Fleiri fréttir

Trúlofaðist leikkonu

Framleiðandinn Mark Burnett, sem hefur sent frá sér raunveruleikaþætti á borð við Survivor, Rock Star: Supernova og The Apprentice hefur trúlofast leikkonunni Roma Downey.

Umbreytingu að ljúka

Annað kvöld verður síðasta sýning á brúðuleikverki Bernds Ogrodnik, Umbreyting – Ljóð á hreyfingu, í Kúlunni, sviði Þjóðleikhússins við Lindargötu. Verkið var frumsýnt á Listahátíð í Reykjavík á liðnu vori og hlaut feikigóðar undirtektir gagnrýnenda og leikhúsgesta.

Stutt og laggott í Hollywood

Hollywood hefur aldrei verið þekkt fyrir að ala af sér löng og farsæl hjónabönd því flest stjörnuhjónabönd enda í skilnaði fyrr en seinna. Nokkur hjónabönd skera sig úr að því leyti að hafa ekki enst árið.

Ný jólakort frá Fuglavernd

Fuglaverndarfélag Íslands hefur gefið út tvö ný jóla- og tækifæriskort með ljósmyndum eftir þá Daníel Bergmann og Jóhann Óla Hilmarsson. Þeir félagar eru báðir landskunnir fuglaljósmyndarar og félagar í Fuglavernd.

Stella Blómkvist í sjónvarp

Tilkynnt var í gær, miðvikudag, að samningar hafi tekist milli Réttindastofu Eddu útgáfu hf. og UFA Fernsehproduktion GmbH í Berlín um sölu á réttinum til gerðar sjónvarpsmyndar og sjónvarpsþátta byggðra á sögunni Morðið í hæstarétti eftir Stellu Blómkvist.

Slater skilur við Haddon

Skilnaður leikarans Christian Slater við sjónvarpsframleiðandann Ryan Haddon er genginn í gegn. Hjónin fyrrverandi, sem giftust á Valentínusardaginn árið 2000, skildu að borði og sæng í janúar á síðasta ári vegna óásættanlegs ágreinings.

Sérþarfir stjarnanna og stíf gæsla

„Við verðum með sérþjálfaða öryggisverði sem gæta stjarnanna og kannski ekki hvað síst Stradivarius-fiðlunnar sem Hjörleifur Valsson spilar á enda metin á nokkrar milljónir,“ segir Samúel Kristjánsson hjá Frost.

Sagað í sama knérunn í þriðja sinn

Hryllingsmyndin Saw náði miklum vinsældum árið 2004. Þetta var frekar einföld og ódýr mynd sem kom með ferskan andvara inn í staðnaðan hryllingsmyndabransann enda fóru höfundar hennar frumlegar leiðir til þess að skelfa áhorfendur og vekja óhug í hjörtum þeirra.

Ráðamenn þjóðarinnar hafi hægt um sig

„Þetta hefur gengið frábærlega, smá snurfus eftir en stærstu tökunum er lokið," segir Reynir Lyngdal, leikstjóri Áramótaskaupsins, en tökum á því lauk á þriðjudagskvöld. Tökuliðið barðist við vind og kulda upp á Kleifarvatni en Reynir segir að þetta hafi passað fullkomlega við atriðið.

Óvenjulegir útgáfutónleikar hjá Todmobile

Hljómsveitin Todmobile sendi frá sér plötuna ÓPUS 6 sl. föstudag og fagnar útgáfunni nk. föstudag, þann 1. desember með harla óvenjulegum útgáfutónleikum. Tónleikarnir hefjast stundvíslega kl. 20.35 en þeir fara fram í Sjónvarpssal Ríkissjónvarpsins og í beinni útsendingu til allra landsmanna.

“EKKI LAND” - STEINI - Þorsteinn Gíslason

Föstudaginn 1. desember kl. 20:00 opnar Þorsteinn Gíslason sýningu í Populus tremula. Einnig opið sunnudaginn 2. desember og Sunnudaginn 3. desember kl. 14:00 - 17:00 aðeins opið þessa einu helgi

Rappstjarna framtíðarinnar

Hinn 15 ára gamli Daníel Alvin sigraði í rímnaflæðikeppni Miðbergs um síðustu helgi. Hann þótti skrefi á undan jafnöldrum sínum í textagerð og flutningi.

