Fleiri fréttir

Ýmir og Ljónin með góðan sigur

Ýmir Örn Gíslason og félagar í Rhein-Neckar Löwen unnu öruggan sigur á Erlangen á útivelli í þýska handboltanum í dag, 26-20, eftir að staðan hafi verið 12-12 í hálfleik.

Þórsarar á Akureyri í sóttkví

Handknattleikslið Þórs á Akureyri hefur verið í sóttkví síðustu daga vegna kórónuveirusmits sem tengist meðlimi liðsins.

Óvissa um fyrstu Evrópuleiki KA/Þórs

KA/Þór gæti leikið sína fyrstu Evrópuleiki frá upphafi í nóvember þegar liðið á að mæta ítalska liðinu Jomi Salerno. Kórónuveirufaraldurinn flækir þó málið.

Aron í tíu daga sóttkví

Aron Pálmarsson og félagar hans í liði Spánarmeistara Barcelona eru komnir í sóttkví eftir að þrír meðlimir liðsins greindust með kórónuveirusmit.

Formaður FH vonar að handboltinn snúi aftur sem fyrst

„Við vonumst til þess að það verði hægt að byrja sem fyrst. Auðvitað eru þetta krefjandi tímar og óvissan töluverð en við vonum það besta og ég vonast til þess að það verði hægt að byrja að æfa kannski um mánaðarmótin og svo byrja að spila viku eða tíu dögum seinna,“ segir Ásgeir Jónsson formaður handknattleiksdeildar FH um framhald Íslandsmótsins í handbolta sem nú hefur verið frestað vegna kórónuveirunnar.

Jafnt í Íslendingaslagnum | Bjarki og Viggó fóru á kostum

Íslendingalið Stuttgart og Lemgo gerðu jafntefli í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag, lokatölur 26-26. Bjarki Már Elísson gerði sjö mörk í liði Lemgo á meðan Viggó Kristjánsson gerði sex mörk í liði Stuttgart.

Öruggur sigur Kiel í stór­leik dagsins

Fyrsti leikur dagsins í þýska handboltanum var stórleikur Kiel og Flensburg. Fór það svo að Kiel vann nokkuð öruggan átta marka sigur, lokatölur 29-21.

Valinn í lið umferðarinnar í Meistaradeild Evrópu

Sigvaldi Björn Guðjónsson, leikmaður Kielce frá Póllandi, átti mjög góðan leik er liðið vann sjö marka sigur í síðustu umferðar Meistaradeildar Evrópu. Hefur hann verið valinn í lið umferðarinnar.

Viktor Gísli hafði betur í Ís­lendinga­slagnum

Viktor Gísli var á sínum stað er GOG vann Ribe-Esjberg í dönsku úrvalsdeildinni í kvöld. Rúnar Kárason, Gunnar Steinn og Daníel Ingason leika með Ribe-Esjberg. Arnar Birkir og Sveinbjörn Pétursson voru í eldlínunni með liði sínu í þýsku B-deildinni.

HSÍ hefur sótt um undanþágu vegna leikjanna í nóvember

HSÍ hefur sótt um undanþágu svo landsleikir Íslands í undankeppni Evrópumótsins 2022 geti farið fram. Fyrr í dag voru allar íþróttir með snertingu bannaðar en Ísland mætir Litáen og Lettum í byrjun nóvembermánaðar. 

Fjórir sigrar í röð hjá Skjern

Elvar Örn Jónsson og félagar í Skjern unnu sinn fjórða sigur í röð í dönsku úrvalsdeildinni er þeir mættu Holstebro, lokatölur 37-31.

Ekkert getur stöðvað Börsunga þessa dagana

Barcelona átti í litlum vandræðum með Zagreb frá Króatíu í Meistaradeild Evrópu í handbolta í kvöld. Aron Pálmarsson skoraði fimm mörk í 18 marka sigri Börsunga, lokatölur 45-27.

Sigvaldi átti góðan leik í sigri Kielce

Sigvaldi Björn Guðjónsson átti góðan leik í liði Vive Kielce er liðið lagði Meshkov Brest í Meistaradeild Evrópu í handbolta í kvöld, lokatölur 34-27 þar sem Sigvaldi skoraði fjögur mörk. Þá vann Álaborg frábæran útisigur á Nantes.

Seinni bylgjan valdi fimm bestu félagsskiptin

Sérfræðingarnir í Seinni bylgjunni fengu smá heimaverkefni frá Henry Birgi Gunnarssyni fyrir þáttinn í vikunni. Þeir hentu í nokkra topp fimm lista og sá fyrsti var yfir bestu félagsskiptin.

Sjá næstu 50 fréttir