Fleiri fréttir

Kynntust á bensínstöð við Álfheima

Anna K. Kristjánsdóttir segist ekki eiga orð yfir hjálm- og stígvélalausan lögreglustjóra, vappandi um, hamfara- og brunadaginn mikla. Davíð Þór Jónsson segir að hann hefði gefið af sér hægri höndina fyrir talsett barnaefni þegar hann var lítill.

Málsvarar lítilmagnans

Í kvöld lýkur enn einni önninni af Spaugstofunni, vinsælasta sjónvarpsþætti Íslandssögunnar. Karl Ágúst Úlfsson var í óða önn að skrifa lokaþáttinn þegar ég kíkti á hann í kjallara útvarpshússins.

Kate: Sambandsslitin Karli að kenna

Karl Bretaprins sagði Vilhjálmi syni sínum að ef hann ætlaði ekki að giftast kærustunni, Kate Middleton, skyldi hann hætta með henni. Þetta er haft eftir samstarfsfélögum Kate í breska blaðinu Daily Mirror. Vilhjálmur mun hafa leitað ráða hjá föður sínum vegna þrýstings um að hann ætti að biðja Kate að giftast sér.

Vilja endurreisa Rósenberg

Tvennir tónleikar undir yfirskriftinni Reisum Rósenberg verða haldnir um helgina til að stuðla að uppbyggingu tónleikastaðarins Café Rósenberg, sem skemmdist illa í bruna á dögunum.

Lindsay Lohan djammar vegna einmannaleika

Leikkonan Lindsay Lohan, sem hefur mikið verið gagnrýnd undanfarið fyrir að vera úti á lífinu eftir að hún fór í meðferð, segir að hún djammi af því að hún sé einmanna.

Simon segist ögra Paulu Abdoul í American Idol

Simon Cowell virðist oft nokkuð dónalegur í dómarastöðu sinni í American Idol. Mörgum þykir hann sömuleiðis spjalla mikið við Paulu Abdul þegar keppendurnir í þættinum taka lagið. Segist hann oft vera að ögra Paulu meðan söngurinn dynur.

Svala og Einar reka nýja búð

Parið Svala Björgvinsdóttir og Einar Egilsson sér um rekstur Popp, nýrrar „second hand"-búðar sem verður opnuð í dag undir sama þaki og Spúútnik, Elvis og Rokk og rósir hafa sameinast undir. „Þetta er gjafavöruverslun, þó við séum með fatnað líka. Það er hægt að kaupa allt í búðinni, frá gardínunum til ljósakrónanna," sagði Svala.

Spaugstofan kveður í bili með olíubaði og látum

„Það er alltaf með ákveðinni tregablandinni ánægju sem maður fer í frí,“ segir Pálmi Gestsson, sérlegur blaðafulltrúi Spaugstofunnar. Síðasti þáttur hinna dáðu Spaugstofumanna verður sýndur í kvöld á Ríkissjónvarpinu.

Nemar í skóla tímans

Leikararnir góðkunnu Margrét Helga Jóhannsdóttir og Sigurður Skúlason fagna 40 ára leikafmæli sínu um þessar mundir, en þau útskrifuðust bæði frá Leiklistarskóla Þjóðleikhússins í maí 1967 að loknu þriggja ára námi. Af þessu tilefni efna þau til leiklistardagskrár í Kúlunni í Þjóðleikhúsinu og flytja þar brot úr klassískum leikverkum eftir Shakespeare, Edward Albee og Halldór Laxness.

Sigmundur Ernir milli steins og sleggju

„Ég kannast ekki við að hafa fengið neitt tiltal. Mér dettur ekki í hug að biðjast afsökunar á að segja sannleikann um þessa byggingu sem er táknmynd pólitískrar spillingar,“ segir Egill Helgason.

Ástir og vindmyllur

Hin nýstofnaða barokksveit Camerata Drammatica heldur tónleika í Íslensku óperunni í kvöld undir yfirskriftinni „Af ást og vindmyllum“. Sveitin leikur tónlist eftir Händel, Telle­man, Gasparini og fleiri í kvöld en markmið hennar er að flytja stærri verk frá barokk- og klassíska tímabilinu, allt frá hljómsveitarverkum til perlna óperutónbókmenntanna.

„Viröldin“ annarlega

Meðal viðburða á Listahátíð í vor er tónleikauppfærsla á óperu Hafliða Hallgrímssonar, Viröld fláa, sem Sinfóníuhljómsveit Íslands mun flytja ásamt átta einsöngvurum. Efniviður óperunnar eru margslungnar sögur rússneska fáranleikameistarans Daníil Kharms.

Úrslit hönnunarkeppni ráðast í dag

Úrslit í hönnunarkeppni Hagkaupa verða kynnt fyrir framan verslun Hagkaupa í Smáralind klukkan 17 í dag. Þetta er í annað skipti sem verslunin stendur fyrir slíkri keppni, en í fyrra bar hönnuðurinn Sunna Dögg Ásgeirsdóttir sigur úr býtum.

