Fleiri fréttir

Hefur selt 30 þúsund bíla um ævina

Guðfinnur Halldórsson hefur selt bíla í 35 ár. Hann segir að bílasalar séu almennt heiðarleg stétt en vandar verðbréfamiðlurum og lögfræðingum ekki kveðjurnar. Guðfinnur rekur líka bílaþvottastöð og hefur lent í ýmsu. Dolli, hundurinn hans, nýtur trausts í bankanum. </font /></b />

Saxófónskonungar með Sinfóníunni

Ókrýndir konungar saxófónsins koma fram með Sinfóníuhljómsveit Íslands í kvöld. Sagt hefur verið að Raschèr-kvartettinn myndi vinna gullið ef hljóðfærablástur væri ólympíugrein. Kvartettinn er þekktur fyrir einstaklega fallegan og samstilltan hljóm, tæknilega fágun og kraftmikla túlkun á nútíma- og sígildri tónlist. Hljómsveitarstjóri á tónleikunum verður Bernharður Wilkinson.

Hundar í leikskóla

Leikskólinn Voffaborg starfar í húsi gamla dýraspítalans í Víðidal. Nú þurfa hundaeigendur ekki lengur að skilja bestu vinina eftir eina heima á daginn þegar aðrir fjölskyldumeðlimir halda til vinnu.

Sjón fær verðlaun Norðurlandaráðs

Skáldið Sjón hlýtur bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs í ár fyrir bók sína Skugga-Baldur. Í dómi dómnefndar segir að Skugga-Baldur dansi á línunni milli bundins og óbundins máls. Í skáldsögunni séu íslenskar þjóðsögur, rómantísk frásagnarlist og töfrandi saga tvinnuð saman og tekist á við siðferðileg vandamál samtímans.

José Carreras á Íslandi

<strong><font color="#000000">José Carreras</font></strong> <a href="http://www.visir.is/?pageid=684"><strong><font color="#45579f">Skráðu frítt netfang - Þú gætir unnið miða</font></strong></a>

Skrifstofuhótel opnað á Selfossi

Fyrsta skriftstofuhótelið hér á landi verður opnað á Selfossi á morgun. Markmiðið með uppbyggingu þess er að koma til móts við þarfir íbúa svæðisins sem starfa á höfuðborgarsvæðinu en vilja vinna 2-3 daga í viku í heimabyggð.

Elísabet mætir ekki í brúðkaupið

Elísabet Bretadrottning ætlar ekki að mæta í brúðkaup Karls Bretaprins og Camillu Parker Bowles. Tilkynning þessa efnis barst frá Buckingham-höll í gærkvöldi og hefur sett hin konunglegu brúðkaupsmál í algjört uppnám.

Brúðkaup að verða að skrípaleik?

Elísabet Englandsdrottning ætlar ekki að mæta í brúðkaup Karls Bretaprins og Camillu Parker Bowles. Þetta konunglega brúðkaup virðist vera að breytast í einn allsherjarskrípaleik með tilheyrandi vandræðagangi fyrir hjónaleysin.

Páfagaukur kostar hálfa milljón

Tígulegur páfagauksungi býr í Dýraríkinu við Grensásveg og bíður nýs eiganda. Unginn sem er af hinni sjaldgæfu tegund, Cockatoo, kostar litlar 442 þúsund krónur.

Will Smith setti heimsmet

Will Smith hefur unnið sér inn stað í Guinnes heimsmetabókinni með því að mæta á þrjár frumsýningar á einum degi.

Robbie og Scissor Sisters saman

Robbie Williams mun vinna með Scissor Sisters að lagi fyrir næstu plötu sína. Platan á að koma út seinna á árinu og verður dúettaplata.

Liz ræður til sín þjóna

Liz Hurley hefur ákveðið að ráða til sín þjóna. Hún hefur gert plön um að breyta átta svefnherbergja setri sínu í gistiheimili fyrir starfsfólk og gesti.

Segja ákvörðun niðurlægjandi

Lítilsvirðing. Niðurlæging. Þetta eru orðin sem notuð eru til að lýsa þeirri ákvörðun Elísabetar Bretlandsdrottningar að mæta ekki í brúðkaup sonar síns, Karls Bretaprins, og heitkonu hans, Camillu Parker Bowles. Þetta konunglega brúðkaup virðist vera að breytast í vandræðalegan skrípaleik.

Ferðavenjur að breytast

Forráðamenn ferðaskrifstofunnar Úrvals-Útsýnar ætla að bjóða upp á beint flug frá Akureyri til Tyrklands í ágústmánuði. Þetta er í fyrsta sinn sem boðið er upp á slíka ferð. Uppselt er í ferðina sem verður ein af mörgum beinum flugferðum félagsins frá Akureyri í sumar.

