Fleiri fréttir

Fimmta Die Hard-myndin vonandi sú besta

Bruce Willis vill að fimmta Die Hard-myndin verði betri en sú fyrsta í seríunni. Hann samþykkti nýlega að leika í myndinni og hlakkar til verkefnisins. Hann lék lögreglumanninn John McClane í fyrstu Die Hard-myndinni sem kom út 1988.

Ótrúlegt að fá Þursaflokkinn

"Það er ótrúlegt að fá þá því þeir spila svo sjaldan,“ segir grínistinn Ari Eldjárn. Þursaflokkurinn spilar á minningartónleikum um bróður Ara, gítarleikarann Kristján Eldjárn, sem hefði orðið fertugur í ár. Þursarnir hafa tvisvar áður leikið á stóra sviði Þjóðleikhússins; á minningartónleikum Karls Sighvatssonar árið 1991 og þegar þeir tóku þar upp tónleikaplötu sína „Á hljómleikum" 1980.

Síðasta lag Whitney Houston

Síðasta lagið sem Whitney Houston tók upp áður en hún lést hefur verið gefið út. Það er undir diskóáhrifum og heitir Celebrate. Þar syngur söngkonan sáluga með sigurvegaranum úr American Idol 2007, Jordin Sparks. Lagið mun hljóma í væntanlegri kvikmynd, Sparkle, þar sem Houston leikur móður þriggja systra sem reyna fyrir sér í tónlistarbransanum og leikur Sparks eina þeirra. Um er að ræða endurgerð samnefndrar myndar frá árinu 1976.

Kossaflens í Cannes

Twilight stjörnurnar Rob Pattinson, 26 ára, og Kristen Stewart voru innileg við hvort annað á kvikmyndahátíðinni í Cannes í Frakklandi í gær...

Nicole Scherzinger glæsileg í rauðum kjól

Söngkonan Nicole Scherzinger var glæsileg að sjá í gærkvöldi er hún fór út að borða á Nobu. Fyrr um kvöldið hafði hún verið á rauða dreglinum á frumsýningu kvikmyndarinnar, Men In Black 3 ásamt fleiri stórstjörnum.

Ástfangin Kim

Sjónvarpsstjarnan Kim Kardashian og unnusti hennar tónlistarmaðurinn Kanye West leiddust í Cannes í Frakklandi í gær. Ekki fer á milli mála að parið er ástfangið...

Bono örlátur

Bono, söngvari U2, yfirgaf veitingahús í London ásamt eiginkonu sinni Nancy Shevell...Bono styrkir heimilislausan mann

Hrærð Idol stjarna

Phillip Phillips sigraði American Idol með sóma í nótt en lokaþátturinn fór fram í Nokia leikhúsinu í Los Angeles.

Barsmíðar og bollukinnar

Aðdáendur órakaða ólátabelgsins Jason Statham verða himinlifandi, en realistar ættu að halda sig fjarri. Handritið kæmist vel fyrir handskrifað á glasamottu en tæknivinnan er vel úthugsuð og handalögmálin gríðarlega sannfærandi.

Vill ekki vera stjarna

Leikarinn Tom Hardy hefur engan áhuga á að vera kvikmyndastjarna sem er sífellt í sviðsljósinu.

Kosin kynþokkafyllst

Ísraelska fyrirsætan Bar Refaeli var á dögunum kosin kynþokkafyllsta kona í heimi af lesendum tímaritsins Maxim. Refaeli er þekkt sem fyrrum kærasta leikarans Leonardos DiCaprio en þau hættu saman árið 2009. „Það er mikill heiður að lenda í fyrsta sæti af 100 konum og gaman að tilheyra þessum fagra hópi,“ segir Refaeli í viðtali við Maxim en hún er einhleyp þessa stundina. „Ég er að leita að einhverjum sem er líka besti vinur minn, hlær með mér og kennir mér nýja hluti. Það hljómar kannski auðvelt en það er erfitt að finna einhvern sem uppfyllir þessar kröfur mínar.“

Einsamall í Cannes

Leikarinn Brad Pitt mætti einn síns liðs á rauða dregilinn í Cannes í vikunni. Unnusta hans Angelina Jolie var fjarri góðu gamni sökum vinnu að sögn miðla vestan hafs sem einnig höfðu orð á því hversu illa Pitt tæki sig út á rauða dreglinum einsamall. Parið er einmitt í sviðsljósinu þessa stundina því búist er við að þau gangi í það heilaga í sumar en mikil leynd er yfir stað og stund brúðkaupsins.

Gisele ólétt?

Ofurfyrirsætan Gisele Bundchen er ólétt að sínu öðru barni ef marka má slúðurmiðla vestan hafs. Þar er greint frá því að Bundchen hafi deilt gleðiðfregnunum með vinum sínum á Met-ballinu fyrr í mánuðinum en hún ku vera komin rúmlega tvo mánuði á leið.

