Fleiri fréttir

Lætur blaðamenn heyra það

Sir Alex Ferguson er búinn að fá nóg af nornaveiðum fjölmiðla á Wayne Rooney og segir þá njóta þess að velta sér upp úr erfiðleikum hans á knattspyrnuvellinum.

Andy Johnson bestur í september

Framherjinn Andy Johnson hjá Everton var í dag kjörinn leikmaður septembermánaðar í ensku úrvalsdeildinni. Johnson skoraði fjögur mörk í fjórum leikjum fyrir þá bláu í september og hefur alls skorað sex mörk í deildinni.

Tony Mowbray tekur við West Brom

Enska 1. deildarfélagið West Brom réði í dag Tony Mowbray í stöðu knattspyrnustjóra. Mowbray stýrði áður skoska liðinu Hibernian frá Edinborg og tekur nú við West Brom að Bryan Robson sem hætti störfum í síðasta mánuði.

Coppell stjóri mánaðarins

Steve Coppell, stjóri Reading, hefur verið útnefndur knattspyrustjóri septembermánaðar í ensku úrvalsdeildinni. Reading tapaði ekki leik í mánuðinum og hirti stjö stig af níu mögulegum.

Vonsvikinn á viðbrögðum fólks

Paul Robinson, landsliðsmarkvörður Englendinga, segist afar hissa og vonsvikinn yfir því að hafa verið látinn fá það óþvegið fyrir markið slysalega sem hann fékk á sig á móti Króötum á miðvikudag.

Handtekinn vegna líkamsárásar

Varnarmaðurinn Anton Ferdinand hjá enska úrvalsdeildarliðinu West Ham var handtekinn í gær vegna gruns um líkamsárás í byrjun mánaðarins. Ferdinand hefur verið sleppt gegn tryggingu, en þarf að mæta í frekari yfirheyrslur vegna málsins í næsta mánuði.

Maxi Rodriguez úr leik

Argentínski landsliðsframherjinn Maxi Rodriguez hjá Atletico Madrid meiddist illa á hné í vináttuleik Argentínumanna og Spánverja í gærkvöldi. Spánverjar unnu leikinn 2-1, en ljóst er að Rodriguez verður lítið meira með á leiktíðinni og mun gangast undir aðgerð á morgun.

Þrír lykilmenn Arsenal meiddir

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, hefur nú fengið þær fregnir að þrír af lykilleikmönnum hans verði frá keppni í nokkurn tíma vegna meiðsla eftir landsleikjahlé og verður það væntanlega ekki til þess að auka hrifningu þjálfarans á hléunum sem hann hefur gagnrýnt harðlega undanfarið.

Stórsigur Arsenal

Arsenal vann í dag sannfærandi 5-0 sigur á Breiðablik í fyrri viðureign liðanna í 8-liða úrslitum Evrópukeppninnar á Kópavogsvelli. Enska liðið var einfaldlega of stór biti fyrir Blika, en eftir að staðan hafði verið 1-0 í hálfleik, skoraði Arsenal fjögur mörk á 15 mínútum um miðjan síðari hálfleik og gerði út um leikinn.

Formaður UMFG kallar Sigurð Jónsson aumingja

Gunnlaugur Hreinsson, formaður aðalstjórnar Ungmennafélags Grindavíkur, vandar Sigurði Jónssyni fyrrum þjálfara meistaraflokks félagsins í knattspyrnu ekki kveðjurnar í pistli á heimasíðu UMFG í dag. Gunnlaugur kallar Sigurð meða annars aumingja.

Arsenal hefur forystu gegn Blikum

Nú er kominn hálfleikur í fyrri viðureign Breiðabliks og Arsenal í 8-liða úrslitum Evrópukeppninni í knattspyrnu og hefur enska stórliðið 1-0 forystu. Það var enski landsliðsmaðurinn Kelly Smith sem skoraði mark Lundúnaliðsins eftir hálftíma leik eftir frábært einstaklingsframtak. Leikurinn er sýndur í beinni útsendingu í sjónvarpinu.

Xavier að snúa aftur?

Svo gæti farið að portúgalski varnarmaðurinn Abel Xavier spilaði sinn fyrsta leik með varaliði félagsins eftir helgina, en leikbannið sem hann fékk fyrir að falla á lyfjaprófi forðum rennur út á laugardag.

