Fleiri fréttir

Niðurlút Madonna að skilja

Söngkonan Madonna, 50 ára, og kvikmyndaleikstjórinn Guy Ritchie, 40 ára, eru að skilja ef marka má fjölmiðla beggja vegna Atlantshafsins. Fullyrt er að hjónaband þeirra er á enda. Sjálf hefur Madonna sem og talsmenn hennar ítrekað vísað orðrómi um skilnað á bug.

Tók ekki upp með Björk

Samkvæmt útgáfufélagi hljómsveitarinnar Radiohead hefur söngvarinn Thom Yorke ekki tekið upp neitt nýtt efni með Björk. Nýtt smáskífulag söngkonunnar, Náttúra, þar sem Yorke syngur bakraddir undir áköfum trommutakti, kemur út 20. október og samkvæmt fregnum úr herbúðum Bjarkar tóku þau lagið upp saman.

Plata Hjaltalín uppseld hjá útgefanda

Fyrstu fimm þúsund eintökin af Sleepdrunk Seasons, frumburði hljómsveitarinnar Hjaltalín, eru nú uppseld hjá útgefanda. Í stað þess að panta inn ný eintök af upprunalegu útgáfunni var þess í stað ákveðið að taka inn upplag af bresku útgáfu plötunnar sem inniheldur lagið Þú komst við hjartað í mér. Lagið, sem nýlega sló Íslandsmet í sölu á Tónlist.is, verður því loksins fáanlegt á efnislegri plötu með Hjaltalín en áður hafði það komið út á Pottþétt safnplötu.

Davíð frá, krónan út, og ríkisstjórnin fellur

„Ég held að við leggjum niður krónuna og göngum í Evrópusambandið. Ísland mun ganga til liðs við heiminn og nýtt fólk komast til valda," segir Gunnlaugur Guðmundsson stjörnuspekingur.

Tónaflóð á fjörutímum í Kaffi Hljómalind

Iceland Airwaves, Nýja Samvinnuhreyfingin og lífræna kaffihúsið: Hljómalind (Laugavegi 23), bjóða öllum íslendingum og útlendingum í örlitla afslöppun frá gengishrunadansi heimsins með spennandi upplifun í ríku mússík- og myndmáli 15. til 19. okt. nk.

Pressa að fá gullið

Íslenska kokkalandsliðið er á leið á Ólympíuleika matreiðslumeistara. Erfið keppni er fram undan. „Við fengum silfur síðast þegar við fórum og brons þarsíðast, svo nú er pressan að fá gullið,“ segir Ragnar Ómarsson, þjálfari kokkalandsliðsins, sem heldur út á Ólympíuleika matreiðslumeistara næstkomandi föstudag.

Kreppan kemur ekki við alla

Alheimskreppan virðist ekki koma við alla. Til dæmis hafa söngvarinn Robbie Williams og leikarinn Daniel Craig keypt sér ný glæsihýsi.

Frikki Weiss býður Íslendingum í samstöðuhitting

„Það hrannast inn atvinnuumsóknir frá Íslendingum sem er hér í námi. Ég vildi að ég ætti fleiri staði svo ég gæti ráðið þá alla," segir Friðrik Weisshappel, veitingamaður á Laundromat Cafe í Kaupmannahöfn. Hann segir gjaldeyrisskrísuna hafa komið afar illa við Íslendinga í Danmörku, sem margir hverjir séu í áfalli vegna ástandsins.

Skemmtanalöggan tekur við Concert

Atli Rúnar Hermannsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri umboðs- og viðburðastjórnunarfélagsins Concert. Félagið sem stofnað var árið 2000 er fyrir löngu orðið það þekktasta á sínu sviði hér á landi. Atli Rúnar hefur um áraraðir stjórnað skemmtanahaldi á mörgum af þekktustu skemmtistöðum landsins á sama tíma hann hefur rekið þá nokkra.

Vildi leggja sitt af mörkum

Inga Björg Stefánsdóttir hefur skipulagt styrktartónleika fyrir Ellu Dís Laurens. Tónleikarnir verða haldnir í kvöld og kemur fjöldi þekktra listamanna fram.

Ella Dís styrkt með veglegum tónleikum

Margt verður um dýrðir á tónleikum til styrktar Ellu Dísar Laurens, tveggja ára gamallar stúlku með sjálfsofnæmi sem Vísir hefur fjallað reglulega um síðan í fyrra.

