Fleiri fréttir

„Það var ekkert sem tók við, hann dó um leið“

„Ég er meira og meira að reyna að hugsa um tímana sem við áttum með honum áður en hann greindist með hjartagallann. Það var yndislegur tími, og eitthvað svo saklaus. Og ég sakna pínu sakleysisins, að upplifa þessa saklausu hamingju,“ segir Kolbrún Ýr Einarsdóttir. 

Í skýjunum eftir ó­vænta Hollywood-heim­sókn

Bandaríska stórleikkonan Jodie Foster og eiginkona hennar voru í skýjunum með heimsókn á Smámunasafnið í Eyjafjarðarsveit. Óvissa er um framtíð safnsins en safnstýran, sem er einnig í skýjunum með heimsóknina, vonast til þess að hin óvænta heimsókn frá Hollywood muni verða safninu til heilla.

„Ég vildi bara prófa eitt­hvað öðru­vísi”

Hin breska Caitlin Krause hefur vakið töluverða athygli hér á landi fyrir hlutverk sitt í raunveruleikaþáttunum Ice Cold Catch sem sýndir eru á Stöð 2. Caitlin, sem er 27 ára gömul, yfirgaf starf sitt sem skipsþerna á ofursnekkju í Miðjarðarhafinu til að freista gæfunnar á sjónum við strendur Íslands á línubátnum Páli Jónssyni.

Fata­her­bergi sem Kar­dashian systur væru sáttar með

Í nýjasta þætti af Heimsókn fór Sindri Sindrason alla leið til New Jersey þar sem hann heimsótti verkfræðinginn Þorbjörn Jónsson. Þorbjörn og eiginkona hans búa í ekta amerísku húsi eins og maður sér í bandarískum bíómyndum á borð við Home Alone eða Father of The Bride. 

Tvíhöfði snýr aftur í hlaðvarpi

Grínistarnir Sigurjón Kjartansson og Jón Gnarr ætlar aftur að blaðra frá sér allt vit í þætti sínum Tvíhöfða. Tilkynnt var í sumar að Tvíhöfði yrði ekki á dagskrá Rásar 2 eftir fimm ára endurkomu þáttanna vinsælu.

Katrín og Kristín hvor í sína áttina eftir sextán ára hjónaband

Katrín Oddsdóttir, lögmaður og baráttukona fyrir réttindum fatlaðs fólks og flóttamanna, og Kristín Eysteinsdóttir, leikstjóri og fyrrverandi Borgarleikhússtjóri, eru skildar að skiptum eftir sextán ára hjónaband. Þær hafa um árabil verið eitt glæsilegasta par landsins.

Björk seldi í­búðina í Brook­lyn fyrir 768 milljónir

Söngkonan Björk er búin að selja þakíbúðina sína í Brooklyn í New York en hún setti hana fyrst á sölu í september árið 2018. Björk vildi upphaflega fá 9 milljónir dollara, sem samsvaraði um milljarði í íslenskum krónum á þeim tíma, fyrir íbúðina.

Beyoncé til­kynnir um tón­leika­ferða­lag

Bandaríska stórsöngkonan Beyoncé kemur til með að leggja land undir fót í sumar. Hún tilkynnti í dag um að í maí hæfist tónleikaferðalag hennar um Evrópu og Norður-Ameríku.

Ruglaði saman Bubba byggi og Bubba Morthens

Gústi B fékk Idol keppendur í skemmtilegan leiklistarleik í síðasta þætti. Þar þurftu þau að túlka kvikmyndatitla með látbragði. Keppnisskapið var augljóslega meira hjá sumum keppendum en öðrum.

Ozzy Osbourne hættur að túra í bili

Breski söngvarinn Ozzy Osbourne hefur hætt við tónleikaferðalag sitt til Evrópu. Hann segir líkama sinn ekki geta höndlað ferðalagið en hann er enn að jafna sig eftir slys sem hann lenti í árið 2019.

Þættir Dr Phil senn á enda

Sögu spjallþátta bandaríska sjónvarpsmannsins Dr Phil er senn á enda eftir framleiðslu 21 þáttaraðar.

Var við dauðans dyr sextán ára

„Við skildum ekkert, ég var svo gulur. „Djöfull er ég með skrýtinn lit“ hugsaði ég en þá kom í ljós að lifrin var ónýt,“ segir Idol stjarnan og gleðigjafinn Guðjón Smári Smárason í viðtali í Bakaríinu síðasta laugardag.

Gulu úlfarnir koma fram í Söngva­­keppninni

Norska hljómsveitin Subwoolfer mun koma fram á úrslitum Söngvakeppninnar í mars. Hljómsveitin sló í gegn í Eurovision á síðasta ári með laginu Give That Wolf A Banana. 

Priscilla rengir lögmæti erfðaskrár Lisu Marie

Priscilla Presley, fyrrverandi eiginkona Elvis Presley, hefur mótmælt því formlega að erfðaskrá dóttur þeirra Lisu Marie verði tekin gild. Hún segir ýmislegt við erfðaskrána bogið.

Aðalsteinn frændi ekki hátt skrifaður hjá Sólveigu Önnu

Oft er sagt að Ísland sé lítið og þar þekkist allir. Fyrir vikið sé frændhygli mikil á landinu kalda þar sem skyldmenni hjálpist að. Það virðist þó ekki vera tilfellið þegar kjaradeila Eflingar við Samtök atvinnulífsins er annars vegar. Þar takast skyldmenni á.

Stefna á enn stærri bridgehátíð í Hörpu á næsta ári

Sveitin Black vann nokkuð öruggan sigur í sveitakeppni Reykjavík Bridge Festival í Hörpu sem lauk síðdegis í gær. Þrír liðsmenn sveitarinnar voru sænskir en tveir enskir. Sveitin endaði með 142,9 stig en meðalskor var 100 stig.

Stjörnulífið: Chicago, útskrift og Alparnir

Það var nóg um að vera um helgina. Þorrablót voru haldin víða um landið og Harpan fylltist af nýútskrifuðum snillingum. Aðeins fjórir keppendur eru eftir í Idol, söngleikurinn Chicago var frumsýndur á Akureyri og lögin í Söngvakeppninni voru kynnt. 

Leik­­konan Anni­e Wersching er látin

Leikkonan Annie Wersching lést í dag aðeins 45 ára gömul. Hún var þekktust fyrir leik sinn í þáttunum 24, Bosch og Timeless. Dánarorsök var krabbamein.

Þetta eru lögin í Söngva­keppninni

Ríkissjónvarpið hefur nú formlega kynnt lög og flytjendur sem keppa í Söngvakeppninni. Meðal flytjenda er hljómsveitin Celebs, Langi Seli og skuggarnir og Kjalar.

Hrak­falla­bálkurinn Jay Leno á bata­vegi

Þáttastjórnandinn Jay Leno er á batavegi eftir að hafa slasast illa í mótorhjólaslysi í síðustu viku. Það eru aðeins tveir mánuðir síðan Leno brenndist illa í andliti.

Sjá næstu 50 fréttir