Fleiri fréttir

Essien skoraði í endurkomu sinni

Michael Essien, leikmaður Chelsea, er mættur aftur á völlinn eftir langa fjarveru vegna meiðsla en hann skoraði eina mark liðsins í 1-0 sigri gegn Crystal Palace í gær.

Podolski vill ekki fara frá Köln

Lukas Podolski, leikmaður Köln, segist ekki vera á leið frá félaginu en þessi fyrrum framherji Bayern Munchen hefur verið orðaður við AC Milan eftir góðan árangur með Þýskalandi á HM í sumar.

Heiðar á skotskónum með QPR

Heiðar Helguson, leikmaður QPR og íslenska landsliðsins, var á skotskónum með félagsliði sínu í gær en hann skoraði fyrsta mark QPR í 3-1 sigri gegn 3.deildarliði Torquay en liðið mættust í æfingarleik í gærkvöld.

Ferguson hefur enn tröllatrú á Berbatov

Búlgarinn Dimitar Berbatov fær annað tímabil til þess að sanna sig hjá Man. Utd. Hann olli gríðarlegum vonbrigðum í fyrra og telja margir að ástæða þess að hann fái annað tækifæri í ár sé sú að enginn hafi viljað kaupa hann í sumar nema fyrir skiptimynt.

Lombardo kominn til Man. City

Gamli skallapopparinn Attilio Lombardo er orðinn starfsmaður hjá Man. City en Roberto Mancini hefur ráðið hann í þjálfarateymi félagsins.

Chelsea á eftir hinum nýja Pelé

Chelsea íhugar þessa dagana að bjóða 25 milljónir punda í brasilísku stjörnuna Neymar sem er aðeins 18 ára gamall.

Liverpool búið að selja Insua

Liverpool og Fiorentina náðu í dag samkomulagi um kaupverð á varnarmanninum Emiliano Insua. Ef leikmaðurinn nær síðan saman við liðið er hann farinn til Ítalíu.

Ferguson hefur áhyggjur af Hargreaves

Meiðslavandræði miðjumannsins Owen Hargreaves virðast engan enda ætla að taka og Sir Alex Ferguson, stjóri Man. Utd, viðurkennir að hann hafi stórar áhyggjur af málinu.

Sunderland á eftir Ireland

Sunderland hefur nú staðfest að félagið sé á höttunum eftir Stephen Ireland, leikmanni Man. City. Félagið óttast þó að launakröfur leikmannsins geti reynst félaginu ofviða.

Rooney-hjónin fagna nýjum samningi í Las Vegas

Wayne Rooney og eiginkona hans, Coleen, fögnuðu því í gær að hann hefur komist að samkomulagi um nýjan samning við Man. Utd sem mun færa honum rúmar 36 milljónir punda í vasann.

Lucas vill vera áfram hjá Liverpool

Brasilíumaðurinn Lucas Leiva er lítið að velta sér upp úr því sem fjölmiðlar skrifa um framtíð hans þar sem hann sé hæstánægður hjá Liverpool.

Defoe og King steggjuðu Sol Campbell

Enski varnarmaðurinn Sol Campbell gengur í það heilaga í dag er hann giftist ástinni sinni, Fionu Barratt. Eins og venja er var hann steggjaður af félögum sínum í gær.

Downing fúll út í Capello

Stewart Downing, vængmaður Aston Villa, er ekki enn búinn að jafna sig á því að hafa ekki komist í landsliðshóp Englands fyrir HM í sumar. Hann segir að liðsval Capello þjálfara hafi verið skrítið.

Sunderland vill kaupa Welbeck

Eric Black, aðstoðarstjóri Sunderland, hefur staðfest að félagið sé á höttunum eftir Danny Welbeck, framherja Man. Utd.

Barrera kominn til West Ham

West Ham gekk í dag frá kaupum á mexíkóska landsliðsmanninum Pablo Barrera frá mexíkóska liðinu Pumas. Kaupverðið er í kringum 4 milljónir punda.

Torres og Gerrard ekki til sölu

Roy Hodgson, stjóri Liverpool, er farinn að láta til sín taka og hefur nú lýst því yfir að hvorki Fernando Torres né Steven Gerrard séu til sölu.

Fabregas fer ekki til Barcelona

Hinn nýi forseti Barcelona, Sandro Rosell, hefur játað sig sigraðan í baráttunni um Cesc Fabregas. Rosell segir að Fabregas komi ekki til félagsins fyrr en í fyrsta lagi næsta sumar.

