Fleiri fréttir

Stórsigur AZ Alkmaar í lokaleik tímabilsins

Albert Guðmundsson og félagar í AZ Alkmaar tóku á móti Heracles í lokaumferð hollensku úrvalsdeildarinnar í dag. Það tók heimamenn 41 mínútu að brjóta ísinn, en fjögur mörk í seinni hálfleik tryggðu öruggan 5-0 sigur AZ Alkmaar.

Crystal Palace snéri taflinu við gegn Aston Villa

Crystal Palace vann í dag góðan 3-2 sigur gegn Aston Villa. Aston Villa tók forystuna tvívegis í leiknum, en ólseigir Crystal Palace menn skoruðu sigurmarkið þegar rétt rúmar fimm mínútur voru til leiksloka.

Enginn skorað jafn mikið og Lewandowski í tæpa hálfa öld

Robert Lewandowski skoraði fyrsta mark leiksins þegar Bayern München og SC Freiburg gerðu 2-2 jafntefli í gær. Þetta var mark númer 40 hjá pólska framherjanum á tímabilinu, en enginn leikmaður hefur skorað svo mörg mörk á einu tímabili í þýsku úrvalsdeildinni síðan að Gerd Müller gerði það fyrir 49 árum.

Ólafur hefði verið rekinn sama hvað

Ólafi Kristjánssyni var sagt upp störfum hjá Esbjerg í vikunni eftir að ljóst varð að liðið myndi ekki vinna sér inn sæti í dönsku úrvalsdeildinni. Eigendur félagsins hafa nú sagt að Ólafur hefði verið látið taka pokann sinn þó að hann færi upp með liðið.

Zlatan ekki með á EM

Zlatan Ibrahimović verður ekki með sænska landsliðinu á EM í sumar. Hann fór meiddur af velli í 3-0 sigri AC Milan á Juventus og í gær var staðfest að framherjinn sænski myndi ekki taka þátt á EM vegna meiðslanna.

Roma vann borgarslaginn um Róm

Roma lagði Lazio 2-0 í Serie A, ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, í kvöld. Segja má að lítið hafi verið undir í leiknum en ljóst að montréttur Rómarborgar skiptir miklu máli.

Willum Þór kom inn af bekknum og tryggði BATE sigur

BATE Borisov vann í kvöld 3-2 sigur á Rukh Brest í úrvalsdeildinni í knattspyrnu í Hvíta-Rússlandi. Willum Þór Willumsson hóf leikinn en kom inn af bekknum í síðari hálfleik og tryggði sigur BATE.

Leicester City bikar­meistari í fyrsta sinn í sögu fé­lagsins

Leicester City lagði Chelsea 1-0 í úrslitum FA-bikarsins sem fram fór á Wembley í Lundúnum fyrir framan 20 þúsund manns í dag. Youri Tielemans með glæsilegt mark í síðari hálfleik og það dugði þó mikil dramatík hafi verið undir lok leiks.

Enn eitt jafn­tefli Þróttar í Kefla­vík

Keflavík og Þróttur Reykjavík gerðu 2-2 jafntefli í leik liðanna í Pepsi Max deild kvenna í Keflavík nú rétt í þessu. Var þetta þriðja jafntefli Þróttar í jafn mörgum leikjum í sumar.

Vestri sótti endurkomusigur gegn Þrótti R.

Þróttur Reykjavík tók á móti Vestra í annari umferð Lengjudeildar karla í dag. Vestri voru marki undir þegar fjórar mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma en unnu á einhvern ótrúlegan hátt 3-1 sigur. 

Fyrsti sigur Tinda­stóls í sögu efstu deildar kominn í hús

Tindastóll tók á móti ÍBV í Pepsi Max deild kvenna í dag. Þetta var þriðji leikur ÍBV á tímabilinu, en aðeins annar leikur Tindastóls. Tindastóll vann góðan 2-1 sigur og er þar af leiðandi komið með sinn fyrsta sigur í sögu efstu deildar kvenna í knattspyrnu.

Jói Berg og félagar steinlágu fyrir Leeds

Jóhann Berg Guðmundsson og félagar í Burnley fengu Leeds í heimsókn á Turf Moor í næstsíðasta heimaleik tímabilsins. Leeds fór með eins marks forskot inn í hálfleikinn, en þrjú mörk í seinni hálfleik tryggðu öruggan 4-0 sigur gestanna.

Mason Mount: Ég vil vinna titla með Chelsea

Chelsea mætir Leicester í úrslitum FA bikarsins í dag. Mason Mount segist vilja feta í fótspor goðsagna Chelsea sem unnu titla með félaginu. Hann segist vilja byrja á að landa FA bikarnum gegn Leicester í dag.

Afturelding, Fjölnir og Selfoss með sigra í Lengjudeildinni

Þrem leikjum var að ljúka í Lengjudeild karla í knattspyrnu. Fjölnir lagði Gróttu 1-0 á Extra vellinum, Afturelding gerði góða ferð í Ólafsvík og vann 5-1 útisigur og Selfyssingar sóttu 3-1 sigur gegn Kórdrengjunum.

Sjö mörk þegar City setti nýtt met

Manchester City sótti Newcastle heim í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Það var nóg um að vera og sjö mörk fengu að líta dagsins ljós þegar City vann 4-3 útisigur í bráðfjörugum leik. Sigur City var tólfti útisigur liðsins í röð, en það er nýtt met í efstu deild á Englandi.

Fram lagði tíu Eyjamenn

ÍBV tók á móti Fram í Lengjudeild karla í kvöld. Heimamenn þurftu að leika manni færri í rúmar 70 mínútur og gestirnir lönduðu góðum 2-0 útisigri.

Glódís Perla og Rosengård með fullt hús stiga

Glódís Perla Viggósdóttir spilaði allan leikinn í hjarta varnarinnar þegar Rosengård heimsótti Växjö í sænsku úrvalsdeildinni í kvöld. Rosengård er með fullt hús stiga eftir 1-0 sigur.

Liverpool menn þurfa nú bara að treysta á sig sjálfa

Sigur Liverpool á Manchester United á Old Trafford í gær hefur komið lærisveinum Jürgen Klopp í allt aðra og betri stöðu í baráttunni um að vera eitt af þeim fjórum ensku félögum sem spila í Meistaradeildinni á næstu leiktíð.

Svona braut Sindri tvö rifbein

Um korters bið varð á leik FH og ÍA í gær þegar Sindri Snær Magnússon, leikmaður ÍA, meiddist snemma eftir að hafa komið inn á í upphafi seinni hálfleiks. Myndband af því þegar hann meiddist má sjá í greininni.

Sjá næstu 50 fréttir