Hanna Björk talar frá Teheran: Diskóljós og “meiköpp” rassía í Íran

Sumarið er komið og moskítóflugurnar með. Næturnar fara nú í það að berjast við suðið í þeim í eyranu á mér og reyna að drepa þær áður en þær bíta mig. Sumarfiðringur er kominn í fólkið og flestir vilja bara vera úti að leika. Teheran hefur breytt um svip, trén urðu græn á einni viku, bleik blóm eru úti um allt og himininn fagurblár.

Guðdómlegt góðgæti

Hér er einföld og fljótleg uppskrift að súkkulaði sem er ekki bara gott heldur beinlínis hollt.

Pabbi fer frá Playstation

Ken Kutaragi faðir Playstation leikjatölvunnar hjá Sony hefur sagt af sér. Hann starfaði hjá fyrirtækinu síðan 1975. Sony berst nú fyrir því að ná aftur markaðsforystu á leikjatölvumarkaðnum en samkeppnin hefur harðnað verulega.

Reyndi að drepa eiginmann Söndru Bullock

Það er ekki alltaf tekið út með sældinni að eiga frægan maka. Þessu fékk maður leikkonunnar Söndru Bullock, framleiðandinn Jesse James, að kynnast um helgina þegar kona að nafni Marcia Valentine reyndi að keyra hann niður.

Eve handtekin fyrir ölvunarakstur

Rapparinn Eve var handtekin vegna ölvunaraksturs í Hollywood aðfararnótt fimmtudags eftir að hún hafði keyrt Maserati bílinn sinn á steypuklump. Var Eve á leið heim af næturklúbbi ásamt tveimur vinum sínum þegar slysið varð.

Angelina Jolie kallar eftir aðgerðum heimsbyggðarinnar

Leikkonan kynþokkafulla, Angelina Jolie, sem ættleitt hefur þrjú börn frá þremur mismunandi löndum, lætur ekki sitt eftir liggja þegar kemur að hjálparstarfi handa munaðarlausum börnum. Á fréttamannafundi í Washington gær kynnti Angelina stofnun nýrrar hjálparstofnunar, Global Action for Children, sem safna mun fjármunum handa munaðarlausum börnum í þróunarlöndunum.

Baldwin fékk ráð hjá Dr. Phil

Bandaríski kvikmyndaleikarinn Alec Baldwin mun biðjast afsökunar í bandarísku sjónvarpi í dag vegna harðorðra ummæla sem hann viðhafði við dóttur sína. Sjónvarpssálfræðingurinn Dr. Phil McGraw segir að leikarinn fengið ráðleggingar hans vegna málsins. Skammarræðuna skildi Alec eftir á talhólfi dótturinnar og hún rataði inn á internetið í síðustu viku.

Leiklistin og landnámið

Hann hefur unnið hvert stórvirkið á fætur öðru í leikhúsum hérlendis og erlendis og fært okkur perlur heimsbókmenntanna. Viðmælandi Jóns Ársæls Þórðarsonar á sunnudaginn kemur er Kjartan Ragnarsson.

Roksala á hundum í sauðagæru

Allt að tvöþúsund vel snyrt og tilklippt lömb voru seld sem púðluhundar í Japan. Netfyrirtækið "Púðlar sem gæludýr" flutti inn fjölda lamba frá Ástralíu og Nýja-sjálandi og markaðssettir sem lúxusgæludýr. Þetta kemur fram á vefsíðunni metro.co.uk

Jack Valenti látinn

Jack Valenti maðurinn sem var hið opinbera andlit Hollywood í langan tíma lést í dag 85 ára að aldri. Valenti á heiðurinn að stigagjafakerfinu sem notað er í bandaríska kvikmyndaiðnaðinum og var aðstoðarmaður Lyndon Johnson fyrrum forseta Bandaríkjanna. Hann var einnig stjórnarformaður og framkvæmdastjóri Bandarísku kvikmyndasamtakanna í 38 ár.

Prozac fyrir hvutta

Lyfjafyrirtækið Eli Lilly, sem einning framleiðir Prozac, hefur sent frá sér fyrsta þunglyndislyf heims fyrir hunda. Lyfið er tuggutafla með nautakjötsbragði.

Richard Gere kærður fyrir kossaflensið

Dómstólar í Jaipur á Indlandi gáfu í dag út handtökuskipun á Richard Gere fyrir kossaflens sem átti sér stað milli hans og leikkonunnar Shilpa Shetty á góðgerðasamkomu fyrr í mánuðinum. Atvikið vakti mikla reiði meðal strangtrúaðra hindúa og brenndu mótmælendur um allt Indland líkneski og myndir af skötuhjúunum.

Enga svona menn takk!

