Fleiri fréttir Petrov valdi City frekar en Tottenham Búlgarski vængmaðurinn Martin Petrov hefur samþykkt að ganga til liðs við Manchester City frá Atletico Madrid. City borgar 4,7 milljónir punda fyrir leikmanninn. Leikmaðurinn skrifaði undir þriggja ára samning við félagið. Talið var líklegast að hann væri á leið til Tottenham, en hann segist hafa valið City vegna Sven Göran Eriksson. 26.7.2007 14:27 Middlesbrough fær Young Middlesbrough hefur gengið frá kaupunum á enska landsliðsbakverðinum Luke Young frá Charlton. Middlesbrough borgar 2,5 milljónir punda fyrir kappann. Young stóðst læknisskoðun í gær og verður kynntur formlega hjá félaginu í dag. Charlton keypti Young fyrir sex árum á 3 milljónir punda og lék hann yfir 200 leiki fyrir félagið. 26.7.2007 14:13 Blikar sáu eftir færunum og stigunum KR-ingar voru nálægt því að vinna fyrsta útisigurinn í Kópavogi í gær. Blikar náðu að jafna í lokin en þeir áttu öll stigin skilin. KR-ingar sitja enn sem fastast á botni Landsbankadeildar karla. 26.7.2007 03:45 Enginn glansfótbolti hjá FH sem kláraði verkefnið örugglega FH og HB gerðu markalaust jafntefli í síðari leik liðanna í fyrstu umferð Meistaradeildar Evrópu í Færeyjum í gær. FH vann leikinn 4-1 og er þar með komið áfram en leikurinn í gær þótti ekki mikið fyrir augað. 26.7.2007 00:30 Kóngurinn Sinisa Kekic gekk frá Frömurum Víkingar stigu stríðsdans fyrir framan stuðningsmenn í gærkvöldi og fögnuðu, því sem gæti á endanum orðið ómetanlegur sigur, sigri á Frömurum. 26.7.2007 00:15 KR áfram á botninum eftir jafntefli gegn blikum- Víkingur sigraði Fram Tveir leikir fóru fram í Landsbankadeild karla í kvöld. KR-ingar gerðu 1-1 jafntefli við Breiðablik í Kópavoginum á meðan Víkingur sigraði Fram á heimavelli, 2-1. KR-ingar verma því enn botnsætið með sjö stig eftir ellefu leiki. 25.7.2007 21:06 FH komið áfram í forkeppni Meistaradeildar Evrópu FH er komið áfram í aðra umferð Meistaradeildar Evrópu eftir að hafa gert marklaust jafntefli við HB í Færeyjum. FH vann fyrri leikinn 4-1. FH mætir FC Bate frá Hvíta-Rússlandi í næstu umferð. 25.7.2007 19:59 O´Neill ætlar ekki að reyna að fá Wright-Phillips Martin O´Neill, framkvæmdastjóri Aston Villa, segir að hann ætli sér ekki að reyna að fá Shaun Wright-Phillips til liðsins. O´Neill reyndi að klófesta hann í janúar frá Chelsea án árangurs og fjölmiðlar ytra hafa verið duglegir að bendla leikmanninn við Aston Villa í sumar. 25.7.2007 17:51 Seinni leikur FH og HB í dag Íslandsmeistarar FH mæta HB í Færeyjum í dag í seinni leik liðanna í undankeppni Meistaradeildar Evrópu. FH sigraði fyrri leikinn 4-1 síðastliðinn miðvikudag þar sem Matthías Vilhjálmsson skoraði tvö mörk og Freyr Bjarnason og Sigurvin Ólafsson sitt markið hvor. 25.7.2007 17:37 Mido ósáttur með samningstilboð Birmingham Félagsskipti Egyptans Mido frá Tottenham til Birmingham gætu verið í hættu vegna óánægju leikmannsins við klásúlur í samningnum sem Birmingham hefur boðið honum. Félögin samþykktu sex milljóna kaupverð á kappanum í síðustu viku. 25.7.2007 17:20 Yallop: Beckham ekki enn tilbúinn Frank Yallop, þjálfari LA Galaxy, segir að hann muni ekki taka neina áhættu með ökklameiðsli David Beckham. Stefnt var að því að Beckham myndi spila um helgina gegn Chivas Guadalajara í Super Liga um helgina en Yallop segir að Beckham verði sennilega hvíldur áfram. 25.7.2007 16:29 Tveir leikir í Landsbankadeild karla í kvöld Tveir leikir fara fram í kvöld í 11. umferð Landsbankadeildar karla. Breiðablik tekur á móti KR í Kópavoginum á meðan Víkingur mætir Fram á heimavelli. KR situr á botninum með sex stig, Fram er í 9. sæti með átta stig, Víkingur er í 8. sæti með níu stig og þessir leikir því gríðarlega mikilvægir í botnbaráttunni. Breiðablik er í 6. sæti með 13 stig. Leikirnir hefjast klukkan 19:15. 