Fleiri fréttir

Gini Wijnaldum gagnrýnir ekki ákvörðun Klopp

Mikil umræða á sér stað þessa dagana í Englandi um þá ákvörðun Jürgen Klopp að "gefa skít“ í endurtekinn leik á móti Shrewsbury Town í ensku bikarkeppninni og mæta hvorki sjálfur né með aðalliðsleikmenn félagsins.

Eriksen orðinn leikmaður Inter

Danski landsliðsmaðurinn er genginn í raðir Inter sem heldur áfram að fá leikmenn úr ensku úrvalsdeildinni.

Arsenal á von á tilboði frá Barcelona

Barcelona verður án framherjans Luis Suárez næstu mánuðina og það búast margir við því að spænska stórliðið reyni að kaupa öflugan framherja í janúarglugganum. Þar á meðal eru forráðamenn Arsenal.

Breiðablik kaupir markvörð frá Njarðvík

Pepsi Max deildarlið Breiðabliks hefur fest kaup á Brynjari Atla Bragasyni, markverði Njarðvíkur. Er hann annar markvörðurinn sem gengur til liðs við Breiðablik síðan síðasta tímabili lauk en Anton Ari Einarsson gekk til liðs við félagið frá Val fyrr í vetur.

Hólmar Örn í ensku úrvalsdeildina?

Hólmar Örn Eyjólfsson, miðvörður Levski Sofia og íslenska landsliðsins, er mögulega á leiðinni í ensku úrvalsdeildina áður en félagaskiptaglugginn þar í landi lokar þann 1. febrúar.

Neymar minntist Kobe

Paris Saint-Germain vann Lille 2-0 í frönsku úrvalsdeildinni í kvöld. Brasilíska stórstjarnan Neymar minntist Kobe Bryant, körfuboltagoðsagnarinnar sem lést í þyrluslysi í morgun, eftir að hann skoraði annað mark Parísarliðsins.

Ronaldo skoraði er Juventus tapaði gegn Napoli

Cristiano Ronaldo var enn og aftur á skotskónum en hann hefur nú skorað 12 mörk í síðustu átta deildarleikjum sínum með Juventus. Því miður dugði það ekki til í kvöld er liðið tapaði 2-1 fyrir Napoli á útivelli. Þá gerðu erkifjendurnir í Roma og Lazio 1-1 jafntefli fyrr í dag.

Hollenskur landsliðsmaður á leið til Tottenham?

Tottenham Hotspur virðist vera horfa til Hollands í von sinni um að bólstra framlínu sína áður en félagaskiptaglugginn í Evrópu lokar nú um mánaðarmótin. Nú er félagið orðað við Steven Bergwijn, hollenskan kantmann PSV Eindhoven.

Maguire maður leiksins er Man Utd valtaði yfir Tranmere

Harry Maguire, miðvörður Manchester United, var besti leikmaður vallarins er liðið vann Tranmere Rovers örugglega 6-0 á útivelli í FA bikarnum í dag. Maguire gerði sér lítið fyrir og skoraði sitt fyrsta mark fyrir félagið með þrumuskoti fyrir utan teig.

„Hann er eins og Terminator eða Sauron með hringinn“

Svona lýsa Tim Spiers og James Pearce, blaðamann The Athletic, hinu eldfljóta og nautsterka afmælisbarni dagsins, Adama Traore. Jürgen Klopp, þjálfari Liverpool, fór fögrum orðum um Traore eftir leik liðanna í ensku úrvalsdeildinni nýverið.

Mourinho ekki par sáttur með Inter Milan

José Mourinho, knattspyrnustjóri Tottenham Hotspur, hefur gagnrýnt ítalska félagið Inter Milan vegna þess hve seint þeir virðast ætla að næla í hinn danska Christian Eriksen. Aðeins eru fimm dagar eftir af félagaskiptaglugganum og finnst Mourinho kaupin vera ganga í gegn of seint.

Viðar Örn stóðst læknisskoðun hjá Yeni Malatyaspor

Viðar Örn Kjartansson, framherji íslenska landsliðsins, er við það að ganga til liðs við Yeni Malatyaspor sem leikur í tyrknesku úrvalsdeildinni. Hann stóðst læknisskoðun hjá félaginu fyrr í dag.

Padova mistókst að setja pressu á liðin fyrir ofan sig

Padova, lið Emils Hallfreðssonar, gerði í kvöld 1-1 jafntefli er liðið mætti Carpi á útivelli í ítölsku C-deildinni. Var þetta fyrsti leikur Padova undir stjórn Andrea Mandorlini en sá þjálfaði Emil hjá Hellas Verona fyrir nokkrum árum.

Sjá næstu 50 fréttir