Fleiri fréttir

Nýtt líf fagnar með flottum konum

Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum var glatt á hjalla í vorfagnaði Nýs lífs sem fram fór í Hafnarhúsinu í vikunni. Þá var útkomu vortískublaðsins með Eddu Hermanns í glæsilegu forsíðuviðtali fagnað.

Ingólfur á allt gott skilið

"Við höfum því átt góða tíma saman og við skuldum honum,“ segir Þráinn Árni Baldvinsson, gítarleikari hljómsveitarinnar Skálmaldar, um ljósmyndarann Ingólf Júlíusson.

Stílhreint og sportlegt

Franska tískuhúsið Chloé sýndi haust – og vetrarlínu sína á tískuvikunni í París í gær. Línan var afskaplega stílhrein og falleg ásamt því sem litirnir voru mjúkir og klæðilegir.

Litla systir Britney trúlofuð

Jamie Lynn, litla systir söngkonunnar Britney Spears, er búin að trúlofa sig kærasta sínum til þriggja ára, Jamie Watson.

Stóllinn Hugleikur lítur dagsins ljós

Andrés Þór Björnsson innanhússarkitekt, hannaði stólinn Hugleik í samstarfi við listamanninn Hugleik Dagsson. Stóllinn verður frumsýndur á Hönnunarmars.

Móðir ársins

Kryddpían Mel C var valin stjörnumóðir ársins af verslunarkeðjunni Tesco í gærkvöldi en verðlaunaathöfnin fór fram á Savoy-hótelinu í London.

Lögð í einelti í æsku

Leikkonan Zooey Deschanel er hvers manns hugljúfi og hefur slegið rækilega í gegn í sjónvarpsþáttunum New Girl. En Zooey átti erfitt uppdráttar og var lögð í einelti í æsku eins og hún segir frá í viðtali við tímaritið Cosmopolitan.

Glaðir gestir á Ímark

Á föstudaginn var fór árlegur Ímark dagur fram í Hörpu. Eins og sjá má á myndunum var gleðin við völd þar sem allar auglýsingastofur landsins komu saman ásamt fleirum. Síðar um kvöldið fór fram afhending íslensku auglýsingaverðlaunanna, Lúðurinn en það var auglýsingastofan Hvíta húsið sem fékk flest verðlaun eða fimm lúðra. Næst á eftir var Íslenska með fjóra lúðra og Fíton með tvo lúðra. Jónsson og Le´macks, Leynivopnið, Wonwei og Tjarnargatan hlutu einn lúður hver.

Kökuslagur í settinu

Hin skemmtilega Jenny McCarthy er byrjuð með nýjan spjallþátt, Jenny McCarthy Show, á sjónvarpsstöðinni VH1. Það verður seint sagt að þátturinn sé leiðinlegur enda bauð hún upp á kökuslag í fyrsta þætti.

Ný jógastöð opnar í Nethyl

Meðfylgjandi myndir voru teknar í formlegri opnun jógastöðvarinnar Byoga.is sem staðsett er í Nethyl. Í stöðinni er notast við margs konar æfingar eða sambland af jóga, pilates, dansi og ballet.

Hana vantar lærimeistara

Leikarinn og ærslabelgurinn Charlie Sheen hefur áhyggjur af leik- og söngkonunni Lindsay Lohan og vill endilega hjálpa henni að snúa við blaðinu.

Padma Lakshmi þjáðist í mörg ár

Hvað eiga leikkonurnar Susan Sarandon, Whoopi Goldberg og fyrirsætan og sjónvarpskokkurinn úr Top Chef-þáttunum, Padma Lakshmi, sameiginlegt fyrir utan frægðina?

Tyra Banks vinsælust

Tyra Banks er með fleiri fylgjendur á Facebook, Twitter og Instagram en nokkur önnur fyrirsæta, en um tólf milljón manns fylgjast reglulega með henni þar.

Stjörnubarn á hraðskreiðum bíl

Stórleikarinn Tom Cruise hefur alltaf verið hrifinn af hraðskreiðum bílum og svo virðist sem hann hafi smitað son sinn Connor af bílabakteríunni.

Mig langar í börn

Ástralska söngkonan Kylie Minogue verður 45 ára á þessu ári. Hana dreymir um að stofna fjölskyldu með kærasta sínum, spænsku karlfyrirsætunni Andres Velencoso.

