Fleiri fréttir

Kórdrengir halda lífi í baráttunni um sæti í efstu deild

Nú rétt í þessu lauk tveimur leikjum í Lengjudeild karla í knattspyrnu. Kórdrengir unnu mikilvægan 4-0 heimasigur gegn föllnum Víkingum frá Ólafsvík og halda því enn í vonina um sæti í efstu deild. Á sama tíma gerðu Afturelding og Vestri 2-2 jafntefli.

ÍBV nálgast sæti í efstu deild

ÍBV vann í dag mikilvægan 1-0 sigur þegar að liðið heimsótti Þór frá Akureyri í Lengjudeild karla í knattspyrnu í dag. Eyjamenn eru enn í harðri baráttu um sæti í efstu deild á næsta tímabili, en Þórsarar eru ekki enn búnir að hrista falldrauginn af sér.

Stjórn KSÍ mun ekki víkja Klöru frá störfum

Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, mun að öllu óbreyttu sinna störfum sínum fyrir sambandið áfram næstu mánuði. Hún ætlar ekki að stíga frá borði og sitjandi stjórn ætlar ekki að víkja henni frá störfum.

Er svo mikil­vægt fyrir þetta Eyjalið að sýna Eyja­hjarta

ÍBV vann góðan 3-1 sigur á Stjörnunni í Pepsi Max deild kvenna í gær. Ian Jeffs, þjálfari liðsins, var mjög sáttur með sigurinn en hann var hvað ánægðastur með Eyjahjartað sem lið hans spilaði með. „Eyjahjartað“ var rædd í Pepsi Max Mörkunum að leik loknum.

Sárt að yfirgefa Seltjarnarnes en spennandi tímar fram undan

Pétur Theódór Árnason, framherji Gróttu og markahæsti leikmaður Lengjudeildar karla í fótbolta, er spenntur fyrir fyrirhuguðum vistaskiptum til Breiðabliks. Erfitt verði að yfirgefa heimahagana á Seltjarnarnesi en gott verði að endurnýja kynni við gamlan þjálfara hans.

Tíu HK-konur sendu ÍA niður í fallsæti

HK vann gríðarmikilvægan 2-1 útisigur á ÍA á Akranesi í lokaleik 16. umferðar Lengjudeildar kvenna í fótbolta í kvöld. Bæði lið berjast fyrir lífi sínu í deildinni.

Umfjöllun: Tinda­stóll - Kefla­vík 0-1| Aerial Chavarin hetja Keflavíkur

Keflavíkurstúlkur hafa verið að spila vel í undanförnum leikjum. Þær hafa nú safnað sjö stigum í síðustu þremur leikjum.Aerial Chavarin gerði eina mark leiksins og reyndist hetja Keflavíkur þegar liðið vann 0-1 sigur á botnliði Tindastóls sem var fyrir leik aðeins tveimur stigum frá Keflavík.

Fylkir búinn að hafa samband við Rúnar Pál

Fylkir hefur sett sig í samband við Rúnar Pál Sigmundsson í þeirri von að hann hafi áhuga á að taka við karlaliði félagsins í fótbolta. Atla Sveini Þórarinssyni og Ólafi Inga Stígssyni var sagt upp störfum í dag.

Atli Sveinn og Ólafur látnir fara í Árbænum

Fylkir hefur sagt upp þeim Atla Sveini Þórarinssyni og Ólafi Inga Stígssyni úr stöðu þjálfara meistaraflokks karla hjá félaginu. Fylkismenn féllu niður fallsæti í Pepsi Max-deildinni í gær.

Pétur Theo­dór til liðs við Breiða­blik

Breiðablik, topplið Pepsi Max deildar karla, hefur tilkynnt að Pétur Theódór Árnason, framherji Gróttu í Lengjudeildinni, muni ganga til liðs við félagið að tímabilinu loknu.

Trúlofaðist æskuástinni og stakk svo af til Íslands

Bandaríska knattspyrnukonan Dani Rhodes hefur slegið í gegn með Þrótti í Pepsi Max deild kvenna í sumar. Hún hefur skorað þrjú mörk í fimm deildarleikjum og eitt mark í einum bikarleik, en hún segist aldrei gleyma vikunni þegar hún ákvað að koma til Íslands.

Tíu Kórdrengir héldu lífi í toppbaráttunni

Fimm leikir fóru fram í Lengjudeild karla í dag. Alex Freyr Hilmarsson var hetja Kórdrengja þegar að liðið vann Grindavík 2-1, Afturelding vann 3-1 sigur gegn Þrótti R., tíu leikmenn Fram kláruðu 2-1 sigur gegn Gróttu, Selfyssingar tryggðu áframhaldandi veru í deildinni með 3-0 sigri gegn Víkingi Ólafsvík og Þór frá Akureyri og Fjölnir gerðu markalaust jafntefli.

„Er hann þá ekki svolítið búinn að missa hópinn?“

„Leikirnir þeirra eru að hleypast upp í allt of mikla kaós,“ segir Margrét Lára Viðarsdóttir, sérfræðingur Pepsi Max markanna, um lið Fylkis eftir 1-0 tap liðsins fyrir Stjörnunni í Pepsi Max-deild kvenna í fótbolta. Fylkiskonur eru í mikilli fallhættu.

Þrjú rauð spjöld á loft þegar KR endurheimti toppsæti Lengjudeildarinnar

Heil umferð var á dagskrá í Lengjudeild kvenna í kvöld. KR-ingar unnu Aftureldingu 3-0 í toppslag deildarinnar þar sem að þrjú rauð spjöld fóru á loft, Grótta vann 2-1 sigur á Aftureldingu, Haukar unnu Augnablik 3-2, Víkingur vann 4-1 sigur gegn ÍA og Grindvíkingar gerðu 4-4 jafntefli gegn FH.

Umfjöllun og viðtöl: Kefla­vík – Breiða­blik 1-1 | Blikastúlkur björguðu stigi

Keflavík gerði 1-1 jafntefli á móti Blikum á HS Orku vellinum í kvöld. Keflavík hékk fyrir ofan fallsæti fyrir leik á markatölunni einni, þurfti nauðsynlega á sigri að halda í kvöld. Valur tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í gær og eru því Blikar að setja einbeitingu sína á Meistaradeildina, en þær halda til Króatíu 1. september og spila þar við Osijek í umspili um sæti í riðlakeppni Meistaradeildarinnar.

Gunnar Magnús Jónsson: Við missum einn dag í hvíld

Gunnar Magnús Jónsson, þjálfari Keflvíkinga, var afar svekktur með að hafa misst leikinn niður í 1-1 jafntefli gegn Breiðablik í kvöld. Hann vandar dómurum leiksins ekki kveðjurnar, en Selma Sól virtist vera rangstæð þegar hún skoraði jöfnunarmarkið.

Guðmann tók í lurginn á samherja sínum

Guðmann Þórisson hafði lítinn húmor fyrir því þegar Hörður Ingi Gunnarsson, samherji hans, var að dútla með knöttinn í eigin vítateig gegn Keflavík er liðin mættust í Kaplakrika. Guðmann lét Hörð Inga heyra það og bakvörðurinn svaraði fullum hálsi.

Sjá næstu 50 fréttir