Fleiri fréttir

Stjáni stuð aftur á öldur ljósvakans

"Mér líst æðislega á þetta. Ég verð með svipaðan þátt og ég var með, leiki og skemmtilegheit," segir Kristján Þórðarson útvarpsmaður, eða Stjáni stuð eins og hann er jafnan kallaður. Stjáni mun stjórna helgarþætti á nýrri útvarpsstöð þeirra Capone-bræðra, Búa Bendtsen og Andra Freys Viðarssonar. Stöðin kallast Reykjavík FM og fer í loftið á allra næstu dögum. Tíðni nýju stöðvarinnar verður að líkindum 105.

Tók Ísland framyfir Alaska

Mikil leynd hvílir yfir komu stórleikarans Leonardo DiCaprio hingað til lands í myndatöku fyrir tímaritið Vanity Fair. Fréttablaðið greindi frá því að von væri á DiCaprio í gær og var upphaflega reiknað með honum síðdegis. Talsverðar breytingar hafa þó átt sér stað á ferðatilhögun DiCaprio, en áður en blaðið fór í prentun var talið líklegt að leikarinn myndi lenda að næturlagi til að forðast óþarfa áreiti.

Naomi Campbell skúrar vöruhússgólf

Ofurfyrirsætan Naomi Campbell hefur verið dæmd til að sinna samfélagsþjónustu í fimm daga fyrir að henda farsíma í höfuðið á þjónustustúlku á heimili sínu. Campbell játaði sekt sína og gat því samið um refsingu við saksóknara glæpadómstólsins á Manhattan í New York. Hún verður látin skúra gólf í vöruhúsi í eigu borgarinnar. Campbell baðst afsökunnar á hegðun sinni við dómsuppkvaðninguna en þetta er í fjórða skipti sem hún gerist uppvís af slíkri hegðun. Hún hefur samþykkt að fara á reiðistjórnunarnámskeið sem verður þá hluti af refsingu hennar.

Paris Hilton í samkeppni við Jessicu Simpson

Paris Hilton er ein þeirra fjölmörgu Hollywood stjarna sem er með hárlengingar allt árið um kring. Hún virðist ætla að nýta sér þekkingu sína á þessu sviði með því að koma með eigin hárlínu undir nafninu DreamCatchers. Var hún í Chicago um helgina til að undirbúa framleiðsluna.

P. Diddy kærður fyrir líkamsárás

Rapparinn Sean Combs, betur þekktur sem P. Diddy, hefur verið kærður fyrir líkamsárás. Það var óbreyttur borgari, Gerard Rechnitzer, sem lagði fram kæruna. Í henni kemur fram að P. Diddy hafi ráðist á Gerard og kýlt hann í andlitið fyrir utan skemmtistað í Hollywood 25. febrúar síðastliðinn.

Hasselhoff hefur engu gleymt

Strandvörðurinn þýski, David Hasselhoff, var úti að skemmta sér í Las Vegas um helgina. Sást til hans á næturklúbb þar sem hann átti í heitum dansi við konu, sem ku vera gömul kærasta hjartaknúsarans. Það virðist því ljóst að lengi lifir í gömlum glæðum.

París vinnur alltaf

Það er nokkuð útbreidd skoðun að París Hilton sé fræg fyrir að vera fræg. Og hún er fjölmiðlamatur á hverjum einasta degi. Associated Press fréttastofan ákvað að athuga hvað gerðist ef hún hætti, í eina viku, að minnast á stúlkuna einu einasta orði.

DiCaprio í myndatöku fyrir Vanity Fair á Íslandi

Bandaríski stórleikarinn Leonardo DiCaprio lendir á Íslandi í dag ásamt ljósmyndara og starfsfólki frá bandaríska glanstímaritinu Vanity Fair. Ætlunin er að taka myndir af leikaranum fyrir forsíðuviðtal sem birtist við DiCaprio á síðum blaðsins. Skammt er því á milli komu stórstjarna hingað enda ekki langt síðan Jude Law hreiðraði um sig á 101 hótel ásamt fjölskyldu sinni.

Handtekin fyrir læti

Söngkonan Kelis var handtekin á föstudag á Miami-ströndinni í Flórída eftir að hafa haft uppi kynþáttafordóma gegn tveimur kvenkyns lögregluþjónum sem voru í gervi vændiskvenna. Að sögn viðstaddra þurfti að halda aftur af söngkonunni svo hún léti af látunum og umferð stöðvaðist í nágrenninu. Kelis, sem er gift rapparanum Nas, var kærð fyrir að valda ófriði og mótþróa við handtöku.

