Fleiri fréttir

Brasilía og Bandaríkin mætast í úrslitum

Ljóst er að það verða Brasilía og Bandaríkin sem mætast í úrslitaleik í fótboltakeppni kvenna á Ólympíuleikunum. Brasilía vann Þýskaland 4-1 í undanúrslitum áður en bandaríska liðið, ríkjandi Ólympíumeistarar, vann Japan 4-2.

Stoke að fá varnarmann

Southampton hefur samþykkt tilboð upp á 1,3 milljónir punda frá Stoke City í varnarmanninn Andrew Davies. Þessi 23 ára leikmaður hóf feril sinn hjá Middlesbrough en hann getur spilað sem hægri bakvörður eða miðvörður.

Carrick frá í þrjár vikur

Michael Carrick, miðjumaður Manchester United, verður frá í um þrjár vikur vegna ökklameiðsla. Hann fór meiddur af velli þegar United gerði 1-1 jafntefli gegn Newcastle í gær.

Davíð Þór í landsliðshópinn

Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari, hefur gert eina breytingu á hópnum er mætir Aserum í vináttulandsleik á Laugardalsvelli á miðvikudaginn.

Valencia vann heimaleikinn naumlega

Í gær fór fram fyrri viðureign Valencia og Real Madrid um hinn svokallaða Ofurbikar á Spáni. Þessi viðureign svipar til leiksins um Samfélagsskjöldinn í enska boltanum en í stað eins leiks er leikið heima og að heiman.

Öll mörkin úr enska boltanum komin á Vísi

Fyrstu umferð ensku úrvalsdeilarinnar lauk í gær. 32 mörk voru skoruð í leikjum fyrstu umferðinnar en sigur vannst í þeim öllum að leik Manchester United og Newcastle undanskildum, sem lauk mað jafntefli. Hægt er að sjá öll mörkin hér á Vísi.

Berbatov klár en Ferguson segir framlínuna í lagi

Sir Alex Ferguson hefur lýst því yfir að hann sé tilbúinn til þess að fara í gegnum þetta tímabil með núverandi leikmannahóp sinn. Ensku meistararnir í Manchester United byrjuðu leiktíðina með vonbrigðum á heimavelli sínum, Old Trafford, og gerðu 1:1 jafntefli við Newcastle.

Valur og FH töpuðu

Það urðu heldur betur óvænt úrslit í Landsbankadeild karla í kvöld. FH og Valur töpuðu leikjum sínum og Keflavík sem vann 5-0 sigur á Þrótti er komið með tveggja stiga forskot á toppnum.

Fylkir og ÍA gerðu jafntefli

Einum leik er lokið í Landsbankadeild karla. Fylkir og ÍA gerðu jafntefli 2-2 í botnbaráttuslag. Fylkismenn jöfnuðu undir lok leiksins.

KR vann Val 3-2

KR vann Val 3-2 í stórleik dagsins í Landsbankadeild kvenna. Eftir þessi úrslit er KR þremur stigum á eftir Val sem trjónir á toppi deildarinnar.

Meistararnir byrja á jafntefli

Englandsmeistarar Manchester United gerðu 1-1 jafntefli gegn Newcastle í ensku úrvalsdeildinni í dag. Obafemi Martins kom Newcastle yfir í fyrri hálfleik með skallamarki en Darren Fletcher jafnaði skömmu síðar.

Boltavaktin: Heil umferð í kvöld

Sextánda umferð Landsbankadeildar karla fer öll fram í kvöld og verða leikirnir í beinni textalýsingu á Boltavakt Vísis og Fréttablaðsins.

Heskey í landsliðshópnum

Fabio Capello, landsliðsþjálfari Englands, hefur tilkynnt landsliðshóp sinn fyrir vináttulandsleik gegn Tékklandi á miðvikudag. Emile Heskey, sóknarmaður Wigan, er í hópnum en hinsvegar er ekkert pláss fyrir Peter Crouch leikmann Portsmouth.

Argentína vann í framlengingu

Ljóst er hvaða lið mætast í undanúrslitum í fótboltakeppni Ólympíuleikanna. Brasilía og Argentína munu eigast við og Nígería leikur gegn Belgíu.

Torres hetja Liverpool

Liverpool vann Sunderland 1-0 í síðasta leik dagsins í enska boltanum. Fernando Torres var hetja Liverpool en hann skoraði sigurmarkið á 83. mínútu leiksins.

Heimasigrar í 1. deild

Þrír leikir voru í 1. deild karla í dag en allir unnust þeir á heimavelli. ÍBV er komið með sex stiga forystu eftir 1-0 sigur á Víkingi Reykjavík. Yngvi Borgþórsson skoraði markið. Víkingar nálgast fallbaráttuna óðum.

Grétar skoraði í sigri Bolton

Grétar Rafn Steinsson kom Bolton á bragðið gegn Stoke í ensku úrvalsdeildinni í dag. Hann ætlaði að senda fyrir markið en boltinn söng í netinu. Bolton vann leikinn 3-1.

Mark Nasri dugði til sigurs

Fyrsta leik tímabilsins í ensku úrvalsdeildinni er lokið. Arsenal vann 1-0 sigur á West Bromwich Albion á heimavelli sínum. Eina mark leiksins skoraði Samir Nasri á fjórðu mínútu.

Belgía vann Ítalíu

Belgía og Brasilía komust í dag í undanúrslitin í fótboltakeppni Ólympíuleikanna. Belgar unnu Ítali í hörkuleik á meðan Brasilía lagði Kamerún í framlengdum leik.

