Fleiri fréttir

Aron úr leik í Meistaradeildinni

Aron Pálmarsson liðsfélagar hans í Álaborg eru úr leik í Meistaradeild Evrópu þrátt fyrir sigur á Veszprém, 37-35. Álaborg tapaði fyrri leiknum 29-36 og samanlögð niðurstaða því 66-71, Veszprém í vil.

Orri og Aron í úrslit

Orri Freyr Þorkelsson og Aron Dagur Pálsson, leikmenn Elverum, eru komnir áfram í úrslitaeinvígið um norska meistaratitilinn í handbolta eftir stórsigur á Nærbø í undanúrslitum, 40-28. Elverum vinnur einvígið samanlagt 3-0.

Aðdráttarafl Patreks hafði mikið að segja

Hergeir Grímsson segir að ýmsar ástæður séu fyrir því að hann ákvað að ganga í raðir Stjörnunnar frá Selfossi en ein sú stærsta sé tækifærið að vinna aftur með Patreki Jóhannessyni.

Hergeir til Stjörnunnar

Hergeir Grímsson hefur samið við Stjörnuna og mun leika með liðinu í Olís deild karla í handbolta á næstu leiktíð. Stjarnan greinir frá þessu á samfélagsmiðlum sínum.

Aron og félagar nálgast undanúrslitin

Aron Pálmarsson og félagar hans í Álaborg unnu góðan fjögurra marka sigur, 38-34, er liðið tók á móti Mors-Thy í danska handboltanum í dag. Sigurinn lyfti liðinu aftur í toppsæti riðilsins og eitt stig í viðbót kemur liðinu í undanúrslit um danska meistaratitilinn.

Bjarki skoraði átta í naumum sigri | Magdeburg nálgast titilinn

Tveir Íslendingaslagir voru á dagskrá í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag. Bjarki Már Elísson fór fyrir liði Lemgo sem vann nauman þriggja marka sigur gegn Stuttgart og Ómar Ingi Magnússon var atkvæðamikill í sigri Magdeburg gegn Melsungen.

„Veit eiginlega ekki hvenær ég get hætt“

Martha Hermannsdóttir, fyrirliði KA/Þór, var sár með að hafa dottið úr leik eftir tap gegn Val í fjórða leik liðanna í undanúrslitum Olís deildar kvenna. Valur sigrar einvígið 3-1.

Haukur og félagar fara með forystu í heimaleikinn

Selfyssingurinn Haukur Þrastarson var í leikmannahópi Vive Kielce er liðið vann góðan þriggja marka útisigur gegn Montpellier í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í handbolta í kvöld, 28-31.

Rúnar Sigtryggsson tekur við Haukum

Rúnar Sigtryggsson er nýr þjálfari karlaliðs Hauka í handknattleik, en hann skrifaði undir þriggja ára samning í dag. Spilandi aðstoðarþjálfari með honum verður Tjörvi Þorgeirsson sem hefur verið leikstjórnandi liðsins um árabil.

Bjarki skoraði sjö er Lemgo hafði betur í Íslendingaslag

Íslendingar voru í eldlínunni í þremur af þeim fjórum leikjum sem fram fóru í kvöld í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta. Bjarki Már Elísson var markahæsti maður vallarins er Lemgo vann nauman eins marks sigur gegn Ými Erni Gíslasyni og félögum hans í Rhein-Neckar Löwen.

Aron og félagar með bakið upp við vegg

Aron Pálmarsson og félagar hans í Álaborg eru í erfiðri stöðu eftir sjö marka tap gegn Telekom Veszprém í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í handbolta í kvöld, 36-29.

Góður gærdagur hjá Viðarssonum

Óhætt er að segja að gærdagurinn hafi verið góður fyrir handboltabræðurna úr Vestmannaeyjum, Elliða Snæ og Arnór Viðarssyni.

Orri skoraði fimm og Elverum er einum sigri frá úrslitum

Orri Freyr Þorkelsson átti góðan leik er norsku meistararnir í Elverum unnu öruggan tíu marka sigur í undanúrslitum norsku úrslitakeppninnar gegn Nærbø í handbolta í kvöld, 34-24. Elverum hefur nú unnið fyrstu tvær viðureignir liðanna og er því aðeins einum sigri frá úrslitaeinvíginu.

Al­dís Ásta: Ég vil taka á­byrgð

Aldís Ásta Heimisdóttir, leikmaður KA/Þór, skoraði sex mörk og átti flottan leik þegar KA/Þór jafnaði undanúrslitaeinvígi sitt við við Val með 26-23 sigri. Liðin hafa nú bæði unnið einn leik en þrjá þarf til þess að komast í úrslitaeinvígið.

Næst ójafnasta 3-0 einvígi í sögu úrslitakeppninnar

Valur átti ekki í miklum vandræðum að slá Selfoss út í undanúrslitum Olís-deildar karla í handbolta. Valsmenn unnu leikina þrjá með samtals 26 marka mun og vantaði bara fjögur mörk til að jafna eigið met frá 2017.

Svíar syrgja Bengt Johansson

Sænski handknattleiksþjálfarinn Bengt Johansson, sem stýrði sænska karlalandsliðinu á sannkölluðu gullaldarskeiði þess í lok síðustu aldar, er látinn.

Sjá næstu 50 fréttir