Hjalti Már sigraði

Hjalti Már Svavarsson bar sigur úr býtum í smjörátskeppni sem var haldin á veitinga- og kúrekastaðnum Tony"s County um síðustu helgi. Höfðu keppendur fimmtán mínútur til að háma í sig eitt kíló af smjöri.

Íslendingar skilja ekki teppi

„Að Íslendingar skilji ekki teppi? Nei, þeir gera það nú sennilega ekki. Og svo sem enginn móðgaður yfir því. En þau fóru langt undir matsverði,“ segir Tryggi Páll Friðriksson í Galleríi Fold.

Bubbi Morthens þjarmar að tónlist.is

Spennusagan Hringur Tankados er komin út í kilju hjá forlaginu Bjarti í þýðingu Önnu Maríu Hilmarsdóttur. Bókin er eftir metsöluhöfundinn Dan Brown og sameinar hún forvitnilegt sögusvið og magnaða framvindu.

Sex daga brúðkaup Elizabethar og Aruns

Leikkonan og fyrirsætan breska, Elizabeth Hurley og maður hennar, indverski kaupsýslumaðurinn Arun Nayar, giftu sig í Bretlandi síðastliðinn föstudag. Þau eru nú komin til Indlands þar sem fram munu fara sex daga hátíðarhöld í tilefni brúðkaupsins. Hjónin dvelja nú í tvo daga á Taj Mahal hótelinu í suðurhluta Mumbai en foreldrar Aruns búa þar nálægt.

Jessica Biel fagnar afmæli sínu í París

Leikkonan Jessica Biel, sem skotið hefur upp á stjörnuhimininn síðustu misseri, varð 25 ára síðasta laugardag. Hún fagnaði afmæli sínu í Frakklandi en hún er stödd í París ásamt tveimur vinkonum sínum. Jessica skemmti sér í VIP herbergi Salon France Ameriques skemmtistaðarins og sötraði hvítvín með vinkonunum. Það var síðan klukkan hálf tvö eftir miðnætti sem afmæliskaka sem á stóð ,,Til hamingju með afmælið Jessica” var borin fram.

Michael Jackson vinsæll í Japan

Konungur poppsins, Michael Jackson, kom til Japans í gær. Michael þykir ennþá afar vinsæll þarlendis og aðdáendur bíða í röðum eftir að fá að hitta hann. Eru sumir tilbúnir að greiða allt að 3500 dollara fyrir að taka í höndina á honum og spjalla við hann í 30 sekúntur.

Klipparinn fylgir Beckham fjölskyldunni

Hárskeri Beckham fjölskyldunnar hefur ákveðið að flytja með þeim til Hollywood. Ben Cooke hefur verið hárgreiðslumaður Viktoríu Beckham í sjö ár sér einnig um aðra fjölskyldumeðlimi. Hann er meðal annars ábyrgur fyrir skrautlegri klippingu knattspyrnuhetjunnar. Auk þess að skera hár fjölskyldunnar er Ben orðinn góður vinur hennar og hefur ferðast með hjónunum um heiminn þveran og endilangan, til þess að passa upp á útlitið.

Pamela aftur á ströndina

Aðdáendur Pamelu Anderson geta glaðst yfir því að stúlkan er aftur á leiðinni á ströndina, og mun klæða sig í samræmi við það. Pamela gerði Baywatch þættina að einni vinsælustu þáttaröð allra tíma. Að þeim loknum reyndi hún við nýtt hlutverk, þar sem hún lék afgreiðslukonu í bókabúð. Það gekk ekki upp og var því kennt um að afgreiðslufólk í bókabúðum er sjaldnast í bikini.

Britney reyndi að hengja sig

Bandarískir fjölmiðlar velta sér mikið upp úr því hvort Britney Spears og Kevin Federline hafi ákveðið að takast á við vandamál sín og reyna einu sinni enn. News of the World greinir frá því að þau íhugi jafnvel að endurnýja hjónabandsheitin þegar söngkonan hefur lokið afvötnun sinni í Malibu.

Anna Nicole grafin

Fyrrum Playboy-leikfélaginn Anna Nicole Smith var borin til grafar á laugardaginn á Bahamas-eyjunum. Var Smith lögð til hinstu hvílu við hlið sonar síns Daneil sem lést á síðasta ári í Lakeview Memorial-kirkjugarðinum.

Alexandra gengin út

Alexandra Chrstina Mansley, fyrrverandi prinsessa Dana, gekk að eiga ljósmyndarann Martin Jørgensen við hátíðlega athöfn í Øster Egede-kirkjunni að viðstöddum nánum vinum og ættingjum.

