Fleiri fréttir

Sérvitringurinn Frasier Crane snýr aftur

Leikarinn Kelsey Grammer hefur staðfest að Frasier Crane muni snúa aftur á skjáinn innan tíðar. Ekki er vitað hvort aðrar persónur þáttanna um geðlækninn sérvitra verða einnig endurlífgaðar.

Öflugur liðsauki í þættina Spjallið með Góðvild

Spjallið með Góðvild eru vikulegir þættir á Vísi þar sem rætt er um málefni langveikra og fatlaðra barna. Megin markmið þáttanna er að lyfta upp umræðu þessa hóps og draga fram í dagsbirtuna málefni sem betur mega fara ásamt því hrósa því sem vel er gert.

Innlit í höfuðstöðvar Google

Tæknifyrirtækið Google er með heljarinnar í San Francisco í Sílikon-dalnum fræga. Nágrannar þeirra eru meðal annars Facebook, eBay, Neflix, Apple og fleiri fyrirtæki.

„Ég byrjaði að rembast og Hörður var ekki enn kominn“

„Ég var ein nánast í allri fæðingunni og það var mjög óþægilegt þar sem ég var að gera þetta í fyrsta skipti og vissi ekkert. En ljósmæðurnar voru æðislegar svo að það hjálpaði mikið til.“ Þetta segir Móeiður Lárusdóttir, eða Móa eins og hún er alltaf kölluð, í viðtali við Makamál.

Hámhorfið fyrir Golden Globes er á Stöð 2+

Golden Globes-hátíðin verður haldin með pompi og prakt næsta sunnudagskvöld. Nokkrar þáttaraðir á streymisveitunni Stöð 2+ eru tilnefndar og tilvaldar til hámhorfs fyrir hátíðina. Til dæmis hreppir The Undoing fjórar tilnefningar og Schitt's Creek hlýtur fimm.

Skyndilegt hlé í beinni hjá Sóleyju vegna skjálftans

Tónlistarkonan Sóley kom fram ásamt fullskipaðri sveit á Háskólatónleikum Háskóla Íslands í hádeginu í dag. Þegar tónleikarnir voru um það bil hálfnaðir dundi jarðskjálfti yfir. Um er að ræða enn einn skjálftann á suðvesturhorninu sem fannst vel á höfuðborgarsvæðinu.

„Svo eignast ég hjartveikt barn og er bara kýld í magann“

„Það veit enginn hvernig þetta er nema að hafa lent í því. Það getur enginn gert sér það í hugarlund. Þegar ég var að læra hjúkrunarfræði var ég bara með þetta. Svo þegar ég eignast hjartveikt barn er ég bara kýld í magann. Þetta var bara hræðilegt, það hræðilegasta sem hefur gerst og af hverju skilur mig enginn?“ Þetta segir Ellen Helga Steingrímsdóttir móðir hjartveiks barns. 

„Við erum að byrja byltingu“

Tónlistin sem við erum að gera er frekar áköf og okkur langaði að finna nafn sem passaði við þetta allt. Red - rauður er litur eldsins, Riot – uppreisn/bylting, er einmitt það sem við erum að gera með þessari tónlist. We are starting a riot.

Eiður Smári og Ragnhildur selja einbýlið

Eiður Smári Guðjohnsen og Ragnhildur Sveinsdóttir hafa sett einbýlishús sitt í Fossvoginum á sölu. Um er að ræða 233 fermetra einbýlishús í Haðalandi með sex herbergjum. Myndir af húsinu að utan er að finna á fasteignavef Vísis en þó engar myndir innandyra.

Íslendingar velja bestu upphafslögin í sjónvarpsþáttum

„Bestu upphafslög í sjónvarpsseríum? Ég skal byrja: Sopranos, Woke up this morning,“ skrifar fatahönnuðurinn Guðmundur Jörundsson í færslu á Twitter og má segja að Íslendingar hafi mjög mikinn áhuga á þessu máli.

„Hann er eiginlega svolítið eins og litli bróðir minn“

Jóhannes Ásbjörnsson var lengi vel einn vinsælasti fjölmiðlamaður landsins og byrjaði hann sinn feril í útvarpi, fór seinna yfir á PoppTV þar sem hann stýrði þættinum vinsæla 70 mínútur. Jóhannes er gestur vikunnar í Einkalífinu.

„Myndin af Kára seldist á núll einni“

„Ég sagði alltaf að þegar ég væri orðinn eldri að þá myndi ég leggja listina fyrir mig, svo er það spurning hvort að þetta „eldri“ sé komið núna?“, segir bakarinn og listamaðurinn Jói Fel í samtali við Vísi.

