Fleiri fréttir

Berg­lind Björg: „Nei nei nei, ég skoraði þetta mark“

Berglind Björg Þorvaldsdóttir opnaði markareikning Íslands í 4-0 stórsigrinum á Tékklandi í undankeppni HM 2023 á Laugardalsvelli í kvöld. Hún var eðlilega himinlifandi að leik loknum er hún ræddi við Vísi og Stöð 2.

Dagný: Öll færin okkur voru eiginlega mörk í dag

„Þetta var frábær sigur, fjögur mörk og að halda hreinu. Við höfum aldrei unnið Tékkland áður og vorum að ná í okkar fyrstu stig í riðlinum þannig að við erum yfir okkar glaðar með þennan sigur,“ sagði Dagný Brynjarsdóttir einn af markaskorurunum íslenska landsliðsins í 4-0 sigri á Tékklandi í dag.

Öruggt hjá Arsenal

Arsenal vann nokkuð þægilegan 3-1 sigur á Aston Villa í eina leik ensku úrvalsdeildarinnar í kvöld.

Karólína og Guðrún koma inn í byrjunarliðið

Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, gerir tvær breytingar á byrjunarliðinu fyrir leikinn gegn Tékklandi í undankeppni HM 2023 í kvöld.

Pogba og McCartney bjuggu til vegan takkaskó

Knattspyrnumaðurinn Paul Pogba og fatahönnuðurinn Stella McCartney tóku höndum saman og hönnuðu hundrað prósent vegan takkaskó sem ætlaðir eru báðum kynjum.

Skotið á Mourinho á forsíðu VG: „Hinir sérstöku“

Stórsigur Bodø/Glimt á Roma í Sambandsdeild Evrópu vakti verðskuldaða athygli og rataði meðal annars á forsíðu íþróttablaðs Verdens Gang. Þar var skotið smekklega á José Mourinho, knattspyrnustjóra Roma.

Íslenski boltinn sýndur um allan heim

Leikir í úrvalsdeild karla í fótbolta hér á landi verða sýndir í streymisveitum um allan heim frá og með næstu leiktíð. „Það eru gríðarlega spennandi tímar framundan í íslenskum fótbolta í þessum efnum,“ segir Orri Hlöðversson, formaður Íslensks toppfótbolta.

„Bjartsýni að halda að ég gæti spilað núna“

Elín Metta Jensen hefur misst af byrjun fyrstu undankeppni íslenska landsliðsins í fótbolta undir stjórn Þorsteins Halldórssonar, vegna meiðsla. Hún treystir á liðsfélaga sína í kvöld og segir Ísland með sterkara lið en Tékkland.

„Mjög vont fyrir okkur ef að þetta færi í gegn“

„Ég tel að það fari algjörlega gegn hagsmunum íslenskrar knattspyrnu,“ segir Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, um hugmyndir forkólfa FIFA um að halda HM kvenna og karla í fótbolta annað hvert ár.

Stærsta tap Mourinho á ferlinum á köldu kvöldi í Noregi

José Mourinho, knattpyrnustjóri Roma, mátti þola sitt stærsta tap á ferlinum er liðið heimsótti Alfons Sampsted og félaga í Bodø/Glimt í Sambandsdeild Evrópu í gær. Alfons lagði upp þriðja mark heimaliðsins, en lokatölur urðu 6-1.

Fyrrverandi þjálfari Roma í viðræðum við Newcastle

Nýir eigendur enska knattspyrnufélagsins Newcastle hafa átt samtal við fyrrverandi knattspyrnustjóra Roma, Paulo Fonseca, um að taka við liðinu eftir að Steve Bruce var látinn fara frá félaginu í gær.

Manchester United og West Ham fá sekt frá UEFA

Ensku knattspyrnufélögin Manchester United og West Ham hafa verið sektuð af evrópska knattspyrnusambandinu, UEFA, fyrir slæma hegðun áhorfenda á Evrópuleikjum liðanna.

Lærisveinar Steven Gerrard sóttu sín fyrstu stig

Alls fóru fram 14 leikir í Evrópudeild UEFA í dag og í kvöld. Steven Gerrard og lærisveinar hans í Rangers sóttu sín fyrstu stig með 2-0 sigri gegn Brøndby og Napoli hleypti spennu í C-riðil með 3-0 sigri gegn Legia Varsjá svo eitthvað sé nefnt.

Fullkomin byrjun West Ham heldur áfram

West Ham vann í kvöld öruggan 3-0 sigur gegn belgíska liðinu Genk í þegar liðin mættust í Evrópudeildinni. West Ham hefur unnið alla þrjá leiki sína í H-riðli og á enn eftir að fá á sig mark.

Tottenham í slæmum málum í Sambandsdeildinni

Enska knattspyrnufélagið Tottenham Hotspur heimsótti hollenska liðið Vitesse í þriðju umferð Sambandsdeildar Evrópu í kvöld. Tottenham situr nú í þriðja sæti G-riðils eftir 1-0 tap.

„Þessar eldri eru með blóðið á tönnunum“

„Ég er ekki búin að vera nógu sátt við mig í síðustu leikjum en ég get vonandi sýnt í næstu leikjum hvað býr í mér,“ segir hin 21 árs gamla Alexandra Jóhannsdóttir sem ætlar að láta til sín taka í leiknum mikilvæga gegn Tékklandi annað kvöld.

Bulla náði að grípa í treyju Ronaldos

Öryggisverðir á Old Trafford tóku á mikinn sprett og rétt náðu að koma í veg fyrir að fótboltabulla stykki á Cristiano Ronaldo eftir 3-2 sigur Manchester United á Atalanta í gær.

„Var svolítið týnd í fyrri hálfleik“

Guðný Árnadóttir, leikmaður AC Milan, segist vera klár í að leysa stöðu hægri bakvarðar áfram með íslenska landsliðinu. Hún eigi enn eftir að fínpússa sóknarþáttinn þegar hún spilar þá stöðu.

Svona var blaðamannafundurinn fyrir Tékkaleikinn

Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari og Dagný Brynjarsdóttir sátu fyrir svörum á blaðamannafundi á Laugardalsvelli klukkan 12:30 vegna leiks Íslands við Tékkland annað kvöld.

Sjá næstu 50 fréttir