Meiri Hungurleikar

Önnur bókin í þríleik Suzanne Collins um Hungurleikana, Eldar kvikna, er að koma út hjá Forlaginu. Hún kemur samtímis út innbundin og í kilju sem er óvenjulegt fyrirkomulag hér á landi.

Dramatísk helgi í bíóhúsunum

Gelgjutryllirinn Zac Efron sýnir á sér nýjar hliðar í dramamyndinni The Lucky One sem var frumsýnd í gær. Myndin fjallar um hermann sem er fullviss um að mynd af konu sem hann fann í miðri sprengjuárás sé happagripurinn hans og ástæða þess að hann hafi einn lifað af ýmsar árásir í stríðinu. Þegar hann kemur heim leggst hann í það að finna konuna á myndinni og verða hluti af lífi hennar.

Bölvun hvílir á hlutverki Galifianakis

Gamanleikarinn Zach Galifianakis er talinn líklegur til að fara með hlutverk Ignatius Jacques Reilly í kvikmynd sem byggð verður á verki eftir rithöfundinn John Kennedy Toole. Nokkrir leikarar og leikstjórar hafa áður reynt að gera A Confederacy Of Dunces að kvikmynd, án árangurs.

Fyrsta stiklan úr The Great Gatsby

Fyrsta stiklan úr myndinni The Great Gatsby með Leonardo DiCaprio og Carey Mulligan í aðalhlutverkum er komin í loftið og hefur vakið eftirtekt. Þessi endurgerð á sögunni frægu eftir F. Scott Fitzgerald er jólamyndin í ár og verður heimsfrumsýnd þann 25. desember.

Blúshátíð snýr aftur eftir gos

Tvær þekktar blússöngkonur frá Chicago og margir af færustu blústónlistarmönnum landsins stíga á svið á Norden Blues Festival sem verður haldin hátíðleg á Hvoli á Hvolsvelli um hvítasunnuhelgina.

Frost seld til Bretlands

Breski dreifingaraðilinn Momentum Pictures sem er í eigu hins kanadíska Alliance Films hefur tryggt sér sýningarréttinn í Bretlandi á íslenska spennutryllinum Frost. Þessu greindi bandaríska kvikmyndabiblían Variety frá í gær.

Bítlamynd á þrjár milljónir

Sjaldséð ljósmynd af Bítlunum að labba í „hina áttina“ yfir gangbrautina á umslagi plötunnar Abbey Road seldist fyrir rúmar þrjár milljónir króna á uppboði í London.

Ljótufatakeppni á Billboard

Billboard verðlaunahátíðin fór fram í Las Vegas um helgina og stjörnurnar flykktust til eyðimerkurborgarinnar af því tilefni. Adele vann flest verðlaun kvöldsins en hún var fjarri góðu gamni. Kempurnar í hljómsveitinni U2 voru valdir bestir á tónleikum og Coldplay rokksveit ársins. Rauða dreglinum var að sjálfsögðu rúllað út og óhætt að segja að klæðaburður gestanna hafi verið með fjölbreyttara móti. Það mætti halda að sumir væru mættir á ljótufatakeppni.

Svartklæddir á tímaflakki

Will Smith bregður sér aftur í hlutverk Agent J í stórmyndinni Men in Black sem frumsýnd verður annað kvöld.

Súrrealísk sumargjöf

Stórfín frumraun Tilbury, stappfull af grípandi popplögum og forvitnilegum textum. Tónlistinni mætti helst lýsa sem lágstemmdu indípoppi sem veit upp á hár hvaða áhrifum það vill ná fram. Áreynslulausri og grípandi en þó blessunarlega lausri við of augljósa "húkka".

Áströlsku stuðboltarnir heiðursgestir Palla á Nasa

„Þegar Páll Óskar bauð okkur að koma sem heiðursgestir sínir á Eurovision-ballið á Nasa á laugardaginn gátum við ekki hafnað því, svo við ákváðum að skella okkur bara aftur til Íslands. Við elskum Ísland,“ segja Craig Murray og Daryl Brown, ástralskir Eurovision-aðdáendur sem eru nú staddir á Íslandi í þriðja skipti á síðustu átján mánuðum.

1860 sendir frá sér lag

Hljómsveitin 1860 hefur sent frá sér lagið Go Forth sem er tekið af væntanlegri plötu sem kemur út í haust. Sagan, frumburður sveitarinnar, kom út í fyrra og innihélt lögin Snæfellsnes, Orðsending að austan og For You, Forever sem komust öll á topp 10 á vinsældarlista Rásar 2. Hljómsveitin var einnig tilnefnd sem bjartasta vonin á Íslensku tónlistarverðlaununum og sem nýliðar ársins á hlustendaverðlaunum X-ins 977.

Dorrit glæsileg í skírn prinsessunnar

Meðfylgjandi myndir voru teknar af Dorrit Moussaieff forsetafrú í skírn prinsessunnar Estelle, dóttur Viktoríu krónprinsessu og Daníels prins...