Samsalan verðlaunuð

Laxnessfjöðrin, viðurkenning sem ætluð er að örva æskufólk til að leggja rækt við íslenska tungu, var afhent í fyrsta sinn í gær, á alþjóðlegum móðurmálsdegi. Það var Mjólkursamsalan sem hlaut viðurkenninguna fyrir öflugt og áhrifaríkt starf.

Syngjandi tískufrömuður

Stjarna söngkonunnar Þórunnar Antoníu Magnúsdóttur er rísandi þessa dagana. Í nýjasta hefti glanstímaritsins Elle eru viðtöl við átta þokkadísir í tónlistargeiranum og er Þórunn Antonía þar á meðal, talin ein af flottustu ungpíunum í tónlistargeiranum. Í greininni mælir tímaritið Elle með því að fólk taki Þórunni Antoníu og hinar tónlistarkonurnar til fyrirmyndar.

Emilíana á útgáfutónleikum í París

Til að fagna útkomu plötu sinnar Fisherman´s Woman brá Emilíana Torrini sér til Parísar nýlega. Hún tróð meðal annars upp í plötubúðinni Virgin megastore á Champs Elysée-breiðgötunni með minikonsert svipað og hún gerði í London þegar platan kom þar út.

Vann flug til Frankfurt

Sigurjón Guðmundsson datt í lukkupott Vísis og Iceland Express á dögunum þegar hann vann flug fyrir tvo til Frankfurt. Sala á flugferðum Iceland Express til Frankfurt Hahn í Þýskalandi hófst  3. febrúar og efndi Vísir af því tilefni til leiks í samvinnu við Iceland Express. Viðtökurnar voru hreint frábærar en tæplega 9.000 Vísisnotendur skráðu sig í lukkupottinn.

Gaman að rölta um og skoða borgina

"Ég var algjört íþróttafrík þegar ég var yngri. Ég var í gjörsamlega öllum íþróttum; sundi, körfubolta, fótbolta, glímu og svo framvegis. Síðan fékk ég einfaldlega nóg þegar ég fór í menntaskóla og hætti í öllu saman.

Latexhanskar geta vakið ofnæmi

"Okkur hafa borist fregnir um að fólk með latexofnæmi fái viðbrögð þegar það borðar mat sem hefur verið snertur með latexhönskum," segir Jóhanna E. Torfadóttir, sérfræðingur á matvælasviði Umhverfisstofnunar. Jóhanna sat fyrir svörum á fjölmennu málþingi Náttúrulækningafélags Íslands ..

Blýmengun hættuleg börnum

"Blýmengun getur gert börn að glæpamönnum," segir í nýjum niðurstöðum vísindamanna í Bandaríkjunum. "Jafnvel lítið magn af blýi getur valdið árásargirni og hegðunarvandamálum hjá börnum."

Izzard með aukasýningu

Breski grínistinn Eddie Izzard mun halda aukasýningu með uppistandi sínu á Broadway eftir að miðar seldust upp á fyrri sýninguna þann 9. mars á aðeins átta mínútum í morgun.

Japanskir lögreglumenn gungur

Japanskir lögreglumenn eru gungur. Það finnst alla vega forsætisráðherra landsins, Junichiro Koizumi, sem í dag óskaði eftir því að bætt yrði úr þjálfun japanskra lögreglumanna svo þeir hefðu meiri kjark.

Dansar gegnum sagnfræðina

Ingibjörg er í mastersnámi í sagnfræðinni. Vinnudagurinn er stundum langur hjá henni því eftir fyrirlestrana í Háskólanum hendist hún suður í Hafnarfjörð að kenna dans í sviðslistabraut hjá námsflokkunum.

Kenna fólki að virkja eigin hugsun

"Við viljum að fólk geti notið óformlegs listnáms og einnig opna augu þess fyrir því sem það hefur sjálft til brunns að bera," segir Þorvaldur, inntur frétta af þessari nýju starfsemi.  

Gullsmíðanámið lengist

Meðalnámstími verðandi gull- og silfursmiða í skóla eykst úr þremur önnum í fimm samkvæmt nýju drögunum. Þar kemur einkum til þörf fyrir aukið nám á sviði hönnunar og tölvutækni og einnig verða fleiri þættir starfsnámsins teknir inn í skólann. Heildarnámstíminn eykst því ekki. 

Stríðsöxin grafin

Josh Homme, söngvari Queens of the Stone Age, og Nick Oliveri, fyrrverandi bassaleikari sveitarinnar, ætla hugsanlega að starfa saman á ný seinna á þessu ári og grafa þar með stríðsöxina.

Stjörnurnar starfa með Lewis

Tónlistargoðsögnin Jerry Lee Lewis mun starfa með mörgum af frægustu nöfnunum í bransanum á sinni fyrstu hljóðversplötu frá árinu 1995.

