Fleiri fréttir

Spiluðu í þrjá tíma

Guns N' Roses hóf tónleikaferðalag sitt um Bretland og Írland með tæplega þriggja tíma tónleikum í O2-höllinni í Dublin. Hljómsveitin var sein á sviðið eins og svo oft áður og hóf ekki spilamennskuna fyrir en um hálfellefu um kvöldið. Tónleikunum lauk ekki fyrr en klukkan 1.15 um nóttina.

Obama syrgir diskódívu

Barack Obama Bandaríkjaforseti er á meðal þeirra sem hafa vottað Donnu Summer virðingu sína. Diskódívan er látin, 63 ára gömul, eftir baráttu við lungnakrabbamein.

Flottir frumsýningargestir á Just Imagine

Meðfylgjandi myndir voru teknar á frumsýningu Just Imagine í Gamlabíó í vikunni. Sýningin er hin glæsilegasta og fræðandi ferðalag um líf og tónlist meistara John Lennon.

Hugleiðir oft í flugi

Hera Björk Þórhallsdóttir, söngkona er í hamingjuhorni Lífsins þessa vikuna. Hún finnur hamingju og ró meðal annars í garðinum og bílskúrnum.

Blue Lagoon boð

Meðfylgjandi myndir voru teknar þegar nýr Blue Lagoon þörungamaski var kynntur fimmtudaginn 10. maí í Blue Lagoon Spa í Hreyfingu...

Önnur nuddarakæra Travolta dregin til baka

John Travolta segir að þungu fari sé af sér létt eftir að kæra um að hann hafi kynferðislega áreitt annan mann var dregin til baka. Tveir nuddarar ásökuðu hann um að hafa áreitt þá kynferðislega en nú hefur annar þeirra dregið kæruna til baka.

Obama hrósar Beckham

Forseti Bandaríkjanna Barack Obama hrósaði knattspyrnukappanum David Beckham í veislu til heiðurs LA Galaxy í Hvíta húsinu á dögunum. Veislan var í tilefni sigur liðsins í MLS deildinni þriðja árið í röð. Þá sagði Obama að Beckham væri líklega gæddur sérstökum hæfileikum.

Cruise um Íslandsferðina

Bandaríski leikarinn Tom Cruise minnist á væntanlega Íslandsheimsókn sína í viðtali við karlaritið Playboy. Cruise mun dvelja hér á landi í sumar við tökur á kvikmyndinni Oblivion í leikstjórn Josephs Kosinski.

Facebook-samskipti í raunheimi

Halldóra Rut Baldursdóttir og Katrín Halldóra Sigurðardóttir, leiklistarnemar við Listaháskóla Íslands, vinna að lítilli, sjálfstæðri leiksýningu sem frumsýnd verður föstudaginn 25. maí á heimili Halldóru í Grjótaþorpinu. Sýningin nefnist Heim og er alfarið byggð á Facebook-færslum.

Lét gamlan draum rætast

Aldís Snorradóttir rekur Gallerí Þoku sem staðsett er í kjallara Hríms hönnunarhúss á Laugavegi. Aldís er nýflutt aftur heim frá Montreal þar sem hún lagði stund á nám í listasögu. "Vinkona mín opnaði Hrím fyrir skömmu og þar var rými í kjallaranum sem mér þótti tilvalið til að nýta undir sýningar enda er mikið af hæfileikaríku, ungu listafólki hér á landi og lítið um sýningarstaði. Við ákváðum því að kýla á þetta, taka rýmið í gegn og opna gallerí,“ segir Aldís. Það er listamaðurinn Magnús Helgason sem ríður á vaðið með sýninguna Guð fær greitt í dollurum sem verður opnuð á laugardag.

Donna Summer látin

Söngkonan Donna Summer lést í Flórída í gær, 63 ára gömul, eftir harða baráttu við lungnakrabbamein...

Dorrit mætti í opnun Gló

"Við Dorrit eigum fallega vináttu. Við kynntumst á Gló. Hún kom til að fá sér að borða og við tókum tal saman. Það var eins og við hefðum alltaf þekkst. Það sýndi sig fljótlega að við höfum báðar áhuga á svipuðum hlutum...

