Fleiri fréttir

Henderson og Salah fóru varlega í yfirlýsingar eftir leik

Jordan Henderson, fyrirliði Liverpool, og Mo Salah pössuðu sig að vera ekki með neinar digurbarkalegar yfirlýsingar að loknum 2-0 sigri liðsins gegn Manchester United í ensku úrvalsdeildinni fyrr í dag. Sigurinn þýðir að Liverpool er nú með 16 stiga forskot á toppi deildarinnar, ásamt því að eiga leik til góða. Þeir félagar ræddu við Sky Sports eftir leikinn.

Van Dijk maður leiksins i sigri Liver­pool gegn Manchester United

Samkvæmt tölfræði vefsíðunni Who Scored var Virgil Van Dijk langbesti leikmaður vallarins er Liverpool vann 2-0 sigur á erkifjendum sínum í Manchester United á Anfield. Van Dijk var með 8.5 í einkunn, þar á eftir komu Alisson og Mo Salah með 7.8 í einkunn.

Ögmundur og Sverrir Ingi báðir í byrjunarliði í Grikklandi

Það voru vægast sagt ólík hlutskipti íslensku leikmannanna í grísku úrvalsdeildinni í dag en á meðan Ögmundur Kristinsson var í tapliði og í neðri hluta deildarinnar þá var Sverrir Ingi Ingason í sigurliði og lið hans PAOK sem stendur á toppi deildarinnar.

Tröllið Van Dijk markahæstur frá upphafi síðustu leiktíðar

Virgil Dan Dijk er ekki aðeins klettur í vörn Liverpool sem virðist varla geta fengið á sig mark heldur er Hollendingurinn markahæsti varnarmaður ensku úrvalsdeildarinnar frá uppahfi síðustu leiktíðar. Skoraði hann eina mark fyrri hálfleiks í stórleik Liverpool og Manchester United á Anfield sem er ólokið.

Gazzaniga bjargaði stigi fyrir Tottenham

Watford og Tottenham gerðu markalaust jafntefli er liðin mættust á Vicarage Road í hádeginu í fyrsta leik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni.

Brescia staðfestir komu Birkis

Ítalska úrvalsdeildarfélagið Brescia hefur staðfest komu Birkis Bjarnasonar en þetta var tilkynnt nú í morgun.

Samúel Kári í Bundesliguna

Samúel Kári Friðjónsson hefur fært sig frá Noregi yfir til Þýskalands en hann hefur samið við Paderborn 07.

Man. United þrennan betri en Liverpool þrennan

Mikið hefur verið látið með framlínumenn Liverpool í allri velgengni liðsins að undanförnu en þegar markatölfræðin er skoðuð kemur í ljós að framlínuþenna Manchester United hefur í raun gert betur en sú hjá Liverpool á þessari leiktíð.

Dómurunum sagt að nota Varsjána á hliðarlínunni

Dómararnir í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu hafa nú fengið þau fyrirmæli að þeir eigi að nota skjáina á hliðarlínunni þegar koma upp ákveðin atvik sem þarf að skoða betur í Varsjánni.

Sjá næstu 50 fréttir