Fleiri fréttir

Óvenjuleg dress

Hvort sem það er Jean Paul Gaultier, Commes des Garçon, Jeremy Scott, Issey Miyake eða Thierry Mugler þá fer ekki á milli mála að þessi tískuhús eða hönnuðir fara ótroðnar slóðir þegar kemur að fatnaði. Athyglisverða hönnun þar sem hugmyndaflugið fær að njóta sín má skoða í meðfylgjandi myndasafni.

Suri Cruise og mamma Holmes

Suri Cruise og móðir hennar Katie Holmes voru myndaðar í New York á hlaupum. Þær nutu samverunnar en eins og sjá má voru þær með fullt fangið af dúkkum og brúðum...

Djarfar mæðgur

Jada Pinkett Smith og dóttir hennar Willow Smith komu til New York borgar í gær eftir nokkra daga stopp á kvikmyndahátíðinni í Cannes.

Gert grín að Gretu og Jónsa

Íslenski hópurinn er beðinn um að taka sig ekki of alvarlega í Eurovisionkeppninni í meðfylgjandi myndskeiði. Þar er gert góðlátlegt grín að Gretu Salóme og Jónsa sem flytja framlag Íslands Never Forget í undankeppninni í kvöld...

Auðvitað ætlum við að rúlla næstu dögum upp

Íslenski hópurinn stígur á svið í Kristalshöllinni í Bakú í kvöld og flytur lagið Never Forget. Lífið heyrði í Ölmu Rut bakraddarsöngkonu sem er bjartsýn á framhaldið...

Listin að koma íslenskri tónlist inn hjá iTunes, Amazon og Spotify

Stafræn dreifing verður aðalumræðuefni fræðslukvölds ÚTÓN, útflutningsmiðstöð íslenskrar tónlistar, sem fer fram í Norræna húsinu í kvöld. Þar verður leitast við að svara því hvernig tónlistarmenn geta komið tónlist sinni að á iTunes, Amazon og fleiri netveitum sem selja tónlist. Einnig á streymiþjónustur á borð við Spotify, sem hefur hvorki meira né minna en 10 milljón notendur.

Lopez verslar með kærastanum

Stórstjarnan Jennifer Lopez var afslöppuð að sjá er hún þræddi búðir með kærastanum, Casper Smart í Los Angeles um helgina.

Kardashian veldið söðlar um

Sjónvarpsstjarnan Kim Kardashian, 31 árs, og systur hennar hafa sett á markað nýja undirfatalínu í samvinnu við Sears. Kim setti mynd af sér og systrum sínum Khloe og Kourtney á Twitter síðuna sína um helgina þar sem þær stilla sér upp á nærfötunum....

Stemning á James Taylor

Bandaríski tónlistarmaðurinn James Taylor spilaði fyrir fullu húsi í Eldborgarsal Hörpunnar á föstudagskvöld. Góðir gestir mættu á tónleikana og skemmtu sér hið besta.

Fékk ekki milljarða

Bono, söngvari U2, segist ekki hafa grætt á tá og fingri þegar Facebook fór á hlutabréfamarkað í síðustu viku. Fregnir hermdu að kappinn hefði þénað yfir milljarð dollara, eða hátt í 130 milljarða króna, vegna Facebook en fjárfestingafyrirtæki hans Elevation Partners keypti 2,3% hlutafjár í Facebook árið 2009.

Edda í viðskiptafréttirnar

Edda Hermannsdóttir hefur getið sér gott orð í sjóvarpi sem spyrill í Gettu betur síðustu tvo vetur. Samhliða störfum sínum fyrir Ríkísútvarpið hefur hún stundað nám í hagfræði og kennt líkamsræktarhópatíma í World Class.

Adele með tólf verðlaun

Adele var sigurvegari Billboard-tónlistarverðlaunanna sem voru haldin í Los Angeles. Hún hlaut tólf verðlaun, þar á meðal sem besti flytjandinn og fyrir bestu plötuna, 21. Söngkonan, sem hafði verið tilnefnd til átján verðlauna, var ekki viðstödd verðlaunahátíðina.

Hamingjusöm hertogaynja

Hertogaynjan af Cambridge, Kate Middleton, 30 ára, var vægast stórglæsileg í bleikum Emiliu Wickstead kjól og með slegið hárið þegar hún tók á móti gestum í Windsor kastalanum ásamt prinsinum sínum, Vilhjálmi, 29 ára, nýliðna helgi.

