Fleiri fréttir

Þriðja Evróputapið í röð hjá Kristjáni og félögum

Kristján Örn Kristjánsson og félagar hans í franska liðinu PAUC máttu þola þriggja marka tap er liðið sótti Frencváros heim til Ungverjalands í B-riðli Evrópudeildarinnar í handbolta í kvöld. Lokatölur 28-25, en þetta var þriðja tap liðsins í keppninni í röð.

Valdi þær bestu í klefanum

Góður liðsfélagi er mikilvægur öllum íþróttaliðum og það á vel við í Olís deild kvenna í handbolta eins og í öðrum deildum. Seinni bylgjan tók í gær saman fimm manna lista yfir leikmenn sem fá hæstu einkunn í búningsklefanum.

„Búin að vera að drepast í hásinunum í tvö og hálft ár“

„Það er þungu fargi af mér létt að ég hafi ekki bara verið að ímynda mér eitthvað, því þetta hefur angrað mig mjög lengi,“ segir Lovísa Thompson, landsliðskona í handbolta, sem hefur komist að rót meins sem hefur plagað hana í tvö og hálft ár.

Fyrst Ómar Ingi og nú annað áfall fyrir Magdeburg

Þýskalandsmeistarar Magdeburg náðu að slá Kiel út út bikarkeppninni um helgina þrátt fyrir að spila án íslenska landsliðsmannsins Ómari Inga Magnússyni. Meiðsladraugurinn heldur sig hins vegar enn í Magdeburg.

„Eigum að vera með kassann úti og sjálfstraust“

Guðmundur Hólmar Helgason átti frábæran leik fyrir Selfoss er liðið vann mikilvægan þriggja marka sigur gegn Haukum í Olís-deild karla í handbolta í kvöld. Hann skoraði níu mörk fyrir liðið og var sérstaklega ánægður með að Selfyssingar hafi aldrei gefist upp í kvöld.

Telur fjár­hags­vand­ræði stór­liðs Ki­elce al­var­legri en áður

Þórir Ólafsson, þjálfari Selfoss í Olís-deild karla í handbolta og fyrrum leikmaður pólska stórveldisins Kielce, var á línunni í seinasta þætti af hlaðvarpi Seinni bylgjunnar. Þar fór hann meðal annars yfir ástandið hjá sínu fyrrum félagi, en framtíð Kielce er í mikilli óvissu eftir að stærsti styrktaraðili félagsins hætti að styrkja félagið í byrjun þessa árs.

Góður leikur Arons í sigri í toppslagnum

Aron Pálmarsson átti góðan leik fyrir lið Álaborgar þegar liðið vann góðan sigur á GOG í toppslag dönsku úrvalsdeildarinnar í handknattleik í dag.

Stefnir í á­horf­enda­met þrátt fyrir að enn sé tæpt ár í leikinn

Þrátt fyrir að enn séu 342 dagar í fyrsta leik Evrópumótsins í handbolta sem fer fram í Þýskalandi á næsta ári er nú þegar búið að selja um það bil 40 þúsund miða á leikinn. Það er því nokkuð öruggt að áhorfendamet verði slegið á leiknum, enda eru enn 10 þúsund miðar lausir.

„Mig var farið að langa aftur heim“

Aðalsteinn Eyjólfsson, sem þjálfað hefur Kadetten Schaffhausen í Sviss með góðum árangri, hefur gert tveggja ára samning við þýska liðið Minden. Hann vildi komast aftur „heim“ eftir þriggja ára veru í Sviss.

Orri og félagar stálu sigri gegn Arendal

Orri Freyr Þorkelsson og félagar hans í norska meistaraliðinu Elverum unnu dramatískan eins mark sigur gegn Arendal í norsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld, 31-32.

Aðalsteinn tekur við Minden

Aðalsteinn Eyjólfsson tekur við þýska félaginu Minden í sumar. Hann hefur þjálfað Kadetten Schaffhausen í Sviss undanfarin tvö ár.

Sjá næstu 50 fréttir