Fleiri fréttir

Þórsaraslagur í Þorlákshöfn

Þór Þorlákshöfn tekur á móti nöfnum sínum í Þór Akureyri í fyrstu viðureign liðanna í átta liða úrslitum Domino's deildar karla í kvöld. Þór Þ. hafnaði í öðru sæti deildarinnar, en Þór Ak. í því sjöunda. Sérfræðingar körfuboltakvölds fóru yfir þessa viðureign í þætti sínum í vikunni.

Var hálfgert fát á mönnum til að byrja með

Hjalti Vilhjálmsson, þjálfari Keflvíkinga var að vonum sáttur eftir sigur í fyrsta leik í viðureigninni við Tindastól. Skotin voru ekki að detta hjá hans mönnum en Hjalti var sáttur við viðbrögðin. Lokatölur 79-71 Keflavík í vil.

NBA dagsins: Russel Westbrook heldur áfram að bæta metið

Það voru átta leikir á dagskrá í NBA deildinni í nótt. Russel Westbrook var enn eina ferðina með þrefalda tvennu í 120-105 sigri Washington Wizards gegn Cleveland Cavaliers, og heldur áfram að bæta það met. Þá unnu Houston Rockets óvæntan 122-115 sigur gegn LA Clippers.

Einvígi í stað brúðkaups

Grindavík heimsækjir Stjörnuna í fyrsta leik liðanna í átta liða úrslitum Domino's deildar karla í kvöld. Daníel Guðni Guðmundsson, þjálfari Grindavíkur, ætlaði að gifta sig í dag, en það verður víst að bíða betri tíma.

Körfuboltakvöld kvenna: Keflavík fann engin svör við vörn Hauka

Í Körfuboltakvöldi kvenna í gærkvöldi var farið yfir fyrsta leik Hauka og Keflavíkur í úrslitakeppni Domino's deildarinnar. Sérfræðingar kvöldsins voru sammála um það að Keflvíkingar hafi átt í erfiðleikum með að finna svör við þéttri vörn Hauka.

Heimaslátrun á Hlíðarenda

Valskonur tóku á móti Fjölni í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Domino's deildar kvenna í kvöld. Yfirburðir Vals voru algjörir, og þær lönduðu að lokum 41 stigs sigri, 90-49.

Öruggt hjá Haukakonum í fyrsta leik

Haukar tóku á móti Keflavík í fyrstu viðureign liðanna í undanúrslitum Domino's deildar kvenna í kvöld. Keflvíkingar skoruðu fyrstu stig kvöldsins, en það var í eina skiptið sem þær voru yfir í leiknum. Haukakonur lönduðu að lokum 14 stiga sigri, 77-63.

„Að hafa hana í liðinu þínu þá ertu strax kominn með svindlkarl“

Pálína Gunnlaugsdóttir og sérfræðingar hennar fóru yfir einvígi Vals og Fjölnis í undanúrslitum Domino´s deildar kvenna en fyrsti leikurinn í einvíginu er í kvöld. Fjölniskonur gætu haft áhyggjur af því að Helena Sverrisdóttir hafi verið að spara sig fyrir úrslitakeppnina.

„Þetta eru svakalegar fréttir“

Pálína Gunnlaugsdóttir og sérfræðingar hennar fóru yfir einvígi Hauka og Keflavíkur í undanúrslitum Domino´s deildar kvenna en fyrsti leikurinn í einvíginu er í kvöld. Keflavík bætti við sig landsliðskonu fyrir úrslitakeppnina.

NBA dagsins: WES182OOK

Russell Westbrook skráði sig í sögubækur NBA-deildarinnar þegar hann náði sinni 182. þreföldu tvennu á ferlinum í 125-124 tapi Washington Wizards fyrir Atlanta Hawks í nótt.

„Skurðlæknirinn“ Logi mun áfram skera upp andstæðingana

„Þetta verður 25. tímabilið mitt í röð í meistaraflokki og það er mikið afrek fyrir íþróttamann. Ég hef lagt mikið á mig til þess,“ segir körfuboltagoðsögnin Logi Gunnarsson sem mun spila 40 ára að aldri í Dominos-deildinni á næstu leiktíð.

Viðar Örn: Eins og íslenskt rallý á móti Formúlu 1

Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar, segir það mikil vonbrigði að liðinu hafi ekki tekist að halda sæti sínu í úrvalsdeild karla í körfuknattleik. Liðið féll í kvöld eftir 62-74 tap í lokaumferðinni gegn Keflavík.

Hjalti: Eins og leikur í úrslitakeppni

Hjalti Vilhjálmsson, þjálfari Keflavíkur, sagði sitt lið hafa þurft að hafa fyrir hlutunum í 62-74 sigri á Hetti í úrvalsdeild karla í körfuknattleik í kvöld. Keflavík vann deildakeppnina með yfirburðum en Höttur féll.

Baldur: Hrikalega leiðinlegt að tapa svona og sárt

Baldur Þór Ragnarsson, þjálfari Tindastóls, var ósáttur að hafa ekki náð að vinna Stjörnuna í lokaumferð Domino‘s deildar karla í kvöld. Stjörnumenn sigruðu, 96-102, eftir framlengingu.

Thelma Dís spilar með Keflavík í úrslitakeppninni

Keflavíkurkonur eru búnar að fá frábæran liðstyrk rétt fyrir úrslitakeppnina í Domino´s deild kvenna því þær hafa endurheimt landsliðskonuna Thelmu Dís Ágústsdóttur úr háskólanámi í Bandaríkjunum.

Sjá næstu 50 fréttir