Þrátt fyrir að Ástralía nútímans hafi fyrst verið byggð glæpamönnum eru þeir ekki á því að hleypa hvaða skúrk sem er inn í landið. Þannig var rapparanum Snoop Doggy Dogg neitað um landvistarleyfi í gær vegna myndarlegs glæpaferils. Rapparinn var á leið til Sidney að vera kynnir á MTV Australia Video Music Awards.

Kröfuharður Spiderman

Tobey Maguire ferðast nú um til að kynna Spiderman 3 en myndin er sú dýrasta sem gerð hefur verið. Í fylgdarliði Tobey eru tíu manns, þar á meðal unnusta hans, Jennifer Meyer og dóttir þeirra, Ruby.

Myndavél frá Playstation

PLAYSTATION®Eye myndavélmyndavélin færir samskipti á PLAYSTATION®3 yfir á næsta stig. Um er að ræða myndavél sem skynjar hreyfingar, reiknar út umhverfið og er með hljóðnema sem getur eytt út umhverfishljóðum.

Hugh Grant handtekinn eftir baunaárás

Lögregla í London handtók í gærkvöldi leikarann Hugh Grant. Honum er gefið að sök að hafa ráðist að ljósmyndara og kastað í hann baunadós.

Steikir kvenlegar kleinur

Halla Margrét Jóhannesdóttir leikkona hefur gamlar hefðir í heiðri og unir sér vel yfir steikingarpottinum. Hún segir kleinusteikingu góða leið til að brúa kynslóðabilið.

Heather dottin úr danskeppninni

Þátttöku Heather Mills í raunveruleikaþáttunum Dansað með stjörnunum er nú formlega lokið. Datt hún út í gær en bæði áhorfendur og dómarar voru furðu lostnir vegna niðurstöðunnar. Eina manneskjan sem ekki undraði sig á brottrekstrinum var Heather sjálf.

Kirsten Dunst ætlar aldrei deita leikara aftur

Leikkonan Kirsten Dunst hefur verið að hitta söngvara hljómsveitarinnar Razorlight, Johnny Borrell. Þykir henni greinilega meira til rokkara koma en leikara þar sem hún segist aldrei ætla að deita leikara aftur.

Angelina vill gefa Pax Pitt nafnið

Angelina Jolie hefur óskað eftir því við dómstól í Santa Monica að nafni ættleidds sonar hennar, Pax Thien Jolie, verði breytt í Pax Thien Jolie-Pitt, og mun þá drengurinn bera nafn unnusta leikkonunnar, Brad Pitt. Óskaði hún eftir nafnabreytingunni þann 16. apríl síðastliðinn.

Versache berst fyrir lífi sínu

Tískuhönnuðurinn Donatella Versache hefur staðfest að tvítug dóttir hennar berjist fyrir lífi sínu vegna lystarstols. Allegra er ekki nema 32 kíló að þyngd, og er nú undir læknishendi. Ekki þó á sjúkrahúsi heldur hafa sérfræðingar verið fengnir til þess að annast hana heima.

Útgáfusamningur í verðlaun

Vefritið GetReykjavík stendur fyrir hæfileikakeppni fyrir upprennandi tónlistarfólk í samstarfi við Ölgerð Egils Skallagrímssonar og Reykjavík FM 30. apríl næstkomandi. Keppnin sjálf fer fram í Iðnó, en áheyrnarprufur verða haldnar á Barnum í kvöld og annað kvöld. Prufurnar eru opnar fólki á öllum aldri, en skilyrði fyrir þátttöku er að keppendur hafi ekki gefið út tónlist áður, að netinu undanskildu.

Jón Ásgeir og Davíð í slag

Rithöfundurinn Óttar Martin Norðfjörð hefur sent frá sér nýja bók. Í bókinni segir frá afmælisveislu Jóns Ásgeirs Jóhannessonar athafnamanns.

Skátar: Ghosts Of The Bollocks To Come - fjórar stjörnur

Ghosts Of The Bollocks To Come er fyrsta plata Skáta í fullri lengd, en áður höfðu þeir sent frá sér sex laga EP-plötuna Heimsfriður í Chile: Hverju má breyta, bæta við og laga? Sú plata kom út í desember 2004 og innihélt m.a. smellinn Halldór Ásgrímsson. Hún sýndi að þarna var efnileg rokksveit á ferð. Með nýju plötunni festa Skátar sig í sessi sem ein af áhugaverðari hljómsveitum landsins.

Þorsteinn Joð í veiðiferð til Indlands

Þorsteinn Joð Vilhjálmsson og Einar Falur Ingólfsson eru á leiðinni í veiðiferð til Maldavi-eyja í Indlandshafi. Þeir leggja af stað í dag en það er Pétur Pétursson, leigutaki í Vatnsdalsánni, sem stendur fyrir ferðinni.

Samkeppni um nýtt myndband

Aðdáendur Bjarkar Guðmundsdóttur verða í lykilhlutverki við gerð myndbands við lagið Innocence. Lagið er það fyrsta af nýrri plötu Bjarkar, Volta, sem gert verður tónlistarmyndband við.

Sjá næstu 50 fréttir