Æfa pósur fyrir mót

Nú eru fjórar vikur í Íslandsmót IFBB í vaxtarrækt og fitness sem fram fer um páskana. Á meðfylgjandi myndum sjást keppendur í módelfitness æfa pósur undir handleiðslu þjálfara frá ifitness.is.

Geirvörturnar umtalaðar á Twitter

Söngkonan Kimberley Walsh steig á sviðið í 02-tónleikahöllinni í London um helgina með hljómsveit sinni Girls Aloud. Fatnaður hennar olli miklum umræðum á Twitter.

Versti afmælisdagur allra tíma

Söngvarinn Justin Bieber varð nítján ára á föstudaginn og ætlaði sko aldeilis að lyfta sér upp í London. Því miður breyttist fögnuðurinn í algjöra martröð.

Búin að ákveða kjól og dagsetningu

Turtildúfurnar Jennifer Aniston og Justin Theroux eru búin að ákveða dagsetningu á brúðkaupi sínu. Ekki er ljóst nákvæmlega hvenær þau ganga í það heilaga en kunnugir segja það muni gerast á allra næstu dögum.

Nýtt líf fagnar vorkomunni

Tímaritið Nýtt líf blés til allsherjar vorfagnaðar í Hafnarhúsinu á fimmtudagskvöldið. Konur sem karlar fjölmenntu á viðburðinn þar sem meðal annars tónlistarkonan Ólöf Arnalds tók lagið fyrir viðstadda. Einnig var verið að fagna nýútkomnu vortískublaði e

Snið sem aldrei fer úr tísku

Cristóbal Balenciaga þótti sérlega framsækinn hönnuður og fór sínar eigin leiðir í sniðagerð. Í upphafi sjötta áratugarins hannaði hann kjól sem kallaður var „The tunic dress“ og var hann með breiðum öxlum og víður í mittið, en slíkt snið var hvergi sjáanlegt á þeim tíma. Kjóllinn veitt öðrum hönnuðum innblástur og úr varð hið vinsæla „Baby-doll“-snið. Stuttu síðar hannaði Balenciaga blöðrupilsið og „Cocoon“-kápuna, sem hlaut nafngiftina vegna þess að yfirhöfnin var þægileg og alltumlykjandi líkt og lirfuhýði. „Cocoon“-kápan hefur nú gengið í gegnum endurnýjun lífdaga og hafa hönnunarhús á borð við Isabel Marant, Marc Jacobs og Haider Ackermann meðal annars sótt innblástur sinn til hennar undanfarin ár.

Myndbandið burt

Kynlífsmyndband Mindy McCready tekið úr umferð eftir sjálfsmorð hennar.

Vill hlutverk í Frankenstein

Daniel Radcliffe, þekktastur sem Harry Potter, er í viðræðum um að leika í nýrri mynd um Frankenstein sem er í undirbúningi. Hann myndi þó ekki leika Dr. Frankenstein heldur aðstoðarmann hans, krypplinginn Igor.

Gleðin við völd

Meðfylgjandi myndir voru teknar í anddyri Háskólans í Reykjavík í gær þegar íslenska hátæknifyrirtækið Syndis sem sérhæfir sig í upplýsingaöryggi á Íslandi fagnaði. Ari Eldjárn mætti á staðinn og hressti mannskapinn við eins og honum einum er lagið.

Brjálaðist rétt fyrir Óskarinn

Leikkonan Anne Hathaway ku hafa gjörsamlega brjálast þegar hún sá mynd af kjólnum sem leikkonan Amanda Seyfried ætlaði að klæðast á Óskarsverðlaunahátíðinni.

Ég er ekki fórnarlamb

Söngkonan Rihanna talar á opinskáan hátt um samband sitt við tónlistarmanninn Chris Brown í nýjasta hefti tímaritsins ELLE UK. Hann gekk í skrokk á henni árið 2009 eins og flestir muna en nú er hún byrjuð aftur með honum.

Flottir gestir á Lúðrinum

Meðfylgjandi myndir voru teknar á árlegri afhendingu Íslensku auglýsingaverðlaunanna sem ber heitið Lúðurinn. Lúðurinn er veittur í fimmtán flokkum þar sem auglýsingar sem skara fram úr á árinu 2012 eru verðlaunaðar.

Ég hefði átt að vera í brjóstahaldara

Leikkonan Gwyenth Paltrow fer yfir tískufortíð sína í tímaritinu Goop. Hún segir stílistann Elizabeth Saltzman hafa gert kraftaverk þegar kemur að því hverju leikkonan klæðist á rauða dreglinum.