Andlegur léttir að losna við þennan gamla draug

Páll Óskar Hjálmtýsson er löngu orðin goðsögn í íslensku tónlistarlífi en hann er nýjasti gesturinn í podcasti Sölva Tryggvasonar. Páll segir í þættinum frá því sem hann telur næsta skref í umræðunni um samkynhneigða karlmenn.

Harry Shear­er hættur að ljá Dr Hibbert rödd sína

Bandaríski leikarinn Harry Shearer er hættur að ljá lækninum Dr. Julius Hibbert rödd sína í þáttunum um Simpsons-fjölskylduna. Shearer hefur talað fyrir Dr. Hibbert í þáttunum í rúma þrjá áratugi, en aðstandendur þáttanna hafa nú tilkynnt að leikarinn Kevin Michael Richardson muni framvegis tala fyrir lækninn.

James Franco gerði dóms­átt í á­reitnis­máli

Máli þar sem leikarinn James Franco var sakaður um kynferðislega áreitni hefur verið lokið með dómsátt. Tveir leiklistarnemendur höfðuðu málið gegn leikaranum en hann neitaði ávallt sök.

Búið spil hjá Daft Punk

Franska tvíeykið Daft Punk er hætt en fréttirnar komu aðdáendum sveitarinnar á óvart.

„Skrýtið að syrgja einhvern sem þú í rauninni þekktir ekki“

Ný þáttaröð af Leitin að upprunanum hóf göngu sína á Stöð 2 í gærkvöldi og var í þættinum rætt við Brynju Dan sem fjallað var um í allra fyrsta þættinum á sínum tíma. Sigrún Ósk Kristjánsdóttir ræddi við hana um allt ferlið og hvaða áhrif það hafði haft á hana.

Spilaði bókstaflega allt frá sér

Karítas Valsdóttir er 34 ára þriggja barna móðir og er hún forfallinn spilafíkill sem misst hefur allt frá sér vegna fíknarinnar.

Þakkar FKA Twigs fyrir að opna sig um of­beldið

Leikkonan Margaret Qualley þakkaði söngkonunni FKA Twigs fyrir að stíga fram varðandi sögu sína um ofbeldi sem hún segir leikarann Shia LaBeouf hafa beitt sig í sambandi þeirra. Qualley var orðuð við leikarann á þeim tíma er söngkonan steig fyrst fram með ásakanirnar í janúar.

Sjáðu næntísstjörnur Íslands flytja lagið What's Up

Sannkölluð næntís nostalgía og partýstemning var í nýjasta þætti Í kvöld er gigg sem var á dagskrá Stöðvar 2 síðasta föstudagskvöld. Gestirnir voru óskabörn tíunda áratugarins, þau Svala Björgvins, Villi Naglbítur og Heiðar úr Botnleðju. 

Einhleypan: Ferðasjúkur lögfræðingur í leit að ástinni

„Eftir að hafa lagt skólabækurnar alfarið á hilluna, í bili, þá er ég í dag að fikra mig áfram í nýjum áhugamálum og á döfinni er mikið af ferðalögum, eða það vona ég.“ Þetta segir Agnes Ýr Stefánsdóttir Einhleypa vikunnar.

Hvur fjárinn er í gangi í WandaVision?

Holskefla sjónvarpsþáttaraða sem byggja á ofurhetjuheimi Marvel er nú að skella á áskrifendur Disney+ streymisveitunnar. Það er WandaVision sem ríður á vaðið, en von er á fjölmörgum seríum í kjölfarið. Marvel-aðdáendur ráða sér vart fyrir kæti, en er eitthvað varið í þetta fyrsta áhlaup Disney+? Inniheldur spilla.

„Þurftu að kveðja hana í gegnum gler og síma“

Jóhannes Ásbjörnsson var lengi vel einn vinsælasti fjölmiðlamaður landsins og byrjaði hann sinn feril í útvarpi, fór seinna yfir á PoppTV þar sem hann stýrði þættinum vinsæla 70 mínútur. Jóhannes er gestur vikunnar í Einkalífinu.

RAX: „Það er eins og kölski sé að horfa beint á okkur“

„Alltaf þegar ég er að fljúga þá er ég alltaf að leita að allskonar fígúrum, formum og andlitum. Ég bjóst nú reyndar ekki við því í Holuhrauni þegar ég fór þangað að sjá einhver andlit.“ Þetta segir Ragnar Axelson um reynslu sína þegar hann myndaði gosið í Holuhrauni árið 2014.

Það var ósk Péturs og mín að ég reyndi að halda áfram rekstrinum

„Pétur maðurinn minn fann á bland.is hús til sölu í sveit. Og hingað komum við,“ segir Svanfríður Ingvadóttir innanhússhönnuður um hvernig það kom til að hún og Pétur Einarsson, fyrrum flugmálastjóri, fluttu á sveitabæ ofan Hauganess við Eyjafjörð fyrir sjö árum.

Sjá næstu 50 fréttir