Gordon Brown er staurblindur

Þverrandi sjón Gordons Brown, forsætisráðherra Bretlands, er að verða áhyggjuefni aðstoðarfólks hans og fleiri samferðarmanna. Brown missti með öllu sjónina á öðru auganu í íþróttaslysi þegar hann var 16 ára.

Daily Mail: Jón Ásgeir og vinir úti á lífinu

Breska blaðið The Daily Mail hefur haft blaðamenn á Íslandi undanfarna daga. Blaðið birtir grein í dag þar sem greint frá veru Jóns Ásgeirs og vina á 101 Hóteli á föstudagskvöldið.

Ráðhús baðað í bleiku

Í kvöld kl. 19:10 var Ráðhúsið í Reykjavík baðað bleikum ljósum sem leika munu um Ráðhúsið alla helgina. Það er Krabbameinsfélag Íslands sem stendur fyrir þessum atburði og vill

Gullbyssu úr góðkunnri Bond-mynd stolið

Skammbyssunni gullslegnu, sem Christopher Lee brá í hlutverki skúrksins Scaramanga í James Bond-myndinni The Man With The Golden Gun árið 1974, var stolið í gær úr hirslu í Hertfordshire-myndverinu í Borehamwood, norður af London.

Sungið í tveggja tonna hátölurum í minningu Villa Vill

Mikið hefur verið lagt í hljóð- og myndbúnað fyrir þrenna tónleika til heiðurs Vilhjálmi Vilhjálmssyni, söngvara, sem haldnir verða í Laugardagshöll í kvöld og á morgun. Meðal annars hefur Sense, fyrirtæki Nýherja, komið fyrir hátölurum upp í loft við sviðið sem vega allt að því 2 tonn. Þá eru um 400 kg bassabox sitt hvoru megin við sviðið.

Ekkert krepputal í beinni

Þátturinn Loga Bergmanns Eiðssonar „Logi í beinni" verður alls ekkert í beinni í kvöld. „Hann var tekinn upp í síðustu viku, vegna þess að við erum að mynda minningartónleika Vilhjálms Vilhjálmssonar í kvöld," segir Logi.

Tælandi Katie Holmes - myndband

Leikkonan Katie Holmes sýndi á sér nýja hlið í gestahlutverki í bandarísku sjónvarpsþáttunum Eli Stone. Katie, sem er 29 ára gömul, setur upp hanska og dansar sjóðheitan seiðandi dans eins og meðfylgjandi linkur á myndskeiðið sýnir.

Angelina Jolie gefur brjóst

Angelina Jolie segir í forsíðuviðtali við W tímaritið að hún hafi aldrei gert áætlanir um að eignast börn fyrr en hún kynntist Brad sem fékk hana til að skipta um skoðun.

Britney opnar sig - myndband

„Svo mikið hefur gengið á undanfarin 2 - 3 ár og fólk veit fátt um mig sem ég vil að það viti. Ég lít til baka og hugsa: Ég er gáfuð manneskja. Hvað var ég eiginlega að hugsa," segir Britney.

Krónan fellur en Arctic Trucks fer í útrás

Á Íslandi ríkir nánast efnahagslegt stríðsástand þar sem íslenska krónan er í frjálsu falli. Í öllum látunum eru hinsvegar að opnast gluggar fyrir íslensk fyrirtæki en eitt þeirra er jeppamiðstöðin Arctic Trucks. Fyrirtækið sérhæfir sig í því að breyta jeppum en þessa dagana er fyrirtækið að moka út breyttum jeppum til fjarlægra landa. Jeppi á vegum Arctic Trucks eru á leiðinni á suðurpólinn þar sem á að spóla og velta sér innan um mörgæsir og grýlukerti.

amiina endurgerir tónlist úr A Nightmare Before Christmas

Íslenska hljómsveitin amiina, ásamt hljómsveitunum Korn, Marilyn Manson og fleirum, flytja tónlist Danny Elfman á geisladisknum „Nightmare Revisited“ sem er endurgerð tónlist úr myndinni A Nightmare Before Christmas.

Hundelt aðþrengd Eva Longoria - myndir

Leikkonan Eva Longoria, ein aðalstjarnan úr sjónvarpsþáttunum Aðþrengdum eiginkonum, var hundelt af ljósmyndurum þegar hún var á ferðinni í Los Angeles.