25.7.2007 15:43 Mourinho: Benítez er undir mikilli pressu José Mourinho segir að Rafael Benítez sé undir meiri pressu en áður að stjórna Liverpool til sigurs í ensku Úrvalsdeildinni. Benítez hefur þegar eytt um 40 milljónum punda í Fernando Torres, Ryan Babel og Yossi Benayoun og Mourinho segir að væntingar til sigurs í deildinni verði mjög miklar hjá aðdáendum liðsins. 25.7.2007 14:51 Southgate biður um leyfi til að ræða við Smith Samkvæmt SkySports hefur Gareth Southgate, framkvæmastjóri Middlesbrough beðið Manchester United um leyfi til að ræða við framherjann Alan Smith. Þetta staðfestir Alex Ferguson framkvæmdastjóri United. 25.7.2007 14:20 Bolton kaupir Wilhelmsson Sænski landsliðsmaðurinn Christian Wilhelmsson hefur gengið til liðs við Bolton frá Nantes fyrir 2,1 milljónir punda. Wilhelmsson, sem hefur spilað 40 leiki fyrir hönd Svía, skrifaði undir þriggja ára samning við félagið. Leikmaðurinn hafði einnig verið orðaður við Manchester City og Tottenham. 25.7.2007 14:08 Danska bullan gæti átt þriggja ára fangelsi yfir höfði sér Danska bullan sem að réðst að dómaranum í leik Dana og Svía í undankeppni EM gæti átt yfir höfði sér þriggja ára fangelsisvist og þunga sekt fyrir athæfið. Krafa danska knattspyrnusambandsins á hendur bullunni nemur að minnsta kosti 110 milljónum króna. 24.7.2007 22:00 Valur tapaði fyrir Fylki á heimavelli Valur tapaði í kvöld gegn Fylki á heimavelli með tveimur mörkum gegn fjórum. Leikurinn var bráðskemmtilegur og voru Valsmenn yfir í hálfleik eftir að hafa lent undir snemma leiks. Valsmenn misstu þar með af tækifærinu til að komast á topp deildarinnar og sitja áfram í öðru sæti með 21 stig. Fylkir komst með sigrinum upp í fimmta sætið með 15 stig. 24.7.2007 21:48 Valur yfir gegn Fylki á Laugardalsvellinum Valur er 2-1 yfir í hálfleik gegn Fylki í Laugardalnum í fyrsta leik 11 umferðar Landsbankadeildar karla. Fylkismenn komust yfir á 16. mínútu þegar Peter Gravesen skoraði örugglega úr vítaspyrnu sem var dæmd á Kjartan Sturluson, markvörð Vals. Mínútu seinna jafnaði Daníel Hjaltason fyrir Valsmenn. Það var svo Helgi Sigurðsson sem kom Val yfir með marki á 35. mínútu eftir hornspyrnu. 24.7.2007 20:46 City og Tottenham á eftir Petrov Manchester City og Tottenham eru bæði á eftir hinum búlgarska Martin Petrov hjá Atletico Madrid og er leikmaðurinn talinn falur fyrir 6,2 milljónir punda. Petrov, sem hefur ekki náð að aðlagast leik Atletico Madrid, er sagður hafa mikinn áhuga á að ganga til liðs við Tottenham. Madrid hafnaði 7,5 milljóna pundi boði frá Tottenham í Petrov síðasta sumar. 24.7.2007 18:11 Shepherd hættir sem stjórnarformaður Newcastle Freddy Shepherd er hættur sem stjórnarformaður Newcastle og hefur Chris Mort tekið við starfi hans. Þetta gerist í kjölfar þess að nýjir eigendur eru tóku við liðinu fyrr í sumar. Shepherd, sem hafði verið stjórnarformaður liðsins síðan 1997, seldi sinn hlut í félaginu til St. James Holdings Limited. 24.7.2007 16:55 Einn leikur í Landsbankadeild karla í kvöld Valur og Fylkir mætast í kvöld í fyrsta leik 11. umferðar í Landsbankadeild karla. Með sigri kemst Valur á topp deildarinnar í bili með 24 stig. FH er á toppnum núna með 23 stig og mæta Keflvíkingum í toppslag á laugardaginn. Fylkir er í sjötta sæti með 12 stig. Leikurinn hefst klukkan 20:00 og er í beinni útsendingu á Sýn. 24.7.2007 16:12 Liverpool og Portsmouth leika til úrslita í Asíubikarnum Ensku Úrvalsdeildarliðin Liverpool og Portsmouth munu leika til úrslita í Asíubikarnum á laugardaginn. Liverpool sigraði lið Suður-Kína í dag 3-1 með mörkum frá John Arne Riise, Xabi Alonso og Daniel Agger og Portsmouth sigraði Fulham í morgun 1-0 með marki frá Benjani. Hermann Hreiðarsson lék allan leikinn í lið Portsmouth. 24.7.2007 15:31 Sagan um Carlos Tevez heldur áfram FIFA hefur vísað máli Carlos Tevez, leikmanni West Ham aftur til íþróttagerðardóms. West Ham og Manchester United höfðu biðlað til FIFA um að yfirfara samningsmál Tevez vegna hugsanlegra kaupa United á leikmanninum. Flutningur Tevez til United frá West Ham hefur ekki getað gengið í gegn vegna þess að MSI, fyrirtæki Kia Joorabchian umboðsmanns Tevez, segist eiga fjárhagslegan rétt á leikmanninum. 