Jackie Chan hættir sem hasarmyndahetja

Jackie Chan hefur staðfest að nýjasta mynd hans Chinese Zodiac verði hans síðasta sem hasarmyndahetja. „Heimurinn er of ofbeldisfullur. Mér finnst gaman að slást en ég hata ofbeldi," sagði hinn 58 ára Chan á Cannes-hátíðinni.

Þótti hann aldrei nógu góður fyrir Angelinu

Billy Bob Thornton gaf nýverið út sjálfsævisöguna The Billy Bob Tapes: A Cave Full of Ghosts og fjallar þar stuttlega um hjónaband sitt og Angelinu Jolie. Hjónin fyrrverandi eru í góðu sambandi og skrifaði Jolie innganginn að bókinni.

Nick Stahl fundinn

Leikarinn Nick Stahl er kominn í leitirnar. Eins og Fréttablaðið greindi frá á laugardag hafði ekkert spurst til Stahl í tíu daga. Hann hefur nú sent nánustu vinum sínum tölvupóst og tilkynnt þeim að hann sé í meðferð og að ekki sé hægt að ná í hann næstu 30 daga.

Diane Kruger skein skært á rauða dreglinum

Leikkonan Diane Kruger skein skært á rauða dreglinum á frönsku kvikmyndahátíðinni í Cannes um helgina. Diane klæddist undurfögrum Vivienne Westwood kjól og var með klassíska hárgreiðslu í stíl. Örlítil rigning gerði vart við sig á meðan stjörnurnar gengu inn dregilinn en þær létu það lítið á sig fá eins og sjá má á meðfylgjandi myndum.

Hilton snýr aftur

Paris Hilton var í fylgd Jean Roch á kvikmyndahátíðinni í Cannes um helgina. Þau mættu í teiti í blæjubíl sem fór ekki fram hjá nokkrum einasta manni...

Kjóllinn stal senunni

Söngkonan Carrie Underwood, 29 ára, og unnusti hennar Mike Fisher, stilltu sér upp á rauða dreglinum á Billboard tónlistarhátíðinni í Las Vegas í gær, sunnudag...

Í útrás með samfestinga eftir auglýsingu á Facebook

„Það er óhætt að segja að samfestingurinn sé kominn í útrás. Þetta hefur gengið mjög vel," segir Karl Garðarsson eigandi fyrirtækisins Weezo sem selur samfestinga fyrir fullorðna. Gallarnir hafa notið mikilla vinsælda hér á landi en Karl hefur selt um 3.000 stykki síðan síðasta sumar. Í mars keypti Karl auglýsingar fyrir Weezo-samfestingana á Facebook í Danmörku og viðtökurnar hafa ekki látið á sér standa.

Fjölmenni á opnunarhátíð Ólafs Ragnars

"Frábær opnun á Miðstöðinni okkar í gær. Rúmlega 400 manns komu og voru með okkur. Skemmtilegt hvað margir buðust til að hjálpa til í kosningaundirbúningnum...

Kim og Kanye hönd í hönd

Raunveruleikastjarnan Kim Kardashian hélt fast um hönd kærastans, Kanye West í London um helgina.

Gleðikabarett með samtímatvisti

"Við erum eiginlega að búa til tónleika og reynum um leið að varpa ljósi á sviðsframkomuna, eins og þekkt dansspor í poppkúltúrnum,“ útskýrir listdansarinn Melkorka Sigríður Magnúsdóttir, en hún auk dansarans Sigríðar Soffíu Níelsdóttur, frumsýna nokkurskonar danstónleika í Þjóðleikhúskjallaranum næsta miðvikudagskvöld. Þeim til fulltingis eru tónlistarmaðurinn Valdimar Jóhannsson, leikmyndahönnuðurinn Brynja Björnsdóttir og stílistinn Ellen Loftsdóttir.

Madonna og börnin

Madonna reyndi allt hvað hún gat til að komast hjá því að vera mynduð á laugardaginn var þegar hún mætti á Kabbalah samkomu í New York...

Miley fullorðinsleg

Söngkonan Miley Cyrus, 19 ára, stillti sér upp á rauða dreglinum í hvítri dragt. Eins og sjá má hefur hún látið klippa hárið og aukið við andlitsmálninguna. Stelpan er að fullorðnast og unglingsútlitið hægt og bítandi að hverfa. Miley vex og dafnar í Hollywood glæsileg að vanda eins og sjá má í myndasafni.