Loksins komin nútímaleg ensk-íslensk orðabók

Hér er komin verulega aukin og endurbætt útgáfa Ensk-íslenskrar skólaorðabókar sem kom fyrst út árið 1986. Við endurskoðunina var sérstök áhersla lögð á orðaforða á þeim sviðum þar sem mestar breytingar hafa orðið, svo sem í upplýsingatækni og viðskiptum, auk þess sem reynt var að gera daglegu máli sem best skil.

Rak stílistann fyrir að ýta undir átröskun

Nicole Richie hefur nú rekið góðvinkonu sína og stjörnustílistann Rachel Zoe og hefur ásakað hana um að ýta undir átröskun hjá viðskiptavinum sínum. Richie gefur þetta út á heimasíðu sinni þar sem hún talar um að Zoe sé svo illa haldin af átröskun sjálf að hún reyni eftir bestu getu að hafa áhrif á alla í kringum sig.

Óvinir ríkisins - Ógnir og innra öryggi í kalda stríðinu á Íslandi

Hjá Máli og menningu er komin út bókin Óvinir ríkisins - Ógnir og innra öryggi í kalda stríðinu á Íslandi eftir Guðna Th. Jóhannesson. Til skamms tíma var talið að leynilegt eftirlit hins opinbera með þegnum landsins væri harla lítið hér á landi. Með árunum hefur þó fjölmargt komið fram sem bendir til hins gagnstæða og eftir því sem leynd hefur verið aflétt af ýmsum skjalasöfnum hér heima og erlendis hefur myndin skýrst smám saman.

Óvíst hvort Jónas verji titilinn

Spurningaþátturinn Meistarinn sem sló eftirminnilega í gegn fyrr á árinu verður aftur á dagskrá þegar nýtt ár er runnið upp. Þetta staðfesti spyrillinn Logi Bergman Eiðsson í samtali við Fréttablaðið. „Við höfum verið að ákveða nákvæma dagsetningu en ég reikna með að allt fari á fullt í janúar," segir Logi og því geta spurningakeppnisóðir Íslendingar farið að undirbúa sig af krafti enda til mikils að vinna, fimm milljónir.

Ómþýður kærleikur

Hljómsveitin Sálin hans Jóns míns hefur verið dugleg við að prófa nýja hluti á undanförnum árum. Hún samdi lög við söngleikinn Sól og Mána sem var fluttur í Borgarleikhúsinu, spilaði með Sinfóníuhljómsveit Íslands og næst var röðin komin að tónleikum með Gospelkór Reykjavíkur.

Nótt úlfanna fer á hvíta tjaldið

Norski krimmahöfundurinn Tom Egelands á íslenska þýðingu á markaði þessa hausts. Spennusöguna Nótt úlfanna sem hann sendi frá sér í fyrra þar sem lýst er hertöku og gíslatöku flugumanna frá Tjetsíu. Tilkynnt var á miðvikudag að nú yrði ráðsit í að kvikmynda þessa sögu og væri veittur til þess verks stórstyrkur úr Norska kvikmyndasjóðnum, næ hundrað miljónir íslenskra króna.

Músík Monks í Múlanum

Sjöttu tónleikar í tónleikaröð Jazzklúbbsins Múlans fara fram á DOMO-bar, Þingholtsstræti 5, í kvöld en þar leikur A.S.A., tríó Andrésar Þórs Gunnlaugssonar djassgítarleikara.

Matreiðslubók á netinu

Mataráhugi Íslendinga virðist ekki fara dvínandi, ef marka má vefsíðuna matseld.is. Hún hefur verið í loftinu í um þrjá mánuði, og er þegar komin með yfir 800 notendur og 500 uppskriftir.

Lestin brunar

Á þessum árstíma er til siðs að rithöfundar kveðji sér hljóðs á ýmsum vettvangi og kynni verk sín enda er nú árleg vertíð hjá bókafólki. Vitað er af höfundum sem þeysast nú um fjallvegi landsins með skottin stútfull af jólabókum og bíða lesendur á landsbyggðinni án efa spenntir eftir nýjungunum. Nýlega fréttist af líflegum upplestri í Edinborgarhúsinu á Ísafirði þar sem úrval höfunda messaði bókmenntaboðskapnum yfir Vestfirðinga sem gerðu að honum góðan róm.

