Fleiri fréttir

Ryan Giggs sagður vera með ljóta og illkvittna hlið

Mál gegn Ryan Giggs, einum dáðasta leikmanni í sögu Manchester United, hófst í gær í Manchester Minshull Street Crown dómstólnum og var þessi fyrrum leikmaður og landsliðsþjálfari Wales mættur til að heyra framsögu saksóknara.

Rabiot á að leysa vand­ræðin á mið­svæði Man United

Enska úrvalsdeildarfélagið Manchester United vill fá hinn 27 ára gamla Adrien Rabiot frá Juventus. Á hann að leysa vandræði liðsins á miðsvæðinu en Man United hóf ensku úrvalsdeildina á 1-2 tapi á heimavelli gegn Brighton & Hove Albion.

Ryan Giggs mætir aftur í réttarsalinn í dag

Í dag hófust málaferli gegn leikjahæsta og sigursælasta leikmanninum í sögu Manchester United því Ryan Giggs er þar sóttur til saka fyrir heimilisofbeldi gegn fyrrverandi kærustu sinni.

Everton vill Púllara til að stoppa í götin

Everton leitar lifandi ljósi að miðverði eftir að tveir slíkir fóru meiddir af velli í fyrsta leik liðsins í ensku úrvalsdeildinni við Chelsea um helgina. Leikmaður sem er uppalinn hjá Liverpool þykir tilvalinn.

Rooney: Haaland mun ríða baggamuninn í toppbaráttunni

Wayne Rooney, næstmarkahæsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar, er þess fullviss að Erling Haaland verði markakóngur á komandi leiktíð og muni leiða Manchester City til Englandsmeistaratitilsins.

Haaland skoraði bæði í sigri City

Norðmaðurinn Erling Haaland skoraði bæði mörk Manchester City í 2-0 sigri liðsins á West Ham United á heimavelli þeirra síðarnefndu í Lundúnum. Englandsmeistararnir byrja mótið því á sigri.

Haaland: Auðvitað er pressa

Erling Haaland mun líkelga spila fyrsta deildarleik sinn fyrir Englandsmeistara Manchester City er liðið fær West Ham United í heimsókn í fyrstu umferð ensk úrvalsdeildarinnar í fótbolta í dag. Hann segir pressu á sér að skora mörk.

Vildu ekki sjá Partey: „Ofbeldismenn verða að sæta ábyrgð burt séð frá mikilvægi þeirra“

Borða sem var flogið aftan úr flugvél yfir Selhurst Park, heimavelli Crystal Palace, þegar Arsenal vann þar 2-0 sigur í upphafsleik ensku úrvalsdeildarinnar á föstudagskvöld hefur vakið athygli. Stuðningsmenn Arsenal voru að baki borðanum ásamt kvenréttindabaráttuhreyfingunni Level Up. Stuðningsmennirnir vilja ekki sjá Ganamanninn Thomas Partey í liði sínu á meðan nauðgunarkærur hanga yfir honum.

Tuchel vill fleiri leikmenn

Thomas Tuchel, þjálfari Chelsea, var ánægður að hefja leiktíðina í ensku úrvalsdeildinni á sigri. Hann segist þó vilja bæta við hóp sinn.

Klopp: „Fengum stig úr virkilega slökum leik“

Jürgen Klopp, þjálfari Liverpool, var að vonum óánægður eftir 2-2 jafntefli liðs hans við nýliða Fulham í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í dag. Hann segir sína menn einfaldlega ekki hafa mætt til leiks.

Jón Daði kom inn af bekknum í öruggum sigri

Selfyssingurinn Jón Daði Böðvarsson lék seinustu tuttugu mínútur leiksins er Bolton vann öruggan 3-0 sigur gegn Wycombe Wanderers í ensku C-deildinni í knattspyrnu í dag.

Þjálfari Fulham söng Mitrovic lofsöngva: „Ekki bara mörk“

Marco Silva, þjálfari Fulham, var eðlilega sáttur við stigið er liðið gerði 2-2 jafntefli gegn Fulham í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Hann var sérstaklega ánægður með Aleksandar Mitrovic, en Serbinn skoraði bæði mörk liðsins.

Klopp líkir leikjaálaginu við loftslagsbreytingar

Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, hefur líkt leikjaálaginu í ensku úrvalsdeildinni við loftslagsbreytingar. Hann segir ráðamenn deildarinnar vita af vandamálinu, en að þeir geri ekkert í því.

Til Chelsea fyrir metfé og véfréttin fagnar sigri

Vinstri bakvörðurinn Marc Cucurella var í dag kynntur sem nýjasti leikmaður Chelsea en félagið er sagt greiða Brighton alls um 62 milljónir punda fyrir leikmanninn þegar allt er talið.

Ten Hag: Cristiano Ronaldo þarf að sanna sig fyrir mér

Cristiano Ronaldo er markahæsti leikmaður sögunnar og með mörk og titla á ferilskránni sem gera tilkall til þess að hann sé sá besti sem hefur spilað leikinn. Það dugar honum skammt þegar kemur að nýja knattspyrnustjóranum hans á Old Trafford.

Sjá næstu 50 fréttir