Fleiri fréttir

Segir Gakpo mögulega hafa farið of snemma til Liverpool

Hollenski landsliðsmaðurinn Cody Gakpo hefur ekki náð að fylgja eftir frábæru heimsmeistaramóti hjá sínu nýja liði Liverpool. Nýr landsliðsþjálfari hans, Ronald Koeman, segir Gakpo mögulega hafa farið of snemma í ensku úrvalsdeildina.

Zlatan í uppáhaldi hjá nýliðanum í landsliðinu en felur stælana betur

Ólöf Sigríður Kristinsdóttir, nítján ára framherji Þróttar, er eini nýliðinn í íslenska fótboltalandsliðinu sem keppir á Pinatar-mótinu á Spáni síðar í mánuðinum. Hún er búin að jafna sig að fullu á hnémeiðslunum sem plöguðu hana í fyrra og ætlar sér að keppa á toppi Bestu deildarinnar með Þrótti í sumar. Eftirlætis leikmaður hennar er Svíinn kokhrausti, Zlatan Ibrahimovic.

Félagi Birkis hneykslaður á ákvörðun Tyrkja

Þrátt fyrir að enn sé verið að leita að fólki í rústum bygginga eftir jarðskjálftann mannskæða í Tyrklandi hefur verið ákveðið að næsta umferð í tyrknesku úrvalsdeildinni verði spiluð eftir rúma viku.

Fyrsti deildarsigur Juventus síðan stigin voru dregin af liðinu

Juventus sótti þrjú stig er liðið vann öruggan 3-0 útisigur gegn Salernitana í ítölsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Þetta var fyrsti deildarsigur Juventus síðan 15 stig voru dregin af liðinu fyrir brot á félagsskiptareglum.

Þriðji táningurinn frá Ítalíu til Vals

Hlynur Freyr Karlsson er genginn í raðir knattspyrnuliðs Vals. Hlynur, sem verður 19 ára í apríl, kemur til félagsins frá Bologna á Ítalíu þar sem hann lék fyrir U19-liðið. Hann er fyrirliði U19-landsliðs Íslands.

Nike vill ekkert með Greenwood hafa

Mason Greenwood, leikmaður Manchester United, hefur ekki fengið nýjan samning við bandaríska íþróttavöruframleiðandann Nike þrátt fyrir að hann hafi ýjað að því.

Vill að Klopp biðji blaðamanninn afsökunar

Dietmar Hamann, fyrrverandi leikmaður Liverpool, hefur gaman að því að pota í Jürgen Klopp, knattspyrnustjóra liðsins, og lét tækifæri sem bauðst eftir uppákomu á blaðamannafundi sér ekki úr greipum ganga.

Uppfært: Atsu enn ófundinn

Ekki hefur tekist að bjarga ganverska fótboltamanninum Christian Atsu úr rústum byggingar eftir jarðskjálftann mikla í Tyrklandi í fyrrinótt.

Vara­ne segist vera að kafna vegna fjölda leikja

Franski miðvörðurinn Raphaël Varane segir knattspyrnumenn á hæsta getustigi spila alltof marga leiki. Varane lagði nýverið landsliðsskóna á hilluna þrátt fyrir að vera ekki orðinn þrítugur.

Ten Hag ætlar út með ruslið

Erik Ten Hag, þjálfari Manchester United, ætlar að taka rækilega til í leikmannamálum félagsins í sumar. Talið er að sex leikmenn verði seldir í sumar, þar á meðal verða fyrirliðinn Harry Maguire og framherjinn Anthony Martial.

Marsch rekinn frá Leeds

Jesse Marsch hefur verið sagt upp störfum sem knattspyrnustjóra Leeds United. Liðið er í harðri fallbaráttu í ensku úrvalsdeildinni.

„Gat ekki staðið í lappirnar og var mjög hrædd“

„Þetta er skelfilegt,“ segir Birkir Bjarnason, leikjahæsti landsliðsmaður Íslands í fótbolta, sem býr ásamt kærustu sinni í Tyrklandi þar sem risastór jarðskjálfti reið yfir í nótt og hefur orðið fjölda fólks að bana.

Lýsir Guar­diola sem klikkaða prófessornum

Chris Sutton veltir fyrir sér í pistli í Daily Mail hvað Pep Guardiola, knattspyrnustjóra Manchester City, gangi hreinlega til með umdeildum ákvörðunum sínum að undanförnu.

Inter hafði betur í Mílanóslagnum

Lautaro Martinez var hetja Inter en hann skoraði eina markið í nágrannaslagnum gegn AC Milan í kvöld. Inter er enn í öðru sæti ítölsku úrvalsdeildarinnar.

Sjá næstu 50 fréttir