Kynna plötu með draugaveiðum

Breska stúlknasveitin Girls Aloud einbeitir sér nú að því að fylgja nýju plötunni sinni úr hlaði. Í því skyni ákváðu stúlkurnar að fara með upptökulið upp á arminn í tvö hús sem bæði eru víðfræg fyrir reimleika, og fara þar í andaglas. Ein þeirra, Nadine Coyle, þverneitaði þó að taka þátt í ævintýrinu og kvaðst vera allt of hrædd við slíka hluti.

Jón Óskar sýnir í 101

Það er stutt fyrir Jón Óskar að fara að heiman í galleríið sem hann sýnir jafnan í, Gallerí 101, á bak við Alþjóðahúsið á Hverfisgötu. Það er lengri vegur úr vinnustofum hans, í Vestmannaeyjum, Kína, South Beach í Flórída, Skúlatúninu í Reykjavík og Höfðahverfinu þar sem hann hefur unnið.

Jólaguðspjallið á svið á Grand Rokk

„Jósef frá Nasaret er sennilegra með kokkálaðri mönnum fyrr og síðar," segir Lísa Pálsdóttir, útvarpskona og forkólfur leikfélagsins Peðið, sem frumsýnir söngleikinn Jólapera - eða helgileikurinn um Jósef frá Nasaret, á Grand Rokk á sunnudag.

Jesúbarnið og jólastríð

Jólamyndirnar eru byrjaðar að gera vart við sig í bíó og tvær slíkar verða frumsýndar á morgun. Önnur fjallar um jólameting nágranna sem endar með ósköpum en hin getur ekki orðið jólalegri enda byggir hún á frásögn Lúkasarguðspjallsins um meyfæðinguna.

Barist gegn nauðgunum

KK, Pétur Ben, Reykjavík! og Orig-inal Melody koma fram á tónleikum í kvöld sem er lokahnykkur átaksins „Nóvember gegn nauðgunum“ sem Jafningjafræðsla Hins hússins hefur staðið fyrir.

Jólastjarnan

Jólastjarnan er skemmtilegur og fræðandi mynddiskur (DVD) fyrir alla fjölskylduna. Þar er að finna 80 mínútur af fjölbreyttu efni sem byggir á boðskap jólanna. Að útgáfunni koma ýmsir lista- og fræðimenn í leikstjórn Gunnars I. Gunnsteinssonar en framleiðandi mynddisksins er Anna María Sigurðardóttir.

Handtekinn með eiturlyf

Rapparinn Snoop Dogg var handtekinn fyrir að hafa í fórum sínum byssu og eiturlyf er hann yfirgaf upptökuver NBC-sjónvarpsstöðvarinnar þar sem hann hafði komið fram í kvöldþætti Jay Leno.

Frumsýning á Ráðskonu Bakkabræðra

Laugardaginn 2. desember frumsýnir Leikfélag Hafnarfjarðar gamanleikinn Ráðskona Bakkabræðra eftir norska leikskáldið Oskar Braaten. Leikstjóri er Lárus Vilhjálmsson og taka 12 manns þátt í sýningunni.

Baggalútsæðið er hafið!

Þau stórkostlega merkilegu tíðindi urðu í vikunni að hin elskaða og dáða hljómlistardeild Baggalúts náði með tvær hljómskífur sínar inn á Tónlistann, auk þess að eiga lag á þeirri þriðju.

Fagmennska er ekki nóg!

Þegar ég fékk plötu Bríetar Sunnu í hendurnar hugsaði ég með mér að hér væri komin enn ein Ædol-platan, hrikalega ófrumleg um-slagsmynd sagði allt sem segja þurfti. Ég leit aftan á plötuna og skoðaði lagalistann.

Bylgjan með rauða nefið...

Föstudagurinn 1. desember er Dagur rauða nefsins. Þá mun UNICEF efna til landssöfnunar til handa börnum sem eiga um sárt að binda í Afríku. Útvarpsstöðin Bylgjan mun einnig leggja sitt af mörkum. Föstudagurinn á Bylgjunni verður helgaður Degi rauða nefsins í einu og öllu.