Fabiano gefur Spurs undir fótinn

Brasilíumaðurinn Luis Fabiano virðist vera orðinn heitur fyrir því að ganga í raðir Tottenham Hotspur en hann er orðaður við fjölda félaga þessa dagana.

Downing ráðleggur Milner að fara ekki til City

Stewart Downing óttast að það yrði ekkert allt of góð ákvörðun hjá James Milner að ganga í raðir Man. City þar sem hann geti lent í því að fá takmarkað að spila.

Gordon frá í þrjá mánuði

Craig Gordon, markvörður Sunderland, spilar ekki fótbolta á næstunni eftir að hafa handleggsbrotnað á æfingu með liðinu.

Ungu strákarnir fá tækifæri hjá Man. Utd

Sir Alex Ferguson, stjóri Man Utd, hefur látið í það skína að hann ætli að leyfa ungum leikmönnum félagsins að láta ljós sitt skína enn meira en síðustu tímabil.

Ferguson framlengir við Birmingham

Skoski miðjumaðurinn Barry Ferguson hefur framlengt samningi sínum við félagið til ársins 2012. Hann er afar ánægður með þá niðurstöðu.

Bradley orðaður við Fulham

Bob Bradley, landsliðsþjálfari Bandaríkjanna, er sagður vera einn þriggja þjálfara sem komi til greina sem arftaki Roy Hodgson hjá Fulham.

Rooney vann dómsmál í dag

Wayne Rooney vann í dag dómsmál sem fyrrum umboðsmannafyrirtæki hans höfðaði gegn honum. Fyrirtækið vildi fá 4,3 milljónir punda frá enska framherjanum.

Emile Heskey hættur með enska landsliðinu

Emile Heskey hefur tilkynnt að hann sé hættur að leika með enska landsliðinu. Þetta fer misjafnlega í fjölmiðla sem margir hverjir gera grín að því að Heskey þurfi að tilkynna það.

Mancini ver kaupstefnu Man. City

Manchester City hefur verið duglegt á leikmannamarkaðnum í sumar eins og búist var við. Kaupæði, eða kaupgeðveiki eins og einhverjir kalla það, fer illa ofan í marga sem gagnrýna endalaus risakaup liðsins.

Man. Utd frumsýndi nýja búninginn í Chicago

Undirbúningstímabil Man. Utd er hafið en liðið er statt þessa dagana í Chicago við æfingar. Liðið notaði einnig tækifærið til þess að frumsýna nýjan búning félagsins fyrir veturinn.

Redknapp vill Bellamy en finnst hann of dýr

Harry Redknapp var mjög opinskár um leikmannakaup í viðtali við Soccernet nýverið. Hann greindi meðal annars frá því að hann hefði áhuga á Craig Bellamy en að hann væri of dýr.

Fabregas gerir lítið úr búningamálinu

Cesc Fabregas, fyrirliði Arsenal, segir að stuðningsmenn félagsins eigi ekkert að vera að æsa sig of mikið yfir því að hann hafi verið klæddur í Barcelona-búning er spænska landsliðið var að fagna heimsmeistaratitlinum.

Manchesterliðin slást um Zlatan

Forráðamenn Man. Utd og Man. City munu hitta umboðsmann Svíans Zlatan Ibrahimovic í næstu viku til þess að ræða framtíð leikmannsins.

Ngog verður áfram hjá Liverpool

Umboðsmaður framherjans unga hjá Liverpool, David Ngog, segir ekkert hæft í þeim fréttum að leikmaðurinn verði ekki í herbúðum Liverpool í vetur.

Balotelli yrði betra í enska boltanum en þeim ítalska

Ítalinn Carlo Ancelotti, stjóri Chelsea, er fullviss um að framherjinn Mario Balotelli yrði á heimavelli í enska fótboltanum. Balotelli hefur verið sterklega orðaður við England í allt sumar og bæði Manchester-liðin eru á eftir honum.

Torres ákveður sig eftir tvær vikur

Hetja Spánverja á HM, Andres Iniesta, segir að félagi sinn í spænska landsliðinu, Fernando Torres, muni taka ákvörðun um framtíð sína á næstu dögum.

Hodgson vill fá Scharner til Liverpool

Umboðsmaður Austurríkismannsins Paul Scharner hefur greint frá því að Liverpool sé á höttunum eftir leikmanninum fjölhæfa. Hann segir leikmanninn dreyma um að spila með félaginu.

Sjá næstu 50 fréttir