Paris Hilton í forsetaframboð - myndband

Paris Hilton ætlar í forsetaframboð og fær feðgana Martin Sheen, sem fór með hlutverk forsetans í sjónvarpsþáttunum West Wing, og son hans, leikarann Charlie, sem fer með aðalhlutverkið í sjónvarpsþáttunum Two and a Half Men með sér í nýtt myndband sem fer um internetið eins og eldur í sinu.

Noel Gallagher les Englandi pistilinn

Noel Gallagher, gítarleikari hljómsveitarinnar Oasis, segir að það eina sem hann sakni frá Englandi sé knattspyrnan og tebollinn.

Seðlabankastjóra sagt upp

Þrátt fyrir slúðursögur undanfarinna daga um lífverði Geirs H. Haarde eru ráðamenn landsins greinlega ekki í neinu glerbúri. Að minnsta kosti átti listamaðurinn Snorri Ásmundsson ekki í miklum vandræðum með að komast að Geir á blaðamannafundi hans fyrir stundu, og afhenda honum bréf.

17 ára systir Britney aftur ófrísk

Systir Britney Spears, Jamie Lynn Spears, á von á öðru barni ef marka má fjölmiðla vestan hafs sem halda því fram að hún er gengin 8 vikur.

Matreiðslumaður ársins 2008

Matreiðslumaður ársins 2008 var krýndur á fundi Klúbbs Matreiðslumanna nú í kvöld í Versluninni Ellingsen, Fiskislóð 1.

Hvar eru peningarnir mínir?

Í ljósi atburða seinustu daga hér á landi hefur hljómsveitin Ghostigital ákveðið að gefa þjóðinni remix af laginu ,,Hvar eru peningarnir mínir".

Heimabrugg vinsælt í kreppunni

„Um leið og harðnar í ári er öllum tamt að leita sér að einhverjum lausnum," segir Magnús Axelsson eigandi Ámunnar, sem selur efni og áhöld til víngerðar. Hann segir alltaf meira að gera hjá versluninni þegar kreppir að í samfélaginu.

Segir prófessor í húmor alls ekki þurfa að hafa húmor

„Stutta svarið er að ég fæst við ýmsar hliðar kímnigáfu í mannlegu samfélagi, allt frá venjulegum bröndurum upp í kímni í samræðum, spaugilegar aðstæður og svo framvegis,“ segir Elliott Oring, prófessor í húmor við Háskóla Íslands.

Courtney laug um megrun

Courtney Love virðist hafa haldið alheiminum i lygavef varðandi megrun sína þegar að hún sagðist hafa rifið af sér kílóin með megrunarkúr ættaðri frá Oprah Winfrey og dáleiðslu. Nú hefur ónafngreindur félagi Love fullyrt að hún hafi farið í fitusog til að léttast.

Hollywoodstjarna í 66° norður peysu - myndir

Eins og meðfylgjandi myndir sýna er leikarinn Jake Gellynhall, sem er 27 ára gamall, klæddur í 66° norður peysu þegar hann yfirgefur veitingahús bakdyramegin í Lundúnum í gegnum bakdyrnar til að forðast ljósmyndara.

J.K. Rowling þénar þúsund krónur á sekúndu

Breski rithöfundurinn J.K. Rowling þénar fimm pund á sekúndu sem samsvarar rúmlega 1000 íslenskum krónum á sekúndu miðað við núverandi gengi. Samkvæmt Forbes tímaritsins námu tekjur hennar í fyrra á fjórða milljarð króna.

Vigdísarbolir til styrktar Bleiku slaufunni

Bleikar slaufur fást ekki bara í formi skartgripa í ár, en NTC styrkir Krabbameinsfélagið með sölu á sérhönnuðum stuttermabolum tileinkuðum átaki Bleiku slaufunnar. Mynd af Vigdísi Finnbogadóttur prýðir bolina.

Ekki gleyma smáfuglunum

Það er ekki bara mannfólkið sem þarf að óttast um hag sinn þessa dagana. Fuglavernd sendi frá sér tilkynningu í dag, þar sem félagið minnir á smáfuglana nú þegar vetur brestur á af fullum þunga.

Sjá næstu 50 fréttir