Fleiri fréttir

Tækifæri kjörtímabilsins

Samkeppnishæfni Íslands, sem segir til um hvernig okkur gengur að sækja betri lífskjör samanborið við aðrar þjóðir, á sitt ekki síst undir umbótum á vinnumarkaði. Það er alls ekki eðlilegt að Samtök atvinnulífsins þurfi að gera hundruði kjarasamninga við verkalýðsfélög, þar sem hver klifrar upp á bakið á hinum til að sækja frekari launahækkanir en þeir sem fyrstir komu.

Stutt skref og risastökk

Samtök iðnaðarins standa að talningu íbúða í byggingu tvisvar á ári. Allt frá árinu 2019 hafa Samtökin varað við því að fækkun íbúða í byggingu gæti leitt til verðhækkana á markaði sem nú hefur raungerst. Staðan nú þarf því ekki að koma neinum á óvart.

Þrjár lexíur á liðnu ári

Kaupmáttur hefur aukist þrátt fyrir efnahagsáfallið og hefur aldrei verið meiri, en undanfarin ár hafa ráðstöfunartekjur aukist mest hjá tekjulægri hópum. Þessa stöðu þurfum við að verja af öllum mætti, bæði í komandi kjaraviðræðum og ákvörðunum um útgjöld hins opinbera næstu misseri. 

2021: Slæmt ár fyrir frjálslyndi og frelsi

Árið 2021 markaðist af auknu valdi kerfisins, skertum áhrifum lýðræðis og framsókn hinnar nýju rétttrúnaðarreglu. Á árinu 2021 birtust ótvíræð merki um að mistekist hefði að læra af sögunni og því væri verið að endurtaka fyrri mistök og fórna um leið árangri liðinna ára.

Er ekki bara best að skrifa skýrslu?

Þrátt fyrir að stjórnmálamenn hugi lítt að verðmætasköpun í framtíð þegar kemur að sjávarútvegi hefur atvinnugreinin sjálf staðið sína plikt. Fjárfest hefur verið í vélum, tækjum, skipum og búnaði fyrir tugi milljarða króna á hverju ári, undanfarin ár. Sjávarútvegsfyrirtæki á Íslandi ætla ekki að bíða eftir því hvað framtíðin færir þeim.

Orku- og veitumálin sett myndarlega á dagskrá

Nú í árslok vorum við minnt á að orkuöryggi er ekki sjálfgefið. Vaxandi orkuþörf heimila, fyrirtækja og fyrir orkuskiptin til að ná árangri í loftslagsmálum er staðreynd. Sem betur fer er samtalið þegar hafið um það hver orkuþörfin verður og hvernig hún verði leyst.

Hlaðvörp eru ekki fjölmiðlar

Fjölmiðlar sinna gæsluhlutverki gagnvart ríkisvaldinu. Hlaðvörp gera það ekki. Hlaðvörp eru ekki fjölmiðlar. Að telja að svo sé lýsir því miður viðtekinni skoðun og viðhorfi ríkisins til fjölmiðla. Hlaðvörp eru líkari skoðanapistli heldur en fjölmiðli. Að kalla hlaðvörp fjölmiðil gerir því lítið úr fjölmiðlum og er atlaga að tjáningarfrelsi almennra borgara.

Velsæld og verðmætasköpun nýrra tíma

Það er hlutverk stjórnvalda að skapa umhverfi þar sem breytingar gagnast samfélaginu öllu, að þau tækifæri sem þær fela í sér nýtist öllum og við fylgjum skýrri framtíðarsýn. Að tryggja að breytingarnar auki verðmætasköpun sem öll fá sanngjarna hlutdeild í og treystir velsæld alls almennings. Þetta er verkefni næstu ára.

Standa þarf vörð um virka samkeppni

Sporna þarf við samkeppnishindrunum á sem flestum sviðum, draga úr reglubyrði og opna markaði. Í því sambandi er mikilvægt að stjórnvöld verndi ekki íslensk fyrirtæki fyrir erlendri samkeppni eða hygli þeim með ólögmætum hætt. Það mun hvorki gagnast þeim né íslenskum neytendum til lengri tíma.

Kæfandi faðmur Svandísar

Allir þeir sem stunda einhvers konar rekstur vita að farsæld byggir á að eigendur og/eða stjórnendur viti hvað þeir eru að fást við. Engu að síður kýs þjóðin á fjögurra ára fresti einstaklinga til að fara með yfirstjórn hinna ólíkustu mála sem eru jafn staðfastir í trúnni á eigin getu eins og þeir eru blindir á veruleikann.

Ný þjóðarsátt á nýju ári?

Stór hluti verkalýðshreyfingarinnar virðist því miður í litlu sambandi við hinn efnahagslega raunveruleika, sem við blasir. Þannig hækkaði Seðlabankinn stýrivexti í nóvember, m.a. með vísan til mikilla launahækkana, sem stuðluðu að verðbólgu. Viðbrögð forystu ASÍ voru að boða meiri hörku í næstu kjaraviðræðum og meiri launahækkanir!

