Fleiri fréttir

Úrslit: Everton - West Ham 0-1 | Ogbonna hetja West Ham

Everton fékk West Ham í heimsókn á Goodison park í Liverpool í dag. Fyrir leikinn voru Everton ósigraðir á heimavelli en það breyttist því West Ham vann leikinn 0-1. Charles Ogbonna skoraði sigurmarkið.

Chelsea á toppnum eftir sigur gegn nýliðunum

Chelsea vann í dag 1-0 sigur þegar liðið heimsótti nýliða Brentford. Með sigrinum tryggðu Chelsea sér toppsæti ensku úrvalsdeildarinnar fram að næstu helgi í það minnsta.

Ný­liðarnir sáu aldrei til sólar gegn Liver­pool

Claudio Ranieri byrjar tíma sinn hjá Watford ekki vel en liðið tapaði 5-0 fyrir Liverpool í fyrsta leik hans við stjórnvölin. Nýliðar Watford áttu aldrei möguleika í dag og ljóst að Ranieri á erfitt verkefni fyrir höndum á Vicarage Road .

Fabinho og Alisson klára sóttkví á Spáni

Brasilísku knattspynumennirnir Fabinho og Alisson Becker, sem báðir leika með Liverpool í ensku úrvalsdeildinni, munu ferðast til Spánar að yfirstandandi landsliðsverkefni loknu þar sem þeir munu klára sóttkví. Þeir munu því ekki vera með liðinu þegar Liverpool mætir Watford í ensku úrvalsdeildinni á morgun.

Naut þess ekkert að eyðileggja draum Gerrards

Demba Ba segist ekki hafa verið með það í huga að „eyðileggja draum Liverpool“ þegar hann skoraði markið sem leiddi til þess að Englandsmeistaratitillinn rann Liverpool úr greipum árið 2014.

Greindist með eitil­frumu­krabba­mein

David Brooks, leikmaður AFC Bournemouth í ensku B-deildinni í knattspyrnu og landsliðsmaður Wales, greindist með eitilfrumukrabbamein á öðru stigi. Greindi hann sjálfur frá veikindunum á samfélagsmiðlum sínum í dag.

Bruce býst við að vera rekinn

Næsti leikur Steves Bruce verður hans þúsundasti á stjóraferlinum. Hann er ekkert endilega viss um að hann nái þeim áfanga sem stjóri Newcastle United.

Newcastle komið í eigu Sádi-Araba

Yfirtöku sádi-arabíska sjóðsins PIF á enska knattspyrnufélaginu Newcastle er nú lokið. Sjóðurinn hefur keypt 80% hlut í félaginu sem verið hafði í eigu Mike Ashley síðastliðin 14 ár.

Liverpool tilbúið að dæma hrækjarann í ævilangt bann

Liverpool hefur hafið rannsókn á stuðningsmanninum sem á að hafa hrækt á starfslið Manchester City í leik liðanna í ensku úrvalsdeildinni á sunnudaginn. Hann gæti fengið ævilangt bann frá leikjum á Anfield.

Ferguson gagnrýndi ákvörðun Solskjærs

Sir Alex Ferguson virtist gagnrýna Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóra Manchester United, eftir jafnteflið við Everton í ensku úrvalsdeildinni á laugardaginn.

„Salah er betri en Messi og Ronaldo“

Mohamed Salah er betri en Lionel Messi og Cristiano Ronaldo. Þetta segir Chris Sutton, fyrrverandi framherji Blackburn Rovers, Chelsea, Celtic og fleiri liða.

Sjá næstu 50 fréttir