Fleiri fréttir

Et­han Nwaneri sá yngsti frá upp­hafi

Et­han Nwaneri varð í dag yngsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar frá upphafi þegar hann kom inn af varamannabekk Arsenal í öruggum 3-0 sigri á Brentford.

Phillips frá vegna meiðsla og HM í hættu

Þegar Manchester City festi kaup á Kalvin Phillips í sumar var vonast til að hann myndi veita Rodri samkeppni sem aftasti miðjumaður liðsins. Phillips vildi fara í stærra lið sem væri að berjast um titla en að sama skapi spila til að tryggja sæti sitt í enska landsliðinu fyrir HM í Katar.

Son setti þrennu í stórsigri Tottenham

Kóreumaðurinn Heung-Min Son spilaði rétt rúman hálftíma er Tottenham tók á móti Leicester í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Eftir að hafa ekki skorað eitt einasta mark á tímabilinu hlóð Son í þrennu af bekknum og Tottenham vann öruggan 6-2 sigur.

Jóhann Berg lagði upp sigurmark Burnley

Jóhann Berg Guðmundsson og félagar hans í Burnley unnu góðan 2-1 sigur er liðið tók á móti Bristol City í ensku B-deildinni í kanttspyrnu í dag. Jóhann Berg kom inn á sem varamaður í síðari hálfleik og lagði upp sigurmark heimamanna.

Ful­ham vann þó Mitro­vić hafi ekki skorað

Tveir leikir fóru fram í ensku úrvalsdeild karla í fótbolta í kvöld. Nýliðar Fulham lögðu nýliða Nottingham Forest á útivelli á meðan Aston Villa vann Southampton á Villa Park.

Skytturnar byrja á stór­sigri

Arsenal og Brighton & Hove Albion mættust í fyrsta leik ensku úrvalsdeildar kvenna í fótbolta í kvöld. Skytturnar unnu 4-0 stórsigur og byrja tímabilið af krafti.

Jesse Marsch dæmdur í bann og sektaður um eina og hálfa milljón

Jesse Marsch, knattspyrnustjóri Leeds United, verður ekki á hliðarlínunni í næsta leik liðsins í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Marsch var dæmdur í eins leiks bann fyrir hegðun sína í 5-2 tapi liðsins gegn Brentford þann 3. september síðastliðinn.

Foster leggur hanskana á hilluna

Markvörðurinn Ben Foster hefur ákveðið að leggja hanskana á hilluna. Hann staðfesti það í hlaðvarpi sínu nú fyrir stuttu. Ekki er langt síðan Newcastle United reyndi að falast eftir kröftum markvarðarins en hann ákvað að segja pass og hefur nú lagt hanskana á hilluna.

Toney í enska landsliðinu í fyrsta sinn

Ivan Toney, framherji Brentford, er eini nýliðinn í enska landsliðshópnum sem mætir Ítalíu og Þýskalandi í Þjóðadeild Evrópu síðar í mánuðinum.

Boehly stingur upp á Stjörnuleik að amerískri fyrirmynd

Todd Boehly, einn af nýjum eigendum enska úrvalsdeildarfélagsins Chelsea, vill taka blaðsíðu úr bók amerískra íþrótta og setja á laggirnar Stjörnuleik í ensku úrvalsdeildinni til að afla fjár fyrir neðri deildir landsins.

Breskt landsliðsfólk þarf að læra annan texta

Fráfall Elísabetar Bretlandsdrottningar hefur haft sín áhrif á íþróttalífið í Bretlandi og ein breyting verður áberandi fyrir landsleiki og aðra viðburði þar sem Bretar kyrja þjóðsöng sinn.

Kanté gæti farið frítt frá Chelsea

Þó að franski landsliðsmiðjumaðurinn N‘Golo Kanté hafi verið lykilmaður hjá Chelsea um árabil þá hafa meiðsli sett strik í reikninginn síðustu ár. Hann gæti yfirgefið félagið frítt næsta sumar.