Helgin með barninu - afþreying

Lára G. Sigurðardóttir læknir og Sigríður A. Sigurðardóttir hjúkrunarfræðingur höfundar bókarinnar Útivist og afþreying fyrir börn og heimasíðunnar www.fyrirborn.is gáfu okkur leyfi til að birta frábærar hugmyndir fyrir barnafólk.

Körfuboltagoðsögn kaupir enn eitt húsið

Körfuboltakóngurinn Michael Jordan er búinn að bæta enn einu húsinu í safnið. Nýjasta eignin er á heimaslóðum hans í Norður-Karólínu en hann heillaði körfuboltaaðdáendur fyrst með háskólaliðinu í fylkinu.

Ofurlúði fær yfirhalningu

Leikarinn Jim Parsons er þekktastur fyrir að leika vísindamanninn Sheldon Cooper í sjónvarpsþáttunum The Big Bang Theory. Hann er þó víðsfjarri karakter sínum í nýjasta hefti tímaritsins GQ.

Hera Björk vinsæl

"Ég veit ekki hvort ég ræð við að læra allt lagið á spænsku fyrir kvöldið þó ég hafi getað komist í gengum það í studíói en ég mun allavega syngja viðlagið á spænsku og vonandi taka áhorfendur undir," segir Hera.

Sjónvarpsstjörnur í Kolaportinu á sunnudag

"Margt af þessu er lítið og jafnvel ekkert notað. Það fylgir sjónvarpsstarfinu að þurfa að vera iðinn við fatakaup svo þetta safnast upp í skápunum. Við erum líka aðeins breiðari um okkur núna en venjulega og pössum ekki í þetta allt. Það er því um að gera að koma þessu í umferð," segja vinkonurnar í gamansömum tón en báðar eiga þær von á sínu öðru barni.

Fordæmd fyrir nasistagrín – aftur!

Grínistinn Joan Rivers gekk fram af meðlimum í Anti-Defamation League, sem berst gegn óhróðri gegn Gyðingum, þegar hún gerði grín að kjólnum sem fyrirsætan Heidi Klum klæddist í Óskarspartíi Elton John.

Ég skil ekki allt þetta hatur

Sjónvarpsmaðurinn Anderson Cooper skilur ómögulega af hverju fólki er svona illa við leikkonuna Anne Hathaway sem vann Óskarsverðlaunin á dögunum fyrir frammistöðu sína í Vesalingunum, Les Miserables.

Aftur komin með brjóstakrabbamein

Söngkonan Anastacia er aftur komin með brjóstakrabbamein. Hún vann bug á sjúkdómnum árið 2003 en hefur nú þurft að aflýsa tónleikaferðalagi sínu um Evrópu í skugga þessara hrikalegu frétta.

Notar maskara sem þykkir hárin og þéttir

"Þegar ég var ung þá var ég sambrýnd með þykkar dökkar augabrýr. Þær hafa nú þynnst og ég hef líka verið að plokka þær í gegnum tíðina. Svo nú þarf ég að hjálpa þeim, bæði hressa þær við með lit og lyfta og til þess nota ég Benefits vörurnar "Brow Shaping kit" og "quick set brow gel" algerlega ómissandi fyrir mig."

Ragnhildur Steinunn barnshafandi

Fjölmiðlakonan Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir og unnusti hennar Haukur Ingi Guðnason eiga von á öðru barni en fyrir eiga þau dótturina Eldeyju sem er rúmlega tveggja ára gömul. Ragnhildur er gengin fjóra mánuði samkvæmt heimildum Lífsins.

Hera Björk vann söngvakeppnina í Chile

Hera Björk vann verðlaunin lag ársins í Vina del Mar söngvakeppninni í Chile. En það eru stærstu verðlaun keppninnar. Fékk Hera 35.000 dollara í sinn hlut auk veglegrar styttu.

"Búin að upplifa nýja tilfinningu gagnvart mávum"

"Maður veit aldrei hvernig svona hlutir fara. Ég fann mjög fljótlega þegar ég steig á svið að fólk var að taka mér vel og ég fékk flottar einkunnir frá dómnefndinni. Það gaf í skyn að við værum að fara í toppslaginn," segir söngkonan Hera Björk sem stóð uppi sem sigurvegari með lag ársins í Vina del Mar keppninni.

Sjá næstu 50 fréttir