Fleiri fréttir

Ronaldo fyrstur í 800 mörk

Cristiano Ronaldo gerði sér lítið fyrir og skoraði sitt 800. mark á ferlinum í 3-2 sigri Manchester United gegn Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í gærkvöldi.

Carrick segir skilið við United: „Hundrað prósent mín ákvörðun“

Eftir 3-2 sigur Manchester United gegn Arsenal í kvöld hefur Michael Carrick ákveðið að yfirgefa félagið. Carrick stýrði liðinu í þremur leikjum eftir að Ole Gunnar Solskjær var látinn fara á dögunum, en Ralf Rangnick tekur við sem bráðabirgðastjóri út tímabilið.

Mikilvægur sigur United í stórleiknum

Manchester United vann í kvöld mikilvægan 3-2 sigur er liðið tók á móti Arsenal á Old Trafford í seinasta leik liðsins áður en Ralf Rangnick tekur við stjórnartaumunum.

Mo Salah nálgast met Jamie Vardy

Liverpool liðið hefur getað treyst á framlag frá Mohamed Salah síðustu mánuði og nú er svo komið að hann nálgast met í ensku úrvalsdeildinni.

Töpuðu gegn botnliðinu án Arons

Aron Einar Gunnarsson, sem mætti til skýrslutöku á Íslandi vegna lögreglurannsóknar í vikunni, var ekki með Al Arabi þegar liðið tapaði deildabikarleik gegn Al Gharafa í dag.

Mikilvægt að hann hafi svipaða sýn en jánki ekki öllu

Arnar Þór Viðarsson kemur til Íslands í næstu viku og kynnir stjórn KSÍ óskir sínar um nýjan aðstoðarþjálfara A-landsliðs karla, í stað Eiðs Smára Guðjohnsen. Arnar vill að sama skapi efla alla greiningarvinnu fyrir landslið KSÍ og stækka starfslið sitt.

Segir lið sitt aldrei hafa spilað jafn vel á Goodi­son Park

Jürgen Klopp, þjálfari Liverpool, var að vonum ánægður með 4-1 stórsigur sinna manna á Everton er liðin mættust í ensku úrvalsdeildinni í kvöld, þá sérstaklega eftir það sem gerðist á sama velli á síðustu leiktíð.

Segir sína menn hafa stolið þremur stigum

Thomas Tuchel, þjálfari toppliðs ensku úrvalsdeildarinnar, sagði sína menn í Chelsea hafa verið einkar heppna í 2-1 sigri þeirra á Watford í kvöld. Tuchel gekk svo langt að segja að lið hans hafi rænt stigunum þremur í kvöld.

Man City vann nauman sigur á Villa Park

Manchester City vann 2-1 útisigur á Aston Villa er liðin mættust í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Heimamenn voru nálægt því að jafna metin undir lok leiks.

Liverpool snýtti Everton í Guttagarði

Everton átti í raun aldrei roð í nágranna sína í Liverpool er liðin mættust í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Lokatölur 1-4 og ljóst að sæti Rafa Benitez, þjálfara Everton, er orðið virkilega heitt.

Benzema hélt sigur­göngu Real á­fram

Sigurganga Real Madríd heldur áfram þökk sé franska sóknarmanninum Karim Benzema. Liðið er nú með sjö stiga forystu á toppi La Liga, spænsku úrvalsdeildarinnar.

Sjá næstu 50 fréttir