

Tónlistarmaðurinn Doctor Victor gaf í dag út glænýtt lag fyrir sumarhátíðina Sumargleðin ásamt þeim bræðrum Guðmundi Þórarinssyni og Ingó Veðurguði, en lagið er þemalag hátíðarinnar og jafnframt skemmtileg blanda af mismunandi tónlistarstílum þeirra þriggja.

Cell7 frumsýnir nýtt lag

Tónlistarkonan Ragna Kjartansdóttir, betur þekkt sem Cell7 getur út nýtt lag og myndband í dag og frumsýnir það á Vísi.

Mugison sendir frá sér sumarsmell

Samdi lagið á hringferð með fjölskyldunni um landið þar sem þau keyrðu á nóttunni til að geta notið helstu perla landsins alein.

Nýtt lag Hatara og Murad komið út

Hljómsveitin Hatari hefur gefið út lagið Klefi / Samed (صامد) í samstarfi við palestínska popplistamanninn Bashar Murad.

Áratugalangri deilu The Rolling Stones og The Verve lokið

Í 22 ár hefur Ian Ashcroft, söngvari The Verve mátt þola það að sjá allar tekjur vegna Bittersweet Symphony, vinsælasta lags hljómsveitarinnar, renna í aðra vasa en hans eigin. Nú verður hins vegar breyting á eftir að Mick Jagger og Keith Richards samþykktu að binda enda á deiluna.

Hvorki að þessu fyrir athyglina né peningana

Ottó Tynes gaf út plötuna Happiness hold my hand á dögunum. Hann er með útgáfutónleika í kjallaranum á Hard Rock í kvöld. Staðsetningin var valin til að heiðra minningu Rósenbergkjallarans

Vilja alls ekki útskýra uppruna nafnsins

Hljómsveitin Bagdad Brothers er á leiðinni í tónleikaferð um Norður-Ameríku. Stefnt er á að spila á 26 tónleikum á tæpum mánuði. Á túrnum mun sveitin spila undir nafninu BB til að forðast möguleg vandræði.

Góssentíð í sumar

Þrír af fremstu tónlistarmönnum landsins skipa tríóið GÓSS. Þau voru að gefa út ábreiðu af lagi Bubba Morthens. Í sumar kemur fyrsta plata bandsins út.

Hugljúfur óður til Jóhanns Jóhannssonar

Þýska tónlistarútgáfufyrirtækið Deutsche Grammophon hefur sent frá sér myndbandsóð til tónskáldsins Jóhanns Jóhannssonar, sem lést á síðasta ári.

Mjög persónuleg plata

Tónlistarkonan Gyða Margrét gaf á dögunum út sína fyrstu plötu, Andartak. Platan var unnin í samstarfi við Fannar Frey Magnússon en saman sömdu þau og útsettu öll lögin á plötunni.

Nýtt lag frá Love Guru

Útvarpsmaðurinn Þórður Helgi Þórðarson, sem margir muna eftir sem Love Guru, hefur gefið út nýtt lag í samstarfi við Cell 7 og Steinar Fjeldsted sem var í Quarashi.

Ég er hætt að flýja

„Það hefur verið svartur skuggi á sálinni í langan tíma,“ segir tónlistarkonan Kristín Anna Valtýsdóttir. Hún dró sig inn í skel í kjölfar erfiðrar reynslu og hélt listsköpun sinni að miklu leyti út af fyrir sig. Hún gaf nýverið út plötuna I Must Be The Devil.

Helmingur Sónargesta í klandri vegna WOW

Aðstandendur tónlistarhátíðarinnar Sónar áætla að fall WOW air hafi haft bein og óbein áhrif á um helming þeirra sem keypt höfðu miða á hátíðina.

Telja í gamaldags rokkhátíð á Hard Rock

Ein vinsælasta þungarokkshljómsveit landsins, Skálmöld, hleður í ferna tónleika á næstunni. Þeir byrja á Hard Rock um helgina en færa sig svo til Akureyrar.

Sjá næstu 50 fréttir