Byrjaður að æfa á ný

Vængmaðurinn ungi, Aaron Lennon hjá Tottenham, er nú farinn að stunda léttar æfingar á ný eftir að hafa gengist undir lítla aðgerð á hné fyrir skömmu. Bati enska landsliðsmannsins hefur verið skjótari en nokkur þorði að vona, en hann verður þó ekki klár í slaginn gegn Aston Villa um helgina.

Formlegar viðræður hafnar

Breska sjónvarpið heldur því fram í dag að Eggert Magnússon hafi staðfest að hann sé kominn í formlegar viðræður við forráðamenn West Ham um að festa kaup á félaginu. Talið er að kaupverðið yrði í kring um 75 milljónir punda, eða um 10 milljarðar króna.

Okkur er full alvara

Þau tíðindi að Eggert Magnússon hefði í hyggju að kaupa enska úrvalsdeildarfélagið West Ham hafa farið um England eins og eldur í sinu í dag. Mikið hefur verið rætt um hugsanlega sölu á meirihluta í félaginu í haust og segir Eggert að sér sé dauðans alvara með formlegu yfirtökutilboði sínu.

Líkir landsliðsþjálfurum við bílþjófa

Arsene Wenger hefur enn á ný ákveðið að tjá gremju sína í garð landsliðsþjálfara og í dag líkti hann leikmönnum sínum við stolna bensínlausa bíla á víðavangi þegar þeir sneru aftur úr landsleikjum.

Hermann í ljótasta liði ársins

Það er ekkert nýtt undir sólinni í knattspyrnuheiminum og nú hefur íslenski landsliðsmaðurinn Hermann Hreiðarsson orðið þess vafasama heiðurs aðnjótandi að vera valinn í úrvalslið ljótustu leikmanna í ensku úrvalsdeildinni að mati vefsíðu sem hefur útlit knattspyrnumanna að umtalsefni.

Leikmenn Arsenal hitta aðdáendur í dag

Leikmenn kvennaliðs Arsenal munu klukkan 16 í dag hitta áhugasama aðdáendur liðsins í Landsbankanum í Smáralindinni, en enska liðið mætir kvennaliði Breiðabliks í Evrópukeppninni á morgun. Allir eru velkomnir í Smáralindina í dag og þar verður lið Breiðabliks einnig að gefa eiginhandaráritanir.

Eggert Magnússon að kaupa West Ham?

Eggert Magnússon, formaður knattspyrnusambands Íslands, átti í fyrradag fund með forráðamönnum enska úrvalsdeildarfélagsins West Ham. Eggert staðfesti í samtali við Þorstein Gunnarsson á NFS að hann væri að íhuga að festa kaup á félaginu.

Kallar á stolt og ástríðu

Steve McClaren vill að leikmenn enska landsliðsins sýni stolt sitt og ástríðu þegar þeir sækja Króata heim í undankeppni EM annað kvöld í leik sem sýndur verður beint á Sýn.

Sleppur með sekt

Joey Barton sleppur með skrekkinn eftir að hafa berað á sér bossann í leik gegn Everton á dögunum, en aganefnd enska knattspyrnusambandsins ákvað að sleppa honum með 2000 punda sekt og aðvörun fyrir háttalag sitt. Tekið var mið af því að Barton baðst afsökunar á uppátækinu og var leikmaðurinn ánægður með niðurstöðuna.

Ledley King meiddur

Miðvörðurinn sterki Ledley King hefur dregið sig úr enska landsliðshópnum fyrir leikinn gegn Króötum annað kvöld vegna meiðsla á hné, en miklar bólgur hafa tekið sig upp í hné hans eftir leiki í haust vegna aðgerðar sem hann gekkst undir í sumar. Þetta kemur ekki að sök fyrir enska liðið því Rio Ferdinand tekur stöðu hans eftir að snúa sjálfur til baka eftir meiðsli.

Saknar Larsons

Carlos Puyol, fyrirliði Barcelona og samherji Eiðs Smára Guðjohnsen, kveðst sakna sænska framherjans Henrik Larsson, sem yfirgaf herbúðir félagsins í sumar og gekk til liðs við Helsingborg í heimalandi sínu.