Húsnæðislausir í tískuklæðnaði

Stjórnvöld í Suður-Kóreu hyggjast leysa vanda húsnæðislausra með nokkuð nýstárlegum hætti. Þar í landi er vinsælt að falsa hátískuklæðnað frægra hönnuða og hafa bæði lögregla og tollayfirvöld lagt hald á töluvert magn af slíkum klæðnaði. Stjórnvöldum þótti heillaráð að klippa miðana af fötunum og gefa heimilislausum.

Enn til miðar á Izzard

Enn eru örfáir miðar eftir á aukasýningu grínistans Eddie Izzard á Broadway þann 10. mars og fást þeir m.a. í verslunum Skífunnar og á event.is. Miðar á fyrri sýninguna seldust upp á 8. mínútum í morgun.

Heldur áfram að blóta í haust

Það er eins gott að hlamma sér fyrir framan skjáinn á sunnudaginn þegar síðasti bingóþáttur vetrarins verður sýndur á Skjá einum.

Rock byrjaður með Óskarsbrandarana

„Ég þekki enga gagnkynhneigða karlmenn sem horfa á Óskarsverðlaunahátíðina fyrir utan þá sem starfa í skemmtanabransanum,“ segir grínistinn Chris Rock. Alla jafna væri öllum sama um yfirlýsingar af þessu tagi en svo óheppilega vill til að Rock er kynnir hátíðarinnar í ár.

Ný pólitísk satíra

"Ég var á ríkisstjórnarfundinum 18. mars 2003 en ég man ekkert hvað gerðist,“ segir ekki-forsætisráðherrann Hjálmar Hjálmarsson sem leikur aðalhlutverkið í nýrri pólitískri satíru. Stöð 2 leit inn á æfingu í Borgarleikhúsinu í dag.

Skar undan kærastanum

Fjörutíu og fjögurra ára gamall maður í Alaska þakkar væntanlega læknum þar kærlega fyrir hjálpina en þeim tókst að græða á hann getnaðarliminn eftir að öskuill unnusta mannsins hjó hann af og sturtaði niður í klósettið. Parið mun hafa verið í þann mund að ljúka stormasömu sambandi sínu en ákvað að sofa saman fyrst.

Tilfinningar til Fríkirkjunnar

Sigurður Sigurjónsson leikari er innfæddur Gaflari og nefnir fyrst íþróttaheimili Hauka á Ásvöllum þegar hann er spurður um uppáhaldshús í Hafnarfirði. Við nánari umhugsun skiptir hann um skoðun og vill nefna Fríkirkjuna fyrsta.

Hvað um holdsveikraspítalann?

Fyrir tveimur árum keypti Kópavogsbær hluta af landi Kópavogshælisins af ríkinu og í kjölfarið var efnt til samkeppni meðal arkitekta um deiliskipulag svæðisins. Benjamín Magnússon arkitekt vann þá samkeppni og samkvæmt tillögum hans fellur gamla Holdsveikrahælið á lóðinni að því skipulagi.

Fyrsta húsið var fyrir mömmu

Arkitektinn Shigaru Ban er algjört fyrirbæri í hönnunarheiminum. Hann er mjög þekktur og virtur í starfsstétt sinni fyrir hugmyndaflug sitt en hann byggir hús og húsgögn eingöngu úr pappír.

Samræðulistin er dauð

Hvað er fólk að segja? Ekki neitt, samkvæmt nýrri, breskri rannsókn. Vísindamennirnir telja sig hafa sannað að blaður hafi yfirtekið djúpar og þýðingarmiklar samræður.</font />

Forsala á Maiden í mars

Forsala miða á tónleika rokksveitarinnar Iron Maiden í Egilshöll hefst sunnudaginn 6. mars. Iron Maiden kemur með gífurlega mikið af sviðsbúnaði fyrir tónleikana og má því búast við miklu sjónarspili.

Höfundur Fear and Loathing látinn

Hunter S. Thompson, höfundur bókarinnar Fear and Loathing in Las Vegas sem samnefnd kvikmynd var gerð eftir, fannst látinn á sunnudag á heimili sínu í Aspen í Colorado. Hafði hann framið sjálfsvíg.

Sjónvarpsviðtal sýnt í réttarsal

Saksóknarar í máli Michael Jackson ætla að sýna kviðdómnum sjónvarpsviðtal þar sem söngvarinn talaði um hvernig hann deildi svefnherbergi sínu með börnum.

Eitt ár saman

Justin Timberlake og Cameron Diaz héldu partí um daginn og fögnuðu því að þau hafa verið saman í eitt ár. Þau leigðu svítu á Las Vegas Hard Rock-hótelinu fyrir veisluna.

Er allt vænt sem vel er grænt?

Nýleg rannsókn bendir til að ekki sé hollt fyrir ung börn að alast eingöngu upp á grænmetisfæði. Grænmetisætur vísa því algerlega á bug og segja börn sín síst pattaralegri en önnur börn.

Sjá næstu 50 fréttir