Dallas stemning á Borginni

Sumardagskrá Stöðvar 2 var kynnt á Hótel Borg í vikunni. Mætingin var góð og viðtökurnar frábærar.

Fegurðin í röðinni

Ein með öllu er ótvíræður þjóðarréttur Íslendinga, sem endurspeglast í gríðarlegri sölu á réttinum á útsölustöðum um allt land. Löng röð myndast fyrir utan Bæjarins bestu í miðbæ Reykjavíkur dag hvern, en þangað sækir fólk úr öllum þjóðfélagshópum.

Vefsíða tónlistarspekings

Tónlistarspekingurinn Arnar Eggert Thoroddsen hefur opnað sína eigin vefsíðu og heitir hún einfaldlega Arnareggert.is. Þar ætlar hann að fjalla um sitt helsta hugðarefni frá ýmsum hliðum og má búast við því að fjöldi tónlistaráhugamanna leggi leið sína þangað inn.

Söngleikur loks á Íslandi

Dansflokkurinn Shalala með Ernu Ómarsdóttur í fararbroddi og hljómsveitirnar Lazyblood og Reykjavík! sýna jaðarsöngleikinn Tickling Death Machine í Iðnó föstudaginn 8. júní. Um er að ræða Íslandsfrumsýningu.

Gríntvíeyki aftur saman

Stephen Fry og Hugh Laurie eru byrjaðir að vinna saman á nýjan leik. Þeir slógu í gegn á BBC í Bretlandi með gamanþáttunum A Bit of Fry & Laurie á árunum 1989 til 1995 og léku einnig saman í Jeeves and Wooster.

Vill að Obama syngi

Jay-Z vill að Barack Obama Bandaríkjaforseti syngi lag eftir Al Green á tónlistarhátíðinni Made In America sem rapparinn heldur í Fíladelfíu í september. Obama söng einmitt Al Green-lagið Stay Together í New York í janúar.

Fær ráðleggingar frá The Charlies í gegnum Skype

„Ég ætlaði aldrei að leiðast út í þennan bransa en smitaðist af tónlistarbakteríunni í Versló,“ segir hin 21 árs gamla söngkona Elín Lovísa Elíasdóttir sem gefur út lagið Hring eftir hring á næstu dögum.

Jónsi fær almennilegar móttökur

"Aserar eru yndislegir, kurteisir og almennilegir í alla staði,“ segir Jón Jósep Snæbjörnsson, Jónsi, um lífið í Bakú, höfuðborg Aserbaídsjan. Þar er heitt í veðri, eða 25 til 30 stiga hiti.

Stjörnur sem hafa verið bannaðar

Hvort sem það hefur átt rétt á sér eður ei þá hafa þessar stórsjörnur verið bannaðar frá sjónvarpsþáttum, útvarpsþáttum eða annarskonar uppákomum í gegnum tíðina fyrir umdeilda hegðun, söng eða sögð orð.

Skeggjaður Beckham

Fótboltamaðurinn David Beckham, 37 ára, og liðið sem hann spilar með, LA Galaxy, mætti uppábúinn með skegg í Hvíta húsið þar sem forseti Bandaríkjanna Barack Obama, 50 ára, tók á móti honum ásamt eiginkonu sinni...

Aniston auglýsir vatn

Jennifer Aniston er andlit auglýsingaherferðar fyrir vatn vestan hafs.Eins og sjá má á myndunum lítur hún stórkostlega út...

Chanel kynnti nýjungar í Frakklandi

Chanel kynnti undurfagrar nýjungar fyrir næstkomandi haust í Versailles í Frakklandi í gær. Kynningin sem var hin glæsilegasta var sótt af velunnurum merkisins, stórstjörnum í tískuheiminum, fjölmiðlum og fleiri til.