Bayern er ekki nógu stórt lið

Þýski sóknarmaðurinn Miroslav Klose kveðst eingöngu hafa áhuga á að yfirgefa herbúðir Werder Bremen ef honum býðst að fara til einhvers af stóru liðunum í Evrópu og nefnir hann Real Madrid og Barcelona í því samhengi.

Guðmundur gerir það gott

Sænska knattspyrnuliðið Skövde tryggði sér á laugardag sæti í þriðju efstu deild þar í landi, en þjálfari liðsins er Guðmundur Ingi Magnússon, fyrrum leikmaður Víkings hér á landi. Guðmundur hefur búið í Svíþjóð undanfarin ár en hann varð meðal annars Íslandsmeistari með Víkingum árið 1991.

Riftir samningi sínum við Val

Knattspyrnumaðurinn Matthías Guðmundsson hefur nýtt sér ákvæði í samningi sínum við Val og sagt upp samningnum í von um að eiga auðveldara með að komast út í atvinnumennsku. Matthías heldur í dag til Árósa í Danmörku þar sem hann mun æfa í tæplega vikutíma með liði AGF.

Englendingar mjög slakir

Enskir fjölmiðlar voru mjög óánægðir með frammistöðu landsliðs síns í leiknum gegn Makedóníu í undankeppni EM í gær. Lokatölur urðu 0-0 í leik sem gestirnir frá Makedóníu hefðu vel getað unnið. Helstu ensku miðlarnir fóru hörðum orðum um enska liðið og sagði það einfaldlega vera lélegt um þessar mundir.

4-0 fyrir Lettum

Eiður Smári misnotar góð færi og okkur er refsað um hæl. Enn ein varnarmistökin, Indriði rennur til, Visnjakovs fær frítt skot fyrir utan teig og skorar.

Martröð í Ríga 3-0

3-0 fyrir Lettum og ekki hálftími er liðinn af leiknum. Það stendur ekki steinn yfir steini í leik íslenska liðsins sem virðist vera áhorfandi af eigin útför á meðan Lettar hafa skorað þrjú mörk á 12 mínútna kafla.

Lettar komnir í 2-0

Lettar hafa skorað tvö mörk með mínútu millibili. Karlsons skoraði eftir mistök í vörinni, Eiður fékk ágætt færi en nánast í sömu andrá gerði Ívar Ingimarsson slæm mistök og Verpakovskis kom Lettum í 2-0. Aðeins eru liðnar 20 mínútur af leiknum.

England - Makedónía að hefjast

Nú er að hefjast leikur Englendinga og Makedóníumanna á Old Trafford í Manchester í Englandi. Leikurinn er í beinni útsendingu á Sýn og hefst klukkan 16:00. Þetta er fyrsti leikur Wayne Rooney undir stjórn Steve McClaren. Rooney hefur verið í banni síðan hann fékk rauða spjaldið fyrir að hafa stigið full harkalega til jarðar gegn Portúgal á HM.

Tainio verður frá í mánuð

Finnski landsliðsmaðurinn Teemu Tainio verður frá keppni í að minnsta kosti einn mánuð eftir að hafa gengist undir aðgerð vegna kviðslits. Tainio verður því ekki með Finnum í landsleikjunum gegn Armeníu og Kazakstan á næstu viku og ljóst er að fjölhæfni hans og baráttugleði verður sárt saknað í herbúðum Tottenham.

Mandaric íhugar að kaupa Leicester

Serbneski viðskiptajöfurinn Milan Mandaric, sem nýverið seldi hlut sinn í úrvalsdeildarfélaginu Portsmouth, segist vera að íhuga að kaupa annað félag á Englandi og viðurkennir að um helmings líkur séu á að hann geri tilboð í Leicester City.

Hoeness og Mihajlovic í bann

Uli Hoeness stjórnarformaður Bayern Munchen og Sinisa Mihajlovic aðstoðarþjálfari Inter Milan voru í dag dæmdir í tveggja leikja bann fyrir að ausa blótsyrðum hvor á annan á leik Inter og Bayern í Meistaradeildinni á dögunum.

