Fleiri fréttir

Fram og Magni taka undir með KR

Stjórnir knattspyrnudeilda Fram og Magna hafa sent frá sér yfirlýsingu og líst yfir óánægju með ákvörðun KSÍ frá því í gær um að aflýsa mótinu.

Formaðurinn vill ekki tjá sig um fögnuð Leiknismanna

Leiknir Reykjavík er komið upp í Pepsi Max deildina 2021 eftir að KSÍ tók ákvörðun um að blása Íslandsmótið í knattspyrnu af í gær, þar sem Leiknir var í öðru sæti þegar einungis tvær umferðir voru eftir af mótinu.

KR ætlar að áfrýja ákvörðun KSÍ

Stjórn Knattspyrnudeildar KR hefur ákveðið að áfrýja ákvörðun KSÍ um að hætta keppni í Íslandsmótinu í knattspyrnu og láta núverandi stöðutöflu gilda. KR er það lið í Pepsi Max deildinni sem fer hvað verst út úr ákvörðuninni, enda þýðir hún að liðið muni ekki leika í Evrópukeppni næsta tímabil.

„Auðvitað munu alltaf einhverjir sitja eftir með sárt ennið“

KSÍ tók þá erfiðu ákvörðun í gær að flauta af Íslandsmótið í knattspyrnu og láta núverandi stöðutöflur gilda. Sú ákvörðun kemur sér misvel fyrir knattspyrnulið á Íslandi, sum þeirra njóta góðs af á meðan önnur sem sáu fram á að bæta stöðu sína með góðum lokaspretti sitja eftir í súpunni.

Magnamenn ætla að leita réttar síns

Sveinn Þór Steingrímsson, þjálfari Magna Grenivíkur í Lengjudeild karla var eðlilega manna ósáttastur með ákvörðun KSÍ. Magni fellur úr Lengjudeildinni á markatölu, einu marki munar á liði Magna og Þrótti Reykjavíkur.

Guðni sagði ákvörðunina nauðsynlega

Guðni Bergsson, formaður KSÍ, segir að ákvörðun KSÍ í dag um að blása allt mótahald af vegna kórónuveirufaraldursins hafi verið nauðsynleg.

„Auð­vitað er þetta á­kveðinn léttir“

Þórir Hákonarson, íþróttafulltrúi Þróttar, segir að það sé ákveðinn léttir að niðurstaða sé komin í hvað verður um Íslandsmótin og bikarkeppnina í knattspyrnu.

Markmiðið var alltaf að vinna tvöfalt

Þorsteinn Halldórsson, þjálfari Íslandsmeistara Breiðabliks í Pepsi Max deild kvenna í knattspyrnu, var nokkuð ánægður með að lið hans væri orðið meistari er Vísir heyrði í honum í kvöld. Hann hefði þó viljað vinna tvöfalt í ár.

Keppni á Íslandsmótinu í knattspyrnu hætt

Knattspyrnusamband Íslands greindi frá því nú rétt í þessu að keppni á Íslandsmótinu í knattspyrnu yrði hætt. Var þetta samþykkt á fundi sambandsins nú í dag.

KSÍ frestar leikjum helgarinnar

Knattspyrnusamband Íslands hefur frestað þeim tveimur leikjum sem fara áttu fram um helgina, í Lengjudeild karla og 2. deild kvenna.

Smit hjá Þór/KA

Leikmaður Þórs/KA fékk jákvæða niðurstöðu úr kórónuveiruprófi.

Segja fámennt í samtökunum en aðhaldið nauðsynlegt

Formaður Leikmannasamtaka Íslands hefur gagnrýnt stjórn KSÍ fyrir að hafa leikmenn ekki með í ráðum. Sérfræðingar Pepsi Max stúkunnar segja samtökin þurfa að vera sterk en hins vegar séu fáir leikmenn úr efstu deild karla meðlimir.

KSÍ ætlar að klára Íslandsmótið

Svo lengi sem takmarkanir á æfingum og keppni verði afnumdar eigi síðar en 3. nóvember ætlar KSÍ að klára Íslandsmótið í fótbolta.

Sjá næstu 50 fréttir