Fleiri fréttir

Bobby skorar bara á útivelli

Roberto Firmino sá til þess að sigurganga Liverpool hélt áfram í gær þegar hann skoraði sigurmarkið á móti Wolverhampton Wanderers þegar aðeins sex mínútur voru eftir af leiknum.

Pogba vonast til að geta hjálpað ungum leikmönnum Manchester United | Myndband

Paul Pogba, franski miðvallarleikmaður Manchester United, hefur lítið náð að leika listir sínar í vetur vegna þrálátra meiðsla á ökkla. Hann var í viðtali við sjónvarpsstöð Manchester United, MUTV, þar sem hann ræddi meðal annars að hann vildi vera fyrirmynd innan- sem utanvallar hjá félaginu.

Fer Aubameyang til Barcelona eftir allt saman?

Pierre-Emerick Aubameyang, fyrirliði Arsenal í ensku úrvalsdeildinni, gæti verið á leiðinni til spænska stórveldisins Barcelona eftir allt saman. Spænskir fjölmiðlar greindu frá þessu í dag en framherjinn fljóti blés sjálfur á sögusagnir þess efnis fyrr í mánuðnum. Nú ku vera komið annað hljóð í Aubameyang.

Liverpool fjórða liðið til að leika 40 leiki án þess að tapa

Sigur Liverpool á Wolves var þeirra 22 sigurleikur á leiktíðinni í ensku úrvalsdeildinni, í aðeins 23 leikjum. Liðið er með 16 stiga forystu á Manchester City ásamt því að eiga leik til góða. Sigurinn þýðir einnig það að Liverpool hefur nú leikið 40 leiki í röð án þess að bíða ósigur. Eru þeir aðeins fjórða liðið til að ná þeim árangri í efstu deild á Englandi.

Fyrrum leikmaður Liverpool hraunar yfir Paul Pogba | Myndband

Jason McAteer, fyrrum leikmaður Liverpool og írska landsliðsins, virðist hafa fundið ástæðu fyrir slæmu gengi Manchester United á leiktíðinni. Þetta er allt Paul Pogba kenna. McAteer starfar í dag hjá beIn Sports, sem er staðsett í Katar. Þá telur hann að Ole Gunnar Solskjær sé ekki rétti maðurinn í starfið.

Tranmere Rovers vann Watford | Mæta Man Utd á sunnudaginn

Tranmere Rovers, sem leikur í League 1 eða C-deild ensku knattspyrnunnar gerði sér lítið fyrir og lagði úrvalsdeildarlið Watford í FA bikarnum í kvöld eftir framlengdan leik en liðin voru að mætast í endurteknum leik eftir að hafa gert jafntefli síðast. Lokatölur kvöldsins 2-1 og Tranmere Rovers því að fara mæta Manchester United á sunnudaginn kemur. Leikurinn fer fram á Prenton Park, heimavelli Tranmere.

Burnley sótti sigur á Old Trafford

Manchester United mistókst að minnka forskot Chelsea í 4. sæti ensku úrvalsdeildarinnar þegar liðið tók á móti Burnley.

Kevin De Bruyne í sérflokki

Belginn Kevin De Bruyne er engum líkur. Stoðsending hans í sigurmarki Sergio Agüero var hans 15. á leiktíðinni. Er þaðí þriðja skipti sem hann leggur upp 15 mörk eða fleiri á einni og sömu leiktíðinni í ensku úrvalsdeildinni. Enginn annar leikmaður í sögu deildarinnar hefur gert slíkt hið sama.

Hector Bellerin tryggði 10 leikmönnum Arsenal stig á Brúnni

Arsenal náði jafntefli gegn Chelsea í síðasta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni þrátt fyrir að vera manni færri í 65 mínútur eftir að David Luiz fékk rautt spjald. Hector Bellerin, fyrirliði Arsenal, bjargaði stigi fyrir gestina með frábæru skoti undir lok leiks. Lokatölur 2-2.

Agüero kom City til bjargar | Ótrúleg endurkoma Newcastle á Goodison Park

Fimm af sex leikjum ensku úrvalsdeildarinnar í kvöld er nú lokið. Sergio Agüero tryggði Manchester City -1-0 sigur á Sheffield United. Moise Kean braut loks ísinn fyrir Everton sem komst í 2-0 gegn Newcastle United á heimavelli en gestirnir komu til baka og skoruðu tvívegis í uppbótartíma, lokatölur því 2-2 á Goodison Park. Þá unnu AFC Bournemouth og Aston Villa loks leik. Öll úrslit kvöldsins má finna í fréttinni.

Liverpool vill ekki missa Shaqiri fyrr en næsta sumar

Topplið ensku úrvalsdeildarinnar, Liverpool, vill ekki missa svissneska landsliðsmanninn Xerdan Shaqiri úr sínum röðum þó svo að hann sé ekki að spila mikið þessa dagana. Liðið hefur fengið fyrirspurnir frá Sevilla á Spáni og Roma á Ítalíu en bæði lið vilja fá hinn smáa en knáa Shaqiri á láni.

Kylian Mbappe er hrifinn af Liverpool liðinu

Kylian Mbappe, framherji franska stórliðsins Paris Saint Germain og lykilmaður í heimsmeistaraliði Frakka, líkir Liverpool liðinu við vél í nýju viðtali við breska ríkisútvarpið.

Sjá næstu 50 fréttir