24.7.2007 15:03 West Ham á eftir Dyer Eggert Magnússon og félagar í West Ham eru ekki hættir að hugsa um leikmannakaup þrátt fyrir að hafa fengið til sín fimm leikmenn í sumar. Núna hafa þeir beint athygli sinni að Kieron Dyer hjá Newcastle. Ástæðan fyrir þessum skyndilega áhuga er sú að Julien Faubert sem að West Ham keypti fyrr í sumar verður frá vegna meiðsla næsta hálfa árið. 24.7.2007 14:15 Berlusconi neitar að gefast upp á Shevchenko Silvio Berlusconi, forseti AC Milan, neitar að gefast upp á að fá Andriy Shevchenko aftur til liðsins. Shevchenko fór til Chelsea frá Milan fyrir síðasta tímabil en náði ekki að standa undir væntingum þar. Miklar vangaveltur hafa verið um hvað hvað verði um leikmanninn og hefur hann verið orðaður við endurkomu til Milan. 23.7.2007 20:24 Stefán Þórðarson skoraði í tapi gegn Ljungskile Norrkoping tapaði í dag sínum fyrsta leik í næstefstu deild Svíþjóðar. Þrátt fyrir að vera tveimur fleiri síðustu 20 mínúturnar bað liðið lægri hlut fyrir Ljungskilde, 2-1. Stefán Þórðarson kom Norrkoping yfir á 64. mínútu en Andreas Kristoffersson tryggði Ljungskilde sigurinn með tveimur mörkum. 23.7.2007 18:54 U19: Ísland tapaði gegn Þjóðverjum Íslenska U19 ára kvennalandsliðið tapaði í dag síðasta leik sínum á Evrópumótinu. Landsliðið tapaði 4-2 fyrir núverandi meisturum frá Þýskalandi á Grindavíkurvelli. Fanndís Friðriksdóttir skoraði bæði mörk Íslands í leiknum. Stelpurnar voru 2-0 undir í hálfleik. 23.7.2007 18:09 Shinawatra nær fullri stjórn yfir Manchester City Fyrrverandi forsætisráðherra Taílands, Thaksin Shinawatra, er nú búinn að ná fullri stjórn yfir Manchester City eftir að hafa keypt að minnsta kosti 75% hlut í félaginu. Shinawatra hefur byggt upp sinn hlut smám saman og hefur nú náð takmarkinu. 23.7.2007 17:33 Scholes gæti misst af byrjun tímabilsins Sir Alex Ferguson hefur greint frá því að Paul Scholes gæti misst af byrjun næsta tímabils vegna meiðsla á hné í leik gegn FC Seoul á föstudaginn. Scholes var sendur heim frá Asíu til að fá bót meina sinna og verður hann líklega frá í fjórar vikur vegna aðgerðar sem hann mun gangast undir. 23.7.2007 15:52 Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar var sett í gær Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar var sett í Belgrad í Serbíu og Svartfjallalandi í gær. Fimm Íslenskir frjálsíþróttaunglingar á aldrinum 16-17 ára munu taka þátt á mótinu, en 38 Íslenskir íþróttamenn taka þátt í Ólympíuhátíðinni að þessu sinni í sjö íþróttagreinum. 23.7.2007 15:25 U19: Stelpurnar mæta Þjóðverjum í dag Íslenska U19 ára kvennalandsliðið mætir Þjóðverjum klukkan 16:00 í dag á Grindavíkurvelli á Evrópumótinu. Þjóðverjar, sem eru núverandi Evrópumeistarar, hafa þegar tryggt sér sæti í undanúrslitum, en íslensku stelpurnar geta ekki komist áfram. 23.7.2007 15:16 Eiður ekki með Barcelona í Skotlandi Eiður Smári Guðjohnsen verður ekki með Barcelona í æfingaferð liðsins til Skotlands vegna meiðsla á hné. Carlos Puyol verður ekki heldur með vegna meiðsla, auk þess sem að Lionel Messi, Gaby Milito og Rafa Márguez er enn í fríi vegna þáttöku þeirra í Suður-Ameríkukeppninni. 23.7.2007 15:07 Manchester United sigraði Schenzen stórt Manchester United vann stórsigur á Schenzen í þriðja leik sínum á æfingatúr sínum í Asíu. Leikar enduðu 6-0 og skiptust mörkin jafnt á milli leikmanna. Nani skoraði sitt fyrsta mark fyrir félagið í leiknum. 23.7.2007 14:49 Santa Cruz vill fara frá Bayern Munchen Paragvæski framherjinn Roque Santa Cruz, er ákveðinn í að komast frá Bayern Munchen, en hann er sagður vera ofarlega á óskalista Manchester City og Blackburn. Framherjinn hefur átt erfitt hjá félaginu upp á síðkastið og er aftarlega í goggunarröðinni hjá Uli Hoeness, framkvæmdastjóra Bayern. 