Justin faðmar aðdáanda

Justin Bieber var myndaður á tónleikum útvarpsstöðvarinnar KIIS FM á dögunum...

Kim í Cannes

Sjónvarpsstjarnan Kim Kardashian er mætt á kvikmyndahátíðina í Cannes...

Stórstjarnan Prad Pitt á frumsýningu

Sjarmatröllið og stórstjarnan Prad Pitt vakti verðskuldaða athygli á frumsýningu myndarinnar, Killing Them Softly á Cannes kvikmyndahátíðinni á dögunum.

Vinsæll sænskur grínisti til landsins

"Þetta er ógeðslega fyndinn gaur og sleipur í ensku. Ég held hann eigi eftir að pluma sig vel á sviðinu,“ segir leikstjórinn Ragnar Hansson. Hann, Gunnar bróðir hans og Ari Eldjárn eru að flytja til landsins sænska grínistann Johan Glans. Hann stígur á svið á stóra sviði Þjóðleikhússins 29. september og mun Ari hita upp fyrir hann.

Erfitt en gaman á Evróputúr

"Þetta verður erfitt en ógeðslega gaman,“ segir Arnór Dan Arnarson, söngvari Agent Fresco. Rokksveitin er á leiðinni í mánaðarlangt tónleikaferðalag um Evrópu sem hefst í Þýskalandi 30. maí. Stutt er síðan fyrsta platan, A Long Time Listening, kom út á þeirra eigin vegum í Þýskalandi, Austurríki og Sviss, auk þess sem hún kom út stafrænt á iTunes, Amazon og víðar.

Utah út um hliðarrúðuna

Svavar Jónatansson er nýsnúinn heim eftir tíu daga ferðalag um Utah-ríki í Bandaríkjunum. Afraksturinn er um 55 þúsund ljósmyndir sem teknar voru út um hliðarrúðu bíls í akstri eftir saltsléttunum frægu. Árið 2007 hóf Svavar Jónatansson ljósmyndari að mynda Ísland út um hliðarrúður vöru- og fólksflutningabifreiða. Hann fór á annan tug hringja í kringum landið, sem skiluðu sér í Innland/Útland-Ísland; myndbandsverki sem kom út 2010 og samanstóð af 40 þúsund ljósmyndum og frumsaminni tónlist Daníels Ágústs Haraldssonar.

Idol dómarar afslappaðir á tökustað

Það er óhætt að segja að yfirbragðið sé annað yfir Idol dómurunum þegar þeir mæta afslöppuð á tökustað að morgni Idol þáttar en í þættinum sjálfum.

Anna Þorvalds frumflytur ný rafverk í kvöld

Tónleikaröðin Flakk hefst á Listahátíð í Reykjavík í kvöld með tónleikum Önnu Þorvaldsdóttur. Listahátíð í Reykjavík býður upp á tónleika þriggja tónskálda sem kynna nýja tónlist sína.

Ferðast um heiminn með ættleiddan son

Leikkonan Charlize Theron, 36 ára, hélt á ættleiddum syni sínum Jackson á LAX flugvellinum í Los Angeles. Leikkonan, sem ferðast um heimann þessa dagana við að kynna kvikmyndina Snow White and the Huntsman, tekur son sinn með sér hvert sem hún fer.

Stella McCartney hannar brúðarkjól Sólveigar Kára

Fatahönnuðurinn Stella McCartney hannar brúðarkjól Sólveigar Káradóttur en hún gengur að eiga tónlistarmanninn Dhani Harrison í næstu viku. Harrison er sonur Bítilsins sáluga George Harrison en parið hefur verið saman í nokkur ár og býr saman í Los Angeles.

Ólétt Uma Thurman nýtur lífsins

Uma Thurman var á ferðinni í gær með hollan djús í hönd en leikkonan fagra er nú langt gengin á sinni þriðju meðgöngu.

Innan þægindarammans

Dark Shadows er nokkuð góð skemmtun sem skrifast að stórum hluta á Johnny Depp. Leikstjórinn Tim Burton gerði nokkrar frábærar myndir á fyrri hluta ferils síns en hefur undanfarin ár helgað sig óspennandi fjöldaframleiðslu. Samstarf hans við Depp og tónskáldið Danny Elfman er komið vel fram yfir síðasta söludag og satt að segja hafði ég efasemdir um að Burton hefði nokkuð fram að færa árið 2012.

Unnur Birna til liðs við Íslensku lögfræðistofuna

Íslenska lögfræðistofan varð til á dögunum þegar Ergo lögmenn skiptu um nafn. Nú hefur stofan fengið til liðs við sig nýjan lögfræðing, enga aðra en Unni Birnu Vilhjálmsdóttur, fyrrverandi heimsfegurðardrottningu, sjónvarpskonu og lögfræðinema, sem hóf þar störf fyrir skemmstu.

Sjá næstu 50 fréttir