Fleiri fréttir

Tottenham fær spænskan landsliðsmann

Enska knattspyrnufélagið Tottenham Hotspur hefur samið við spænska landsliðsmannin Bryan Gil. Hann kemur til félagsins frá Sevilla og skrifar undir fimm ára samning.

Gæti orðið dýrasti leik­maður Man City frá upp­hafi

Framtíð enska landsliðsframherjans Harry Kane virðist enn í lausu lofti. Spurning hversu lengi Tottenham Hotspur geti staðist gylliboð Manchester City en talið er að Englandsmeistararnir gætu boðið allt að 160 milljónir punda til að fá Kane í sínar raðir.

Smith-Rowe framlengir við Arsenal

Emile Smith-Rowe skrifaði í dag undir nýjan samning við Arsenal. Þessi tvítugi sóknarsinnaði miðjumaður skuldbindur sig Lundúnaliðinu til ársins 2026.

Andros Townsend og Asmir Begovic til Everton

Andros Townsend og Asmir Begovic eru gengnir til liðs við Everton. Townsend, sem er þrítugur kantmaður, skrifar undir tveggja ára samning, en Begovic, sem er 34 ára markvörður, skrifar undir eins árs samning, með möguleika á framlengingu um eitt ár.

Spilaði síðustu þrjá leikina á EM rif­beins­brotinn

Enski varnarmaðurinn Luke Shaw spilaði síðustu þrjá leiki Evrópumótsins í knattspyrnu rifbeinsbrotinn. Hann brotnaði gegn Þýskalandi í 16-liða úrslitum mótsins. The Telegraph greindi fyrst frá í Englandi.

Segir Vara­ne á­kveðinn í því að yfir­gefa Real Madrid

Ítalski blaðamaðurinn Fabrizio Romano fullyrðir að franski miðvörðurinn Raphaël Varane ætli sér að yfirgefa félagið og stefni á að spila í ensku úrvalsdeildinni. Manchester United ku vera líklegasti áfangastaður kappans.

Reiknar með nýjum andlitum á næstunni

Mikel Arteta, stjóri Arsenal, reiknar með að fá nýja leikmenn til félagsins á næstu dögum en þetta sagði hann í samtali við heimasíðu félagsins.

Solskjær hafði betur gegn Rooney

Manchester United spilaði sinn fyrsta leik á undirbúningstímabilinu er liðið vann 2-1 sigur á B-deildarliðinu Derby.

Ó­vissa með fram­tíð Lingard

Knattspyrnumaðurinn Jesse Lingard stóð sig frábærlega eftir að hann var lánaður til West Ham United í janúar síðastliðnum. Hann er í dag leikmaður Manchester United en forráðamenn liðsins virðast ekki vita hvað þeir eigi að gera við leikmanninn.

Rashford gæti misst af fyrstu tveim mánuðum úrvalsdeildarinnar

Marcus Rashford, framherji Manchester United, gæti verið frá fram í lok október vegna meiðsla og þar af leiðandi myndi hann missa af fyrstu tveim mánuðum næsta tímabils í ensku úrvalsdeildinni. Rashford er á leiðinni í aðgerð á öxl.

Varane færist nær United

Varnarmaðurinn Raphael Varane og Manchester United hafa átt í samningaviðræðum undanfarnar vikur og nú segir Manchester Evening News að aðilarnir séu að ná saman.

Nuno Tavares til Arsenal

Arsenal staðfesti í morgun kaup á portúgalska bakverðinum Nuno Tavares. Tavares er 21 árs og á að veita Kieran Tierney samkeppni um vinsti bakvarðarstöðuna.

Sjá næstu 50 fréttir