Fleiri fréttir

Tæklingin reyndist áfall fyrir Manchester United

Nú er orðið ljóst að danski miðjumaðurinn Christian Eriksen mun ekki spila með Manchester United næstu mánuðina en búist er við því að hann verði frá keppni fram í lok apríl eða byrjun maí vegna ökklameiðsla.

Jóhann Berg framlengir

Jóhann Berg Guðmundsson hefur framlengt samning sinn við Burnley til eins árs með möguleika á árs framlengingu.

Jorginho á leið til Arsenal

Arsenal, topplið ensku úrvalsdeildarinnar, er að ganga frá kaupunum á ítalska miðjumanninum Jorginho frá Chelsea.

McKennie frá Juventus til Leeds

Leeds United heldur áfram að versla nær eingöngu Bandaríkjamenn í leikmannahóp sín og á því varð engin breyting í kvöld þegar Weston McKennie gekk í raðir félagsins á láni frá Juventus á Ítalíu.

Chelsea með mettilboð í argentínska heimsmeistarann

Chelsea er ekki hætt að kaupa leikmenn í þessum félagsskiptaglugga því samkvæmt nýjust fréttum af Brúnni þá hefur enska úrvalsdeildarfélagið boðið 120 milljónir evra í Enzo Fernandez hjá Benfica.

Dyche ráðinn til Everton

Sean Dyche hefur verið ráðinn knattspyrnustjóri Everton. Hann tekur við liðinu af Frank Lampard sem var rekinn í síðustu viku.

Sir Alex sofnaði yfir leik Man. United og Rea­ding

Hinn 81 árs gamli Sir Alex Ferguson er einn sigursælasti knattspyrnustjóri allra tíma. Það virðist sem honum hafi fundist leikur Manchester United og Reading heldur leiðinlegur en Skotinn virtist sofna þegar myndavélinni var beint að honum.

West Ham á­fram eftir frá­bæra inn­komu Dag­nýjar

Dagný Brynjarsdóttir hóf leik Wolves og West Ham United í ensku bikarkeppninni á varamannabekknum. Hún kom inn af bekknum þegar 25 mínútur lifðu leiks og staðan var enn markalaus, leiknum lauk með 2-0 sigri Hamranna.

Chelsea á­fram með veskið opið

Hinn 19 ára gamli Malo Gusto er búinn að skrifa undir samning við Chelsea. Hann mun þó ekki ganga í raðir Lundúnafélagsins fyrr en í sumar.

Erik­sen yfir­gaf Old Traf­ford á hækjum

Christian Eriksen yfirgaf Old Trafford, heimavöll Manchester United, á hækjum eftir sigurinn á B-deildarliði Reading í ensku bikarkeppninni í gærkvöld. Eriksen var í byrjunarliði Man United en var tekinn af velli skömmu eftir glannalega tæklingu Andy Carroll.

„Ca­semiro hefur bætt liðið og móralinn“

„Við fengum fjöldann allan af færum. Við ræddum um það í hálfleik að vera þolinmæðir og þá myndi fyrsta markið koma,“ sagði Harry Maguire, fyrirliði Manchester United, eftir 3-1 sigur liðsins á B-deildarliði Reading í 4. umferð ensku bikarkeppninnar, FA Cup.

Brasilískt þema á Old Traf­ford: Sjáðu mörkin

Manchester United vann Reading 3-1 í síðasta leik dagsins í 4. umferð ensku bikarkeppninnar. Staðan var markalaus í hálfleik en þrjú mörk í síðari hálfleik skutu heimamönnum áfram. Öll mörk kvöldsins voru skoruð af Brasilíumönnum.

Son gekk frá Preston í seinni hálf­leik

Son Heung-Min skaut Tottenham Hotspur áfram í ensku bikarkeppninni með tveimur mörkum í síðari hálfleik þegar Spurs vann Preston North End 3-0 á útivelli. Þriðja markið skoraði nýi maðurinn Arnaut Danjuma.

U-beygja hjá Everton

Búist er við því að Sean Dyche verði ráðinn knattspyrnustjóri enska úrvalsdeildarliðsins Everton í dag.

Tekur Solskjær við Everton?

Fjölmiðlar á Englandi greina frá því að Ole Gunnar Solskjær sé einn af þeim sem komi til greina sem knattspyrnustjóri Everton og hafi nú þegar rætt við forráðamenn félagsins.

Nýttu sér vesenið hjá Everton og stálu Danjuma

Arnaut Danjuma gekk í dag til liðs við Tottenham á láni frá spænska félaginu Villareal. Brotthvarf Frank Lampard frá Everton gerði það að verkum að félagið missti af leikmanninum.

Liverpool leiðir kapphlaupið um Bellingham

Þrátt fyrir áhuga frá stórliðum á borð við Manchester City og Real Madrid leiðir Liverpool kapphlaupið um að kaupa enska miðjumanninn Jude Bellingham frá Borussia Dortmund.

Sjá næstu 50 fréttir