Fleiri fréttir

West Brom og Leeds nær úrvalsdeildinni

West Brom og Leeds eru skrefi nær sæti í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta eftir sigurleiki í dag. Jón Daði Böðvarsson lék í tapi Millwall gegn Wigan.

Segir ÍA hafa hafnað mettilboði í íslenskum fótbolta

FH-ingar vilja endurheimta bakvörðinn Hörð Inga Gunnarsson frá ÍA og eru tilbúnir að borga hærra verð en áður hefur verið greitt fyrir leikmann í félagaskiptum á milli tveggja íslenskra knattspyrnufélaga. Skagamenn vilja hins vegar halda leikmanninum.

Hláturmildur Mourinho skemmti skólakrökkum

Jose Mourinho hefur ekki haft mikla ástæðu til að kætast undanfarið eftir tap í Meistaradeild Evrópu í vikunni og eftir að Son Heung-min meiddist á hendi á sunnudag og bættist þar með á meiðslalistann hjá Tottenham.

Elías áfram á skotskónum í tíu marka leik | Aron skoraði aftur

Það gerist ekki á hverjum degi að tíu mörk séu skoruð í fótboltaleik en það gerðist þegar Excelsior og Den Bosch mættust í hollensku B-deildinni í fótbolta í kvöld. Elías Már Ómarsson hélt uppteknum hætti og skoraði fyrir Excelsior í 6-4 sigri.

Syrtir enn í álinn hjá Birki og félögum

Birkir Bjarnason og félagar í Brescia eru í næstneðsta sæti ítölsku deildarinnar og máttu sætta sig við 2-1 tap á heimavelli gegn Napoli í kvöld þrátt fyrir að vera 1-0 yfir í hálfleik.

Samúel fékk frumraunina gegn Bayern München

Samúel Kári Friðjónsson lék í kvöld sinn fyrsta leik fyrir Paderborn í þýsku 1. deildinni í fótbolta þegar hann kom inn á í leik gegn 29-földum Þýskalandsmeisturum Bayern München.

Sara bíður áfram á hliðarlínunni

Sara Björk Gunnarsdóttir hefur átt við meiðsli að stríða og ekki getað spilað með Wolfsburg eftir að keppni í Þýskalandi hófst að nýju eftir áramót.

KR gerði jafntefli við Cincinnati

Íslandsmeistarar KR skoruðu þrívegis gegn FC Cincinnati þegar liðin mættust í æfingaleik í Bandaríkjunum í dag. Um var að ræða seinni leik KR í Bandaríkjaferð liðsins og síðasta leik Cincinnati fyrir nýja leiktíð í MLS-deildinni.

Guardiola um Sterling: Bönnum ekki leikmönnum að tjá sig

Pep Guardiola, stjóri Manchester City, segir að það sé sér að meinalausu þó að leikmenn City tjái sig um möguleikann á að fara til annarra félaga, eins og Raheem Sterling gerði í viðtali við spænska blaðið AS.

„Ragnar hinn ryðgaði“

Ragnar Sigurðsson fékk lægstu einkunn leikmanna FCK hjá miðlinum BT er dönsku meistaranir gerðu 1-1 jafntefli við Celtic í 32-liða úrslitum Evrópudeildarinnar.

Haaland nýtur sín betur í boltanum en rappinu

Erling Braut Haaland er heitasti framherji Evrópu á þessu ári og það er kannski fyrir bestu að Norðmaðurinn ungi hafi valið að einbeita sér að fótboltaferlinum frekar en að reyna fyrir sér sem tónlistarmaður. Þó er rappvídjó sem hann og félagar hans gerðu komið með tæplega 2 milljónir áhorfa á Youtube.

Neyddist til að segja konunni þegar tíðindin rötuðu í fjölmiðla

"Ég heyrði af þessu fyrir viku og hef svo bara beðið. Ég sagði engum frá þessu en ég neyddist til að segja konunni minni þetta þegar fjölmiðlar fóru að fjalla um þetta,“ segir Martin Braithwaite sem þakkar Guði fyrir það að hann skuli öllum að óvörum vera orðinn leikmaður hins eina sanna Barcelona.

Arteta: Hefðum átt að komast í betri stöðu

„Þetta eru mjög góð úrslit. Í fyrsta lagi að vinna á útivelli í Evrópuleik en líka að vinna á svona velli. Strákarnir eiga hrós skilið,“ sagði Mikel Arteta glaðbeittur eftir 1-0 útisigur hans manna í Arsenal gegn Olympiacos í Evrópudeildinni í kvöld.

Arsenal gerði góða ferð til Grikklands

Alexandre Lacazette skoraði sigurmark Arsenal í kvöld þegar liðið vann Olympiacos á útivelli í Grikklandi, 1-0, í fyrri leik liðanna í 32-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í fótbolta.

Sol Campbell fékk Patrik að láni í neyð

Markvörðurinn Patrik Gunnarsson, sem valinn var í síðasta verkefni íslenska A-landsliðsins, hefur verið lánaður til enska C-deildarfélagsins Southend United í aðeins sjö daga.

Sjá næstu 50 fréttir