Kveðst eyðilagður yfir brottrekstrinum

Þýski knattspyrnustjórinn Thomas Tuchel hefur tjáð sig í fyrsta sinn eftir brottreksturinn frá enska úrvalsdeildarliðinu Chelsea en hann sendi frá sér tilfinningaríka yfirlýsingu í kvöld.

Ósammála frestunum á Englandi

Sparkspekingarnir Gary Neville, Peter Crouch og Piers Morgan eru ekki sammála þeirri ákvörðun ensku úrvalsdeildarinnar að fresta öllum leikjum helgarinnar en leikjunum var frestað vegna andláts Elísabetar Bretlandsdrottningar. 

Boehly vildi að Tuchel spilaði leik­kerfið 4-4-3

Í ítarlegri grein The Athletic um brottrekstur Thomas Tuchel og hvað leiddi til hans er farið djúpt ofan í það sem hefur gengið á hjá enska knattspyrnufélaginu Chelsea undanfarna mánuði. Þar kemur fram að Todd Boehly, bandarískur eigandi félagsins, hafi stungið upp á að Tuchel myndi spila leikkerfið 4-4-3.

Man Utd vildi ekki Potter þar sem hann hafði ekki þjálfað í Meistara­deildinni

Graham Potter er nýr þjálfari enska úrvalsdeildarliðsins Chelsea. Hann hefði getað fengið tækifæri til að stýra öðru toppfélagi á Englandi en tvívegis kom nafn hans upp er Manchester United var að leita að nýjum þjálfara. Skortur á reynslu í Meistaradeild Evrópu stöðvaði hins vegar Man United í að fara lengra með áhuga sinn.

Settur til hliðar vegna ummæla um drottninguna

Fyrrum knattspyrnumaðurinn Trevor Sinclair hefur verið sendur í leyfi vegna ummæla sinna á samfélagsmiðlinum Twitter. Þar sagði hann að fólk dökkt að hörund ætti ekki að syrgja drottninguna.

Úkraínski Neymar mígur utan í Arsenal

Úkraínski kantmaðurinn Mykhaylo Mudryk, sem sló í gegn í sigri Shakhtar Donetsk á RB Leipzig í Meistaradeild Evrópu á þriðjudaginn, hefur gefið Arsenal hressilega undir fótinn.

Umboðsmenn þénuðu tæpa 70 milljarða í sumarglugganum

Umboðsmenn knattspyrnumanna þurfa margir hverjir ekki að hafa áhyggjur af því að eiga ekki fyrir salti í grautinn á næstunni. Samkvæmt alþjóðaknattspyrnusambandinu FIFA þénuðu þeir tæplega 431 milljón punda í félagsskiptaglugga sumarsins sem lokaði í seinustu viku.

Chelsea staðfestir fimm ára samning við Potter

Graham Potter hefur skrifað undir fimm ára samning sem nýr þjálfari Chelsea í ensku úrvalsdeildinni. Skiptin hafa legið í loftinu frá því að Thomas Tuchel var sagt upp störfum í gærmorgun.

Segja Chelsea hafa náð munn­legu sam­komu­lagi við Potter

Samkvæmt heimildum Sky Sports hefur Graham Potter samþykkt að verða næsti þjálfari enska úrvalsdeildarliðsins Chelsea. Enn á eftir að setja blek á blað en það virðist styttast í að Potter verði kynntur sem næsti þjálfari Lundúnaliðsins.

Ronaldo var upphafið af deilum Tuchel og Boehly

Thomas Tuchel var rekinn úr starfi knattspyrnustjóra Chelsea í gær. Samband Tuchel við Todd Boehly, eiganda Chelsea, hafði verið slæmt í allt sumar en upphaf þess má rekja til hugsanlegra félagaskipta Cristiano Ronaldo frá Manchester United til Chelsea.

Sjá næstu 50 fréttir