Fleiri fréttir

„Ég hef engar áhyggjur“

„Munurinn á liðinunum var að FH nýttu færin sín og við ekki. Við fengum tækifæri í fyrri hálfleik til þess að komast 2-1 yfir með víti og Valli fær svo ágætis færi í byrjun seinni hálfleiks. Fyrir utan það áttu þeir öll sín þrjú færi sem þeir skoruðu úr. Að öðru leiti var þetta bara nokkuð jafn leikur úti á vellinum,“ sagði Brynjar Björn Gunnarsson, þjálfari HK, eftir 3-1 tap gegn FH.

Hallgrímur: Hlutirnir breytast fljótt í fótbolta ef maður fer að slaka á

„Við erum gríðarlega ánægðir. Við spiluðum flottan leik, skoruðum fjögur mörk og klúðruðum meira að segja víti þannig að við erum ánægðir með frammistöðuna,“ sagði Hallgrímur Jónasson aðstoðarþjálfari KA eftir góðan sigur hans manna í Pepsi Max deildinni í kvöld.

Kane vill yfirgefa Tottenham

Harry Kane, fyrirliði Tottenham, hefur greint forráðamönnum félagsins frá því að hann vilji yfirgefa félagið í sumar.

Heimir hættur með Al Arabi

Heimir Hallgrímsson er hættur þjálfun Al Arabi í Katar. Hann og félagið hafa komist að samkomulagi um að endurnýja ekki samning hans.

Þetta var búið áður en þetta byrjaði

Emma Hayes, þjálfari Chelsea, var hálf buguð þegar hún mætti í viðtal eftir 4-0 tap gegn Barcelona í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í kvöld.

Real heldur í vonina

Spánarmeistarar Real Madrid unnu gríðarlega mikilvægan 1-0 sigur á Athletic Bilbao í La Liga, spænsku úrvalsdeildinni í dag. Lengi leit vel út fyrir að sigurinn myndi lyfta Real á topp deildarinnar þegar aðeins ein umferð er eftir.

Alis­son hélt Meistara­deildar­vonum Liver­pool á lífi

Það stefndi í 1-1 jafntefli hjá Liverpool gegn West Bromwich Albion á The Hawthornes-vellinum í dag. Markvörðurinn Alisson sá hins vegar til þess að Liverpool landaði 2-1 sigri er hann skoraði sigurmark á síðustu mínútu uppbótartíma.

Afturelding hristi ÍR-inga af sér á seinasta korterinu

Afturelding tók á móti föllnum ÍR-ingum í Olís-deild karla í dag. Leikurinn var nokkuð jafn fyrstu 45 mínúturnar, en þá náðu Mosfellingar góðu forskoti og kláruðu að lokum góðan sex marka sigur, 33-27.

Tottenham heldur Evrópudraumnum á lífi

Tottenham vann í dag mikilvægan sigur gegn Wolves í baráttunni um Evrópusæti. Harry Kane og Pierre-Emile Hojbjerg sáu um markaskorun heimamanna í 2-0 sigri.

Stórsigur AZ Alkmaar í lokaleik tímabilsins

Albert Guðmundsson og félagar í AZ Alkmaar tóku á móti Heracles í lokaumferð hollensku úrvalsdeildarinnar í dag. Það tók heimamenn 41 mínútu að brjóta ísinn, en fjögur mörk í seinni hálfleik tryggðu öruggan 5-0 sigur AZ Alkmaar.

Crystal Palace snéri taflinu við gegn Aston Villa

Crystal Palace vann í dag góðan 3-2 sigur gegn Aston Villa. Aston Villa tók forystuna tvívegis í leiknum, en ólseigir Crystal Palace menn skoruðu sigurmarkið þegar rétt rúmar fimm mínútur voru til leiksloka.

Enginn skorað jafn mikið og Lewandowski í tæpa hálfa öld

Robert Lewandowski skoraði fyrsta mark leiksins þegar Bayern München og SC Freiburg gerðu 2-2 jafntefli í gær. Þetta var mark númer 40 hjá pólska framherjanum á tímabilinu, en enginn leikmaður hefur skorað svo mörg mörk á einu tímabili í þýsku úrvalsdeildinni síðan að Gerd Müller gerði það fyrir 49 árum.

Sjá næstu 50 fréttir