Nasatónleikar GusGus á DVD

"Okkur þótti viðeigandi að skrásetja þessa tónleika og gefa út fyrir aðdáendur okkar til að eiga,“ segir Birgir Þórarinsson, betur þekktur sem Biggi veira, meðlimur sveitarinnar GusGus sem tók upp tónleika sína á Nasa um síðustu helgi.

Mikið um dýrðir á Listahátíð

Listahátíð í Reykjavík var sett í Hörpu á föstudagskvöld. Hátíðin stendur yfir til 3. júní og margt var um manninn á setningarhátíðinni. Ljósmyndari Fréttablaðsins var að sjálfsögðu á svæðinu og fangaði stemninguna.

Langar í fleiri börn

Leikkonuna Kelly Preston langar að eignast fleiri börn en gerir sér grein fyrir að aldurinn gæti gert henni það erfitt. Preston verður 50 ára á þessu ári en hún er gift leikaranum John Travolta. Saman eiga þau Ellu Bleu tólf ára og Benjamin tveggja ára en þau misstu 16 ára son sinn Jett árið 2009. Kelly tjáði sig um foreldrahlutverkið og missinn í nýlega sjónvarpssviðtali vestan hafs.

Fréttahaukur í New York

Blaðamaðurinn Eiríkur Jónsson opnaði nýlega vefsíðuna Eirikurjonsson.is. Þar birtir hann örfréttir sem eru oftar en ekki skreyttar með símamyndum sem hann tekur sjálfur.

Gleði hjá grínistum

Kátt á hjalla var á heimili fjölmiðlamannsins og grínistans Auðuns Blöndal á laugardagskvöldið þegar hann hélt þar veislu til að fagna sumarkomunni. Gestgjafi og gestir, meðal annarra nokkrir af vinsælustu skemmtikröftum þjóðarinnar, klæddu sig upp sem persónur úr kvikmyndum og höfðu gaman af. Sjálfur brá Auddi sér í gervi fréttaþularins Rons Burgundy úr Anchorman.

Starað í poppið

Hvað fór úrskeiðis hjá þessum hæfileikaríka grínara? Borat var ósmekkleg frá upphafi til enda en var þrátt fyrir það hryllilega fyndin. Brüno olli vissulega vonbrigðum en í The Dictator gengur ekkert upp. Sacha reynir að taka allt og alla í gegn. Ferill hans sem grínisti er næstur á dagskrá.

Eftirspurnin eykst á degi hverjum

„Þetta er gott starf og það er sérstaklega gaman að fá tækifæri til að þróa eitthvað nýtt. Það verður einhæft að gera alltaf það sama og því er nauðsynlegt að halda sér í æfingu,“ segir Baldur Kárason, bruggmeistari hjá Einstakri ölgerð, sem er sérbruggaður bjór hjá Vífilfelli á Akureyri. Bjórinn frá ölgerðinni hefur slegið í gegn og sala hans aukist hratt.

Fótboltamaður fær hæstu einkunn í Harvard-háskóla

Guðmundur Reynir Gunnarsson, fótboltamaður í KR og nemandi í hagfræði við Háskóla Íslands, fékk hæstu einkunn frá hinum virta Harvard-háskóla í Bandaríkjunum þar sem hann stundaði skiptinám í vetur. Guðmundur Reynir er kominn aftur heim til Íslands og lék sinn fyrsta leik með KR á þriðjudaginn var.

Sumar konur stara í sturtunni

Sífellt algengara verður að konur skreyti líkama sinn með stórum og áberandi listaverkum. Hólmfríður Helga Sigurðardóttir og Valgarður Gíslason ljósmyndari hittu vinkonurnar Hildi, Lindu, Bergrósu og Ólafíu sem allar eru for

Ánægð með rassinn

Cameron Diaz segir að rassinn á sér líti betur út eftir því sem hún verður eldri. Hún þakkar það dugnaði sínum í líkamsræktinni.

Fótboltakonur fá frekar heilahristing

Leikmenn í bandarískum fótbolta eru líklegastir til að fá heilahristing við íþróttaiðkun sína, en næst á eftir þeim er knattspyrnufólk líklegast til að hljóta höfuðhögg. Á einum áratug hefur fjöldi heilahristingstilfella í fótbolta aukist um 58 prósent.

Miðasala fer vel af stað

Miðasala á tónleika Sigur Rósar í Nýju Laugardalshöllinni 4. nóvember hófst fyrir skömmu og fór hún vel af stað. Nokkur þúsund miðar eru þegar seldir en alls verða sjö þúsund miðar í boði á tónleikana, sem verða þeir einu með hljómsveitinni hér á landi.

Sjá næstu 50 fréttir