Fleiri fréttir

Cole sektaður og hugsanlega settur á sölulista

Breskir fjölmiðlar greina frá því í dag að eigandinn Roman Abramovich hjá Chelsea sé bálreiður yfir enn einu hneykslinu sem leikmenn hans hafa valdið á undanförnum vikum.

Redknapp: Góð frammistaða á slæmum velli

„Ég er verulega sáttur við okkar frammistöðu, sérstaklega þegar mið er tekið af vallaraðstæðum sem voru mjög erfiðar," sagði Harry Redknapp, knattspyrnustjóri Tottenham, eftir að hans lið vann 3-0 sigur á Wigan.

Benítez: Var erfitt að skapa færi

„Þetta var erfiður leikur og svekkjandi hve erfiðlega gekk að skapa færi," sagði Rafa Benítez, stjóri Liverpool, eftir markalausa jafnteflið við Manchester City í dag.

Van der Sar ætlar að framlengja hjá United

Hollenski markvörðurinn Edwin van der Sar fagnar 40 ára afmæli sínu síðar á þessu ári. Þrátt fyrir aldurinn er hann þó ekkert að fara að henda hönskunum í skápinn.

Torres mættur á bekkinn

Fernando Torres, hinn frábæri spænski sóknarmaður Liverpool, er mættur aftur í leikmannahóp liðsins eftir meiðsli á hné. Torres vermir tréverkið í leik Manchester City og Liverpool sem hefst nú klukkan 15.

Arfaslakt lið Bolton lá fyrir Blackburn

Grétar Rafn Steinsson lék fyrir Bolton sem tapaði 3-0 fyrir Blackburn á Ewood Park í dag. Bolton hefur ekki skorað mark í úrvalsdeildinni í 500 mínútur.

Óánægja í herbúðum City?

Enskir fjölmiðlar segja frá því í morgun að Roberto Mancini sé í baráttu um að vinna sér inn virðingu hjá leikmönnum Manchester City.

Carragher: Hættum að skrifa slakt gengi á söluna á Xabi Alonso

Jamie Carragher, miðvörður Liverpool, er á því að félagið verði að fara að gleyma Xabi Alonso og hætta að skrifa slakt gengi í vetur á söluna á honum í sumar. Liverpool hefur ekki náð að fylgja eftir góðu tímabili í fyrra þar sem liðið var aðeins hársbreidd frá enska titlinum.

Leikir í enska boltanum í dag: Baráttan um 4. sætið

Liðin sem berjast um fjórða sæti ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta verða í aðalhlutverki í leikjum deildarinnar í dag en þá fara alls fram sex leikir. Stórleikurinn er á milli Manchester City og Liverpool, liðanna í 4. og 5. sæti deildarinnar en Tottenham Hotspur og Aston Villa eru bæði skammt undan og spila líka í dag.

Dirk Kuyt: Manchester City getur ekki keypt sögu Liverpool

Dirk Kuyt og félagar í Liverpool vita að þeir mega ekki tapa á móti Manchester City í dag í einum af úrslitaleikjunum um fjórða sæti í ensku úrvalsdeildinni og þar sem síðasta sætið inn í Meistaradeildina á næsta tímabili.

Salif Diao tryggði Stoke sigur á Portsmouth í lokin

Stoke fór langt með það að fella Portsmouth úr ensku úrvalsdeildinni eftir 2-1 sigur á Fratton Park í kvöld. Salif Diao tryggði Stoke sigurinn með marki í uppbótartíma eftir að Portsmouth hefði verið betri aðilinn stærstan hluta leiksins.

David Moyes: Snilldar frammistaða

„Það er alls ekki auðvelt að leggja Manchester United," sagði David Moeys, knattspyrnustjóri Everton, eftir að hans menn lögðu Englandsmeistarana óvænt 3-1.

Tap hjá Man Utd - Varamennirnir hetjur Everton

Everton gerði sér lítið fyrir og vann 3-1 sigur á Englandsmeisturum Manchester United í dag. Þetta er í fyrsta sinn á tímabilinu sem United tapar leik eftir að hafa komist yfir.

Ferguson: Ég notaði Rooney ekki rétt á síðasta tímabili

Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, hefur viðurkennt það að hann notaði Wayne Rooney ekki rétt á síðasta tímabili. Ástæðan var að Rooney vill bara spila og er tilbúinn að vera hvar sem er á vellinum svo framarlega sem hann er inn á vellinum.

Leikir dagsins í enska boltanum: Öll toppliðin að spila

Það fara fimm leikir fram í ensku úrvalsdeildinni í dag og öll þrjú efstu liðin eru að spila. Efstu tvö liðin, Chelsea og Manchester United, eiga bæði útileiki en Arsenal sem er í 3. sæti er á heimavelli á móti Sunderland.

Redknapp: Woodgate hugsanlega ekki meira með á tímabilinu

Knattspyrnustjórinn Harry Redknapp hjá Tottenham hefur staðfest að varnarmaðurinn Jonathan Woodgate eigi enn langt í land með að ná sér af þeim meiðslum sem hafa verið að plaga hann undanfarið. Woodgate á við þrálát nárameiðsli að stríða sem hafa orðið til þess að hann hefur aðeins leikið þrjá leiki til þessa á tímabilinu.