Hugleiðingar í lok árs 2021

Í stjórnarsáttmála Framsóknar, Sjálfstæðisflokks og Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs má heyra hjartslátt samfélagsins. Í honum ríkir bjartsýni.

Litaspjald lífsins

Þegar litbrigðin með allri sinni fegurð færast hægt og rólega yfir Ölfusið á notalegri morgunstund og norðurljósin stíga villtan dans að kvöldi, er eins og náttúran minni á fegurðina og alla liti lífsins. Sá margbreytileiki er ekki sjálfgefinn.

Siglum báruna

Líf okkar allra hefur markast af kófinu síðastliðin tvö ár og því hefur fylgt gríðarlegt heilsufarslegt og efnahagslegt tjón. Þegar þetta er ritað eru tæplega sjö þúsund manns á landinu í einangrun eða sóttkví yfir jólin, langflestir með lítil eða engin einkenni.

Ár innfluttrar verðbólgu

Eins og allir vita segir sagan okkur að verðbólga á Íslandi hefur jafnan verið hærri en í nágrannalöndum okkar. Svo ekki sé nú minnst á ástandið á sumum tímabilum síðustu aldar þegar verðbólgan var tugum prósenta hærri hér á landi en í helstu nágrannalöndum.

Viðspyrnuárið 2022?

Viðskipti við útlönd eru undirstaða lífskjara á Íslandi. Þannig hefur það verið frá því að samfélagið tók að þróast hratt í átt að nútímanum upp úr miðri 20. öldinni.

Covid-kynslóðin

Vegna Covid hefur um einn og hálfur milljarður barna í nærri 200 löndum verið sendur heim úr skóla í skemmri eða lengri tíma. Nýjar alþjóðlegar rannsóknir sýna að fjarvera barna frá skóla hefur haft skelfilegar afleiðingar. 

Sóttvarnir sem drepa niður samfélag

Þegar árið 2021 rennur sitt skeið á enda verða liðin næstum því tvö ár frá því að fyrsta kóvid-smitið greindist á Íslandi. Á þessum tíma hefur samfélagið fært ómældar fórnir, bæði efnislegar og óefnislegar, í þágu sóttvarna. Hversu mikið hefur áunnist?

Orðrómur á fjármálamörkuðum

Það er alkunn staðreynd að fjármálamarkaðir búa öllum stundum við ófullkomnar og óstaðfestar upplýsingar. Oft er vísað til slíkra upplýsinga sem „orðróms“ þó svo að rökréttara væri að lýsa upplýsingunum sem „óstaðfestum“ enda eru þær það í huga fjárfesta.

Íslenskur fótbolti hefur ekki efni á að vera í ruslflokki

Evrópuævintýri Blikakvenna mun eflaust reynast mikil lyftistöng fyrir íslenska kvennaknattspyrnu. Þátttaka í riðlakeppni Meistaradeildarinnar er meiriháttar afrek á alla mælikvarða en sökum þess hvernig verðlaunagreiðslum evrópska knattspyrnusambandsins UEFA er háttað verður áhugavert að rýna í fjármálahliðina.

Bíódagar á köldum klaka

Astraltertan stóð líklega í mörgum þegar fréttir bárust að því að í fjárlögum væri gert ráð fyrir hálfum milljarði í þróun á íslenskri streymisveitu á vegum Kvikmyndamiðstöðvar Íslands og þar með íslenska ríkisins.

Alvotech, Kerecis og öll hin – ekki líta fram hjá Kauphöll Íslands

Áhugaverðir tímar eru framundan á Íslandi og sérstaklega fyrir fjárfesta, bæði einstaklinga og fagfjárfesta. Ef marka má nýjustu fregnir stefna nokkur fyrirtæki á hlutabréfamarkað á næstunni, meðal annars Alvotech, Kerecis, Arctic Adventures og fleiri þegar fram líða stundir.

Skyldurækni gagnvart heimamarkaðinum

Í aðdraganda forsetakosninganna í Bandaríkjunum árið 2012 steig Barack Obama, sem sóttist þá eftir endurkjöri, upp á svið í Virginíuríki og flutti ræðu sem átti eftir að lita kosningabaráttuna. 

Nú þarf að greikka sporið

Það er gífurlega ánægjulegt að við stöndum eftir allt saman á sterkum grunni. Ríkissjóður hefur þurft að taka minna að láni en áður var talið þurfa til að eiga við náttúruhamfarir.

Handbært fé fyrirtækja – of mikið og aldrei nóg?

Hvað eiga fyrirtæki að hafa mikið handbært fé og hvenær er það of mikið eða of lítið? Þetta getur verið grundvallarspurning í áhættustýringu fyrirtækja en nálgunin á þetta viðfangsefni er mjög mismunandi.

Sjá næstu 50 greinar