Fleiri fréttir

Kynntu úttekt á viðbrögðum KSÍ vegna kynferðisbrotamála

Óháð nefnd ÍSÍ kynnti niðurstöður úttektar á viðbrögðum og málsmeðferð KSÍ vegna kynferðisofbeldismála sem tengst hafa leikmönnum í landsliðum Íslands á blaðamannafundi í dag. Fundurinn var í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2 Vísi.

Klopp er vongóður um að Salah skrifi undir nýjan samning

Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, segist vera vongóður um það að sóknarmaður liðsins, Mohamed Salah, skrifi undir nýjan samning við félagið. Erfiðlega hefur gengið að semja við Egyptann, en hann er sagður vilja fá meira greitt en félagið er tilbúið að greiða honum.

Hásteinsvöllur verður að gervigrasvelli

Heimavöllur ÍBV, Hásteinsvöllur, verður gerður að gervigrasvelli með flóðlýsingu á næstunni. Framkvæmdir hefjast næsta haust og vonast er til að völlurinn verði klár fyrir upphaf Íslandsmótsins 2023.

Hópsmit setur strik í reikninginn hjá Tottenham

Enska knattspyrnuliðið Tottenham Hotspur hefur farið vel af stað undir stjórn Antonio Conte eftir að Ítalinn tók við liðinu fyrir rúmum mánuði síðan. Nú hefur kórónuveiran hins vegar herjað á liðið og það gæti sett strik í reikninginn fyrir mikið leikjaálag desembermánaðar.

Segja að Godfrey hafi ætlað sér að stíga á Tomiyasu

Gary Neville, fyrrverandi leikmaður Manchester United og enska landsliðsins í fótbolta og núverandi sparkspekingur, segist vera alveg viss um að það hafi ekki verið neitt óviljaverk hjá Ben Godfrey að stíga á andlit Takehiro Tomiyasu í leik Everton og Arsenal í gærkvöldi.

Benitez: „Það var allt á móti okkur“

Knattspyrnustjóri Everton, Rafa Benitez, hefur líklega setið í heitasta sætinu í ensku úrvalsdeildinni undanfarnar vikur eftir vægast sagt slæmt gengi liðsins. Sigur Everton gegn Arsenal í gærkvöldi var fyrsti deildarsigur liðsins síðan í lok september, og Spánverjinn var að vonum feginn.

„Hann átti það nú ekki skilið, minn kæri vinur“

Fagnaðarlæti í íþróttum eiga það til að fara úr böndunum, bæði innan vallar sem utan. Það er þó sjaldan sem bíllyklar koma við sögu en það gerðist þó er Kristinn Kjærnested fagnaði ásamt góðvini sínum Jónasi Kristinssyni hér um árið.

Stjarnan stað­festir komu Jóhanns Árna

Knattspyrnudeild Stjörnunnar staðfesti í dag komu Jóhanns Árna Gunnarssonar til félagsins. Hann kemur frá Fjölni en í gær var greint frá því að hann væri á leiðinni í Garðabæinn.

Brands farinn: Ó­víst hvað verður um Grétar Rafn

Hollendingurinn Marcel Brands hefur sagt starfi sínu lausu sem yfirmaður knattspyrnumála hjá enska knattspyrnuliðinu Everton. Óvissa ríkir um framtíð Grétars Rafns Steinssonar hjá félaginu en hann er sem stendur yfir leikmannakaupum og þróun leikmanna félagsins.

Goð­sögnin Origi: Stígur upp þegar mest á reynir

Það virðist sem Divock Origi skori einungis þegar stórstjörnur Liverpool-liðsins eru heillum hornfar og það stefnir í að liðið tapi stigum. Það gerðist um helgina er Liverpool vann 1-0 sigur á Wolves í ensku úrvalsdeildinni.

Þungavigtin: Gummi Tóta kveður New York í úrslitaleiknum

Guðmundur Þórarinsson er búinn að fá nóg af því að fá ekki traustið hjá þjálfara New York City þrátt fyrir að skila hvað eftir annað frábærri frammistöðu inn á vellinum. Guðmundur átti mikinn þátt í því að lið hans spilar til úrslita um titilinn.

Rangnick-á­hrifin ekki lengi að láta á sér kræla

Ralf Rangnick var ekki lengi að setja mark sitt á Manchester United. Liðið lagði Crystal Palace 1-0 á Old Trafford í gær í fyrsta leik Þjóðverjans með liðið. Þar gerðist nokkuð sem hefur ekki gerst síðan Sir Alex Ferguson var þjálfari liðsins.

Telja niður í jólin með þrumu­fleyg Kára Árna

Enska knattspyrnufélagið Plymouth Argyle telur niður til jóla með glæsilegustu mörkum undanfarinna ára. Í dag var markið í boði Kára Árnasonar, fyrrverandi landsliðsmanns og núverandi Íslands- og bikarmeistara hér heima.

Jóhann Árni á leið í Stjörnuna

Svo virðist sem Stjarnan mæti með mikið breytt lið til leiks í Pepsi Max-deild karla í knattspyrnu næsta sumar en það virðist sem Jóhann Árni Gunnarsson sé á leið í Garðabæinn.

Konsa ó­vænt hetja Villa gegn Leicester

Miðvörðurinn Ezri Konsa skoraði tvívegis er Aston Villa kom til baka og vann 2-1 sigur á Leicester City í lokaleik ensku úrvalsdeildarinnar í dag.

Öruggt hjá Totten­ham | Bam­ford hetja Leeds

Tottenham Hotspur vann þægilegan 3-0 sigur á botniliði Norwich City er liðin mættust í ensku úrvalsdeildinni í dag. Þá bjargaði Patrick Bamfordstigi fyrir Leeds United er liðið gerði 2-2 jafntefli við Brentford

Rekinn eftir fjóra mánuði í starfi

Þýska knattspyrnuliðið RB Leipzig hefur sagt Jesse Marsch upp störfum eftir einungis fjóra mánuði í starfi. Marsch, sem er Bandaríkjamaður, kom til liðsins í sumar eftir að hafa samið um kaup og kjör í apríl.

Bellingham kærður til lögreglu fyrir ummæli sín

Englendingurinn Jude Bellingham gæti verið kominn í enn frekari vandræði eftir að hafa gagnrýnt dómarann í leik Bayern Munchen og Borussia Dortmund heldur harðlega eftir leik. Bellingham gaf það í skyn að dómarinn væri með óhreint mjöl í pokahorninu.

Klopp: „Origi er goðsögn“

Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, var eðlilega í skýjunum eftir 1-0 sigur sinna manna gegn Wolves í gær þar sem Divock Origi skoraði sigurmarkið í uppbótartíma. Hann segist vona að leikmaðurinn finni þjálfara sem gefur honum fleiri mínútur í framtíðinni.

Wijnaldum bjargaði stigi fyrir PSG

Georginio Wijnaldum var hetja Paris Saint-Germain er hann bjargaði stigi fyrir liðið með marki í uppbótartíma gegn Lens í frönsku úrvalsdeidlinni í fótbolta í kvöld. Lokatölur 1-1, en þetta var annað jafntefli Parísarliðsins í röð í deildinni.

Sjötti sigur Madrídinga í röð

Real Madrid vann sinn sjötta leik í röð í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta er liðið heimsótti Real Sociedasd í kvöld. lokatölur urðu 0-2, en Madrídingar hafa ekki tapað í deildinni síðan í byrjun október.

Sjá næstu 50 fréttir