Cahill frá vegna meiðsla í þrjár vikur

Knattspyrnustjórinn David Moyes hjá Everton hefur staðfest að miðjumaðurinn öflugi Tim Cahill verði líklega frá vegna meiðsla næstu þrjár vikur.

Wenger: Styttist í endurkomu Van Persie

Knattspyrnustjórinn Arsene Wenger hjá Arsenal hefur staðfest að framherjinn Robin Van Persie eigi ekki langt í land með að ná sér af ökklameiðslum sem hafa háð hann síðustu mánuði.

Mancini: Það er ekkert vandamál á milli mín og Bellamy

Knattspyrnustjórinn Roberto Mancini hjá Manchester City hefur þvertekið fyrir þær sögusagnir í breskum fjölmiðlum í dag um að hann og framherjinn Craig Bellamy hafi rifist heiftarlega á æfingarsvæði félagins á miðvikudag.

Vidic leikur gegn Everton á morgun

Serbneski varnarmaðurinn Nemanja Vidic snýr aftur í lið Manchester United á morgun þegar liðið leikur gegn Everton í hádegisleik enska boltans.

Cole kom innbrotsþjófum í opna skjöldu

Innbrotsþjófar reyndu að brjótast inn í glæsivillu knattspyrnustjörnunnar Ashley Cole og eiginkonu hans, poppstjörnunnar Cheryl. Þeir flúðu hinsvegar af vettvangi þegar þeir uppgötvuðu að Cole var innandyra.

John Jensen: Arsenal getur unnið sjö leiki í röð og tekið titlinn

John Jensen, fyrrum leikmaður Arsenal og danska landsliðsins, er í viðtali við vefmiðilinn goal.com þar sem hann spáir í endasprettinn hjá Arsenal í ensku úrvalsdeildinni. Hann segir að leikjadagskrá liðanna bjóði upp á tækifæri fyrir hans gamla lið að vinna titilinn.

Leyfið hans Tevez framlengt - ekki með á móti Liverpool?

Carlos Tevez verður væntanlega í Argentínu þar til að ástand dóttur hans batnar sem þýðir að Manchester City verður væntanlega án hans í leiknum mikilvæga á móti Liverpool í ensku úrvalsdeildinni á sunnudaginn.

Bellamy og Mancini rifust eins og hundur og köttur

Það er allt komið upp í háaloft á milli Craig Bellamy og Roberto Mancini, stjóra Manchester City samkvæmt frétt á The Times eftir að þeir rifust eins og hundur og köttur í gærkvöldi. Bellamy var mikill stuðningsmaður Mark Hughes og margir voru búnir að bíða eftir því að upp úr syði á milli þeirra.

Formaður Stoke: Dæmt með stóru liðunum

Peter Coates, stjórnarformaður Stoke, segir að það halli á sitt lið í dómgæslunni. Hann er allskostar ekki sáttur við dómgæslu Alan Wiley í 1-1 jafnteflinu gegn Manchester City á þriðjudag.

Gerrard: Sýndum þolinmæði og hún skilaði sér í sigri

„Þeir voru erfiðir að eiga við en það kom okkur svo sem ekkert á óvart. Við sýndum þolinmæði og hún skilaði sér í sigri,“ sagði fyrirliðinn Steven Gerrard hjá Liverpool eftir nauman 1-0 sigur liðsins gegn Unirea Urziceni í fyrri leik liðanna í 32-liða úrslitum Evrópudeildar UEFA á Anfield-leikvanginum í kvöld.

Evrópudeild UEFA: Liverpool vann með herkjum

Nú er öllum leikjum kvöldsins í 32-liða úrslitum Evrópudeildar UEFA lokið og þó nokkuð var um óvænt úrslit. Liverpool lenti í miklum erfiðleikum með Unirea Urziceni á Anfield-leikvanginum í kvöld.

Hermann: Þurfum bara að einbeita okkur að okkar vinnu

„Fólk er að vinna hörðum höndum á bak við tjöldin til þess að laga fjárhagsstöðuna hjá félaginu. Við leikmennirnir þurfum bara að einbeita okkur að okkar vinnu. Við þurfum bara að halda haus og fara inn á völlinn og hala inn stig,“ segir Hermann Hreiðarsson um stöðu mála hjá Portsmouth í viðtali við Sky Sports fréttastofuna.

Portsmouth sækir um undanþágu til að selja leikmenn

Samkvæmt heimildum Sky Sports fréttastofunnar hafa forráðamenn Portsmouth sótt um sérstaka undanþágu til stjórnar ensku úrvalsdeildarinnar til þess að fá að selja leikmenn frá félaginu þrátt fyrir að félagaskiptaglugginn sé lokaður á Englandi.

Vill Barcelona fá John O'Shea?

Ein allra athyglisverðasta fótboltafrétt dagsins birtist í spænska dagblaðinu Sport. Þar er John O'Shea, hinn fjölhæfi leikmaður Manchester United, orðaður við Evrópumeistara Barcelona.

Gerrard: Ekki gera lítið úr Evrópudeildinni

„Það eru margir sem gera lítið úr Evrópudeildinni, ég er ekki einn af þeim. Ég hef lyft UEFA-bikarnum og það er sérstakur titill," segir Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool.

Sjá næstu 50 fréttir