Fleiri fréttir

Eduardo strax farinn að sakna Arsenal

Króatíski Brasilíumaðurinn, Eduardo da Silva, er sorgmæddur yfir því að vera farinn frá Arsenal en hann var seldur á 6 milljónir punda til Shaktar Donetsk í Úkraínu.

Ferguson ekki viss um að halda Vidic

Sögusagnir þess eðlis að serbneski varnarmaðurinn Nemanja Vidic sé á förum til Real Madrid frá Man. Utd ætla ekki að deyja út.

Klaas-Jan Huntelaar til Liverpool í skiptum fyrir Ryan Babel?

Ítalska blaðið Corriere dello Sport segir að Liverpool sé þegar farið að undirbúa það ef Fernando Torres ákveður að fara frá liðinu. Samkvæmt heimildum blaðsins ætlar Liverpool þá að fá Klaas-Jan Huntelaar frá AC Milan og nota landa hans Ryan Babel upp í kaupverðið.

Dan Gosling skrifaði undir fjögurra samning við Newcastle

Newcastle United hefur samið við 21 árs landsliðsmanninn Dan Gosling en hann var með lausan samning hjá Everton. Gosling skrifaði undir fjögurra ára samning en hann var búinn að spila 22 leiki fyrir Everton frá því að hann kom til liðsins í janúar 2008.

Redknapp: Tottenham getur alveg orðið meistari

Harry Redknapp, stjóri Tottenham Hotspur, er sannfærður um að sitt lið geti barist um enska meistaratitilinn á þessu tímabili en hann kom liðinu frekar óvænt inn í Meistaradeildina á síðustu leiktíð.

Liverpool gæti selt Mascherano til Inter fyrir 25 milljónir punda

Liverpool er komið í formlegar viðræður við Evrópumeistarana í Internazionale frá Mílanó um kaup ítalska liðsins á Argentínumanninum Javier Mascherano. Roy Hodgson, stjóri Liverpool, er tilbúinn að selja fyrirliða argentínska landsliðsins fái félagið rétta upphæð fyrir hann.

Obertan tryggði Manchester United sigur í nótt

Frakkinn Gabriel Obertan tryggði Manchester United 1-0 sigur á Philadelphia Union í æfingaleik í nótt á Lincoln Financial Field í Philadelphia í Bandaríkjunum. Þetta var annar leikur United á undirbúningstímabilinu en liðið vann 3-1 sigur á Celtic á föstudaginn var.

Gestir skysports.com spá Manchester United titlinum

Manchester United mun vinna enska meistaratitilinn ef marka má gesti heimasíðu Skysports. 26 prósent spá því að United-liðið endurheimti enska titilinn en 50 þúsund atkvæði hafa borist í könnun síðunnar. Enska úrvalsdeildin fer af stað 14. ágúst.

David James í viðræður við Celtic

Skoska liðið Celtic er að leita sér að markverði eftir að Artur Boruc fór til ítalska liðsins Fiorentina. Neil Lennon, stjóri liðsins, er að vonast eftir því að hinn 39 ára gamli David James standi í marki Celtic í vetur.

Sunderland að kaupa Titus Bramble fyrir eina milljón punda

Wigan hefur samþykkt tilboð Sunderland í varnarmanninn Titus Bramble og er leikmaðurinn á leiðinni í læknisskoðun í Sunderland. Bramble er 28 ára gamall og mun kosta Sunderland eina milljón punda eða um 188 milljónir íslenskra króna.

Engir vuvuzela-lúðrar hjá Arsenal, Liverpool og West Ham

Ensku úrvalsdeildarliðin keppast nú við að banna vuvuzela-lúðrana sem tröllriðu öllu á meðan HM í suður-Afríku stóð. Tottenham var fyrsta félagið til að banna lúðrana á heimaleikjum sínum en nú hefur bæst vel í hópinn af enskum úrvalsdeildarliðum.

Cech missir af byrjun tímabilsins hjá Chelsea

Petr Cech, markmaður Chelsea, missir væntanlega af byrjun tímabilsins vegna meiðsla. Tékkinn er meiddur á hægri kálfa og verður hann líklega frá í fjórar vikur vegna meiðslanna.

Loic Remy á óskalista Liverpool?

Loic Remy er kominn á óskalista Liverpool en hann var talinn nálægt því að ganga í raðir West Ham fyrr í sumar. Remy er ekki fastamaður í franska landsliðinu en hefur þó spilað einn landsleik.

Liverpool ræður fyrrum gítarleikara Simply Red sem nuddara

Sylvan Richardsson var eini sinni gítarleikari hljómsveitarinnar Simply Red en nú hefur hann ráðið sig sem nuddara hjá enska úrvalsdeildarliðinu Liverpool. Richardsson mun því sjá um að gera þá Gerrard, Torres og Cole leikfæra fyrir leiki í vetur.

Hodgson: Gerrard sannfærði Joe Cole um að koma á meðan HM stóð

Roy Hodgson, nýi stjóri Liverpool, segir að Steven Gerrard hafi átt mikinn þátt í því að fá Joe Cole til þess að koma til liðsins. Hodgson segir að fyrirliðinn hafi sannfært Joe Cole um að koma norður til Bítlarborgarinnar á meðan þeir eyddu tíma saman á HM í Suður-Afríku.

Martin Jol verður áfram hjá Ajax

Martin Jol hefur tekið U-beygju á elleftu stundu og verður því ekki næsti stjóri enska úrvalsdeildarliðsins Fulham. Jol ætlar að vera áfram hjá Ajax þar sem hann gerði þriggja ára samning í maílok 2009.

Carragher um komu Joe Cole: Liverpool gefur réttu skilaboðin

Jamie Carragher er mjög ánægður með að Joe Cole, félagi hans úr enska landsliðinu, sé kominn til Liverpool og segir að með því hafi forráðamenn félagsins gefið réttu skilaboðin um að þeim sé alvara með að koma liðinu aftur í hóp bestu liðanna í ensku úrvalsdeildinni.

Martin Jol vill kaupa Robbie Keane til Fulham

Martin Jol, verðandi nýr stjóri Fulham, ætlar að reyna að kaupa Robbie Keane frá Tottenham þegar hann kemst í stjórastólinn hjá félaginu. Keane lék fyrir Martin Jol hjá Tottenham á sínum tíma.

Vuvuzela lúðrar bannaðir á White Hart Lane

Tottenham hefur sett bann á Vuvuzela lúðrana á White Hart Lane. Félagið er það fyrsta í ensku úrvalsdeildinni sem tekur upp bannið sem nokkur önnur lið í Evrópu hafa einnig sett á.

Joey Barton: Það er enginn miðjumaður betri en ég á Englandi

Newcastle-maðurinn Joey Barton hefur trú á því að hann geti spilað sig inn í enska landsliðið á þessu tímabili. Barton er einna frægastur fyrir að lenda í vandræðum innan sem utan vallar og sat meðal annars inn í fangelsi um tíma.

Eduardo á leiðinni til Shaktar Donetsk

Breskir og króatískir netmiðlar greina frá því í dag að Eduardo sé á leiðinni til Shaktar Donetsks frá Arsenal fyrir sex milljónir punda.

Ian Rush: Cole er stórkostlegur leikmaður

"Þetta eru stórkostleg tíðindi fyrir félagið," segir Ian Rush, goðsögn hjá Liverpool, um Joe Cole sem valdi að ganga í raðir félagsins. Hann hafði úr nægu að velja en á endanum heillaði Bítlaborgin mest.

Sjá næstu 50 fréttir