23.7.2007 14:29 Ljungberg búinn að skrifa undir hjá West Ham Sænski miðjumaðurinn Freddie Ljungberg hefur samþykkt að ganga til liðs við West Ham frá Arsenal. Leikmaðurinn, sem skrifaði undir fjögurra ára samning við West Ham, er talinn kosta félagið í kringum 3 milljónir punda. Ljungberg spilaði 325 leiki fyrir Arsenal og skoraði 72 mörk síðan hann kom til liðsins árið 1998 frá Halmstad. 23.7.2007 14:08 Blackburn lagði FK Vetra Benni McCarthy og Matt Derbyshire skoruðu mörk West Ham í kvöld þegar liðið vann 2-0 sigur á litháenska liðinu FK Vetra í þriðju umferðinni í Intertoto bikarnum. Leikurinn fór fram í Litháen og síðari viðureigninn fer fram á Ewood Park á laugardaginn kemur. 22.7.2007 19:09 Babel hlustaði ekki á landsliðsþjálfarann Ryan Babel hlustaði ekki á aðvaranir landsliðsþjálfarans Marco van Basten þegar hann ákvað að ganga í raðir Liverpool á dögunum, en Van Basten sagði drengjunum í U-21 árs liði Hollendinga að þeim væri hollast að halda sig í röðum liða í heimalandinu ef þær ætluðu að eiga möguleika á að komast í landsliðið fyrir EM 2008. 22.7.2007 19:00 Ljungberg á leið til West Ham? Sænskir fjölmiðlar fullyrða í kvöld að enska úrvalsdeildarfélagið West Ham sé nú aðeins hársbreidd frá því að landa sænska miðjumanninum Freddie Ljungberg frá Arsenal. Kaupverðið er sagt 3,5 milljónir punda og Aftonbladet segir að hann muni fá 60,000 pund í vikulaun. 22.7.2007 18:53 Terry finnur sig ekki með fræga fólkinu Ensksi landsliðsfyrirliðinn John Terry hjá Chelsea var ekki sérstaklega hrifinn af Los Angeles þegar hann dvaldi þar í nokkra daga á æfingaferðalagi. Hann segist ekki geta hugsað sér að feta í fótspor David Beckham í stjörnulífinu - né heldur Vinnie Jones ef út í það er farið. 22.7.2007 17:15 Morientes hefur trú á Torres Spænski framherjinn Fernando Morientes er viss um að landa sínum og nafna Fernando Torres muni takast að festa sig í sessi með Liverpool í ensku úrvalsdeildinni þó honum sjálfum hafi ekki tekist það á sínum tíma. 22.7.2007 16:00 Davids fótbrotinn Miðjumaðurinn Edgar Davids hjá Ajax varð fyrir þv í óláni í gær að fótbrotna í æfingaleik gegn Go Ahead Eagles. Þetta þýðir að hinn 34 ára gamli leikmaður verður frá keppni í að minnsta kosti þrjá mánuði. Davids gekk í raðir Ajax frá Tottenham, en hann byrjaði ferilinn hjá Ajax á sínum tíma. 22.7.2007 13:57 Eiður tæpur fyrir Skotlandsferðina Óvíst er hvort Eiður Smári Guðjohnsen geti farið með Barcelona í æfingabúðir til Skotlands á morgun þar sem hann er meiddur á hné. Að sögn spænska blaðsins Marca var fyrsta æfing Barcelona í gær eftir sumarfrí og þurfti Eiður Smári að hætta fljótlega á henni þar sem meiðsli í vinstra hné tóku sig upp. 22.7.2007 13:47 Robben er ekki á leið til Real Jose Mourinho, stjóri Chelsea, segir að fjarvera Arjen Robben í æfingaleiknum við LA Galaxy í nótt stafi af meiðslum leikmannsins og hafi ekki komið til vegna yfirvofandi farar hans til Real Madrid á Spáni eins og sagt var í nokkrum fjölmiðlum í morgun. "Robben flýgur með okkur til Englands - ekki til Madrid," sagði Mourinho. 22.7.2007 13:45 Barton missir af upphafi leiktíðar með Newcastle Miðjumaðurinn Joey Barton hjá Newcastle mun missa af upphafi leiktíðar í ensku úrvalsdeildinni í næsta mánuði eftir að hann brákaði bein í fæti sínum í æfingaleik gegn Carlisle í gær. Barton mun fara í aðgerð fljótlega og verður væntanlega frá keppni í að minnsta kosti sex vikur. 22.7.2007 13:39 Beckham frumsýndur í tapi gegn Chelsea David Beckham lék í nótt sinn fyrsta leik með liði LA Galaxy þegar hann spilaði síðustu 12 mínúturnar í 1-0 tapleik liðsins gegn Chelsea. 27,000 áhorfendur hylltu kappann þegar hann var kynntur til leiks á Home Depot Center en það var félagi hans í enska landsliðinu, John Terry, sem skoraði sigurmark Chelsea. 22.7.2007 13:33 Sjá næstu 50 fréttir
