Fleiri fréttir

Sigur hjá Jóa Kalla og félögum

Jóhannes Karl Guðjónsson og félagar í Burnley unnu í dag 2-1 sigur á Notthingham Forest á útivelli í ensku B-deildinni í dag.

Stórsigur Arsenal - Hull í fjórða sætið

Hull gerði sér lítið fyrir og tyllti sér í fjórða sæti ensku úrvalsdeildarinnar með góðum sigri á Newcastle á útivelli. Arsenal slátraði Blackburn, 4-0, og er í öðru sæti - einu stigi á eftir Liverpool.

Boltavaktin á öllum leikjum dagsins

Boltavakt Vísis og Fréttablaðsins mun fylgjast náið með gangi mála í þeim fimm leikjum sem eru á dagskrá Landsbankadeildar karla í dag.

Liverpool vann United

Fyrsta risaleik tímabilsins í ensku úrvalsdeildinni er lokið. Liverpool vann 2-1 sigur á Manchester United á Anfield í fyrsta leik Dimitar Berbatov með United.

Markalaust hjá AIK og Gautaborg

AIK og Gautaborg gerðu markalaust jafntefli í sænsku úrvalsdeildinni nú í morgun. Hjálmar Jónsson lék allan leikinn í liði Gautaborgar.

Berbatov með en Torres og Gerrard á bekknum

Stórleikur dagsins í ensku úrvalsdeildinni er viðureign Liverpool og Manchester United. Það eru vonbrigði fyrir heimamenn að hvorki Fernando Torres né Steven Gerrard geta verið í byrjunarliðinu vegna meiðsla.

Fyrsti stórleikur tímabilsins

Átta leikir fara fram í ensku úrvalsdeildinni í dag en flestra augu munu líklega beinast að hádegisleik Liverpool og Englandsmeistara Manchester United.

Keegan sagður hafa fundað með eiganda Newcastle í dag

Heimildir Sky fréttastofunnar herma að Kevin Keegan hafi í dag átt fund með Mike Ashley eiganda Newcastle í Lundúnum. Keegan sagði upp störfum hjá Newcastle fyrir nokkrum dögum af því hann var ósáttur við stefnu félagsins í leikmannamálum.

ÍBV í Landsbankadeildina

ÍBV tryggði sér í kvöld sæti í Landsbankadeild karla í knattspyrnu á ný eftir 1-0 sigur á KS/Leiftri í kvöld. Sigurinn tryggði Eyjamönnum efsta sæti 1. deildarinnar en Stjarnan hefur náð öðru sætinu eftir leiki kvöldsins.

Ný andlit á White Hart Lane á mánudag

Gera má ráð fyrir því að lið Tottenham mæti nokkuð breytt til leiks á mánudagskvöldið þegar liðið tekur á móti Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni.

Eþíópíumönnum vísað úr undankeppni HM

Landsliði Eþíópíu hefur verið vísað úr undankeppni HM af Alþjóða Knattspyrnusambandinu vegna óuppgerðra deilna hjá knattspyrnusambandinu þar í landi.

West Ham og West Brom spila án auglýsinga

Enska úrvalsdeildarfélagið West Ham mun leika í ómerktum treyjum þegar það mætir West Brom í deildinni á morgun. Breska sjónvarpið segir að samstarfi West Ham og ferðaskrifstofunnar XL hafi verið slitið.

Mourinho nálgast 100 heimaleiki án taps

Jose Mourinho og hans menn í Inter Milan eru taldir afar sigurstranglegir þegar þeir taka á móti Catania í ítölsku A-deildinni á morgun. Mourinho stefnir þar á 99. deildarleikinn í röð án taps á heimavelli.

Deco og Southgate bestir í ágúst

Miðjumaðurinn Deco hjá Chelsea og Gareth Southgate stjóri Middlesbrough voru í dag útnefndir leikmaður og knattspyrnustjóri mánaðarins í ensku úrvalsdeildinni.

Del Piero vill enda ferilinn utan Ítalíu

Alessandro del Piero hefur gefið það út að hann vilji enda ferilinn utan Ítalíu. Del Piero er 33 ára en hann hefur leikið með Juventus síðan árið 1993.

Pique: Maradona tilheyrir fortíðinni

Diego Maradona er duglegur að koma sér í fréttirnar fyrir ummæli sín um allar hliðar fótboltans. Í nýlegu viðtali skaut hann föstum skotum að Lionel Messi, argentínska landsliðsmanninn hjá Barcelona.

Chelsea vill halda Clarke

Chelsea hefur neitað að taka við uppsagnarbréfi frá Steve Clarke. Chelsea hafði bannað Clarke að hefja viðræður við West Ham sem vill fá hann til að aðstoða Gianfranco Zola.

Scolari fékk tilboð frá City

Luiz Felipe Scolari segist hafa fengið tilboð frá Manchester City um að taka við sem knattspyrnustjóri félagsins eftir að Sven Göran Eriksson var látinn taka pokann sinn í lok síðasta tímabils.

Berbatov stefnir á að vera bestur

„Ég stefni á að vinna gullknött Evrópu áður en ferlinum lýkur. Þegar ég set mér eitthvað einstaklingsmarkmið þá er ég ákveðinn í að ná því," segir Dimitar Berbatov, nýjasti liðsmaður Manchester United.

