Fleiri fréttir

Mér líður vel undir lokin því Mike getur tekið yfir

Viðar Örn Hafsteinsson þjálfari Hattar var að vonum sáttur eftir gríðarlega mikilvægan sigur á Haukum. Sigurinn þýðir að Höttur á enn möguleika á að halda sæti sínu í Domino´s deild karla en Haukar eru fallnir.

Baldur: Þurfum klárlega að vera betri en þetta

„Þetta var áframhald frá síðasta leik gegn Keflavík þar sem við erum bara flatir og í raun eins og menn séu bara að bíða eftir því að tímabilið klárist" sagði Baldur Þór Ragnarsson þjálfari Tindastóls eftir tap liðsins gegn Grindavík í Domino´s deildinni í kvöld.

Bjarni: Varnarleikur liðsins vann leikinn

Haukar tóku stórt skref með sigri í kvöld á Keflavík í átt að heimaleikja rétt í úrslitakeppninni. Haukar spiluðu mjög vel í kvöld og var Bjarni Magnússon þjálfari liðsins afar kátur með frammistöðuna.

Öflugur sigur Blika og Fjölnir burstaði KR

Þrír leikir fóru fram í Domino’s deild kvenna í kvöld. Haukar höfðu betur gegn Keflavík, Fjölnir burstaði KR og Breiðablik vann góðan sigur á Skallagrím á heimavelli.

„Höfum enn svigrúm til að verða betri“

„Þessu markmiði er náð sem er frábært. Við eigum einn deildarleik eftir sem við ætlum að klára og svo getum við farið að einbeita okkur að úrslitakeppninni,“ sagði Ólafur Jónas Sigurðsson, þjálfari Vals, í samtali við Vísi eftir að liðið tryggði sér deildarmeistaratitilinn í Domino‘s deild kvenna með 86-62 sigri á Snæfelli í kvöld.

„Finnst við enn eiga fullt inni“

Helena Sverrisdóttir var hin kátasta þegar hún mætti í viðtal eftir að Valur tryggði sér deildarmeistaratitilinn í Domino‘s deild kvenna með öruggum sigri á Snæfelli, 86-62.

Kostuleg salsaspor dómara á Sauðárkróki

Körfuboltadómarinn Helgi Jónsson stal senunni í leik Tindastóls og Keflavíkur með liprum danssporum, þegar liðin áttust við í Dominos-deild karla á sunnudagskvöld.

Umfjöllun og viðtöl: ÍR - Stjarnan 97-95 | Óvæntur sigur heimamanna

Eftir fimm töp í röð vann ÍR loks leik er þeir höfðu betur gegn Stjörnunni í Hellinum í kvöld. ÍR var mest 17 stigum undir í seinni hálfleik en mest tveimur stigum yfir þegar á þurfti að halda. Lokatölur 97-95 í ótrúlegum leik í 20. umferð Dominos deildar karla.

Umfjöllun og viðtöl: Valur - Haukar 87-79 | Gestirnir í vondum málum

Það var fallegt vorkvöld í hlíðunum þar sem heimamenn í Val tóku á móti Haukum. Valsmenn fyrir leikinn í sjötta sæti deildarinnar með jafnmörg stig og KR og Grindavík. Með sigri myndu þeir færast upp í fjórða sætið. Haukarnir á botninum fyrir leikinn en pakkinn þar er þéttur og allt getur gerst í lokaumferðunum.

Borce: Við vorum komnir með miklar áhyggjur

Þjálfari ÍR Borce Ilievski gat verið ánægður með sína menn. Spilamennskan var kannski ekki upp á marga fiska framan af en það jafnvel skiptir ekki máli þegar sigurinn lendir þínum megin. Í þessu tilfelli þá unnu ÍR-ingar 97-95 sigur á Stjörnumönnum eftir að hafa verið mest 17 stigum undir í seinni háfleik.

Hugi biður Stojanovic afsökunar

Hugi Halldórsson, þáttarstjórnandi hlaðvarsþáttarins The Mike Show, hefur beðist afsökunar á ummælum sem hann lét falla í þættinum í gærkvöldi.

Þórsarar þvertaka fyrir veðmálasvindl

Körfuknattleiksdeild Þórs á Akureyri hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hún vísar ásökunum um veðmálasvindl í leik liðsins gegn Njarðvík í Domino's deild karla í gær á bug.

Darri: Við þurfum að sýna meiri stöðugleika

Darri Freyr Atlason, þjálfari KR var ekki ánægður með leik sinna manna eftir tapið gegn Grindavík. Sagði að það væri ekki gaman að tapa tveimur leikjum í röð á flautukörfu.

Það varð einhver að skjóta og ég bara tók það á mig

Ólafur Ólafsson leikmaður Grindvíkinga var að vonum ánægður eftir sigur kvöldsins á KR. Aðspurður um hvað hann hefði hugsað þegar hann sleppti boltanum í lokaskotinu sagði hann að hann hafi haft góða tilfinningu.

Sjá næstu 50 fréttir