Petrov valdi City frekar en Tottenham Búlgarski vængmaðurinn Martin Petrov hefur samþykkt að ganga til liðs við Manchester City frá Atletico Madrid. City borgar 4,7 milljónir punda fyrir leikmanninn. Leikmaðurinn skrifaði undir þriggja ára samning við félagið. Talið var líklegast að hann væri á leið til Tottenham, en hann segist hafa valið City vegna Sven Göran Eriksson. 26.7.2007 14:27
Middlesbrough fær Young Middlesbrough hefur gengið frá kaupunum á enska landsliðsbakverðinum Luke Young frá Charlton. Middlesbrough borgar 2,5 milljónir punda fyrir kappann. Young stóðst læknisskoðun í gær og verður kynntur formlega hjá félaginu í dag. Charlton keypti Young fyrir sex árum á 3 milljónir punda og lék hann yfir 200 leiki fyrir félagið. 26.7.2007 14:13
Blikar sáu eftir færunum og stigunum KR-ingar voru nálægt því að vinna fyrsta útisigurinn í Kópavogi í gær. Blikar náðu að jafna í lokin en þeir áttu öll stigin skilin. KR-ingar sitja enn sem fastast á botni Landsbankadeildar karla. 26.7.2007 03:45
Enginn glansfótbolti hjá FH sem kláraði verkefnið örugglega FH og HB gerðu markalaust jafntefli í síðari leik liðanna í fyrstu umferð Meistaradeildar Evrópu í Færeyjum í gær. FH vann leikinn 4-1 og er þar með komið áfram en leikurinn í gær þótti ekki mikið fyrir augað. 26.7.2007 00:30
Kóngurinn Sinisa Kekic gekk frá Frömurum Víkingar stigu stríðsdans fyrir framan stuðningsmenn í gærkvöldi og fögnuðu, því sem gæti á endanum orðið ómetanlegur sigur, sigri á Frömurum. 26.7.2007 00:15
KR áfram á botninum eftir jafntefli gegn blikum- Víkingur sigraði Fram Tveir leikir fóru fram í Landsbankadeild karla í kvöld. KR-ingar gerðu 1-1 jafntefli við Breiðablik í Kópavoginum á meðan Víkingur sigraði Fram á heimavelli, 2-1. KR-ingar verma því enn botnsætið með sjö stig eftir ellefu leiki. 25.7.2007 21:06
FH komið áfram í forkeppni Meistaradeildar Evrópu FH er komið áfram í aðra umferð Meistaradeildar Evrópu eftir að hafa gert marklaust jafntefli við HB í Færeyjum. FH vann fyrri leikinn 4-1. FH mætir FC Bate frá Hvíta-Rússlandi í næstu umferð. 25.7.2007 19:59
O´Neill ætlar ekki að reyna að fá Wright-Phillips Martin O´Neill, framkvæmdastjóri Aston Villa, segir að hann ætli sér ekki að reyna að fá Shaun Wright-Phillips til liðsins. O´Neill reyndi að klófesta hann í janúar frá Chelsea án árangurs og fjölmiðlar ytra hafa verið duglegir að bendla leikmanninn við Aston Villa í sumar. 25.7.2007 17:51
Seinni leikur FH og HB í dag Íslandsmeistarar FH mæta HB í Færeyjum í dag í seinni leik liðanna í undankeppni Meistaradeildar Evrópu. FH sigraði fyrri leikinn 4-1 síðastliðinn miðvikudag þar sem Matthías Vilhjálmsson skoraði tvö mörk og Freyr Bjarnason og Sigurvin Ólafsson sitt markið hvor. 25.7.2007 17:37
Mido ósáttur með samningstilboð Birmingham Félagsskipti Egyptans Mido frá Tottenham til Birmingham gætu verið í hættu vegna óánægju leikmannsins við klásúlur í samningnum sem Birmingham hefur boðið honum. Félögin samþykktu sex milljóna kaupverð á kappanum í síðustu viku. 25.7.2007 17:20
Yallop: Beckham ekki enn tilbúinn Frank Yallop, þjálfari LA Galaxy, segir að hann muni ekki taka neina áhættu með ökklameiðsli David Beckham. Stefnt var að því að Beckham myndi spila um helgina gegn Chivas Guadalajara í Super Liga um helgina en Yallop segir að Beckham verði sennilega hvíldur áfram. 25.7.2007 16:29
Tveir leikir í Landsbankadeild karla í kvöld Tveir leikir fara fram í kvöld í 11. umferð Landsbankadeildar karla. Breiðablik tekur á móti KR í Kópavoginum á meðan Víkingur mætir Fram á heimavelli. KR situr á botninum með sex stig, Fram er í 9. sæti með átta stig, Víkingur er í 8. sæti með níu stig og þessir leikir því gríðarlega mikilvægir í botnbaráttunni. Breiðablik er í 6. sæti með 13 stig. Leikirnir hefjast klukkan 19:15. 25.7.2007 15:43
