Fleiri fréttir

Hafnar orðrómnum um klásúlu í samningi Haalands

Pep Guardiola sagði við blaðamenn eftir sigur Manchester City í gærkvöld að ekkert væri til í þeim sögusögnum að Erling Haaland væri með klásúlu í sínum samningi sem gerði honum kleift að fara frá félaginu til Real Madrid.

Sjáðu Danijel fylltan hetjumóð og glæsimark Telmo gegn FH

Víkingar gerðu endanlega út um vonir Vals um Evrópusæti með mögnuðum 3-2 endurkomusigri í Bestu deild karla í fótbolta og FH er enn í fallsæti eftir 2-1 tap í Vestmannaeyjum. Mörkin úr leikjunum má nú sjá hér á Vísi.

Ten Hag þakkar Guardiola fyrir kennslustundina

Erik ten Hag, knattspyrnustjóri Manchester United, þakkaði Pep Guardiola og Manchester City fyrir kennslustundina sem City veitti United í 6-3 sigrinum í ensku úrvalsdeildinni síðustu helgi.

Chelsea sigraði slakt lið AC Milan

Chelsea vann þægilegan 3-0 sigur á AC Milan í stórleik kvöldsins í Meistaradeild Evrópu en Milan var alls án níu leikmanna vegna meiðsla í kvöld.

Frá Fagralundi til Kalkútta

Þórhallur Siggeirsson hefur verið ráðinn aðstoðarþjálfari East Bengal sem leikur í indversku úrvalsdeildinni.

Núñez: „Ég skil ekki orð af því sem Klopp segir“

Darwin Núñez, framherji Liverpool, segist lítið skilja í Jürgen Klopp, knattspyrnustjóra liðsins. Enskukunnátta leikmannsins er ekki upp á sitt besta en hann kveðst vera á réttri leið eftir erfiða byrjun í Bítlaborginni.

Xabi Alonso að taka við Leverkusen

Xabi Alonso, fyrrverandi leikmaður Liverpool, Real Madrid og fleiri liða, mun að öllum líkindum verða næsti knattspyrnustjóri Bayer Leverkusen.

Rosenborg kynnir Ísak Snæ til leiks

Norska liðið Rosenborg hefur gengið frá kaupum á Ísaki Snæ Þorvaldssyni frá Breiðabliki. Ísak klárar tímabilið hér heima og fer til Rosenborgar um áramótin.

Mættar til Algarve en vita ekki hvert þær fara svo

Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta er nú komið saman í Algarve í Portúgal þar sem það mun æfa næstu daga fyrir leikinn sem sker úr um það hvort þær komist í lokakeppni HM í fyrsta sinn.

Öll mörkin úr Meistaradeildinni: Sjáðu perlumark Liverpool

Barcelona er komið í slæm mál eftir tap gegn Inter í dauðariðlinum og Napoli heldur áfram að slá í gegn og er fyrir ofan Liverpool, í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í fótbolta. Átta leikir voru spilaðir í gær og nú má sjá mörkin úr þeim öllum hér á Vísi.

„Ég er hneykslaður“

Þjálfara Barcelona, Xavi, var heitt í hamsi eftir 1-0 tapið gegn Inter í Meistaradeild Evrópu í gærkvöld og taldi óréttláta dómgæslu hafa orðið sínu liði að falli.

„Gott að maður hafi náð að sokka allavega einhverja“

Dagur Dan Þórhallsson, leikmaður Breiðabliks, hefur verið einn besti leikmaður Íslandsmótsins í knattspyrnu í sumar. Þeir voru ekki margir sem höfðu trú á honum þegar hann gekk til liðs við Breiðablik frá Mjøndalen í Noregi fyrir tímabilið, en hann hefur heldur betur sannað sig.

Napoli fór illa með Ajax | Club Brugge enn með fullt hús stiga

Þriðja umferð Meistaradeildar Evrópu fór hófst í kvöld með átta leikjum. Í A-riðli vann Napoli afar sannfærandi 1-6 sigur gegn Ajax og í B-riðli er belgíska liðið Club Brugge enn með fullt hús stiga eftir 2-0 sigur gegn Atlético Madrid.

Öruggur sigur Liverpool gegn Rangers

Liverpool vann öruggan 2-0 sigur er liðið tók á móti Rangers í A-riðli Meistaraeildar Evrópu í kvöld. Sigurinn þýðir að Liverpool heldur í við topplið Napoli sem valtaði yfir Ajax á sama tíma.

Franskar stórborgir sniðganga HM í Katar

Borgaryfirvöld í París, höfuðborg Frakklands, tilkynntu í gærkvöld að borgin muni sniðganga heimsmeistaramót karla í fótbolta í Katar í vetur. Engir risaskjáir verða settir upp í borginni líkt og hefð er fyrir.

Margrét skorar á Eyjamenn: „Þær munu bara sitja eftir“

Margrét Lára Viðarsdóttir flutta eldræðu um aðstöðuna sem knattspyrnulið ÍBV hafa yfir vetrartímann, í lokaþætti Bestu markanna á Stöð 2 Sport, og Mist Rúnarsdóttir sagðist vonast til þess að bæjarstjórnin í Vestmannaeyjum fengi ræðuna senda.

Ísak Snær mættur til Þrándheims

Ísak Snær Þorvaldsson, leikmaður Breiðabliks, er mættur til Þrándheims í Noregi og mun líklega ganga frá skiptum til Rosenborgar. Hann mun þá ganga til liðs við félagið þegar félagsskiptaglugginn opnar á ný um áramótin.

Vildu ekki starfa saman og voru báðir látnir fara

Perry Mclachlan og Jón Stefán Jónsson, sem í fyrra voru ráðnir til þriggja ára sem þjálfarar knattspyrnuliðs Þórs/KA, hafa báðir látið af störfum. Jón Stefán segir stjórn Þórs/KA hafa tekið þá ákvörðun þar sem þeir vildu ekki starfa saman.

Starfið undir í stórleiknum í kvöld?

Stórleikur er á dagskrá í C-riðli Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Inter tekur á móti Barcelona á Giuseppe Meazza leikvanginum í Mílanó en leikurinn gæti haft mikið að segja um hvort liðanna fari í 16-liða úrslit og einnig um framtíð Simone Inzaghi hjá ítalska liðinu.

Börn með tárin í augunum meðal drukkinna stuðningsmanna

Faðir sem fór með börnin sín tvö á bikarúrslitaleik Víkings og FH segir að drukknir áhorfendur hafi sett svartan blett á upplifunina. Honum fannst öryggisgæslu á leiknum ábótavant. Samskiptastjóri KSÍ segir að hún hafi verið með hefðbundnum hætti og erfitt sé að koma í veg fyrir skrílslæti stuðningsmanna.

Sjá næstu 50 fréttir