Leikmenn ráða engu um leikaðferð liðsins

Steve McClaren, landsliðsþjálfari Englendinga, segir að enska landsliðið spili nákvæmlega eins og hann vill gegn Makedóníu á morgun, en fregnir höfðu borist af því í morgun að leikmenn liðsins hefðu mótmælt því að þjálfarinn ætlaði að spila 3-5-2 gegn Makedóníu.

Tommy Nielsen framlengir við FH

Danski varnarmaðurinn Tommy Nielsen hefur framlengt samning sinn við Íslandsmeistara FH til tveggja ára, en þetta staðfesti Pétur Stephensen framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar FH við NFS nú síðdegis.

Segir Tevez og Mascherano að fara frá West Ham

Nýráðinn landsliðsþjálfari Argentínu er ekki að skafa af því í viðtali á vefsíðu þar í landi í dag og segir að þeir Javier Mascherano og Carlos Tevez ættu að hypja sig frá West Ham því það henti þeim alls ekki að spila fyrir liðið.

Ívar á von á nýjum samningi

Enska úrvalsdeildarfélagið Reading reiknar með að gera nýja og endurbætta samninga við nokkra af lykilmönnum félagsins í kjölfar þess að liðið vann sér sæti í úrvalsdeildinni og hefur þar slegið í gegn í upphafi leiktíðar. Ívar Ingimarsson er einn þeirra sem Sky segir að gæti átt von á að fá nýjan og betri samning í framtíðinni.

Kærður af knattspyrnusambandinu

Joey Barton er ekki alveg sloppinn fyrir horn eftir að hafa berað á sér bossann eftir leik City og Everton á dögunum, því þó kappinn hafi sloppið við lögregluákæru í gær, hefur hann nú verið kallaður inn á teppi hjá aganefnd enska knattspyrnusambandsins og kærður fyrir hegðun sína. Hann hefur frest fram á þriðjudag til að svara fyrir gjörðir sínar.

Atletico ætlar alls ekki að selja Torres

Einhver þrálátasti orðrómur í knattspyrnuheiminum á liðnum áratug fór enn á ný á fullt í dag þegar breskir fjölmiðlar fullyrtu að Manchester United væri á höttunum eftir framherjanum Fernando Torres hjá Atletico Madrid. Forseti spænska félagsins er orðinn mjög þreyttur á að svara spurningum þessu tengt.

David Dein kjörinn stjórnarformaður G14

David Dein, varastjórnarformaður Arsenal, var í dag kjörinn formaður samtakanna G14 sem samanstanda af stjórnarmönnum 18 stærstu knattspyrnufélaga Evrópu.

Hættur í ruglinu og ætlar að snúa aftur í úrvalsdeildina

Knattspyrnumaðurinn Stan Collymore hugar nú að endurkomu fyrir alvöru og hefur lýst því yfir að hann ætli að komast að hjá liði í ensku úrvalsdeildinni innan skamms. Collymore hefur ekki spilað fótbolta í nokkur ár en hefur verið iðinn við áfengisneyslu og kvikmyndaleik.

Yfirtökutilboð rætt á stjórnarfundi í dag

Breskir fjölmiðlar segja að hópur fjárfesta undir stjórn íranska milljarðamæringsins Kia Joorabchian hafi nú gert 70 milljón punda yfirtökutilboð í enska úrvalsdeildarfélagið West Ham.

Aaron Lennon á undan áætlun

Enski landsliðsmaðurinn Aaron Lennon hjá Tottenham hefur náð skjótari bata en vonir stóðu til um í upphafi og að sögn Martin Jol þjálfara gæti verið að hann yrði klár í slaginn eftir um tvær vikur. Lennon hefur verið sárt saknað í herbúðum enska úrvalsdeildarliðsins að undanförnu, en liðið hefur aðeins unnið tvo leiki í deildinni til þessa.

Úrslitaleikirnir spilaðir í Moskvu og Róm

Knattspyrnusamband Evrópu hefur tilkynnt að úrslitaleikirnir í Meistaradeild Evrópu verði háðir í Moskvu árið 2008 og Róm árið eftir. Þá fer úrslitaleikurinn í Evrópukeppni félagsliða árið 2008 fram í Manchester á Englandi og í Istanbul í árið eftir.

Sjá næstu 50 fréttir