Sá Síðasta konung Skotlands í Úganda

„Það höfðu allir miklar skoðanir á myndinni enda er stjórnartíð Idi Amins mörgum enn í fersku minni,“ segir Sveinn H. Guðmarsson, fréttamaður á Stöð tvö, um viðbrögð Úgandabúa við kvikmyndinni The Last King of Scotland.

Elizabeth Hurley gengin í það heilaga

Leikkonan og fyrirsætan breska, Elizabeth Hurley, hefur gengið að eiga unnusta sinn, indverska kaupsýslumanninn Arun Nayar. Var um leynilega athöfn að ræða en þau gengu í það heilaga í gær, föstudag.

Anna Nicole borin til hinstu hvílu

Anna Nicole Smith, sem mikið hefur verið fjallað um í fjölmiðlum eftir andlát hennar í byrjun febrúar, hefur loksins fengið sína hinstu hvílu. Fór útförin framí Nassau, höfuðborg Bahamas en mikil öryggisgæsla var við athöfnina.

Kelis handtekin fyrir óspektir

Söngkonan Kelis var handtekin á Miami í gærmorgun fyrir að kalla ókvæðisorðum að tveimur lögreglukonum. Voru lögreglukonurnar þó ekki í hefðbundnum lögreglubúning heldur voru þær í dulargervi, klæddar sem vændiskonur.

Vilja barn frá Víetnam

Leikkonan Angelina Jolie og kærasti hennar Brad Pitt ætla að ættleiða barn frá Víetnam. Búið er að leggja inn beiðnina um ættleiðinguna úti í Víetnam og eiga þau nú eftir af fá samþykki yfirvalda.

Kíló af smjöri á 15 mínútum

Óvenjuleg keppni fer fram á veitinga- og kúrekastaðnum Tony"s County undir Ingólfsfjalli í kvöld þegar bitist verður um sigur í smjöráti. Hafa keppendur fimmtán mínútur til að slafra í sig einu kílói af smjöri og sá sem er fljótastur fær að launum fimmtíu þúsund krónur í verðlaun.

Sköpunarkrafturinn virkjaður

Bandaríska stórsveitin Incubus heldur risatónleika í Laugardalshöllinni í kvöld. Steinþór Helgi Arnsteinsson bjallaði í gítarleikarann hárprúða Mike Einzeiger og ræddi við hann um nu-metalinn, af hverju hann fílar ekki hip-hop og fleira.

Trommari lýsir mótórhjólakeppni

Björgvin Ploder, trommari Sniglabandsins, lýsir mótorhjólaþættinum Motogp sem hóf göngu sína á Skjá einum um síðustu helgi.

Ósköp venjuleg stelpa

Brasilíska ofurfyrirsætan Gisele Bndchen segist vera ósköp venjuleg stelpa sem hafi gaman af íþróttum og eyða tíma með vinkonum sínum og kærasta, ruðningshetjunni Tom Brady.

Jolie-Pitt að ættleiða aftur

Angelina Jolie og Brad Pitt ætla sér að ættleiða barn frá Víetnam á næstu dögum. Ættleiðingarfulltrúi í Víetnam sagði að Angelina hefði skilað inn eyðublaði þar sem hún biður um leyfi til þess að ættleiða barn frá landinu.

Vonar að fóturinn detti ekki af

Heather Mills, sem hvað frægust er fyrir að giftast Bítilnum Paul McCartney, er þátttakandi í raunveruleikaþættinum Dansað með stjörnunum eða Dancing With the Stars sem sýndur Vestanhafs um þessar mundir. Heather lenti í mótorhjólaslysi árið 1993 og missti í kjölfarið annan fótlegg sinn.

Gore braut öryggisreglur

Al Gore, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, braut óafvitandi öryggisreglur á flugvellinum í Nashville í Tennessee, á dögunum. Gore var ásamt tveim félögum sínum að ná í flug með American Airlines. Þegar hann kom í innritunarsalinn tók ung starfsstúlka, á móti þeim og leiddi þá framhjá öryggishliðinu og að brottfararhliðinu. Það er hreint brot á öryggisreglum.

Fimmtán skólar fyrir einn kjól

Það er misskipt heimsins gæðum. Svarti silkikjóllinn sem Audrey Hepburn íklæddist í kvikmyndinni Breakfast at Tiffanys, fyrir margt löngu, var seldur á uppboði um daginn. Kjóllinn seldist á sem svarar 53 milljónum íslenskra króna. Peningarnir voru gefnir til hjálparsamtaka og þeir duga til þess að byggja fimmtán skóla fyrir fátæk börn í Bengal héraði í Indlandi.

