Fleiri fréttir

Fannst við spila frábærlega

HK tapaði í kvöld naumlega gegn Aftureldingu í Kórnum 28-30, en jafnt var 28-28 þegar mínúta var eftir af leiknum. Sebastian Alexanderson, þjálfari HK leit þó á björtu hliðarnar þrátt fyrir fimmta tapið í röð.

Eyjakonur fara aftur til Grikklands

Aðra umferðina í röð fer ÍBV til Grikklands í Evrópubikar kvenna í handbolta. Dregið var í 3. umferð keppninnar í dag.

Umfjöllun og viðtöl: KA - Valur 26-35 | Þægilegur sigur Vals fyrir norðan

Valur vann afar sannfærandi sigur á KA mönnum á Akureyri í dag. Heimamenn sáu aldrei til sólar. Lokatölur 26-35 þar sem gestirnir léku á alls oddi. Leikurinn var liður í fimmtu umferð Olís deildar karla. Fyrir leikinn hafði gengi liðanna í deildinni verið ólíkt. Valur unnið fyrstu fjóra leiki mótsins á meðan KA hafði unnið tvo leiki en síðan tapað tveimur leikjum.

Snorri Steinn: Flestir þættir sem tikkuðu í dag

„Við vorum frábærir strax frá byrjun. Björgvin var geggjaður í markinu og við gengum eiginlega bara á lagið. Við vissum að KA menn yrðu brothættir í dag þar sem þeir eru búnir að tapa tveimur leikjum í röð þannig það var sterkt að byrja þetta svona vel. Menn héldu bara áfram og lögðu klárlega grunninn að þessu í fyrri hálfleik. Við hefum meira segja geta verið meira yfir í hálfleik,“ sagði Snorri Stein Guðjónsson þjálfari Vals eftir níu marka sigur á KA mönnum í KA heimilinu í dag.

Ólafur spilaði í naumu tapi gegn PSG

Ólafur Andrés Guðmundsson og félagar í Montpellier töpuðu með minnsta mun fyrir PSG í frönsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag.

ÍBV áfram í Evrópubikarnum eftir frábæran sigur

Kvennalið Íþróttabandalags Vestmannaeyja gerði sér lítið fyrir og sneri einvígi sínu gegn PAOK í Þessalóníku á Grikklandi sér í vil með góðum sjö marka sigri í dag, 29-27. PAOK vann fyrri leikinn með fimm mörkum.

Tap hjá ÍBV í Þessalóníku

Handknattleikslið ÍBV tapaði fyrir A.C. PAOK í Evrópukeppni kvenna, EHF bikarnum, í handbolta í dag í Þessalóníku á Grikklandi. ÍBV missti þær grísku aðeins framúr sér snemma leiks en náðu ekki að komast alveg til baka og lokatölur fimm marka sigur Grikkjana. 29-24.

Sandra markahæst í tapi

Sandra Erlingsdóttir var markahæst í tapi Álaborgar gegn SønderjyskE í dönsku B-deildinni í handbolta í kvöld, lokatölur 22-28.

Gum­mers­bach á­fram á sigur­braut | Arnar Birkir marka­hæstur

Það var nóg um að vera í þýsku B-deildinni í handbolta í kvöld þar sem fjöldi Íslendinga var í sviðsljósinu. Arnar Birkir Hálfdánarson átti frábæran leik í liði Aue sem mátti þola þriggja marka tap og þá vann Íslendingalið Gummersbach sex marka sigur.

Teitur markahæstur í tapi

Teitur Örn Einarsson var markahæsti maður Flensburg með fimm mörk í sínum fyrsta leik fyrir félagið er liðið mætti Telekom Veszprem í fimmtu umferð Meistaradeildar Evrópu í dag. Mörk Teits dugðu þó skammt því liðið tapaði 28-23.

Öxlin enn að angra Janus Daða

Janus Daði Smárason, landsliðsmaður í handbolta, er frá keppni þessa dagana vegna axlarmeiðsla. Hann missir því af leik Göppingen gegn Leipzig í Þýskalandi í dag.

Fullur óvissu vegna brotthvarfs Arons

Franska handboltastjarnan Dika Mem segir framtíð sína hjá Barcelona í óvissu vegna stöðu félagsins sem er skuldum hlaðið. Það veki hjá sér óöryggi að félagið hafi leyft Aroni Pálmarssyni að fara í sumar.

Teitur fjórði íslenski reddarinn hjá Flensburg

Teitur Örn Einarsson gekk í raðir þýska stórliðsins Flensburg í fyrradag. Hann á að hjálpa liðinu í þeim miklu meiðslum sem herja á leikmannahóp þess. Teitur er ekki fyrsti Íslendingurinn sem Flensburg fær í eins konar reddingar ef svo má að orði komast.

Talið að Haukur hafi tognað á ökkla

Haukur Þrastarson fór meiddur af velli undir lok fyrri hálfleiks í leik Vive Kielce og Porto í Meistaradeild Evrópu í handbolta í kvöld.

„Við erum bara eins og litlir smástrákar“

Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari Selfyssinga, var virkilega ósáttur við spilamennsku sinna manna í kvöld er liðið tapaði gegn Stjörnunni í Olís-deild karla, 25-20. Hann segist vera í hálfgerðu sjokki eftir leikinn.

Fyrsti sigur HK kominn í hús

HK vann sex marka sigur á ÍBV í Olís-deild kvenna í handbolta í kvöld, lokatölur 27-21. Var þetta fyrsti sigur HK í deildinni.

„Þetta er risa tækifæri fyrir mig“

Teitur Örn Einarsson segir að tækifærið að ganga í raðir Flensburg hafi verið of spennandi til að sleppa því. Sama hversu löng dvölin hjá þýska stórliðinu verður segir skyttan frá Selfossi að hún muni hjálpa sér.

Teitur Örn til Flensburg

Handboltamaðurinn Teitur Örn Einarsson er genginn í raðir þýska stórliðsins Flensburg.

Teitur á leið til Þýskalands

Handknattleiksmaðurinn Teitur Örn Einarsson er á leið frá sænska liðinu Kristianstad, en heimildir herma að hann sé á leið í þýsku úrvalsdeildina.

Jónatan: Frammistaða sem við þurfum að skammast okkar fyrir

Jónatan Magnússon, þjálfari KA, sagði að sóknarleikur sinna manna hafi verið afleitur í seinni hálfleik gegn Stjörnunni. KA-menn voru 16-17 yfir í hálfleik en skoruðu bara sjö mörk eftir hlé og Stjörnumenn unnu öruggan sex marka sigur, 30-24.

Sjá næstu 50 fréttir