Fleiri fréttir

Teitur og félagar einir á toppnum eftir sigur gegn Benidorm

Teitur Örn Einarsson og félagar hans í Flensburg gerðu góða ferð til Benidorm þar sem liðið vann öruggan sex marka sigur gegn heimamönnum í Evrópudeildinni í handbolta, 32-38. Fyrr í kvöld máttu Kristján Örn Kristjánsson og félagar hans í PAUC þola óvænt tap gegn sænska liðinu Ystads í sama riðli, 34-36.

„Þetta var leikur sem við áttum að taka“

Hornamaðurinn Stiven Tobar Valencia var eðlilega súr eftir að Valsmenn gerðu 33-33 jafntefli gegn Ferencváros í Evrópudeildinni í handbolta í kvöld. Valsmenn náðu mest sjö marka forskoti í leiknum, en Ungverjarnir jöfnuðu metin úr vítakasti þegar leiktíminn var liðinn.

HM ekki í hættu hjá Viktori Gísla

Aðdáendur íslenska karlalandsliðsins í handbolta geta varpað öndinni léttar því allar líkur eru á því að Viktor Gísli Hallgrímsson verji mark þess á HM í Svíþjóð og Póllandi í byrjun næsta árs.

Gunnar Mal­mquist og Sigurður slíðra sverðin

Fyrr í dag var greint frá því að Sigurður Bjarnason, fyrrverandi landsliðsmaður í handbolta, stjakaði við Gunnari Malmquist Þórssyni, leikmanni Aftureldingar, eftir leikinn gegn Stjörnunni í Olís-deild karla í gær, sunnudag.

Um­fjöllun og við­töl ÍR - Fram 27-31 | Eftir þrjá tap­­leiki í röð komst Fram loks á sigur­braut

Það voru Frammarar sem sóttu tvö stig í Breiðholtið þegar þeir unnu heimamenn í ÍR, 27-31, í frábærum handboltaleik í Olís-deild karla í kvöld. Fram hafði tapað þremur leikjum í röð á heimavelli en sneri við blaðinu og sótti loks sigur. ÍR-ingar hafa verið gríðarlega sterkir á heimavelli í vetur en slæmur kafli í upphafi leiks varð þeim að falli.

Viktor Gísli þurfti að fara meiddur af velli

Landsliðsmarkvörðurinn Viktor Gísli Hallgrímsson meiddist á olnboga í leik Nantes og Sélestat í frönsku úrvalsdeildinni um liðna helgi. Rétt rúmur mánuður er í þangað til HM í handbolta hefst en mótið fer fram í Svíþjóð og Póllandi.

„Smá heilahristingur en ekkert alvarlegt“

Þorsteinn Leó Gunnarsson, leikmaður Aftureldingar, fór meiddur af velli í upphafi leiksins gegn Stjörnunni í Garðabænum í gær vegna höfuðmeiðsla. Hann segir þau þó ekki alvarleg.

Rauk í Gunnar þegar hann sló í auglýsingaskilti

Sigurður Bjarnason, fyrrverandi landsliðsmaður í handbolta, stjakaði við Gunnari Malmquist Þórssyni, leikmanni Aftureldingar, eftir leikinn gegn Stjörnunni í Olís-deild karla í gær.

Segir að Erlingur vilji ekki taka þátt í þessum skrípaleik

Arnar Daði Arnarsson, sérfræðingur Seinni bylgjunnar og þáttastjórnandi Handkastsins, furðar sig á því að Erlingur Richardsson, þjálfari karlaliðs ÍBV í handbolta, mæti ekki í viðtöl eftir leiki. Hann segir að þar sé hann að tala við stuðningsfólk ÍBV.

Ískaldur Óðinn tryggði Kadetten stig með flautumarki

Óðinn Þór Ríkharðsson var hetja Kadetten Schäffhausen þegar liðið gerði jafntefli við Suhr Aarau, 31-31, í svissnesku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld. Hann skoraði jöfnunarmark liðsins eftir að leiktíminn var runninn út.

Von Eyjakvenna veik

Möguleikar ÍBV á að komast í 4. umferð Evrópubikars kvenna í handbolta eru ekki miklir eftir sjö marka tap fyrir Madeira Anadebol, 23-30, í dag.

HK kom ekki upp orði gegn Fram í Kórnum

Fram kjöldró HK, 16-35, þegar liðin áttust við í 9. umferð Olís-deildar kvenna í dag. Frammarar eru áfram í 4. sætinu og HK-ingar ennþá í áttunda og neðsta sætinu.

Gústi mætti dóttur sinni: Nú fer ég og kveiki aftur á mér heima

„Við náðum að keyra vel á þær í 60 mínútur og vorum að rúlla liðinu vel. Varnarleikurinn var góður, sérstaklega í seinni hálfleik,“ sagði Ágúst Jóhannsson, þjálfari Vals, eftir tólf marka sigur á Selfossi, í Olís-deild kvenna í dag, lokatölur 35-23.

„Þau verða ekki fjöl­skyldan mín í leiknum“

„Það verður örugglega mjög skrítið. Líka skrítið að hita upp hinum megin, fara í hinn klefann og svona. Við gerum gott úr þessu, en þau verða ekki fjölskyldan mín í leiknum,“ sagði Ásdís Þóra Ágústsdóttir. Hún verður í eldlínunni þegar Selfoss mætir Val á Hlíðarenda í Olís deild kvenna í dag, laugardag. Það vill svo skemmtilega til að Ágúst Þór Jóhannsson, þjálfari Vals, er faðir Ásdísar Þóru.

Sjá næstu 50 fréttir