Hjólað í sínu fínasta pússi

Alexander Schepsky og Jón Gunnar Tynes Ólasson segja að það vanti almennilega hjólamenningu á Íslandi og standa nú fyrir Tweed Run viðburði í miðbæ Reykjavíkur þann 16.júní þar sem fólk er hvatt til að hjóla saman klætt sínu fínasta pússi.

Kærir sig ekki um að vera kyntákn

Leikkonan Jessica Alba, 31 árs, prýðir forsíðu tískutímaritsins Marie Claire. Eins og sjá má í myndasafni er leikkonan glæsileg...

Grant heldur tónleika

Bandaríski tónlistarmaðurinn John Grant hefur dvalið hér á landi undanfarna mánuði og unnið að nýrri plötu. Grant er mikill tungumálamaður og er byrjaður að spjalla á íslensku við aðdáendur sína, sem eru fjölmargir hér á landi. Hann hyggst halda tónleika í Háskólabíói í júlí og hefur safnað í kringum sig stórskotaliði undirleikara: Pétur Hallgrímsson leikur á gítar, Jakob Smári Magnússon á bassa og Arnar Gíslason á trommur. Ætli það sé óhætt að byrja að kalla hann Íslandsvin? - afb

Hannar tæknileg föt

Fatahönnuðurinn Nicola Formichetti hyggst hanna fatalínu undir eigin nafni. Formichetti vakti fyrst athygli sem stílisti Lady Gaga og sem yfirhönnuður tískumerkisins Mugler.

Háski skapar rokkstemningu

Þungarokkssveitin Skálmöld er nú við upptökur á annari breiðskífu sinni, Börnum Loka. Í hljóðverinu má finna risastóran grjóthnullung, sem hljómsveitarmeðlimir nefna Háska og var fluttur þangað með erfiðleikum fyrir tveimur árum. Snæbjörn Ragnarsson, bassaleikari hljómsveitarinnar, segir hlutverk grjótsins vera að skapa réttu stemninguna í hljóðverinu.

Anna Mjöll ætlar að syngja fyrir pabba

Söngkonan Anna Mjöll, sem býr og starfar í Los Angeles, er væntanleg til landsins og hyggst syngja fyrir Íslendinga í júní. Hún stendur fyrir minningartónleikum hér á landi um föður sinn, tónlistarmanninn Ólaf Gauk Þórhallsson, sem lést í fyrra.

Norah prófar eitthvað nýtt

Þokkalegasta plata sem aðdáendur Noruh Jones ættu að vera sáttir við. Danger Mouse býr til nýja bakgrunn fyrir ljúfa poppið hennar.

Miðar seldir á Sigur Rós

Miðasala á tónleika Sigur Rósar á Airwaves-hátíðinni í Nýju Laugardalshöllinni 4. nóvember hefst á hádegi í dag á Midi.is. Allir eiga kost á að kaupa sér miða á tónleikana og ekki er skilyrði að kaupa eða eiga miða á Airwaves. Þeir sem eiga miða á Airwaves geta aftur á móti keypt miðann með afslætti til 16. júní.

Nýtt X-Factor-teymi

Britney Spears og Demi Lovato eru nýir dómarar í X-Faktor í Bandaríkjunum. Söngkonurnar bætast í hóp með Simon Cowell og L.A. Reid þegar sjónvarpsþættirnir snúa aftur í haust.

Þrjú hundruð hitta goðsögn

"Við erum búnir að reyna að fá hann í mörg ár og loksins hafðist það,“ segir Sindri Már Heimisson, framkvæmdastjóri Hljóðfærahússins.

Munstraðir kjólar vinsælir

Leikkonurnar Christina Hendricks, 37 ára, og Sofia Vergara, 39 ára, eru hrifnar af síðum munstruðum sumarkjólum...

Kunis sæt á setti

Leikkonan Mila Kunis, 28 ára, og leikarinn Clive Owen, 47 ára, voru mynduð við tökur á kvikmyndinni Blood Ties. Um var að ræða brúðkaupssenu í spennutryllinum sem fram fer í Brooklyn.

Sjá næstu 50 fréttir