Mourinho: Benítez er undir mikilli pressu José Mourinho segir að Rafael Benítez sé undir meiri pressu en áður að stjórna Liverpool til sigurs í ensku Úrvalsdeildinni. Benítez hefur þegar eytt um 40 milljónum punda í Fernando Torres, Ryan Babel og Yossi Benayoun og Mourinho segir að væntingar til sigurs í deildinni verði mjög miklar hjá aðdáendum liðsins. 25.7.2007 14:51
Southgate biður um leyfi til að ræða við Smith Samkvæmt SkySports hefur Gareth Southgate, framkvæmastjóri Middlesbrough beðið Manchester United um leyfi til að ræða við framherjann Alan Smith. Þetta staðfestir Alex Ferguson framkvæmdastjóri United. 25.7.2007 14:20
Bolton kaupir Wilhelmsson Sænski landsliðsmaðurinn Christian Wilhelmsson hefur gengið til liðs við Bolton frá Nantes fyrir 2,1 milljónir punda. Wilhelmsson, sem hefur spilað 40 leiki fyrir hönd Svía, skrifaði undir þriggja ára samning við félagið. Leikmaðurinn hafði einnig verið orðaður við Manchester City og Tottenham. 25.7.2007 14:08
Danska bullan gæti átt þriggja ára fangelsi yfir höfði sér Danska bullan sem að réðst að dómaranum í leik Dana og Svía í undankeppni EM gæti átt yfir höfði sér þriggja ára fangelsisvist og þunga sekt fyrir athæfið. Krafa danska knattspyrnusambandsins á hendur bullunni nemur að minnsta kosti 110 milljónum króna. 24.7.2007 22:00
Valur tapaði fyrir Fylki á heimavelli Valur tapaði í kvöld gegn Fylki á heimavelli með tveimur mörkum gegn fjórum. Leikurinn var bráðskemmtilegur og voru Valsmenn yfir í hálfleik eftir að hafa lent undir snemma leiks. Valsmenn misstu þar með af tækifærinu til að komast á topp deildarinnar og sitja áfram í öðru sæti með 21 stig. Fylkir komst með sigrinum upp í fimmta sætið með 15 stig. 24.7.2007 21:48
Valur yfir gegn Fylki á Laugardalsvellinum Valur er 2-1 yfir í hálfleik gegn Fylki í Laugardalnum í fyrsta leik 11 umferðar Landsbankadeildar karla. Fylkismenn komust yfir á 16. mínútu þegar Peter Gravesen skoraði örugglega úr vítaspyrnu sem var dæmd á Kjartan Sturluson, markvörð Vals. Mínútu seinna jafnaði Daníel Hjaltason fyrir Valsmenn. Það var svo Helgi Sigurðsson sem kom Val yfir með marki á 35. mínútu eftir hornspyrnu. 24.7.2007 20:46
City og Tottenham á eftir Petrov Manchester City og Tottenham eru bæði á eftir hinum búlgarska Martin Petrov hjá Atletico Madrid og er leikmaðurinn talinn falur fyrir 6,2 milljónir punda. Petrov, sem hefur ekki náð að aðlagast leik Atletico Madrid, er sagður hafa mikinn áhuga á að ganga til liðs við Tottenham. Madrid hafnaði 7,5 milljóna pundi boði frá Tottenham í Petrov síðasta sumar. 24.7.2007 18:11
Shepherd hættir sem stjórnarformaður Newcastle Freddy Shepherd er hættur sem stjórnarformaður Newcastle og hefur Chris Mort tekið við starfi hans. Þetta gerist í kjölfar þess að nýjir eigendur eru tóku við liðinu fyrr í sumar. Shepherd, sem hafði verið stjórnarformaður liðsins síðan 1997, seldi sinn hlut í félaginu til St. James Holdings Limited. 24.7.2007 16:55
Einn leikur í Landsbankadeild karla í kvöld Valur og Fylkir mætast í kvöld í fyrsta leik 11. umferðar í Landsbankadeild karla. Með sigri kemst Valur á topp deildarinnar í bili með 24 stig. FH er á toppnum núna með 23 stig og mæta Keflvíkingum í toppslag á laugardaginn. Fylkir er í sjötta sæti með 12 stig. Leikurinn hefst klukkan 20:00 og er í beinni útsendingu á Sýn. 24.7.2007 16:12
Liverpool og Portsmouth leika til úrslita í Asíubikarnum Ensku Úrvalsdeildarliðin Liverpool og Portsmouth munu leika til úrslita í Asíubikarnum á laugardaginn. Liverpool sigraði lið Suður-Kína í dag 3-1 með mörkum frá John Arne Riise, Xabi Alonso og Daniel Agger og Portsmouth sigraði Fulham í morgun 1-0 með marki frá Benjani. Hermann Hreiðarsson lék allan leikinn í lið Portsmouth. 24.7.2007 15:31
