Fleiri fréttir

LeBron kann að velja sér réttu leikmennina

LeBron James hefur unnið alla þrjá Stjörnuleikina síðan að núverandi kerfi var tekið upp og tveir atkvæðamestu leikmenn kosningarinnar fóru að kjósa í lið.

Dr. Dre hyllti Kobe með stórbrotnu myndbandi

Stjörnuleikur NBA deildarinnar fór fram í nótt. Þar var sýnt stórbrotið myndband til minningar um Kobe Bryant sem tónlistarmaðurinn og upptökustjórinn Dr. Dre setti saman. Finna má myndbandið í fréttinni.

Þjálfarar bikarmeistaranna allir úr Borgarfirði

Fjórir þjálfarar og aðstoðarþjálfarar sem fögnuðu bikarmeistaratitlunum tveimur í körfubolta í gær eiga að minnsta kosti eitt annað sameiginlegt. Þeir eru allir Borgfirðingar.

Martin stigahæstur er Alba Berlin varð bikarmeistari

Íslenski landsliðsmaðurinn Martin Hermannsson varð í kvöld þýsku bikarmeistari er lið hans Alba Berlín vann öruggan sigur á Baskets Oldenburg í úrslitum. Martin gerði sér lítið fyrir og var stigahæstur á vellinum með 20 stig.

Hetjum Borgarness var vel fagnað

Það voru mikil fagnaðarlæti í Borgarnesi í gærkvöld þegar leikmenn og þjálfarar Skallagríms mættu á þorrablót Borgnesinga eftir að hafa landað fyrsta bikarmeistaratitlinum í sögu félagsins.

Lyfjaeftirlitið tafði fagnaðarlæti Skallagríms

Skallagrímur varð í gærkvöld bikarmeistari í fyrsta skipti í sögunni eftir magnaðan sigur gegn KR í úrslitum Geysisbikarsins. Fagnaðarlætin í Borgarnesi þurftu hins vegar að bíða þar sem nokkrir leikmanna liðsins voru teknir í lyfjapróf beint eftir leik.

Verðlaunin nefnd eftir Kobe Bryant | Umdeild troðslukeppni

Verðmætasti leikmaður stjörnuleiks NBA-deildarinnar er jafnan heiðraður með verðlaunum og hafa forráðamenn deildarinnar ákveðið að verðlaunin skuli nefnd í höfuðið á Kobe Bryant heitnum, honum til heiðurs.

Benedikt Guðmundsson: Virkilega miður mín núna

Benedikt Guðmundsson, eða einfaldlega Benni Gumm, var eðlilega ekki manna kátastur eftir stórtap KR í bikarúrslitum Geysisbikarsins fyrr í dag. Skallagrímur landaði sínum fyrsta bikarmeistaratitli með 17 stiga sigri, 66-49.

Guðrún: Sætasti sigur sem ég hef unnið

Guðrún Ósk Ámundadóttir gerði Skallagrím að bikarmeisturum á sínu fyrsta tímabili sem þjálfari liðsins. Þá lék systir hennar, Sigrún Sjöfn, stóra rullu í sigrinum inn á vellinum en hún er fyrirliði liðsins.

Skallagrímur bikarmeistari í fyrsta skipti í sögunni

Skallagrímur vann öruggan sigur á KR í úrslitum Geysisbikar kvenna. Fyrsti bikarmeistaratitill Skallagríms í sögunni staðreynd eftir öruggan 17 stiga sigur, 66-49. Frekari umfjöllun og viðtöl væntanleg.

Hlynur: Munaði um breiddina

Fyrirliði Stjörnunnar sagði breiddin hafi skipt sköpum gegn Grindavík í úrslitaleik Geysisbikars karla.

Jón Axel nærri þrefaldri tvennu

Jón Axel Guðmundsson var afar nálægt þrefaldri tvennu fyrir Davidson Wildcats í bandaríska háskólakörfuboltanum í nótt, þegar liðið vann St. Bonaventure 93-64.

Sportpakkinn: Þetta er afskaplega dapurt

Það er ekki mikil ánægja hjá Körfuknattleikssambandi Íslands, KKÍ, þar sem sambandið fékk 20 prósent minna greitt úr Afrekssjóði ÍSÍ en í fyrra.

Guðrún: Stolt af liðinu - Var ekki svona róleg sem leikmaður

Guðrún Ósk Ámundadóttir, þjálfari Skallagríms, var gífurlega ánægð eftir sigurinn á Haukum í Geysisbikarnum í körfubolta og sagði tilfinninguna sem hún upplifði gífurlega sæta. Hún nefndi strax að hún væri fyrst og fremst stolt af liði sínu. Önnur spurningin sem Guðrún svaraði var út í hennar hegðun á hliðarlínunni en hún var pollróleg þegar hún fylgdist með leiknum.

Umfjöllun og viðtöl: Valur - KR 99-104 | KR í úrslit eftir framlengdan spennutrylli

Valur og KR mættust í kvöld í einum skemmtilegasta leik sem hefur sést í Laugardalshöllinni í bikarkeppni kvenna. Leikurinn var þó ekki nema undanúrslitaleikur! KR leidd lengst af í leiknum en hleypti Val aftur inn í leikinn á lokamínútum venjulegs leiktíma. Vesturbæingar tóku síðan forystuna undir lok framlengingarinnar og unnu að lokum 104-99.

Lakers vann toppslaginn | Lillard meiddist

LA Lakers er í fínni stöðu í Vesturdeild NBA-deildarinnar eftir sigur í framlengingu á Denver Nuggets þar sem LeBron James átti enn einn stórleikinn.

Daníel um úrskurð aganefndar: Opnar hættulegar dyr

Grindavík sigraði Fjölni í undanúrslitum Geysis-bikarsins í skemmtilegum körfuboltaleik í kvöld. Daníel Guðni Guðmundsson þjálfari Grindavíkur harmar hins vegar að vera án lykilmanns í úrslitaleiknum.

Sjá næstu 50 fréttir