Keane kallar varaforseta FIFA trúð

Roy Keane, knattspyrnustjóri Suderland, er allt annað en sáttur við ummæli Jack Warner, varaforseta alþjóða knattspyrnusambandsins. Warner sagði Keane sýna smærri þjóðum vanvirðingu og svaraði Keane með þeim orðum að Warner væri trúður.

Ólafur Ingi lengi frá

Ólafur Ingi Skúlason, miðjumaður Helsingborg í Svíþjóð, verður frá í að minnsta kosti hálft ár en komið hefur í ljós að hann er með slitið krossband í hægra hné.

Stuðningsmenn Newcastle mótmæla

Stuðningsmenn Newcastle ætla að safnast saman fyrir leik félagsins gegn Hull á morgun til þess að lýsa yfir óánægju sinni með Mike Ashley, eiganda félagsins.

Steve Clarke sagði upp hjá Chelsea

Eins og Vísir greindi frá í gær hefur Steve Clarke átt í viðræðum við West Ham um að gerast aðstoðarþjálfari Gianfranco Zola. Hann hefur nú sagt upp störfum hjá Chelsea.

Hermann segir gagnrýni Grétars óréttmæta

Hermann Hreiðarsson landsliðsfyrirliði hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann segir að gagnrýni Grétars Rafns Steinssonar á KSÍ eigi ekki rétt á sér.

Robinho klár á laugardaginn

Mark Hughes, stjóri Manchester City, hefur staðfest að Robinho muni að öllu óbreyttu spila sinn fyrsta leik með liðinu þegar það mætir Chelsea í kvöldleiknum í ensku úrvalsdeildinni á laugardaginn.

Blatter á leið til Suður-Afríku

Sepp Blatter, forseti Alþjóða Knattspyrnusambandins, fer í sérstaka heimsókn til Suður-Afríku dagana 14.-17. september þar sem hann ætlar að kynna sér undirbúninginn fyrir HM 2010.

Dagar Beckham eru taldir

John Barnes, fyrrum leikmaður enska landsliðsins og Liverpool, segir að dagar David Beckham með enska landsliðinu séu endanlega taldir eftir frábæra frammistöðu Theo Walcott í gærkvöld.

Ég hef spilað Championship Manager alla mína ævi

Norðmaðurinn Ole Gunnar Solskjær hjá Manchester United finnur sig vel í þjálfarastöðunni hjá félaginu. Hann segist ekki vera í vandræðum með að stýra öðrum leikmönnum vegna reynslu sinnar af því að vinna með Alex Ferguson og því að spila tölvuleiki.

Aukin öryggisgæsla í Newcastle

Lögregla í Newcastle hefur aukinn viðbúnað á laugardaginn fyrir leik liðsins gegn Hull í ensku úrvalsdeildinni. Viðbúnaðurinn er vegna fyrirhugaðra mótmæla stuðningsmanna félagsins í kjölfar uppsagnar Kevin Keegan.

Fangaklefar á fótboltavöllum

Forráðamenn ítölsku A-deildarinnar í knattspyrnu hafa þurft að horfa upp á áframhaldandi uppþot í kring um leiki í deildinni þrátt fyrir að öryggisgæsla hafi verið hert til muna síðustu misseri.

Adriano: Jose segir að ég sé bestur

Brasilíski framherjinn Adriano hjá Inter hefur ekki gert gott mót á knattspyrnuvellinum undanfarin ár eftir baráttu við þunglyndi og ofdrykkju.

Burley: Besti sigurinn á ferlinum

George Burley, landsliðsþjálfari Skota, segir að sigurinn á Íslendingum í undankeppni HM á Laugardalsvelli í gær hafi verið sá besti á ferli hans sem þjálfari.

Berbatov spilar væntanlega gegn Liverpool

Dimitar Berbatov mun líklega spila sinn fyrsta leik fyrir Manchester United í hádeginu á laugardaginn þegar liðið sækir Liverpool heim á Anfield.

Steve Clarke í viðræðum við West Ham

Samkvæmt heimildum Vísis er Steve Clarke, aðstoðarþjálfari Chelsea, nú í viðræðum við West Ham um að gerast aðstoðarmaður nýráðins knattspyrnustjóra Gianfranco Zola.

Beckham hrósar Walcott

David Beckham hrósaði hinum unga Theo Walcott í hástert eftir að hann skoraði þrennu fyrir Englendinga gegn Króötum í undankeppni HM í gær.

Enginn uppgjafartónn í Hitzfeld

Sviss tapaði í gær fyrir Lúxemborg í undankeppni HM 2010 og það á heimavelli. Hinn margreyndi landsliðsþjálfari Sviss, Ottmar Hitzfeld, sagði tapið eitt mesta áfallið á sínum ferli.

Bilic: England sennilega með besta lið Evrópu

Slaven Bilic var vitanlega afar ósáttur við tap sinna manna fyrir Englandi í gær en þeir ensku unnu 4-1 sigur á Króatíu á útivelli þar sem Theo Walcott skoraði þrennu.

Markvörður skoraði úr útsparki - Myndband

Brasilíski markvörðurinn Eduardo Martini, leikmaður B-deildarliðsins Avai í Brasilíu, gerði sér lítið fyrir og skoraði beint úr útsparki sem hann tók í eigin vítateig.

Heskey mátti þola kynþáttafordóma

Enska knattspyrnusambandið hefur sent skýrslu til Alþjóða knattspyrnusambandsins vegna þeirrar meðferðar sem Emile Heskey mátti þola í leik Króatíu og Englands í gær.

Sjá næstu 50 fréttir