Fleiri fréttir

Liverpool nálgast toppliðið

Liverpool vann mikilvægan 3-1 sigur er liðið heimsótti Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Sigurinn var ekki síst mikilvægur þar sem topplið Manchester City tapaði stigum í gær.

„Hann er einn besti þjálfari í heimi“

Harry Kane, framherji Tottenham Hotspur, segir að liðið verði að notfæra sér það að einn besti knattspyrnustjóri heims sé við stjórnvölin hjá félaginu.

Tólf smit og allir markmenn liðsins úr leik

Kómoreyjar eru að taka þátt í Afríkumótinu í fótbolta í fyrsta sinn í sögu landsins. Ekki nóg með það heldur gerði liðið sér lítið fyrir og tryggði sér sæti í 16-liða úrslitum mótsins. Nú hefur kórónuveiran hins vegar sett strik í reikninginn hjá liðinu þar sem tólf smit greindust í gær.

Ótrúleg endurkoma Atletico Madrid

Atletico Madrid mætti Valencia í kvöld í spænsku úrvalsdeildinni, La Liga. Spænsku meistararnir hafa ekki verið að ná góðum úrslitum undanfarið en unnu ótrúlegan sigur í kvöld, 3-2, eftir að hafa lent tveimur mörkum undir.

Manchester City missteig sig í toppbaráttunni

Topplið Manchester City missteig sig í dag þegar að liðið gerði jafntefli við Southampton á útivelli, 1-1. City hefur verið á miklu skriði undanfarið og geta nagað sig í handarbökin að hafa ekki klárað þennan leik.

Rangnick: Rashford hefur allt

Ralf Rangnick, knattspyrnustjóri Manchester United, var að vonum kampakátur eftir sigur liðsins á West Ham í baráttunni um meistaradeildarsæti.

Jón Daði kom inná í fyrsta leik sínum með Bolton

Selfyssingurinn Jón Daði Böðvarsson, sem gekk nýverið til liðs við Bolton Wanderers frá Milwall, kom inná sem varamaður í sínum fyrsta leik fyrir liðið í ensku annarri deildinni, League One, í dag. Bolton sigraði Shrewsbury 0-1 á útivelli.

Þriðji sigur Dortmund í röð

Borussia Dortmund vann sinn þriðja deildarleik í röð er liðið heimsótti Hoffenheim í þýsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Lokatölur urðu 3-2 og Dortmund er nú aðeins þremur stigum á eftir toppliði Bayern München.

Birkir kom inn á sem varamaður í stórsigri

Birkir Bjarnason og félagar hans í Adana Demirspor unnu 5-0 stórsigur er liðið tók á móti Karagumruk í tyrknesku deildinni í fótbolta í dag. Birkir byrjaði á varamannabekk heimamanna en koma inn á þegar um stundarfjórðungur var til leiksloka.

„Þeir sem trúa ekki geta farið heim“

Claudio Ranieri, knattspyrnustjóri Watford, segir að þeir leikmenn sem trúa ekki að liðið geti bjargað sér frá falli úr ensku úrvalsdeildinni geti allt eins farið heim til sín.

Fyrrum leikmaður Newcastle sagður ljúga til um aldur

Chancel Mbemba, fyrrum leikmaður Newcastle og núverandi leikmaður Porto, er sagður hafa logið til um aldur. Mbemba hafði farið í aldursgreiningu til að sanna að hann sé fæddur árið 1994, en hefur nú sagt vinum sínum frá því að hann sé fæddur árið 1990.

Ragnar leggur skóna á hilluna

Fyrrum landsliðsmaðurinn Ragnar Sigurðsson tilkynnti í dag að knattspyrnuskórnir væru farnir á hilluna.

Alexander-Arnold um Jota: Hann er leikmaður í heimsklassa

Trent Alexander-Arnold, bakvörður Liverpool, var eðlilega sáttur með 2-0 sigur sinna manna gegn Arsenal sem skilaði liðinu í úrslitaleik enska deildarbikarsins í gærkvöldi. Diogo Jota skoraði bæði mörk Liverpool, og bakvörðurinn segir að liðsfélagi sinn sé í heimsklassa.

Athletic Bilbao sló meistarana út í framlengingu

Atletic Bilbao gerði sér lítið fyrir og sló ríkjandi bikarmeistara Barcelona úr leik í spænsku bikarkeppninni Copa del Rey í kvöld með 3-2 sigri í framlengingu og er því á leið í átta liða úrslit.

FIFA takmarkar fjölda lánssamninga

Á næstu árum mun Alþjóðaknattspyrnusambandið FIFA takmarka þann fjölda leikmanna sem félög mega lána eða fá á láni frá félögum í öðrum löndum.

Tíu Madrídingar snéru leiknum við í framlengingu

Real Madrid vann 2-1 endurkomusigur í framlengdum leik er liðið heimsótti Elche í 16-liða úrslitum spænsku bikarkeppninnar Copa del Rey í kvöld, þrátt fyrir að vera manni færri stóran hluta framlengingarinnar.

Jón Daði semur við Bolton

Jón Daði Böðvarsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, hefur skrifað undir samning við enska C-deildarliðið Bolton Wanderers.

Böðvar heldur áfram í Svíþjóð

Knattspyrnumaðurinn Böðvar Böðvarsson, sem meðal annars átti í viðræðum við Val, hefur skrifað undir samning til tveggja ára við sænska félagið Trelleborg.

Cecilía lánuð til Bayern München

Þýskalandsmeistarar Bayern München hafa fengið íslenska landsliðsmarkvörðinn Cecilíu Rán Rúnarsdóttur á láni frá Everton.

Farbannið yfir Gylfa Þór fram­lengt til 17. apríl

Farbann yfir Gylfa Þór Sigurðssyni knattspyrnumanni hefur verið framlengt til 17. apríl næstkomandi. Gylfi Þór er til rannsóknar hjá lögreglu í Manchester vegna gruns um að hann hafi brotið kynferðislega á ungmenni. Þetta staðfestir lögreglan í Manchester í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu. 

Sjá næstu 50 fréttir