Fleiri fréttir

BBC biðst af­sökunar á að hafa sýnt Erik­sen á vellinum

Breska ríkisútvarpið hefur beðist afsökunar á því að hafa haldið áfram útsendingu frá fótboltavellinum í Kaupmannahöfn eftir að Christian Eriksen, leikmaður Danmerkur, hneig niður í leik gegn Finnum á Evrópumeistaramótinu.

Belgar krupu en Rússar ekki

Athygli vakti fyrir leik Belgíu og Rússlands að síðarnefnda liðið kraup ekki með Belgum fyrir leik. Belgía vann leikinn 3-0.

Þjálfari Dan­merkur: Fengum tvo val­mögu­leika

Kasper Hjulmand, þjálfar danska landsliðsins í knattspyrnu, sagði eftir 0-1 tapið gegn Finnlandi í dag að liðið hafi fengið tvo valmöguleika eftir að Christian Eriksen hné niður undir lok fyrri hálfleiks.

„Búnir að bíða lengi eftir þessu“

Tristan Freyr Ingólfsson átti lykilþátt í sigri Stjörnunnar og Vals er fyrrnefnda liðið vann 2-1 sigur í Garðabæ síðdegis. Um er að ræða fyrsta sigur Garðbæinga í sumar.

Hetjan Simon Kjær

Simon Kjær, fyrirliði Dana, sýndi mikla yfirvegun og í raun hetjudáð er Christian Eriksen, liðsfélagi hans, hné niður og missti meðvitund í leik Danmerkur og Finnlands á Parken fyrr í dag.

Stuðnings­yfir­lýsingum rignir yfir Erik­sen

Christian Eriksen, leikmaður danska landsliðsins sem hneig niður í leik Danmerkur og Finnlands á Evrópumótinu í dag, er með meðvitund og getur talað. Hann er nú staddur á ríkissjúkrahúsinu í Kaupmannahöfn.

Eng­land frestar blaða­manna­fundi sínum

Enska landsliðið hefur aflýst blaðamannafundi sínum sem átti að hefjast klukkan 18.30. Ástæðan er sú að forráðamenn enska landsliðsins sáu sér ekki fært að tala við fjölmiðla eftir það sem kom fyrir Christian Eriksen fyrr í dag.

Leikur Danmerkur og Finnlands kláraður í kvöld

Leikur Danmerkur og Finnlands á Parken í Kaupmannahöfn var frestað eftir að Christian Eriksen, leikmaður Danmerkur, hneig niður undir lok fyrri hálfleiks. Leikurinn verður kláraður í kvöld. Hefst hann að nýju klukkan 18.30.

Brynjólfur Ander­sen lagði upp er Kristiansund endur­heimti topp­sætið

Tveir leikir fóru fram í norksa fótboltanum í dag og í báðum þeirra voru Íslendingar í eldlínunni. Brynjólfur Andersen Willumsson og félagar í Kristiansund endurheimtu toppsætið með 2-0 sigri gegn Odd og Viðar Ari Jónsson var í byrjunarliði Sandefjord sem tapaði 3-1 gegn Molde.

Wales og Sviss skiptu stigunum á milli sín

Wales og Sviss mættust í fyrsta leik dagsins á EM fyrr í dag. Svisslendingar komust yfir snemma í seinni hálfleik, en Kieffer Moore jafnaði metin fyrir Walesverja þegar um stundarfjórðungur var til leiksloka. Niðurstaðan 1-1 jafntefli og liðin því bæði með eitt stig.

Nuno Espirito Santo líklegasti eftirmaður Ancelotti

Nuno Espirito Santo þykir nú ansi líklegur til að taka við stjórnartaumunum í herbúðum Everton. Nuno stýrði Wolves í fjögur ár frá árinu 2017, en lét af störfum eftir nýliðið tímabil.

Kevin De Bruyne ekki með Belgum í fyrsta leik

Kevin De Bruyne ferðaðist ekki með belgíska landsliðinu til Rússlands þar sem þeir mæta heimamönnum í fyrsta leik liðsins á Evrópumótinu. De Bruyne nefbrotnaði í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í síðasta mánuði.

Sjáðu mörkin fimm úr sigri íslensku stelpnanna gegn Írum

Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu tók á móti því írska á Laugardalsvelli í gær. Niðurstaðan varð 3-2 sigur íslenska liðsins, en Agla María Albertsdóttir, Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir og Dagný Brynjarsdóttir sáu um markaskorun Íslands.

„Grín að láta Suarez fara“

Jordi Alba, bakvörður Barcelona, skilur ekkert í forráðamönnum Barcelona að hafa látið Luis Suarez fara frá félaginu síðasta sumar en Úrúgvæinn skipti til Atletico Madrid.

Ítalir rúlluðu yfir Tyrki

Ítalir byrja Evrópumótið af krafti en þeir unnu 3-0 sigur á Tyrkjum í opnunarleiknum á 16. Evrópumótinu í fótbolta karla. Spilað var í Róm.

Vill sjá beittari sóknarleik

Þorsteinn Halldórsson vill sjá íslenska liðið spila beittari sóknarleik gegn Írlandi en það gerði gegn Ítalíu í fyrstu leikjunum undir hans stjórn.

„Alltaf megastress að spila þessa leiki“

Á meðan að sjálfir leikdagar Íslands á EM í Frakklandi 2016 voru eiginlega þægilegustu dagarnir fyrir þjálfarann Heimi Hallgrímsson þá segir Kári Árnason því alltaf fylgja „megastress“ að eiga fyrir höndum leik við stórþjóð.

Besta frammistaða leikmanna í sögu EM

Sextánda Evrópumótið í fótbolta karla hefst í dag með leik Ítalíu og Tyrklands á Ólympíuleikvanginum í Róm. Í tilefni af því að EM er að fara af stað valdi Vísir bestu frammistöðu leikmanna á einstökum mótum í sögu keppninnar.

Sjá næstu 50 fréttir