Fleiri fréttir

Klopp: Ekki hafa áhyggjur af okkur

Stuðningsmenn Liverpool eru margir hverjir að fara á taugum. Vandræði Englandsmeistaranna héldu áfram í gær með tapi á móti erkifjendunum og Liverpool hefur enn ekki unnið „alvöru“ lið á árinu 2021.

Chelsea staðfestir brottreksturinn

Roman Abramovich, eigandi Chelsea, hefur ákveðið að reka knattspyrnustjórann Frank Lampard eftir slælegt gengi í ensku úrvalsdeildinni.

Tuchel líklegastur til að taka við Chelsea

Enskir fjölmiðlar greina frá því að Thomas Tuchel sé líklegastur til að taka við Chelsea af Frank Lampard sem verður sagt upp störfum hjá félaginu í dag.

Robertson reyndi að öskra Greenwood úr jafnvægi

Andy Robertson greip til nokkuð óhefðbundis bragðs til að koma í veg fyrir að Mason Greenwood skoraði í leik Manchester United og Liverpool í 4. umferð ensku bikarkeppninnar í gær. United vann leikinn, 3-2.

Celtic-hetjur minnast Jóhannesar

Packie Bonner og Murdo Macleod eru meðal Celtic-hetja sem minnast Jóhannesar Eðvaldssonar sem lést í gær, sjötugur að aldri.

Jóhannes Eð­valds­son látinn

Fyrrum landsliðsmaðurinn Jóhannes Eðvaldsson er látinn sjötugur að aldri. Jóhannes lék knattspyrnu með skoska stórveldinu Celtic á áttunda áratug síðustu aldar. Var hann í miklum metum hjá stuðningsmönnum liðsins.

Atlético komið með sjö stiga for­ystu á toppnum

Atlético Madrid kom til baka gegn Valencia og vann 3-1 sigur er liðin mættust í spænsku úrvalsdeildinni. Lærisveinar Diego Simeone eru þar af leiðandi komnir með sjö stiga forystu á toppi La Liga.

Bruno Fernandes skaut Man United á­fram | Sjáðu mörkin

Manchester United vann 3-2 sigur á erkifjendum sínum í Liverpool er liðin mættust á Old Trafford í 4. umferð FA-bikarsins í dag. Varamaðurinn Bruno Fernandes reyndist hetja heimamanna í mögnuðum fótboltaleik.

Albert lagði upp í mikil­vægum sigri AZ

AZ Alkmaar hafði sætaskipti við Feyenoord í hollensku úrvalsdeildinni eftir 3-2 sigur AZ í leik liðanna í dag. Albert Guðmundsson lagði upp fyrsta mark AZ í leiknum.

Burnley og Leicester áfram í bikarnum

Jóhann Berg Guðmundsson spilaði allan leikinn þegar Burnley vann 3-0 sigur á Fulham í FA-bikarnum á Englandi. Leicester vann á sama tíma 3-1 sigur á Brentford.

Hazard og Benzema frá­bærir í auðveldum sigri Real

Eden Hazard og Karim Benzema áttu góðan leik er Spánarmeistarar Real Madrid unnu góðan 4-1 útisigur á Alavés í spænsku úrvalsdeildinni. Real er nú fjórum stigum á eftir nágrönnum sínum í Atlético sem tróna á toppi deildarinnar. Atlético á þó leik til góða.

Valur og Víkingur með stór­sigra

Pepsi Max-deildarlið Vals og Víkings unnu stórsigra á Reykjavíkurmótinu í dag. Valur vann 5-0 sigur á Þrótti Reykjavík á meðan Víkingur vann 6-2 sigur á ÍR.

Elías Már áfram á skotskónum

Elías Már Ómarsson skoraði eitt af þremur mörkum Excelsior í 1-3 útisigri liðsins á Top Oss í hollensku B-deildinni.

Bikarmeistararnir dottnir úr leik

Southampton og ríkjandi bikarmeistarar Arsenal mættust í fyrsta leik dagsins í fjórðu umferð ensku bikarkeppninnar í fótbolta.

Wolves fær Willian Jose á láni

Wolves er sagt hafa gengið frá því að fá sóknarmanninn Willian Jose á láni frá Real Sociedad út tímabilið.

Valur og Fylkir unnu slagina um borgina

Tveir leikir fóru fram í Reykjavíkurmóti kvenna í knattspyrnu í kvöld. Valur vann 6-1 sigur á nágrönnum sínum í KR á meðan Fylkir vann Þrótt Reykjavík 3-0.

Håland skoraði tví­vegis er Dort­mund tapaði gegn Gladbach

Borussia Dortmund tapaði 4-2 gegn Borussia Mönchengladbach í þýsku úrvalsdeildinni í kvöld. Fyrir leikinn hafði Dortmund unnið ellefu leiki í röð gegn Gladbach. Þar með fer Gladbach upp fyrir Dortmund í töflunni en liðin eru nú í 4. og 5. sæti.

Sara Björk lagði upp er Lyon fór tíma­bundið á toppinn

Sara Björk Gunnarsdóttir lagði upp eitt marka Lyon í 5-0 útisigri á Paris FC í dag. Sigurinn lyftir Lyon aftur upp í toppsæti frönsku úrvalsdeildarinnar en Paris Saint-Germain á leik til góða og getur því náð toppsætinu á nýjan leik.

Er Pogba bara að auglýsa sig?

„Er hann að auglýsa sig eða ætlar hann að vera í United í framtíðinni? Ég held að það sé það fyrra,“ sagði Rikki G um Paul Pogba sem blómstrað hefur í liði Manchester United í síðustu leikjum.

Sjá næstu 50 fréttir