Barði flytur út tónlist

Á sunnudaginni verður Barði Jóhannsson gestur í Sjálfstæðu fólki. Hann er þekktur sem Barði í Bang Gang, og hefur tónlist hans notið mikillar hylli, einkum utan landssteinanna.

Alltaf verið vinsælir

Rokksveitin Dr. Spock hefur gefið út smáskífuna The Incredible Tooth of Dr. Zoega. Hefur hún að geyma fjögur lög, þar á meðal hið vinsæla Skítapakk.

BBC fjallar um ísfirska fegurðarkeppni

Fyrirhuguð fegurðarsamkeppni á Ísafirði, þar sem aukakíló, hrukkur og húðslit munu teljast keppendum til tekna, hefur vakið athygli utan landsteinanna og fréttir af henni hafa birst á erlendum vefmiðlum.

Berrassa á Óskarnum

Helen Mirren þótti stórglæsileg til fara á nýafstaðinni Óskarsverðlaunahátíð, þar sem hún hlaut verðlaun fyrir hlutverk sitt sem Elísabet Englandsdrottning í The Queen. Mirren ljóstraði því nýlega upp að hún hefði verið nærfatalaus undir gylltum kjólnum, sem Christian Lacroix hannaði sérstaklega á hana.

Magnús hafði betur í Gettu betur einvíginu

Magnús Lúðvík Þorláksson lagði Baldvin Má Baldvinsson í æsispennandi viðureign í Meistaranum í gærkvöld. Magnús Lúðvík er þar með kominn í átta liða úrslitin en þangað eru komnir þeir Páll Ásgeir Ásgeirsson og Helgi Árnason.

Menntskælingar rassskelltir

Vakningadagar fjölbrautarskólans Flensborg hafa staðið yfir í þessari viku. Morfís-lið skólans skoraði á þrjá gamla nemendur í ræðukeppni en urðu að láta í lægra haldi fyrir gömlu kempunum.

Magnús áfram í Meistaranum

Magnús Lúðvík Þorláksson tryggði sér fyrr í kvöld sæti í 8 manna úrslitum í Meistaranum, spurningakeppninni sem sýnd er á Stöð 2. Magnús Lúðvík lagði þá Baldvin Má Baldvinsson í spennandi viðureign þar sem úrslitin réðust ekki fyrr en í lokaspurningunni.

Travolta segir Vísindakirkjuna hafa getað bjargað Önnu Nicole

Leikarinn John Travolta telur að ef Anna Nicole Smith hefði verið í Vísindatrúarkirkjunni þá hefði ekki farið fyrir henni eins og raun bar en hún lést í síðasta mánuði, af því sem talið er, sökum lyfjaneyslu. John Travolta er einn þeirra fjölmörgu Hollywood stjarna sem undanfarið hafa tekið upp trú Vísindakirkjunnar.

Nú er það svart

Amir Peretz, varnarmálaráðherra Ísraels er ekki hátt skrifaður í heimalandinu. Hann hefur ekki gegnt herþjónustu, en allir varnarmálaráðherrar fram að honum höfðu áður verið hátt settir hershöfðingjar. Þá tókst ísraelska hernum ekki að brjóta sveitir Hizbolla á bak aftur í innrásinni í Líbanon, sem þótti hin mesta hneisa.

"Baretta" áfrýjar

Bandaríski leikarinn Robert Blake hefur áfrýjað dómsúrskurði þar sem honum var gert að greiða fjölskyldu fyrrverandi eiginkonu sinni 30 milljónir dollara fyrir að myrða hana. Leikarinn var sýknaður fyrir sakadómi en sakfelldur í einkamáli, nokkuð svipað og gerðist með O.J. Simpson. Blake er aðallega þekktur fyrir sjónvarpsþættina Baretta, sem voru vinsælir á seinni hluta síðustu aldar.

Liz 75 ára

Elísabet Taylor var að vanda demöntum prýdd þegar hún mætti í 75 ára afmælisveislu sína, í Las Vegas síðastliðinn þriðjudag. Hún kom í hjólastól, vegna bakveikinda. Stjarnan blikkaði sínum frægu fjólubláu augum þegar ljósmyndararnir sungu fyrir hana afmælissönginn. Þegar hún var spurð um ástæður langlífis síns svaraði hún; "Maður bara hangir."

Sjá næstu 50 fréttir