Fleiri fréttir

Harrington hættur hjá KR eftir stormasamt sumar

Chris Harrington er hættur sem þjálfari kvennaliðs KR í fótbolta. Hann kom inn í þjálfarateymi liðsins á miðju tímabili sem lauk um helgina og KR-liðið fallið úr efstu deild.

Draumar Jasmínar halda áfram að rætast

Jasmín Erla Ingadóttir hefur átt frábæra síðustu daga og í dag var hún svo valin í íslenska landsliðið sem á fyrir höndum úrslitaleik um sæti á HM í fótbolta.

Harma hegðun „nokkurra skemmdra epla“

Knattspyrnufélagið Víkingur hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem framkoma nokkurra stuðningsmanna á bikarúrslitaleiknum um helgina er hörmuð. Félagið hefur óskað eftir myndum og upptökum og vill ná tali af mönnunum.

Sjáðu fimm bestu mörk sumarsins

Bestu mörkin völdu fimm bestu mörk tímabilsins í Bestu deild kvenna í lokaþætti sumarsins sem var eftir lokaumferð deildarinnar á laugardag.

Stólpagrín gert að Hart stem steinlá

Joe Hart, fyrrverandi landsliðsmarkvörður Englands, þótti sýna mikla leikræna tilburði í leik með Celtic gegn Motherwell í skosku úrvalsdeildinni í fótbolta um helgina.

Haaland fékk fyndin skilaboð frá liðsfélaga á boltann

„Þetta á eftir að kosta mikinn pening í kaupum á fótboltum,“ skrifaði Aymeric Laporte, leikmaður Manchester City, við mynd af þeim Erling Haaland og Phil Foden sem báðir fengu keppnisbolta til eignar eftir að hafa skorað þrennu í 6-3 sigrinum gegn Manchester United.

Elín Metta er hætt

Knattspyrnukonan og markaskorarinn Elín Metta Jensen hefur lagt skóna á hilluna. Hún varð Íslandsmeistari með Val um helgina og valin í íslenska landsliðshópinn sem kemur saman í vikunni til undirbúnings fyrir úrslitaleikinn um sæti á HM.

Öruggur sigur Juventus á Bologna

Juventus kom sér aftur á sigurbraut í ítölsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld þegar liðið fékk Bologna í heimsókn.

„Við erum með öfluga og hættulega menn fram á við“

Jón Þórir Sveinsson, þjálfari Fram, var sáttur með 3-2 sigur á Leikni í fyrsta leik neðri hluta Bestu deildar karla í kvöld. Framarar lentu undir strax í upphafi leiks en tókst að koma til baka og vinna leikinn að lokum með einu marki. 

Umfjöllun og viðtöl: Fram - Leiknir 3-2| Danmerkur drengirnir á skotskónum í kvöld

Það voru sannkallaðir danskir dagar er Fram tók á móti Leikni í fyrsta leik í neðri hluta Bestu deildar karla í fótbolta í Úlfarsárdal í kvöld. Nánast öll mörk leiksins komu frá dönskum leikmönnum. Leiknir skoruðu fyrsta mark leiksins eftir aðeins tvær mínútur en náðu Framarar að jafna stuttu seinna. Þrjú mörk voru skoruð í seinni hálfleiknum og endaði leikurinn 3-2 fyrir Fram. 

Sævar kom inn af bekknum og bjargaði stigi fyrir Lyngby

Sævar Atli Magnússon reyndist hetja danska úrvalsdeildarfélagsins Lyngby er hann kom inn af varamannabekknum og tryggði liðinu jafntefli gegn Bröndby. Lokatölur 3-3, en Sævar kom inn af bekknum fyrir Alfreð Finnbogason sem hafði lagt upp fyrsta mark liðsins.

Ten Hag: „Okkur skorti trú“

Erik ten Hag, knattspyrnustjóri Manchester United, var eðlilega súr og svekktur eftir 6-3 tap liðsins gegn Englandsmeisturum Manchester City í stórleik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.

Bruno Lage rekinn frá Wolves

Portúgalski knattspyrnustjórinn Bruno Lage hefur verið rekinn frá enska úrvalsdeildarfélaginu Wolves eftir aðeins 16 mánuði í starfi.

Guðrún og stöllur juku forskot sitt á meðan Kristianstad tapaði stigum

Guðrún Arnardóttir og stöllur hennar í Rosengård eru nú með fimm stiga forskot á toppi sænsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu eftir 2-4 sigur gegn Örebro í dag. Á sama tíma þurfti Íslendingalið Kristianstad að sætta sig við 1-1 jafntefli gegn Eskilstuna og tapaði þar með dýrmætum stigum í toppbaráttunni.

Rúnar og félagar björguðu stigi gegn tíu leikmönnum Giresunspor

Markvörðurinn Rúnar Alex Rúnarsson og félagar hans í Alanyaspor þurftu að sætta sig við eitt stig er liðið tók á móti Giresunspor í tyrknesku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Lokatölur 1-1, en heimamenn í Alanyaspor voru manni fleiri stærstan hluta leiksins.

Kane fyrstur til að skora hundrað mörk á útivelli

Harry Kane varð í gær fyrsti leikmaðurinn í sögu ensku úrvalsdeildarinnar til að skora hundrað deildarmörk á útivelli. Hann skoraði eina mark Tottenham er liðið tapaði 3-1 gegn erkifjendum sínum í Arsenal.

Sjá næstu 50 fréttir