Sagan um Carlos Tevez heldur áfram FIFA hefur vísað máli Carlos Tevez, leikmanni West Ham aftur til íþróttagerðardóms. West Ham og Manchester United höfðu biðlað til FIFA um að yfirfara samningsmál Tevez vegna hugsanlegra kaupa United á leikmanninum. Flutningur Tevez til United frá West Ham hefur ekki getað gengið í gegn vegna þess að MSI, fyrirtæki Kia Joorabchian umboðsmanns Tevez, segist eiga fjárhagslegan rétt á leikmanninum. 24.7.2007 15:03
West Ham á eftir Dyer Eggert Magnússon og félagar í West Ham eru ekki hættir að hugsa um leikmannakaup þrátt fyrir að hafa fengið til sín fimm leikmenn í sumar. Núna hafa þeir beint athygli sinni að Kieron Dyer hjá Newcastle. Ástæðan fyrir þessum skyndilega áhuga er sú að Julien Faubert sem að West Ham keypti fyrr í sumar verður frá vegna meiðsla næsta hálfa árið. 24.7.2007 14:15
Berlusconi neitar að gefast upp á Shevchenko Silvio Berlusconi, forseti AC Milan, neitar að gefast upp á að fá Andriy Shevchenko aftur til liðsins. Shevchenko fór til Chelsea frá Milan fyrir síðasta tímabil en náði ekki að standa undir væntingum þar. Miklar vangaveltur hafa verið um hvað hvað verði um leikmanninn og hefur hann verið orðaður við endurkomu til Milan. 23.7.2007 20:24
Stefán Þórðarson skoraði í tapi gegn Ljungskile Norrkoping tapaði í dag sínum fyrsta leik í næstefstu deild Svíþjóðar. Þrátt fyrir að vera tveimur fleiri síðustu 20 mínúturnar bað liðið lægri hlut fyrir Ljungskilde, 2-1. Stefán Þórðarson kom Norrkoping yfir á 64. mínútu en Andreas Kristoffersson tryggði Ljungskilde sigurinn með tveimur mörkum. 23.7.2007 18:54
U19: Ísland tapaði gegn Þjóðverjum Íslenska U19 ára kvennalandsliðið tapaði í dag síðasta leik sínum á Evrópumótinu. Landsliðið tapaði 4-2 fyrir núverandi meisturum frá Þýskalandi á Grindavíkurvelli. Fanndís Friðriksdóttir skoraði bæði mörk Íslands í leiknum. Stelpurnar voru 2-0 undir í hálfleik. 23.7.2007 18:09
Shinawatra nær fullri stjórn yfir Manchester City Fyrrverandi forsætisráðherra Taílands, Thaksin Shinawatra, er nú búinn að ná fullri stjórn yfir Manchester City eftir að hafa keypt að minnsta kosti 75% hlut í félaginu. Shinawatra hefur byggt upp sinn hlut smám saman og hefur nú náð takmarkinu. 23.7.2007 17:33
Scholes gæti misst af byrjun tímabilsins Sir Alex Ferguson hefur greint frá því að Paul Scholes gæti misst af byrjun næsta tímabils vegna meiðsla á hné í leik gegn FC Seoul á föstudaginn. Scholes var sendur heim frá Asíu til að fá bót meina sinna og verður hann líklega frá í fjórar vikur vegna aðgerðar sem hann mun gangast undir. 23.7.2007 15:52
Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar var sett í gær Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar var sett í Belgrad í Serbíu og Svartfjallalandi í gær. Fimm Íslenskir frjálsíþróttaunglingar á aldrinum 16-17 ára munu taka þátt á mótinu, en 38 Íslenskir íþróttamenn taka þátt í Ólympíuhátíðinni að þessu sinni í sjö íþróttagreinum. 23.7.2007 15:25
U19: Stelpurnar mæta Þjóðverjum í dag Íslenska U19 ára kvennalandsliðið mætir Þjóðverjum klukkan 16:00 í dag á Grindavíkurvelli á Evrópumótinu. Þjóðverjar, sem eru núverandi Evrópumeistarar, hafa þegar tryggt sér sæti í undanúrslitum, en íslensku stelpurnar geta ekki komist áfram. 23.7.2007 15:16
Eiður ekki með Barcelona í Skotlandi Eiður Smári Guðjohnsen verður ekki með Barcelona í æfingaferð liðsins til Skotlands vegna meiðsla á hné. Carlos Puyol verður ekki heldur með vegna meiðsla, auk þess sem að Lionel Messi, Gaby Milito og Rafa Márguez er enn í fríi vegna þáttöku þeirra í Suður-Ameríkukeppninni. 23.7.2007 15:07
Manchester United sigraði Schenzen stórt Manchester United vann stórsigur á Schenzen í þriðja leik sínum á æfingatúr sínum í Asíu. Leikar enduðu 6-0 og skiptust mörkin jafnt á milli leikmanna. Nani skoraði sitt fyrsta mark fyrir félagið í leiknum. 23.7.2007 14:49
Santa Cruz vill fara frá Bayern Munchen Paragvæski framherjinn Roque Santa Cruz, er ákveðinn í að komast frá Bayern Munchen, en hann er sagður vera ofarlega á óskalista Manchester City og Blackburn. Framherjinn hefur átt erfitt hjá félaginu upp á síðkastið og er aftarlega í goggunarröðinni hjá Uli Hoeness, framkvæmdastjóra Bayern. 23.7.2007 14:29