Enn heldur Inter hreinu

Jose Mourinho hefur heldur betur náð að binda vörn Inter saman og liðið hefur varla fengið á sig mark á undirbúningstímabilinu. Á hinum endanum hefur liðið hinsvegar ekki verið að raða inn mörkum.

Stjarnan vann mikilvægan sigur gegn Selfossi

Þrír leikir voru í 1. deild karla í kvöld en eftir úrslit kvöldsins er ljóst að spennan eykst bæði á toppi og botni. Stjarnan vann 6-1 sigur á Selfossi í stórleik kvöldsins en þarna mættust liðin í 2. og 3. sæti deildarinnar.

Abdoulaye Faye til Stoke

Stoke City hefur keypt senegalska landsliðsmanninn Abdoulaye Faye frá Newcastle á 2,25 milljónir punda. Þessi 30 ára varnarmaður hefur skrifað undir þriggja ára samning við Stoke.

Búið að lækka verðið á Arshavin

Andrei Arshavin gæti farið til Tottenham eftir allt en Zenit frá Pétursborg hefur lækkað verðmiðann á leikmanninum. Tottenham hætti viðræðum við Zenit í síðasta mánuði eftir að ekki tókst að semja um kaupverðið á Arshavin.

Þýskaland mætir Brasilíu í undanúrslitum kvenna

Ljóst er hvaða lið mætast í undanúrslitum í fótboltakeppni kvenna í Peking. Heimsmeistarar Þýskalands unnu Svíþjóð 2-0 í átta liða úrslitum en bæði mörkin í leiknum komu í framlengingu.

Pizarro til Bremen

Framherjinn Claudio Pizarro hjá Chelsea hefur samþykkt að ganga í raðir Werder Bremen í Þýskalandi á eins árs lánssamning. Þessi 29 ára Perúmaður hefur ekki átt fast sæti í liði Chelsea eftir ágæt ár með liði Bayern í Þýskalandi á árum áður.

Owen missir líklega af leiknum við United

Kevin Keegan, stjóri Newcastle, segir mjög ólíklegt að framherjinn Michael Owen geti tekið þátt í fyrsta leik liðsins á tímabilinu í ensku úrvalsdeildinni. Owen er ekki orðinn leikfær eftir meiðsli og verður því tæplega með gegn Manchester United á sunnudag.

Roy Keane tippar á Chelsea

Roy Keane, fyrrum leikmaður Manchester United og núverandi knattspyrnustjóri Sunderland í ensku úrvalsdeildinni, telur að Chelsea muni hampa Englandsmeistaratitlinum næsta sumar.

Mendes í viðræðum við Rangers

Portúgalski miðjumaðurinn Pedro Mendes hjá Portsmouth er nú í viðræðum við skoska félagið Glasgow Rangers eftir að Portsmouth samþykkti um 3 milljón punda kauptilboð í hann.

Agbonlahor framlengir við Aston Villa

Gabriel Agbonlahor, leikmaður Aston Villa, hefur framlengt samning sinn við félagið um fjögur ár. Þessi 21 árs gamli framherji er að nálgast 100 leikja markið hjá Villa eftir að hafa spilað sinn fyrsta leik með félaginu árið 2006. Hann skoraði eitt marka Villa í 4-1 sigrinum á FH í gærkvöld.

Newcastle semur við Coloccini

Argentínski landsliðsmaðurinn Fabricio Coloccini hefur gert fimm ára samning við enska úrvalsdeildarfélagið Newcastle. Coloccini var áður hjá Deportivo hjá Spáni, en kaupverðið á þessum 26 ára gamla varnarmanni hefur ekki verið gefið upp.

Hull keypti Gardner

Hull hefur staðfest að félagið sé búið að kaupa varnarmanninn Anthony Gardner frá Tottenham á 2,5 milljónir punda. Þessi 27 ára miðvörður kom upphaflega til Hull á lánssamningi.

Baptista til Roma

Julio Baptista hefur samið við ítalska liðið Roma. Þessi brasilíski landsliðsmaður kemur frá Real Madrid en hann hefur verið á óskalista Rómverja í talsvert langan tíma.

Man City tapaði heima fyrir Midtjylland

Óvæntustu úrslit kvöldsins í UEFA bikarnum voru án vafa tap Manchester City á heimavelli gegn danska liðinu Midtjylland 0-1. Danska liðið tók forystuna eftir fimmtán mínútna leik eftir mistök Richard Dunne.

Matthías: Tryggvi er meistari í þessu

Matthías Guðmundsson skoraði eina mark FH gegn Aston Villa í kvöld. „Við spiluðum ágætlega í þessum leik og hefðum átt að skora fleiri mörk að mínu mati. En þeir eru gott lið og refsa auðvitað," sagði Matthías eftir leik.

O'Neill: Barry vildi spila

Martin O'Neill sagði á blaðamannafundi eftir leikinn gegn FH í kvöld að Gareth Barry hefði ólmur viljað spila leikinn í kvöld.

Capello á Laugardalsvelli

Fabio Capello, landsliðsþjálfari Englendinga, er á meðal gesta á leik FH og Aston Villa í Evrópukepni félagsliða á Laugardalsvelli.

Barry í byrjunarliðinu

Gareth Barry er í byrjunarliði Aston Villa sem mætir FH í UEFA-bikarkeppninni í dag. Það mun hafa sitt að segja.

Garðar til reynslu í Búlgaríu

Framherjinn Garðar Gunnlaugsson hjá IFK Norrköping í Svíþjóð er farinn til Búlgaríu þar sem hann verður á reynslu hjá liði CSKA Sofia næstu daga. Þetta kom fram í sænskum fjölmiðlum í dag og var staðfest á heimasíðu sænska félagsins.

Sjá næstu 50 fréttir