Barokk í Neskirkju

Rinascente hópurinn heldur tónleika annað kvöld á vegum tónlistarhátíðarinnar „Tónað inn í aðventu.“ Hópinn skipa þau Hallveig Rúnarsdóttir sópransöngkona, Hrólfur Sæmundsson barítón og Steingrímur Þórhallsson organisti og listrænn stjórnandi hópsins.

Enn leitað að jólunum

Leikritið Leitin að jólunum eftir Þorvald Þorsteinsson við tónlist Árna Egilssonar naut mikilla vinsælda á fjölum Þjóðleikhússins í fyrra en verkið hefur nú verið tekið til sýninga á ný. Sýningin hlaut Grímuverðlaunin sem besta barnaleiksýning ársins í fyrra.

Heimildamynd um Slavoj Zizek

Í kvöld verður tekin til sýninga í ReykjavíkurAkademíunni heimildamyndin ZIZEK! En hún fjallar um heimspekinginn Slavoj Zizek sem er af mörgum talinn eins konar poppstjarna í heimi pólitískrar sálgreiningar.

Bókarbrot í Borgarleikhúsi

Rithöfundarnir Auður Jónsdóttir, Linda Vilhjálmsdóttir, Árni Þórarinsson, Bragi Ólafsson, Einar Már Guðmundsson og Sigurjón Magnússon munu lesa úr verkum sínum á upplestrarkvöldinu „Brot af því besta“ í anddyri Borgarleikhússins í kvöld.

Borat ástæða skilnaðarins

Nú hafa Pamela Anderson og Kid Rock ákveðið að fara hvort í sína áttina eftir aðeins fjögurra mánaða hjónaband. Þær sögur ganga nú fjöllunum hærra í Hollywood að ástæða skilnaðarins hafi verið hlutverk Pamelu í kvikmyndinni um sjónvarpsmanninn Borat sem nýtur mikilla vinsælda meðal áhorfenda.

Björt framtíð í Suður-Afríku

David Finlayson, stjórnandi Glen Carlou-víngerðarinnar, var á leiðinni á Decanter-vínsýninguna í London þegar hann hafði viðkomu hér á Íslandi fyrir skemmstu. Einar Logi Vignisson ræddi við hann.

Allt í öllu á BBC 6

Söngkonan Courtney Love ætlar að taka yfir útvarpsstöðina BBC 6 í einn dag, hinn 11. desember næstkomandi.

ABBA-safn í Svíþjóð

Safn tileinkað sænsku hljómsveitinni ABBA verður opnað í miðborg Stokkhólms árið 2008. Þar verða til sýnis föt og hljóðfæri sem sveitin notaði á farsælum ferli sínum, auk verðlauna, handskrifaðra laga og texta. Einnig verður þar hljóðver þar sem gestir geta tekið upp sín eigin ABBA-lög.

Sigur Rós í Svasílandi

Unicef stendur fyrir óvenjulegri uppákomu í versluninni Liborius við Mýrargötu. Þar verða til sýnis og sölu ljósmyndir félaganna í Sigur Rós sem þeir tóku á ferð sinni um Svasíland en þangað fór hljómsveitin til að kynna sér ástand meðal fólks sem smitað er af HIV-veirunni.

Persónulegar kenndir

Nú eru síðustu forvöð að upplifa myndbands-sviðsetningu Kristínar Helgu Káradóttur í Listasafni ASÍ við Freyjugötu. Sýningin nefnist „Þráðlaus tenging“ og er í svokallaðri Gryfju listasafnsins. Listakonan kemur sjálf fram í stuttum myndskeiðum sem er varpað upp í Gryfjunni. Myndskeiðin eru á mörkum þess að vera málverk, ljósmynd og kvikmynd.

25 ára afmæli Gestgjafans

Tímaritið Gestgjafinn fagnar 25 ára afmæli um þessar mundir og mun því bjóða landsmönnum til veislu föstudaginn 1. desember. Veislan verður haldin í 9 matvöruverslunum í Reykjavík, á Selfossi og Akureyri og öllum Íslendingum er boðið.

Aldrei eins mikið stress

Gítarleikarinn Friðrik Karlsson sendir frá sér tvær plötur fyrir þessi jól. Annars vegar slökunarplötuna Móðir og barn og hins vegar Álfa og fjöll með Þórunni Lárusdóttur.

Sjá næstu 50 fréttir