Ljungberg búinn að skrifa undir hjá West Ham Sænski miðjumaðurinn Freddie Ljungberg hefur samþykkt að ganga til liðs við West Ham frá Arsenal. Leikmaðurinn, sem skrifaði undir fjögurra ára samning við West Ham, er talinn kosta félagið í kringum 3 milljónir punda. Ljungberg spilaði 325 leiki fyrir Arsenal og skoraði 72 mörk síðan hann kom til liðsins árið 1998 frá Halmstad. 23.7.2007 14:08
Blackburn lagði FK Vetra Benni McCarthy og Matt Derbyshire skoruðu mörk West Ham í kvöld þegar liðið vann 2-0 sigur á litháenska liðinu FK Vetra í þriðju umferðinni í Intertoto bikarnum. Leikurinn fór fram í Litháen og síðari viðureigninn fer fram á Ewood Park á laugardaginn kemur. 22.7.2007 19:09
Babel hlustaði ekki á landsliðsþjálfarann Ryan Babel hlustaði ekki á aðvaranir landsliðsþjálfarans Marco van Basten þegar hann ákvað að ganga í raðir Liverpool á dögunum, en Van Basten sagði drengjunum í U-21 árs liði Hollendinga að þeim væri hollast að halda sig í röðum liða í heimalandinu ef þær ætluðu að eiga möguleika á að komast í landsliðið fyrir EM 2008. 22.7.2007 19:00
Ljungberg á leið til West Ham? Sænskir fjölmiðlar fullyrða í kvöld að enska úrvalsdeildarfélagið West Ham sé nú aðeins hársbreidd frá því að landa sænska miðjumanninum Freddie Ljungberg frá Arsenal. Kaupverðið er sagt 3,5 milljónir punda og Aftonbladet segir að hann muni fá 60,000 pund í vikulaun. 22.7.2007 18:53
Terry finnur sig ekki með fræga fólkinu Ensksi landsliðsfyrirliðinn John Terry hjá Chelsea var ekki sérstaklega hrifinn af Los Angeles þegar hann dvaldi þar í nokkra daga á æfingaferðalagi. Hann segist ekki geta hugsað sér að feta í fótspor David Beckham í stjörnulífinu - né heldur Vinnie Jones ef út í það er farið. 22.7.2007 17:15
Morientes hefur trú á Torres Spænski framherjinn Fernando Morientes er viss um að landa sínum og nafna Fernando Torres muni takast að festa sig í sessi með Liverpool í ensku úrvalsdeildinni þó honum sjálfum hafi ekki tekist það á sínum tíma. 22.7.2007 16:00
Davids fótbrotinn Miðjumaðurinn Edgar Davids hjá Ajax varð fyrir þv í óláni í gær að fótbrotna í æfingaleik gegn Go Ahead Eagles. Þetta þýðir að hinn 34 ára gamli leikmaður verður frá keppni í að minnsta kosti þrjá mánuði. Davids gekk í raðir Ajax frá Tottenham, en hann byrjaði ferilinn hjá Ajax á sínum tíma. 22.7.2007 13:57
Eiður tæpur fyrir Skotlandsferðina Óvíst er hvort Eiður Smári Guðjohnsen geti farið með Barcelona í æfingabúðir til Skotlands á morgun þar sem hann er meiddur á hné. Að sögn spænska blaðsins Marca var fyrsta æfing Barcelona í gær eftir sumarfrí og þurfti Eiður Smári að hætta fljótlega á henni þar sem meiðsli í vinstra hné tóku sig upp. 22.7.2007 13:47
Robben er ekki á leið til Real Jose Mourinho, stjóri Chelsea, segir að fjarvera Arjen Robben í æfingaleiknum við LA Galaxy í nótt stafi af meiðslum leikmannsins og hafi ekki komið til vegna yfirvofandi farar hans til Real Madrid á Spáni eins og sagt var í nokkrum fjölmiðlum í morgun. "Robben flýgur með okkur til Englands - ekki til Madrid," sagði Mourinho. 22.7.2007 13:45
Barton missir af upphafi leiktíðar með Newcastle Miðjumaðurinn Joey Barton hjá Newcastle mun missa af upphafi leiktíðar í ensku úrvalsdeildinni í næsta mánuði eftir að hann brákaði bein í fæti sínum í æfingaleik gegn Carlisle í gær. Barton mun fara í aðgerð fljótlega og verður væntanlega frá keppni í að minnsta kosti sex vikur. 22.7.2007 13:39
Beckham frumsýndur í tapi gegn Chelsea David Beckham lék í nótt sinn fyrsta leik með liði LA Galaxy þegar hann spilaði síðustu 12 mínúturnar í 1-0 tapleik liðsins gegn Chelsea. 27,000 áhorfendur hylltu kappann þegar hann var kynntur til leiks á Home Depot Center en það var félagi hans í enska landsliðinu, John Terry, sem skoraði sigurmark Chelsea. 22.7.2007 13:33